Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 frá Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Myndsegulbands- kerfi í háhýsum Syfjuð skóla- börn Ég er mjög undrandi á skrif- um fólks hér i blaðinu um Video kerfi i fjölbýlishúsum. Kona ein sem býr við Hrafnhóla segir i viðtali við blaðið 14. þ.m. að íbúar hér fái Video inn til sin, hvort sem þeim liki betur eða ver. Ég furða mig á þessu ósjálf- stæði ibúa i háhýsum hér i Breiðholti; ég er sjálf ibúi við Hrafnhóla og neita þvi alfarið að taka á móti Videoi inn á mitt heimili og tel mig hafa til þess fullan rétt. Og ég hef ekki tekið þátt i neinum kostnaði þar að lútandi. En hart er að heyra að fólk sem segist vera á móti þessu kerfi borgi fyrir það til þess að kaupa sér sálarfrið og koma i veg fyrir hugsanleg minnihlutaóþægindi i sinu eigin húsi. Hvað merkja þá þessi hrif- andi orðtök: Skoðanafrelsi — réttur ein- staklingsins til þess að velja og hafna? Gildir þetta kannski ekki i fjölbýlishúsum? Er tekið við öllu án umhugsunar ef hugsan- legur gróði er annars vegar? Hvaö með syfjuðu skólabörnin i skólanum, eru þau ekkert vandamál lengur? Þau voru það nefnilega viða fyrir video-timabilið. Það mætti og ætti að fara fram meiri umræða um þessi mál; þetta er aldeilis ótrúlegur gleypugangur i fólki. sérstak- lega uppalendum sem eru hreint ekki svo fáir hér i Breið- holtshverfum. Kona við Hrafnhóla sem heitir Steinunn Hannes- dóttir. Barátta f óstra Undanfarin ár hafa Alþýðu- bandalagsmenn haft hájtt um að hefja beri hin hefðbundnu kvennastörf til vegs og virð- ingar f þjóðfélaginu. En hvernig bregðast þeir við þegar á reynir? Nota þeir stöðu sina jafnréttinu til framdráttar? Undanfarna daga hafa fóstrur sem starfa hjá rikinu staðiö i erfiðri kjarabaráttu. Kröfur þeirra hafa verið þær að fá sam- bærileg laun og stallsystur þeirra hjá Reykjavlkurborg. — Hver skyldi standa I vegi þess að svo megi veröa? Jú, þaö er Ragnar Arnalds, holdi klæddur málsvari jafnréttisins. Skyldi nokkurn undra, þótt fólk hafi tapað áttum i pólitiskum efnum, þegar málsvarar sósialismans skara framúr I karlrembu- hætti? Þvi verða yfirlýsingar Alþýðubandalagsins um aö stefna beri að jafnrétti að skoð- ast sem hreint kjaftæöi, þar til annaö sýnist réttara. Þetta mál er góöur prófsteinn i þvi efni. Ólafur Asgeirsson. Sóðaskapur á Grensásvegi E.S. hringdi og sagðist vilja koma á framfæri athugasemd viö umgengnishætti nokkurra fyrirtækja á Grensásveginum, þótt auðvitað ætti þetta lika við fleiri fyrirtæki i borginni. A Grensásveginum væri sóöa- skapur fyrirtækjanna þeim sjálfum til skammar^þar er allt fljótandi I drasli og pappaskrani frá þvi aö óveðrið mikla geisaði i vetur, og væri enn ekkert farið að gera i þvi. Það væri ekki nóg aö taka til hjá sér einu sinni á ári. Skorar hún á forráðamenn þessara fyrirtækja að sjá sóma sinn i þvi að þrifa i kringum sig hið snarasta. Litli bamatíminn Þessi þáttur er um gróður, jarðveg og ræktun. Þegar vorið kemur þarf að huga að garöinum að nýju eftir hvild vetrarins. Lagfæra þarf og snyrta fjölæru jurtirnar, klippa trén, hreinsa rusl og gróður og bæta við nýjum jurtum. Einnig verður talað um niðursetningu á kartöflum, hvernig það er gert og af hverju það er svo nauðsynlegt að láta þær spira áður en þær eru settar niöur. Það skiptir miklu fyrir gróðurinn að jarð- vegurinn sé frjósamur og það þarf aö stinga moldina upp áður en sáð er, til þess að jurt- irnar nái að festa rætur i jarö- veginum. Útvarp kl. 17.20 Talað veröur um hvernig á aö sá fræjum fyrir t.d. radisur og annað grænmeti. Erla Sigurðardóttir 9 ára aðstoðar viö kynninguna á þættinum og les söguna „Reynihrislan” eftir Orn Snorrason. Olga Guömunds- dóttir les söguna „Kartaflan” eftir Kristinu S. Björnsdóttur og Sigrún les tvær sögur úr bókinni „Sumar i borg” sem Rikisútgáfa námsbóka hefur gefið út. Miðdegis- sagan • Útvarp KL. 15.20 t dag byrjar Jón óskar lestur sinn á sögunni „Litla Skotta” eftir George Sand. Þessi saga er skrifuð I róman- tiskum anda, en er með raunsæju og sálfræðilegu Ivafi. Sagan segir frá tvíburabræðrum og litlu Skottu sem elst upp hjá ömmu sinni ásamt bróður slnum I sömu sveit og þeir bræður. Móöir Skottu litlu hefur hlaup- ist á brott frá eiginmanni sin- um og sett litlu börnin I fóstur til ömmu þeirra. Skotta litla og bróðir hennar verða fyrir aökasti fólks sök- um þess aö móðirin hafði hlaupist á brott. Viðhorf fólks i sveitinni til barnanna er slæmt, þvi brotthlaup móður- innar passar ekki inn i siö-~ Jón óskar rithöfundur. gæðishugmyndir þess tima og stöðu konunnar sem George Sand hefur orðið tiðrætt um I skrifum sinum. Tvibura- bræöurnir sem eru ákaflega samrýmdir, hafa svipað álit á Skottu og sveitungar þeirra. Arið liða og annar þeirra verður ástfanginn af Skottu og skapar það togstreitu á milli bræðranna innbyrðis, svo og fjölskyldu þeirra. En allt leys- ist I lokin. „Minningar úr Ásaskóla” t þættinum segir Hulda Runólfsdóttir frá Hlið frá námsárum sinum I Asaskóia I Gnúpverjahreppi, en árið 1923 var þar komið á fót fyrsta heimavistar- barnaskóla landsins. Unnur Kjartans- dóttir frá Hruna var skóla- stjóri heimavistarskólans, en var ævinlega kölluð „Unnur kennari” á meöal barnanna. Matráðskonan var Guðrún Haraldsdóttir; þær eru báðar látnar. Hulda minnist hinna hlýju og góðu samskipta sem konur þessar áttu við börnin og auk Útvarp %"# kl. 11.00 þess segir hún frá ýmsu skemmtilegu og kátlegu sem á daga dreif á þessum vetrum. Svo vel vildi til aö á fjörur þáttarins rak upptöku á söng barna i Mýrarhúsaskóla vorið 1976, undir stjórn Hlinar Torfadóttir. Syngja þau tvö lög sem voru i miklu metum hjá börnunum i Asaskóla á þeim tima sem Hulda segir frá i þættinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.