Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Þriftjudagur 19. mai 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þing Skáksambands Islands 30. maí: Elnar S. og Högni fara hamförum Uthlutun úr Kvikmyndasjóði: on krónur Úthlutað hefur veriö milj- ón krónum úr Kvikmynda- sjóöi og fer fé þetta til fimm- tán verkeína. Styrkur var veittur til fimm leikinna mynda 150 þiis kr. styrkur og 100 þils kr. lán fara tjl myndar Isfilm um Gisla Súrsson 100 þús og 50 þús króna styrkur fara til aö gera mynd eftir sögunum um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guörúnu Helgadóttur. Smærri styrkir til leikinna mynda fara til Hrafns Gunn- laugssonar. Lárusar Ýmis óskarssonar og Sóleyjar h.f. 30—40 þús. króna styrkir eru veittir til aö gera 10 heimmildarkvikmyndir. Þær fjalla m.iT. um Brieti Bjarnhéöinsdóttur og kven- frélsishreyfinguna, sögu herstöövar á Miönesheiöi, fuglalif viö Mývatn, islenska refinn, Sverri Haraldsson listmálara, togveiöar, bann- helga blettl og Þingvelii — áb Fiskverð: Vísað til nefndar Verölagsráö sjávarútvegs- ins náöi ekki samkomulagi um nýtt fiskverö og þvi var gripiö til þess ráös i gær aö vfsa málinu til yfirnefndar. Verölagsráö hefur veriö að fjaila um nýja fiskveröið siöan 7. mai sl. án þess aö nokkur von væri til þess aö samkomulagiö tækist og þvi var ekki um annað aö gera en visa málinu til yfir- nefndar. 1 dag veröur tekin ákvörðun um hvenær yfir- nefnd kemur saman og sjálf- sagt yerður þaö heldur ekki þrautalaust að ná samkomu- lagi þar. — S.dór Flugvél hlekktist á Litil flugvél úr Reykjavik lenti i óhappi i lendingu á laugardaginn. Véiin var aö lenda á túni viö bæinn Broddanes á Ströndym og rakst annaö aöalhjóliö i ójöfnu og brotnaði þaö af. Engan af fjórum sem i vél- inni voru sakaöi og aö sögn Skúia J.- Siguröarsonar hjá Loftferðaeftirlitinu er vélin litiö skemmd og stendur til aö fljúga henni suöur ein- hvern næstu daga. _____________________/ Nota Sjálfstæðis- flokkinn og Fram- sóknarflokkinn í baráttu sinni — smalað inní taflfélögin Þing Skáksambands Islands verður haldið 30. mai nk. Það hefur legið ljóst fyrir um nokkurn tima, að mikil átök yrðu á þinginu, en nú er ljóst að þau verða meirien menn ætluðu. Þeir Einar S. Einarsson fyrrverandi forseti St og Högni Torfason fylgisveinn hans, fara nú ham- förum i að reyna að ná sam- bandinu aftur og nota til þess st jórnm álaflokka sina, Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn. Eru flokksskrifstofur og félagsskrár þeirra notaðar i þessu skyni og mönnum sópað inni taflfélög. Þeir Einar og Högni eru dyggilega studdir i þessum látum af Halldóri Blöndal alþingismanni. Einar hefur gefist upp á að bjóða sig fram til forseta, vegna óvinsælda, en kompaniið hefur fengið Pétur Eiriksson, forstjóra Alafoss h.f. til að bjóða sig fram á þinginu. Og mikið skal til mikils vinna. íhaldið gerir sér ljóst að til þess að ná meirihluta verður það að smala inni taflfélögin til að f jölga fulltrUum þeirra á þinginu, en félögin fá 1 fulltrúa á þingið fyrir hverja 20 félagsmenn. Til þess nú að efla Taflfélag Seltjarnarness hefur verið smalað i félagið. Eft- irtaldir hafa verið skráðir þar inn: Anders Hansen blaðamaður á Mbl.m,Þráinn Eggertsson, Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, Þór Whitehead, Inga Jóna Þórðar- dótör starfsmaöur Sjálfstæðis- flokksins, Sighvatur Blöndal blaðamður á Mbl., Agúst Asgeirs- son blaöamaður á Mbl., Árni Bergur eiriksson heildsali, Asgeir Hannes Eiriksson pylsusali, Frið- rik Friðriksson frjálshyggju- maður, Benedikt Blöndal lög- fræöingur, Kjartan G. Kjartansson, Hreinn Loftsson, Jón MagnUsson, MATTHIAS JO- HANNESSEN ritstjóri Mbl., og Gunnlaugur Snædal. Þetta fólk, og fjölskyldur þess, hefur verið skráö í félagið á Seltjarnarnesi. Af þeim sem gengið hafa i Taflfélag Reykjavikur undan- farið má nefna: Arna Sigfússon, formann Heimdallar, Svein Framhald á 14. siðu Gjörningar á Lækjartorgi. — Ljósm. —eik— Atvinnumálanefnd Reykj avíkurborgar: Erfitt um vinnu fyrir skólafólk segir Guðmundur Þ. Jónsson formaður nefndarinnar Um síðustu helgi hélt at- vinnumálanefnd Reykja- vikurborgar almennan fund um atvinnumálin í borginni. Að sögn Guð- mundar Þ. Jónssonar for- manns nefndarinnar var þetta hinn gagnlegasti ifundur, þar sem menn úr hinum ýmsu starfsstéttum héldu erindi um ástand og horfur i atvinnumálum. Að sögn Guðmundar hefur atvinnuástandið í Reykjavík verið viðunandi i vetur, en með vorinu hefur spennan minnkað. Verst horfir með atvinnu skólafólks og hafa fleiri nemendur látið skrá sig hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar nú en í fyrra, sem bendir til þess að færri nemendur hafi fengið atvinnu nú en þá. — Við höfum alltaf fengið ákveðna fjárveitingu frá borginni til að reyna að leysa þetta mál og munum fá það lika að þessu sinni. En við bíðum fram að mánaðar- mótunum og sjáum til hvernig ástandið verður þá, enda ekki full ljóst um ástandið fyrr en allir skólar eru búnir, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson. Varðandi fundinn um siðustu helgi, sagði Guðmundur að þar hefði margt komið fram sem gagnlegt má telja fyrir atvinnu- málanefndina þegar til lengri tima er litið. — S.dór Skeggrætt i fundarhléi. Frá vinstri: Sigurður Hallmannsson, Guö- mundur Bjarnleifsson, Eðvarð Sigurðsson, Haukur Már Haraldsson, Erlingur Viggósson og Guðmundur Jónsson. Vinnings- númerí vor- \happdrætti i Alþýöu- 'bandalags Eftirtalin númer komu upp er dregið var i vorhappdrætti Alþýðubandalagsins i Reykjavik: Nr. 990. Ferð að eigin vali með Ferðaskrifstofu stúdenta að verðmæti kr. 6.000.- Nr. 813. Sólarlandaferð i leiguflugi til Mallorka með ferðaskrifstofunni Úrval að verðmæti kr. 6.000.- Nr. 2208. Sólarlandaferð i leiguflugi með ferðaskrif- stofunni Samvinnu- ferðir/Landsýn að verðmæti kr. 5.000,- Nr. 1628. Sólarlandaferð i leiguflugi með ferðaskrif- stofunni Útsýn að verðmæti kr. 5.000.- Alþýðubandalagið i Reykjavik færir velunnurum sinum kærar þakkir fyrir góðar undirtektir við happ- drættið. Vinningshafar snúi sér til skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3 simi: 17500.f Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins: Sókn tll aukins kaupmáttar Bylting hefur orðið í félagslegum réttindamálum verkafólks Aöalfundur Verkalýösmálaráös Alþýöubandalagsins var haldinn sl. llaugardag I Hreyfilshúsinu I Reykjavík. Fundinn sóttu 60 manns. Megin fundarefnið voru kjara- málin og undirbúningur komandi kjarasamninga. Auk þess urðu miklar umræöur um þróun efna- hagsmála og rikisstjórnarþátt- töku Alþýðubandalagsins. Framsögumenn á fundinum voru þeir Asmundur Stefánsson, Svavr Gestsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Ólafur Ragnar Grimsson. Fundarstjóri var Guöjón Jónsson, formaöur ráðs- ins. Að loknum framsöguræðum urðu mjög fjörugar umræður. Kom það fram i máli manna aö mikið lægi við að hefja nú sókn til aukins kaupmáttar i komandi samningum. Jafnframt var lögð mikil áhersla á aö halda áfram þeirri þýðingarmiklu byltingu i félagslegu umbótum sem náðst hefur fram i stjórnartið Alþýðu- bandalagsins. Þær umbætur verða ekki mældar i visitölu og eru ekki sist merkar fyrir þá sök að á sama tima hefur félags- legum réttindum hrakað i ná- lægum löndum vegna þeirrar kreppu sem nú hrjáir auðvalds- heiminn. Engin ályktun var gerð á fund- inum, en i lok hans var kosin 27 manna stjórn ráðsins. Sú stjórn heldur reglubundna fundi og voru þeir alls 28 á sl. ári. Stjórnin mun skipta meö sér verkum á fyrsta fundi Sinum. Bó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.