Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Blaðsíða 12
v v.'iV.’V ?.«, i;íí t ’ti.i .%) i.'.i .u1i ; 12 StDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. mai 1981 AUGLÝSING Stjórn Verkamannabústaða í Garðabæ augiýsir eftir væntanlegum umsækjendum um ibúðir í Verkamannabústöðum f Garðabæ. Þeir einir hafa rétt til kaupa á íbúð í Verka- mannabústöðum, sem uppfylla eftirtalin skil- yrði: a) Eiga lögheimili í Garðabæ miðað við 1. maí s.l. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú s.i. ár eigi hærri fjárhæð en sem svarar 5.952 milj. í gömlum krónum fyrir einhleyping eða hjón og 526 þús. í gömlum krónum fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Greiðslukjör: Umsækjandi, sem fær úthlutað ibúð, skal inna af hendi greiðslu sem nemur 10% af verði íbúðar og greiðist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan átta vikna frá dag- setningu tilkynningar um úthlutun íbúðar, en seinni helmingurinn ekki fyrr en átta vikum áður en íbúð er tilbúin til afhendingar. Eyðublöð fyrir væntanlega umsækjendur liggja frammi á Bæjarstjórnarskrifstofum Garðabæj- ar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg,á venjulegum skrifstof utíma. Umsóknum skal skilað á Bæjarstjórnarskrif- stofur Garðabæjar Sveinatungu v/Vífilsstaða- veg fyrir 15. júní n.k. í lokuðu umslagi merkt stjórn Verkamannabústaða í Garðabæ. Garðabæ 17. maí 1981. Stjórn Verkamannabústaða Garðabæ. Frá Grunnskólanum á Akranesi Nokkra kennara vantar að Grunnskólan- um á Akranesi. Aðalkennslugreinar: Stærðfræði og sam- félagsfræði i 7. og 8. bekk, enska, danska, liffræði, eðlisfræði, sérkennsla og almenn kennsla. Umsóknarfrestur er til 5. júni. Upplýsing- ar i simum 93-1388 og 93-2012. Athygli skal vakin á að i haust tekur til starfa nýr skóli, Grundaskóli, i nýju hús- næði. Skólanefnd Veist þú um lausa ibúð i Mið- eða Vesturbænum til leigu. Ef svo er, elskan min, láttu okkur þá vita þvi okkur vantar eina slika. Við erum i sima 75983. Ferðastyrkur til rithöfundar 1 fjárlögum 1981 er 4 þús. kr. fjárveiting til að styrkja rit- höfund tii dvaiar á Norðuriöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rit- höfundasjóðs tsiands, Skóiavörðustig 12, 191 Reykjavfk, fyrir 10. júnl 1981. Umsókn skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Reykjavik, 11. mai 1981. RITHÖFUNDASJÓÐUR ÍSLANDS Styrkur til háskólanáms i Frakklandi Laus er til umsóknar einn styrkurtilnáms i raunvisindum við háskóla i Frakklandi háskólaárið 1981—82. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófsklrteina og meðmælum, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 3. júnl n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 13. mai 1981 Laus staða Staða lektors i hjúkrunarfræði við námsbraut I hjúkrunar- fræði I Háskóla tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vlsindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik fyrir 15. júni nk. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 11. mai 1981 | Góð rekstrarafkoma Iönaöarbankans: Einstök samvinna í bankakerfínu 200hluthafar sátu aðalfund Iðnaðarbankans á Hótel Sögu. Fundarstjóri var Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna og fundarritari Gísli Benediktsson skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs. Sú samvinna rikis og einstak- linga sem fram kemur I fjórðungs eign hlutafjár rlkisvaldsins I Iðnaðarbankanum er einstök I bankakerfinu, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra m.a. á aðalfundi Iðnaðarbankans nýlega og kvaðst trúa þvl, aö hvorum aðila væri stuðningur af hinum. Innlánsaukning um 76% á sl, ári sýnir ljóslega að hann nýtur trausts og virðingar, sagði ráð- herra. Flokkun útlána er-með liku sniði og undanfarið. Hlutur iðnað- arins er yfir 40% og einstaklinga 25%. Hlutföll þessi virðast eðlileg og skapa bankanum hagkvæmar þróunaraðstæður. bótt bankinn beri nafn með rentu sem banki iðnaðarins I landinu má hann ekki einhæfast, heldur verður hann, einsog hann gerir, að stunda al- hliða bankastarfsemi og veita al- menningi nauðsynlega þjónustu, sagði Hjörleifur Guttormsson. Fram kom I ræðum formanns bankaráðs, Gunnars J. Friðriks- sonar og Braga Hannessonar bankastjóra að árið 1980 var Iðnaðarbankanum mjög hag- stætt, hvort sem litið er á innláns- þróun, rekstrarafkomu eða lausafjárstöðu. Heildarinnlán bankans I lok ársins voru 22.1 miljarðar króna, eftir 76% aukn- ingu á árinu. Er það mesta inn- lánsaukning milli ára i sögu bankans. Lausafjárstaðan batn- aði á árinu, og nam meðalinni- stæða á viðskiptareikningi bank- ans i Seðlabankanum 340 m.gkr. samanborið við 114 m.gkr. árið áður. Tekjuafgangur til ráðstöf> unareftir afskriftir var 442 m.gr., samanborið við 81 m.gkr. árið áð- ur. Á aðalfundinum var ákveðiö, að auka hlutafé bankans um 60% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, úr 1.037.5 m.gkr. i 1.66 m.gkr. Gunnar J. Friðriksson ræddi ma. um nýju 6 mánaða verð- tryggðu innlánsreikningana og taldi að þá marka timamót á islenskum peningamarkaði. Þeir væru einfalt og aðgengilegt form sparnaðar er tryggöi örugga ávöxtun og væri bundiö til tiltölu- lega skamms tlma. Nú þyrfti að finna þessum innlánum farveg I verðtryggðum útlánum og finna leiðir til að mæta þeim vanda sem skapast af litlum vaxtamun inn- lána og útlána og sveiflum á láns- kjaravisitölu. Ragnar önundarson aðstoöar- bankastjóri gerði grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs sem af- greiddi árið 1980 352 lán samtals að fjárhæð 5.579.7 m.gkr. Nemur aukning 72% milli ára. Samþykkt var að greiða hlut- höfum 4% arð af hlutafé bankans I árslok 1980. Einnig að auka hlutafé bankans um 60% með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. I bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Gunnar Guð- mundsson og Sveinn S. Valfells. Varamenn: Magnús Helgason, Sveinn Sæmundsson og Leifur Agnarsson. Iðnaðarráðherra skipaði þá Sigurð Magnússon og Kjartan ólafsson sem aöalmenn i bankaráðið og Guðjón Jónsson og Guðrúnu Hallgrimsdóttur vara- menn. Endurskoðendur voru kjörnir Haukur Björnsson og Þór- leifur Jónsson, einnig Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Bankastjórar Iðnaðarbankans eru Bragi Hannesson og Pétur Sæmundsen og aðstoðarbanka- stjóri er Ragnar önundarson. Moskvu-mótið: Sovétmeistarinn tek- 1 ■fl M ■ (Ekki bætir þessi leikur Ur skák illli I Kdi jJllllalU Alþjóðlega skákmótið I Moskvu á dögunum veröur að telja einn merkasta viðburð ársins á skák- sviðinu. Með örfáum undantekn- ingum leiddu saraan hesta sina allirbestu skákmenn veraldar og úr varð geysilega hörð og um leið skemmtileg keppni. Sá sem þess- ar linur ritar hefur I hyggju að fara nokkuð i saumana á þessu móti, umferð fyrir umferð, en með þvi móti er hægt að fá greinargóða hugmynd um gang mála. Þó að úrslit séu kunn þá var það langt frá þvi að vera ljóst mál að Anatoly Karpov myndi bera sigur úr bytum með svo miklum yfirburðum sem raun bar vitni: staða þar sem Beljavski er öllum hnútum fullkunnugur.) 13. Rd5-b5! (Einkennandi fyrir hinn unga meistara. Hann hugsaði sig um i 1 klst og 8 minút.ur fyrir þennan leik sem i raun býður uppá skiptamunsfórn.) 14. Bbli-DdV 16. Rxe8-Dxe8 15. Rc7-llb8 17. Be3 (Eftir 17. cxb5 hefur svartur tvc vænlega möguleika, 17. —Hxb6 18. bxc6 d5 19. exd5 e4 o.s.frv. eða 17. axb5 18. Be3 d5 með tvisýnni stöðu. í báðum tilvikum hefur svartur öflugt frumkvæði fyrir hið fórnaða lið.) 17. ..-bxc4 19. Be2 18. Rc3-Be6 1. umferð: Polugajevski-Geller 1/2-1/2 Karpov-Balashov 1-0 Beljavski-Kasparov 0-1 Torre-Smyslov 0-1 Gheorghiu-Smejkal 1/2-1/2 Portisch -Petrosjan 1/2-1/2 Timman-Anderson 1/2-1/2 i þessari umferð var það skák Sovétmeistarans, Beljavskis við ungstimið Kasparov sem átti hugi manna og hjörtu: livitt: Alexander Beljavski Svart: Harry Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4-Rf6 5. 13-0-0 2. c4-g(i 6. Be3-Rc6 3. Rc3-Bg7 7. Dd2-a6 4. e4-d(i 8. Rge2-IIe8 (GegnTimman siðar i mótinu lék Kasparov 8.-e5 og lauk skákinni með jafntefli eftir harða baráttu.) 9. Rcl-e5 ll.Rle2-c5 10. d5-Rd4 I2.dxc6-Rxc6! ? (Nýjung. Hér var áður leikið 12. — bxc6 en eftir 13. Rxd4 exd4 14. Bxd4 d5 er ugglaust komin upp skák Umsjón Helgi Ólafsson (Eftir langa umhugsun. Hvitur áræddi ekki að leika 19. Rd5 þvi svarturá. 19. Rxd5 20. exd5e4! 21. dxe6 Dxe6 með ýmsum möguleik- um eða það sem einfaldara er 19. - Bxd5 20. exd5 c3! 21. bxc3 Rd4! o.s.frv.) 19. ..-Rd4 22. Rxd5-Bxd5 20. 0-0-d5 23. II12-h5! 21. exd5-Rxd5 (Svartur hefur rifandi spil fyrir skiptamuninn. Hann notfærir sér alla möguleika stöðunnar. H-peð- ið t.d. á eftir að veikja varnir hvits tilfinnanlega.) 24. Hcl-De6 26. Hel-Dc6 25. Bfl-h4 27. Bh6-Bh8 (Það væri fásinna að skipta upp á þessum sterka biskup.) 28.f4 (?) (Reynir að opna linur en svarta staðan er geysilega höggþétt og sóknarmáttur hennar eykst með hvérjum leiknum.) 30. .,-Rxf5 34. Dg5-Kh7 31. I)f4-He8 35. Hd8-Hxd8 32. Hfd2-Dc5- 36. Hxd8-Df2 33. Khl-Be5 (Það var ekkert að þvi að leika 36. — Rxh6 en Kasparov hefur aðrar hugmyndir. Hann stefnir rakleið- is á mátsókn.) 37. Hdl-Rxh6 39. Dc3-h3! 38. Dxe5-e3 *«• Del-Rg4! Einnig var hægt að leika 40. e2! Hér átti skákin að fara i bið en Beljavski gafst upp án frekari taflmennsku. Hann ræður ekki við hinar fjölmörgu hótanir t.d. 41. HcKhótunin var 41. -e2!) Bd5! 42. Dxf2 exf2! og við fyrsta tæki- færi leikur svartur Rg4-e3 og hvitur verður mát. Glæsileg skák hjá hinum unga meistara. Það voru margir sem spáðu honum 1. sætinu i mótinu eftir þetta afrek, en Karpov var ekkert á þeim bux- unum að gefa neitt eftir, þvi hann vann aðstoðarmann sinn frá Baguio, Balshov, á næsta auð- veldan hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.