Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ölafur Ragnar Grímsson sat þing Evrópuráðsins f sl. viku fyrir hönd þingflokks Alþýðubandalagsins. Við báðum hann að skýra frá hinum sögulega brott- rekstri Tyrkjaaf þingi Evrópuráðsins. „Á þingi Evrópuráðsins í janúar var ákveðiðað taka á maif undi ráðsins ákvörðun um hvort f ulltrúar Tyrk- lands fengju áfram seturéttá þingi Evrópuráðsins, og hvort Tyrklandi skyldi vísað úr öllum öðrum stofnun- um þess og þar með úr ráðherraráðinu. verið þátttakandi i samtökum eins og Evrópuráðinu, sem byggði á fullgildu lýðræði og skoðanafrelsi. Hvað sem svo Natóhagsmun- um liði yrði að visa Tyrkjum / brott Ur ráðinu. Hörð átök A þingi Evrópuráðsins i sl. viku urðu hörð átök milli þess- ara andstæðu fylkinga og var greinilegt að ýmsir ihaldsmenn Evren, æðsti maður herforingjastjórnarinnar: ÞUsundir handtekn- ir, fjölmargir pyntaðir. Tyrkland rekið af þingi Evrópuráðsins Natóhagsmunir Siðustu mánuði var greinilegt að ýmsir fulltrúar Nato-hags- muna lögðu gifurlega áherslu á að Evrópuráðið breytti i engu stöðu Tyrklands, þvi slik breyt- ing fæli i sér fordæmingu á her- foringjastjórninni i Tyrklandi. Bandarikin og aðrir oddvitar Nato telja að hernaðaritök þeirra i Tyrklandi i gegn um Nato séu mun meira virði en lýðræðið i landinu. Innan Evrópuráðsins mynd- aðist hins vegar breiðfylking þingmanna Ur öllum flokkum sósialista, viðsvegar úr Evrópu, bæði frá Norðurlöndum, Þýska- landi, Frakklandi, Spáni og PortUgal, auk ýmsra þing- manna frjálslyndra og kristi- legra flokka, sem vildu visa Tyrklandi Ur Evrópuráðinu og mótmæla þannig valdatöku her- foringjanna og framferði þeirra i landinu. Margvisleg dæmi hafa borist til Evrópuráðsins um fangelsanir þUsunda manna stórfelldar pyntingar og jafnvel aftökur vegna stjórnmála- skoðana. Slikt riki gæti ekki breittu sér i þágu Nató gegn þvi að nokkuð væri ályktað um Tyrkland. Ástandið þar i kjölfar valdatöku herforingjastjórnar- innar væri einfaldlega látið liggja milli hluta að sinni. Þetta vildum við sósialistar alls ekki samþykkja, og fóru fram viðræður milli okkar með hvaða hætti yrði látið til skarar skriða gegn herforingjastjórn- inni. 1 stjórnmálanefnd þingsins urðu miklar deilur og komst hún ekki að niðurstöðu. Siðdegis sl. fimmtudag hófst svo sögulegur fundur á þinginu, þar sem kom til afgreiðslu mik- ill fjöldi breytinga- og viðauka- tillagna við ályktun þingsins um Tyrkland. Að loknum mörgum atkvæðagreiðslum, sem komu i kjölfar harðra umræðna, var samþykkt að neita fulltrúum Tyrklands setu á þingum Evrópuráðsins með 51 atkvæði gegn 48. Þennan nauma meirihluta mynduðu vinstri öflin ásamt þorra frjálslyndra þingmanna og einstaka þingmönnum ihaldsflokkanna, sem gerðu uppsteyt gegn foringjum sinum á þinginu. Hins vegar var stór hópur þingmanna, milli 40—50, sem þoldu ekki þrýstinginn i at- kvæðagreiðslunni frá hinum striðandi fylkingum og ýmist gengu út eða sátu hjá þegar at- kvæðagreiðslan um þessa ör- lagariku tillögu fór fram. Auk þess var samþykkt til- laga þar sem krafist er endur- reisnar lýðræðis i Tyrklandi og harðlega gagnrýndar þær fang- elsanir og pyntingar sem fram fara ilandinu og sú vanvirðing á lögum og rétti sem herforingj- astjórnin hefur sýnt. Stjórnmálanefnd og laga- nefnd þingsins var falið að gefa haustfundi þingsins skýrslu um gang mála i Tyrklandi og siðan verði tekin ákvörðun i árslok Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson alþingis- mann hvort visa eigi Tyrklandi úr öll- um stofnunum Evrópuráðsins og þar með úr ráðherraráðinu. Fyrsta skrefið Akvörðun þingsins nú var fyrsta skrefið á brottrekstrar- brautinni og þóttNato-öflin gef- ist örugglega ekki upp, má telja vist að sá naumi meirihluti vinstri og frjálslyndari afla, sem myndaðist i sl. viku muni halda áfram að vaxa og knýja fram alger slit við herforingja- stjórnina i Tyrklandi ef lýðræðið verður ekki endurreist. 1 kring um þingið var mikið um ýmiss konar áróður um Tyrkland og hafði herforingja- stjórnin ma. sent fyrrverandi sendiherra og herhöfðingja i gervi fréttamanna til að fá aðgang að húsnæði Evrópu- ráðsins, svo þeir gætu haft beint samband við stuðningsmenn sina i ráðinu. Samtök tyrk- neskra verkamanna i Evrópu sendu þingmönnum einnig upp- lýsingar um fangelsanir og pyntingar á leiðtogum verka- manna i Tyrklandi. Á meðan á hinni örlagariku atkvæða- greiðslu stóð, fylkti hópur tyrk- neskra útlaga liði fyrir utan fundarhöll Evrópuráðsins með fána og mótmælaspjöld, en huldu andlit sin til að verjast myndatöku útsendara herfor- ingjastjórnarinnar. — Bó. Borgar- og sveitarstjórnarkosningar á Englandi: V erkamannaf lokkurinn náði góðum árangri Fylgi breska ihaldsflokksins minnkaði talsvert i borga- og sveitastjórnarkosningunum sem fóru fram i Wales og Englandi fyrir skömmu, einsog Þjv. skýrði frá. Verkamannaflokkurinn jók fylgi sitt verulega, þrátt fyrir ill- deilur á heimavigstöðvum og brotthlaup harðasta hægri kjarn- ans á útmánuðum. Aukningin jafnokaði þvi, að hefðu kosningar til þings verið samhliða, hefði Verkamannaflokkurinn unnið 40 sæta meirihluta á þinginu. Þrátt fyrir ágæt úrslit er þó enn illspá- andi um lifdaga Thatchers og hennar dáta — til þess eru óvissu- þættir enn of margir. Sérilagi er litið vitað um væntanlegt kjör- fylgi hins nýstofnaða flokks sós- ialdemókrata sem ekki bauð fram i nýafstöðnum kosningum. Össur Skarphéðinsson skrifar frá Bretlandi 1 Lundúnum vann Verka- mannaflokkurinn meirihluta sem og á sex stærstu borgarsvæðun- um utan höfuðborgarinnar. Flokkurinn vann auk þess fjöl- margar sýslur og héruð, og náði óvæntum meirihluta á svæðum einsog Avonog Cheshirg sem áð- ur voru i Ihaldsfjötri. Frjálslyndir unnu meira fylgi en i nokkrum kosningum siðustu 25 árin, en náðu óviða mörgum fulltrúum, t.d. einungis einu af 92 sætum i borgarráði Lundúna. Frjálslyndir náðu þó hreinum meirihluta á Isle of Wight, eyju sunnan undir Bretlandi, sem nú er einn mestur griðastaður gam- alla hippa i álfunni. 1 kosningunum var áberandi, að þar sem refsivöndur Thatcher hafði komið harðast við hörund manna, þar varsveiflan til vinstri stærst. A atvinnuleysissvæðunum i N-Englandi varð fylgisaukning flokksins sums staðar yfir 30%, meðan Ihaldið tapaði hins vegar mun minna fylgi sunnan til i land- inu, ss. i Lundúnum. Þvi hefur verið haldið fram, að úrslitin staðfesti, að England sé i rauninni tviskipt, i iðnaðarhéruð norðursins þar sem tiltölulega snauð verkalýðsstétt er langfjöl- mennust — og hinsvegar i suður- svæðin umhverfis Lundúni, þar sem auðævi landsins séu saman komin. Á hinn bóginn er þó bent á, að Verkamannaflokkurinn hafi viða unnið óvænta sigra i suður- beltinu. Þessar vinstri sinnuðu eyjur, segja mannvitsbrekkurn- ar, eru á svæðum þar sem verka- fólk er fjölmennast. Þær vilja túlka úrslitin þannig, að verka- fólk sem fór y fir á bak Thatchers i löngum röðum i þingkosningun- um 1979, sé nú komið aftur i heimahagana. Batnandi stéttar- vitund og allt það. Vinstri armur á uppleið Verkamannaflokkurinn hefur sjaldan brugðið upp jafn róttæku andliti i kosningum af þessu tagi, og nú. Itök vinstri armsins komu viða i ljós, bæði i stefnunni og i vali á frambjóðendum. Meirihluti frambjóðenda flokksins i Lund- MichaelFoot: Ef haida á þessum árangri, þurfa flokksmenn að kveikja sér i friðarpipu. únum var tam. úr vinstn armin- um. Þeir létu óspart uppi að þeir teldu forystu flokksins i Lundún- um alltof hægfara og vildu nýja leiðtoga. Þeir buðu einnig fram stefnu sem hefði i för með sér aukna samneyslu. Ef þið kjósið hana, sögðu þeir við kjósendur, Framhald á 14. siðu verðlækkun á hvítöli. Nú kostar lítrinn aóeins C Okn HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.