Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. mai 1981 ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i að reisa dælustöðvarhús og undirstöður fyrir miðlunargeymi við Akranes. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500, — kr. skilatryggingu: í Reykjavik á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9. Á Akranesi á verkfræði og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40. t Borgarnesi á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Heiðarbraut 40, Akranesi, þriðjudaginn 2. júni 1981 kl. 11:30. Lausar stöður Við Flensborgarskólann i Hafnarfiröi, fjölbrautaskóia, eru lausar til umsóknar eftirtaldar kennarastööur: 1. Kennarastaöa i sérgreinum viöskiptabrautar, aöallega hagf ræöigreinum. 2. Kennarastaða i sérgreinum heilsugæslubrautar, 1/2 starf eöa 2/3 starfs koma til greina. 3. Kennarastaða i jarðfræði, 1/2 starf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferi! og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 13. júni n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 15. mai 1981 Rafmagnsveitur r ríkisins óska að ráða skriístoíumann við Inn- heimtudeild. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starí smannast jóra. Rafinagnsveitur rikisins Laugavegi 118, 105 REYKJAVÍK íþróttakennarar iþróttakennara vantar að Egilsstaða- skóla. Allar upplýsingar gefur skólastjóri Ólafur Guðmundsson i sima 97-1146 eða 97-1217. Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. Laus staða Staöa deildarstjóra I meinatæknadeild Tækniskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 12. júnf nk. MENNTAMALARAÐUNEYTID, 11. mai 1981 HH FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR IV Vonarstræti 4 - Sími 25500 Átján ára gömul stúlka með barn á 1. ári óskar eftir að fá að búa hjá fjölskyldu. Nánari upplýsingar i sima 25500 milli kl. 11 og 12 (Ólina). A Bílbeltin Jp* hafa bjargað yUMFEROAR RÁÐ j Herstöðvaandstæðingar í A-Skaft. Menningarvaka á Höfn Herstöövaandstæöingar i A-Skaftafellssýslu efna til menn- ingarvöku næsta föstudagskvöld kl. 20.30 í húsi verkalýösfélagsins i Höfn I Hornafiröi. Þar mun Böövar Guömundsson taka lagiö, Birgir Svan Simonarson les úr eigin verkum, lesin veröur ný smásaga eftir Svövu Jakobs- dóttur og loks veröa heimamenn meö ýmis konar efni. Skáksambandið Framhald af bis. 16 Guðjónsson, Eyjólf Sigurðsson, sagði sig Ur Alþýðuflokknum i fyrra, Björn Þórhallsson, vara- forseta ASl Eirik Tómasson, fyrrum aðstoðarmann ráöherra, Pétur Rafnsson, Skúla J. Pálma- son, Steingrim Sigurðsson, Svölu Jónsdóttur, eiginkonu Einars S. Einarssonar, Vilhjálm Arnason, bróður Tómasar ráðherra og Þráin Valdimarsson fram- kvæmdastjóra Framsóknar- flokksins. — S.dór. England Framhald af bls. 5 þá verðiö þið lika að vera tilbúin að greiða meiri útsvör. Segja má þeir hafi lagt sig og stefnuna að veði, þvi þeir buðu sig einkum fram i kjördæmum sem ihaldið héit. Leiðtogi Lundúnavinstris- ins, Ken Livingstone, flutti sig þannig um set, úr öruggu sæti i verkamannahverfi, yfir á ihalds- svæði. Og vann. Eftir kosningarnar kom i ljós að vinstri armurinn var i meiri- hluta i fulltrúahópi Verkamanna- flokksins. Ekki leið sólarhringur áður en þeir höfðu staðið við orð sin og skipt um forystu. Ódýr fargjöld — ókeypis skólamatur Nýkjörnir fulltrúar Verka- mannaflokksins eru ákveðnir i að endurreisa ýmsa þjónustu sem ihaldið hefur skorið niður. Efst á blaði er að lækka fargjöld með al- menningsfarartækjum, hefja aft- ur úthlutun á ókeypis — eða ódýr- um — mat i skólum, og auka þjónustu við aldraða. Lundúnavinstrið ætlar tam. að ráða þúsund nýja strætóbilstjóra, lækka fargjöld um 25% og halda þeim óbreyttum i 4 ár. 1 Miðlönd- unum á að eyða niu miljðnum punda i niðurgreiðslu á fargjöld- um og leyfa atvinnulausum að ferðast ókeypis. Sömu sögu er að segja af fjölmörgum öðrum stöð- um þar sem Verkamannaflokkur- inn náði meirihluta. Hvernig væri að vinstri meirihlutinn i Reykja- vik kynnti sér þetta? Spáð i krata Hinn nýi flokkur sósialdemó- krata — kloiningsliðiö úr Verka- mannaflokknum — lagði ekki i framboð að sinni og bar við ónóg- um undirbúningstima. Talsmenn flokksins skoruðu á hinn bóginn á aðdáendur sina að kjósa Frjáls- lynda. Hægri kantur nýja flokks- ins, svokallað Bandalag sósial- demókrata, bauð fram kandidata á stöðum, þarsem sérlega róttæk- ir frambjóðendur Verkamanna- flokksins voru i kjöri, og komust sums staðar uppi 15%. Sé spáð i væntanlegt fylgi krat- anna út frá þessum úrslitum, þá sýnist næsta ljóst, að undirtektir kjósenda við áskoranir um stuðn- ing við Frjálslynda sýni tæpast mikil itök kratanna. Og hlutur Bandalags sósialdemókrata dygði vart til að fleyta fjölda manns inná þing. Möo. úrslitin benda til,að einu áhrif hins nýja krataflokks geti orðið að fella frambjóðendur Verkamanna- flokksins. Kosningahorfur Verka- mannaflokksins Urslitin eru að sjálfsögðu mikið vantraustá stjórn Ihaldsins. Hins vegar er óvist hversu sigur. Verkamannaflokksins er mikill, miðað við það ástand sem Thatcher og félagar eru búin að skapa viða i landinu. Tiltölulega Mikið lif er í starfsemi her- stöðvaandstæðinga fyrir austan, t.a.m. var Elias Daviösson á ferð á Höfn fyrir skömmu og ræddi um litill sigur vinstri sinna i Lundún- um og suðurbeltinu er áhyggju- efni, en þar virðist massivur áróður borgarapressunnar um Moskvutengsl Verkamanna- flokksins hafa náð hljómgrunni. Jafnframt er ekki efamál, að linnulitil átök milli hægri og vinstri arma flokksins hafa fælt margt digurt atkvæðið i burt. Á það má lika minna, að um svipað leyti 1973 voru úrslitin viðlika óhagstæð thaldinu, en niu mánuö- um síðar var það aðeins hárs- breidd frá sigri i þingkosningum. Sagan endurtekur sig — eða Island og fjölþjóöafyrirtæki. Spunnust miklar umræður af er- indi hans, en fundinn sóttu nær 30 manns. hvað? — svo tæpast hefur thalds- flokkurinn ástæðu til óhóflegrar svartsýni. Ef Verkamannaflokkurinn ætl- ar að halda þessum árangri, þá er ljóst að flokksmenn þurfa að rifa fram friðarpipuna og hætta ill- deilum. En nú er félagi Tony Benn að sperra sig eftir varafor- mannssæti flokksins, eign hægri armsins samkvæmt samningi, svo það er engin hætta á friðar- timum innan breska Verka- mannaflokksins fremur en endra- nær. — ÖS. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn laugar- daginn 23. mai i Lindarbæ. Fundurinn hefst kl. 14. Tillögur kjörnefndar og tillögur um lagabreytingar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í það minnsta þrem dögum fyrir aðal- fund. Dagskrá fundarins verður auglýst nánar I Þjóðviljanum eftir helgi. Félagar fjölmennum á aðalfund félagsins Stjórn ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 21. mai kl. 20.30 í Skálanum. Dagskrá: 1) Forval i bæjarstjórnarkosningunum? 2) önnur mál Félagar hvattir til þess að mæta Stjórnin. Herstöðvaandstædingar Menningarvaka Herstöðvaandstæðingar Austur-Skaftafellssýslu koma saman i húsi verkalýðsfélagsins Höfn Hornafirði, föstudagskvöldið 22. mai kl. 20.30 Böðvar Guðmundsson syngur þar söngva sina, Birgir Svan Símonarson les úr eigin verkum og heimamenn verða með ýmis konar efni. A boðstólum verður kaffi og öl. — Allir velkomnir. tsland úr NATÓ — herinn burt. Herstöðvaandstæðingar. J.IST GEGN HER” Samtök herstöðvaandstæðinga á Suðurlandi hyggja á menn- ingarvöku undirnafninu ..List gegn her” helgina 23. og 24. mai. Menningarvakan hefur aðsetur sitt i Félagsheimili ölfusinga I Hveragerði og verður opin báða dagana frá kl. 14—22. Sýnd verða myndverk eftir: Sigurð Þórmundarson, Claf Th. Ólafsson, Hildi Hákonardóttur, Klöru Hallgerði Haraldsdóttur, Astu Guðrúnu Ey vindsdóttur, Hinrik Óskarsson og Pétur Friðrik Arthúrsson. Samfelld dagskrá sem hefst á laugardag kl. 20 og sunnudag kl. 15 verður flutt af eldfjörugum herstöðvaandstæðingum og koma þar meðal annarra fram: Rúnar Ármann Arthúrsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Hjörtur Hjartar- son og sönghópur herstöðvaandstæðinga á Suðurlandi. Samtök herstöðvaandstæðinga á Suðurlandi. AÐALFUNDUR Slysavarnafélags íslands 1981 verður haldinn að Laugum i Reykjadal dagana 19.-21. júni n.k. Fundurinn hefst föstudaginn 19. júni kl. 20.00 með skýrslu forseta félagsins. Stjórnin Þakkaávarp Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför föður okkar Guðgeirs Jónassonar. Geir S. Guðgeirsson Hreggviður E. Guðgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.