Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 j íþróttir (2) íþróttir g) íþróttir f/e fítítui Valþór Sigþórsson átti mjög góðan leik i liði Eyjamanna. Þórsararnir áttu aldrei möguleika gegn frískum Eyjamönnum, sem sigruðu 4:1 Eyjamenn voru heldur betur i stuði þegar þeir léku sér að nýliðum Þórs eins og kötturinn að miisinni þegar liðin léku i 1. deild • inni á grasvellinum við Hástein siðastliðinn laugardag. Vestmannaeyingarnir sigruðu 4-1 og hefur byrjun þeirra á mótinu i ár verið einkar glæsiieg, jafntefli gegn Fram á Melavellinum, 1-1 og stórsigur heima. Á 29. min. skoraði IBV sitt fyrsta mark. Sigurlás komst inn i slæma sendingu óskars til mark- varðar og skoraði Lási af öryggi, 1-0. Skömmu seinna bætti Ómar við 'öðru marki fyrir IBV og var það sérlega glæsilegt. Skot bans úraukaspyrnu fór rakleiðis fram- hjá varnarvegg Þórsaranna og i netið, 2-0. Akureyringarnir minnkuðu muninn i byrjun seinni hálfleiks. Jón Lárusson „fiskaði” boltann og skoraði af stuttu færi, 2-1. En stórsókn heimamanna hélt áfram og innan tiðar höfðu þeir aftur aukið muninn. Kári skoraði með kollspyrnu eftir hornspyrnu Ingólfs Ingólfssonar, 3-0. Á 64. min skoraði Viðar fjórða mark IBV. Skot Ömars Ur aukaspyrnu hrökk af varnarvegg Þórsaranna tilViðars, sem skilaði boltanum i stöng og inn. Fallegt mark, kór- ónan á góðum leik Eyjamanna. Ómar og Valþór stóðu nokkuð uppUr i liði IBV, en hjá Þór skaraði enginn framUr. Ómar Jóhannsson skoraði glæsi- legt mark fyrir ÍBV. Úr einu i íannað Ný-Sjálendingar unnu góðan sigur Ný-Sjálendingar unnu góðan sigur gegn Ástraliumönnum 1 undankeppni HM i knattspyrnu um helgina, 2-0 i Sydney. • Marteinn slasaður Fyrirliði Fram og Islenska fót- boltalandsliðsins, Marteinn Geirsson, slasaðist i leik Breiða- bliks og Fram fyrir skömmu og er óvist hvort hann verður meö á næstunni. Marteinn Geirsson. Atli og Magnús duttu út ÁgUst Ásgeirsson setti nýtt Is- landsmet I 25 km hlaupi. Agúst setti Islandsmet í 25 km. hlaupi Agiíst Asgeirsson úr ÍR gerði sér lítiö fyrir sl. laugardag og sló 10 ára gamalt tslandsmet Halldórs Guðbjörnssonar f 25 km. hlaupi. Var þá liðið rétt ár frá þvi að Halldór setti met sitt, 17. mai 1971 (1:29.58.2 klst). Agúst hljóp vegalengdina á 1:25.54,3 klst. Annar i hlaupinu varð Jóhann H. Jóhannsson, IR 1:32.29,7 klst og þriðji Leiknir Jónsson, Armanni á 1:34.02.3 klst. 1 fjóröa sæti varð Guð- mundur Gislason, Armanni, Stefán Friðgeirsson, 1R varö fimmti og Sigurjón Andrésson, IR varð sjötti. —IngH V -Þýskalandsmelstaratítílliim Innan seillngar hjá Bayem AUt bendir nú til þess að núver- andi V-Þýskalandsmeistarar i fótboltanum, Bayern Múnchen, muni halda titli slnum. Um helg- ina sigraði liðið Köln á útivelli 3-0 á meðan helstu keppinautarnir, Hamburger SV, töpuðu heima fyrir Stuttgart, 1-3. Bayern lét Kölnarana fá háðu- lega útreið. Það voru Breitner (v), Niedérmeyer og Höness sem mörkin þrjú skoruðu. Hamburger fékk heldur betur skell á heima- velli sinum. Reumann skoraði fyrir heimaliðið, en Stuttgart hafði áður komist i 2-0 meö mörk- Einungis 4 af 6 liðum i 2. deiid fótboltans tókst að koma boltan- um i net andstæðinganna þegar fyrsta umferð deildarinnar fór um Kelsch og Tufecki, en sá tyrk- neski kappi gulltryggði slðan sigur sins liðs undir lokin, 3-1. Staða efstu liöa eru nú þessi: Bayern 31 19 9 3 74:38 47 Hamburger 31 20 5 6 69:41 45 stuttgart 31 17 7 7 65:42 41 Kaiserslaut.: 31 14 10 7 55:37 38 Frankfurt 31 13 11 7 57:44 37 Gladbach 31 13 7 11 57:59 33 Bochum 31 9 14 8 52:40 32 Dortmund 31 12 8 11 63:54 32 Aðeins 3 umferðir eru nú eftir i Bundesligunni. Bayern á eftir 2 heimaleiki og einn útileik, en Hamburger á eftir 2 útileiki og fram um helgina síðustu. Og upp- skeran var 6 mörk I 5 ieikjum. Hvar eru skotskórnir, leikmenn 2. deildar? einn heimaleik. Það er þvi næsta vist að Bayern MUnchen verði i efsta sætinu þegar upp verður staöið að keppnislokum. Lokeren sigraði Standard Sfðasta umferöin i belgisku 1. deildinni var sl. sunnudag. 1 leik tslendingaliðanna sigraði Loker- en Standard Liege 2-0. Anderlecht sigraði Antwerpen á útivelli 3-0 og hefur Anderlecht þá sigraö i deildinni með fáheyrð- um yfirburðum, fékk 57 stig, 11 stigum meir en Lokeren sem varð i öðru sæti. Standard hafnaði i þriðja sæti með 42 stig. Dökkt útlit hjá Feyenoord Feyenoord náði aöeins jafntefli deildinni um siðustu helgi. Eftir gegn NEC I hollensku úrvals- þau úrslit er liöið aðeins i 5. sæti. Lítið skorað i 2. deild Góð byrjun Keflvíkinga „Nýliðar” Keflvikinga I 2. deildinni hófu klifur sittupp i 1. deildina að nýju með góðum sigri gegn Fylki suöur i Keflavfk um helgina, 2-0. Strax i byrjun leiksins höfðu sunnanmenn náð forystunni og var þar að verki óli Þór Magnússon, 1-0. Fylkismönn- um, sem léku á undan vindi, gekk fremur illa að skapa sér góð færi og fór leikurinn að mestu fram á vallarmiöjunni. i seinni hálfleiknum sóttu heimamcnn öllumcira, en tókst ekki aö skora fyrr en undir lok leiksins og var þar óli Þór aftur að verki. Hann skoraði með koll- spyrnu frá markteig, 2-0. • Skallagrímur kom á óvart Skallagrimur frá Borgarnesi lék sinn fyrsta leik f 2. deild sl. laugardag gegn tsfirðingum og fór leikurinn fram i Nesinu. Jafntefli varð 0-0 og mega það teljast góð úrslit fyrir heima- menn því isfirðingarnir voru sagðir vera með hörkugott lið. Reyndar höfðu Skallagrims- menn undirtökin lengstum, en tókst ekki að skora. Norðfjarðar- Þróttur sigraði Þróttur frá Neskaupstað sigraöi Selfoss i 2. deildinni á heimavelli sínum, 2-0, og þótti sá sigur í minnsta lagi. Björg- úlfur Halldórsson og Magnús Jónsson skoruðu mörk austan- manna. • Hvorki Atli Eðvaldsson né Magnús Bergs léku með Borussia Dortmund f vestur-þýsku Bundesligunni um siðustu helgi. Þeir félagarnir munu hins vegar báðir leika með íslenska landsliöinu gegn Tékkum I Bratislava i lok mánaöarins. # — IngH Brasilíumenn sigruðu létt Brasiliumenn fóru létt með að sigra Frakka f knattspyrnulands- leik I Parfs sl. föstudag, 3-1. Brassarnir sóttu stift allan leik- inn, komust í 3-0, Zico, Reinaldo og Socrates. Fyrir Frakka skoraöi Six skömmu fyrir leiks- lok. Jordan rekinn útaf V ölsungar sprækir Þegar Walesbúar sigruðu Skota, 2:0 í Swansea á laugardaginn Manchester United leikmaður- inn Joe Jordan var rekinn af leik- velli þegar Walesbúar sigruðu Skota I bresku meistarakeppninni i knattspyrnu I Swansea slðastlið- inn laugardag. Jordan fékk reisu- passann eftir að hafa gefið Terry Boyle nokkuð hressilegt olnboga- skot. Reyndar hafði Jordan verið áminntur fyrr I leiknum vegna ruddalegs leiks. Crystal Paice leikmaðurinn Ian Walsh lék varnarmenn Skota grátt um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann skoraði 2 mörk með stuttu millibili og tryggöi öruggan sigur Walesbúa. 1 framhjáhlaupi má geta þess, að liklegt þykir að breska meistarakeppnin leggist niður innan tíðar. Til dæmis hafa bæði Er.gtandogWales n dtaö að leika I Belfast á Norður-Irlandi, telja það ekki tryggt að leikmennirnir njóti fyllsta öryggis. — IngH ■Su Joe Jordan þyklr ekki ávallt „mjúkfættur” I sóknaraðgerðum sinum og I landsleik Wales og Skota var hann rekinn af leikvelli. Völsungar frá Húsavik krækti igottstig þegar liðið gerði jafn- tefli gegn Haukum á Kapla- krikavelli, 1-1. Lárus Jónsson skoraði fyrir Hauka, en Oddgeir Sigurðsson fyrir Völsung. • Markalaust hjá Þrótti og Reyni Þróttur, Rvik og Reynir, Sandgerði léku á Melavellinum á sunnudagskvöldið. Jafntefli varö, 0-0.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.