Þjóðviljinn - 24.06.1981, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.06.1981, Síða 8
8 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. júni 1981 Miövikudagur 24. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 — Ég tel aö vinstra sam- starfið í bæjarstjórninni hafi gengið vel það sem af er þessu kjörtímabili og vonandi verður svo áfram/ en að því standa Alþýðu- bandalagið/ Alþýðuflokk- urinn og Framsóknar- menn. Við höfum 6 f ulltrúa af 9 i bæjarstjórninni. Það er Sigurjón Erlings- son, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Selfossi sem mælti svo/ þegar blaðamaður Þóðviljans tók hann tali eina örskotsstund hérna á dögunum. Sitt af hverju sameiginlegt — Nú er Selfoss ekki lengur eitt af sveitarfélögum sýslunnar heldur hefur hann veriö gerður aö sérstöku bæjarfélagi. Teluröu aö það hafi verið rétt ákvörðun? — Já, það álit ég og tel reynsl- una styðja þá skoðun. Mér finnst betur og ýtarlegar fjallað um þau málefni, sem snerta sérstaklega þetta byggðarlag eftir breyting- una en áður. Kannski má svo að orði komast, að afgreiðsla mála sé léttari i vöfum. En þrátt fyrir þennan aðskilnað höfum við margvisiegt samstarf viö sýsl- una. Við rekum t.d. sameiginlegt bókasafn, byggöa- og listasafn, sjúkrasamlag, sameiginlegar brunavarnir og sorpeyðingu með nágrannas veitarfélögunum. — Hvað eru margir ibúar á Sel- fossi? — Þeir munu vera um 3500 og segja má, að þeim fjölgi jafnt og þétt. Iðngarðar — Samstarfiö með meirihluta- mönnum i bæjarstjórninni hefur gengið vel, segirðu, en hverjar eru þær framkvæmdir, sem eink- um hefur verið unnið að á kjör- timabilinu? — Það er nú eitt og annað, sem við höfum haft með höndum en i stuttu viðtali verður ekki komist hjá að fara fljótt yfir sögu. Ég vil kannski nefna þaö fyrst, að i byrjun þessa kjörtimabils var hafin bygging fyrsta iðnaðarhús- næðisins á vegum bæjarins. Er það byggt samkvæmt reglugerð um iðngarða, sem bæjarstjórnin hefur sett og er i raun og veru af- leiðing þess, að við stofnuöum sérstakan iönþróunarsjóð, sem er i eigu Selfosskaupstaðar. Aug- ljóst er að framkvæmd sem þessi, stuðlar mjög að bættu ástandi i atvinnumálum hér á Selfossi og styrkir þau verulega. Rekstur þriggja fyrirtækja fer nú fram i þessu húsi og fyrirspurnir úr ýmsum áttum bera þess vitni aö vöntun sé hér á atvinnuhúsnæði. Úr þvi er ætlunin aö reyna aö bæta og er þetta upphafið að þvi. Húsnæði fyrir aldraða — Það kom i mínn hlut, að veita Félagsmálaráði forstöðu. Það Félagsmálaráð hefur unnið að þvl að koma upp byggingum fyrir aldraða. sem ákaflega brýn þörf var á. Mynd: —gel Stærsta framkvæmdin á f járhagsáætlun fyrir þetta ár er bygging félagsheimilis. Mynd: —gel þegar á allt er litið þá held ég að ekki verði annað sagt en að at- vinnuástandið hér að Selfossi sé allgott. En fólki fjölgar og jafn- framt þurfa atvinnumöguleikar að aukast. Og þvi var það, að i vetur leitaöi bæjarstjórnin til Framkvæmda- stofnunar rikisins og fleiri aöila og óskaöi eftir aðstoö til þess að gera úttekt á atvinnumálum á Selfossi og að i framhaidi af þvi verði unniö aö atvinnu- og iönþró- unaráætlun fyrir Selfoss og ná- grenniö. Þetta fékk góðar undir- tektir og að undanförnu hefur Sigurður Guðmundsson unniö að þessu verkefni af hálfu Fram- kvæmdastofnunar. Hefur fyrsti hluti þessa álits nýlega verið lagður fram á fundi bæjarráðs. Besti kosturinn Og þar með látum við Sigurjón Erlingsson lokið þessu spjalli okkar um málefni Selfoss. — Þaö væri kannski freistandi að minnast einnhvað á lands- málapólitikina, segir Sigurjón, — en það er nú raunar önnur saga, sem liklega er best að láta þá biða betri tima. Þó vil ég segja það, að þótt rikisstjórnin okkar sé nú ekki algóð, þá sé ég ekki betur en hún sé sá besti kostur, sem við eigum völ á nú, og ég styð hana heils hugar. Ekki kæri ég mig um að skipta á henni og þeim Geir og Kjartani, ásamt einhverju fylgi- fé- — mhg - Sigurjón Erlingsson: Ég sé ekki betur en þessi rikisstjórn sé besti kosturinn, sem viðeigum völ á nú. Mynd: —gel Með mörg jarn í eldinum — mgh rœðir við Sigurjón Erlingsson, bœjarfulltrúa A Iþýðubandalagsins á Selfossi hefur unnið aö því, að koma upp byggingum fyrir aldraöa, sem ákaflega brýn þörf er á. í þvi skyni var skipulagt sérstakt svæði i nánd við miðju bæjarins og þar er þessum byggingum ætl- að að risa. Fyrsta húsið er þegar fokhelt og er að þvi stefnt, að það verði tilbúið til afhendingar 1. nóvember i haust. I þessu húsi verða 8 ibúöir. Umsóknir um slikt húsnæði eru miklu fleiri en hægt er að sinna á þessu stigi og er ijóst, að sleitulaust verður að halda áfram við að koma upp svona byggingum. Aformuð er bygging þriggja húsa af þessari stærö. Auk þess er hugmyndin aö reisa þarna dvalarheimili og fé- lagsmiðstöö, sem næst miðju hverfisins. Þessar framkvæmdir voru undirbúnar i byrjun kjör- timabilsins og vinna viö þær hófst skömmu siðar. Dagvistarheimili og leikskólar Dagvistarrými hefur veriö stóraukiö á þessu kjörtimabili og var ekki vanþörf á. Þá var og haf- inn rekstur nýs leikskóla, fyrir 60 börn. Og úr þvi að viö erum að ræða þessi mál þá langar mig til þess að nota tækifærið til þess að leiö- rétta ummæli Morgunblaðsins varðandi uppsögn fóstra hér. Blaðiö heldur þvi fram, aö bæjar- félagiö hafi hafnað viöræðum við fóstrurnar. Sannleikurinn er sá, aö bæjarráð hefur visað þessu máli til samninganefndar bæjar- ins, eins og eðlilegt er, og segir um það i bókun, að það vænti þess, að þessir aðilar taki málið fyrir á þeim grundvelli, sem fram kemur i fundargerð Félagsmála- ráðs, ,,...að málið verði leyst þannig, að ekki komi tii lokunar dagvistarheimila og þess vænst, að mál þetta verði leyst með samkomulagi”. Ef einhver getur túlkað þetta sem neitun á viöræðum þá hefur sá hinn sami annan skilning á mæltu máli en ég. Stærsta framkvæmdin á fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár er bygging félagsheimilis. Hugmyndin er, að lokiö verði við að steypa upp stóran hluta þess i sumar. Bætir sú bygging úr brýnni þörf og kemur til með að auövelda mjög alla félagsstarf- semi hér. Viö höfum, i þessum efnum, oröið aö notast hér við gamalt hús frá striðsárunum og sem eiginlega veröur að teljast ónýtt. Ef við vikjum að byggingu skólahúsnæðis þá er þess að geta, að byrjaö er á viðbyggingu við barnaskólahúsið og er henni ætl- að að bæta starfsaðstöðu fyrir stjórn og starfsfólk skólans. Unnið er nú að stofnun fjöl- brautaskóla á Selfossi. Er svo ráð fyrir gert, að bygging á fyrsta áfanga hússins geti hafist i haust og höfum viö hér tryggt f jármagn til þess af okkar hálfu. Bygging fjölbrautaskóla hér er okkur ekki aðeins mikils viröi hvaö mennt- unarmálin snertir heldur og at- vinnumálin þvi slikur skóli er tal- inn muni skapa hér 35-40 ný störf. Lif og fjör á dagheimilinu. Mynd: —gel. Þetta er þvi ekkert smámál fyrir okkur, frá hvaða sjónarmiði sem það er skoðað. íþróttamiðstöð — Eitthvað hef ég um þaö heyrt, aö þið séuð að setja á lagg- irnar iþróttamiðstöð. — Já, það er rétt. t vor var komið hér upp iþróttamiðstöð, sem ætlaö er að starfa yfir sum- ariö. Er hún rekin af bændum eða íþróttaráöi, nánar tiltekið. Skap- ast þarna aðstaða bæöi til úti- og inniiþróttaiðkunar. Mannvirki iþróttamiðstöðvarinnar eru öil staösett nálægt hvort öðru og mynda þannig eina heild. Þeim iþróttahópum, sem hingað sækja, er ætluð gisting i húsnæði barna- og gagnfræðaskólanna, en mötu- neyti verður rekið i Gagnfræða- skólanum, á vegum Hótel Selfoss. Hóparnir fá til afnota sali fyrir kvöldvökur og stofur fyrir fundi og bóklega fræðslu. Skipulagðar verða skoðunarferðir um Selfoss og nágrenni, eftir þvi sem óskað verður. Boðið er bæði upp á fimm daga dvöl, frá kl. 16.00 á sunnu- degi til kl. 16.00 á föstudegi og svo helgardvöl frá kl. 18.00 á föstu- degi til kl. 15.00 á sunnudegi. Gert er ráö fyrir að hóparnir hlýti leið- sögu þjálfara og fararstjóra. Starfsemi þessi lofar góðu ef marka má þær undirtektir, sem hún hefur fengið nú þegar i upp- hafi. Þá má og skjóla þvi hér aö, að unnið er aö veruiegum endurbót- um á sundhöllinni. Úr ýmsum áttum Unglingavinna fer fram á veg- um bæjarins, fyrir 13, 14, og 15 ára unglinga. Vinna þeir að ýms- um störfum, svo sem aö ganga frá og taka til á opinberum svæð- um auk þess sem veriö er að koma upp tjaldstæðum fyrir ferðamenn og er það nýmæli. Aðalskipulag og gatnagerð hef- ur veriö i endurskoðun og er þvi nú lokið. Meiningin er að ljúka á þessu ári lagningu slitlags á götur i gamla bænum. Þá vil ég ekki láta hjá liða að minnast á lagningu hitaveitu til Eyrarbakka og Stokkseyrar, sem samningur hefur verið gerður um viö bæjarstjórn Selfoss, en aö henni er nú verið að vinna. Bæjarráð hefur óskað eftir og átt fund með ráðamönnum Slát- urfélags Suöurlands og Mjólkur- bús Flóamanna þar sem m.a. hafa verið ræddir möguleikar á þvi, að þessi fyrir tæki ykju hér vinnslu úr búvörum. Atvinnu- og iðnþróunaráœtlun Auövitað mætti á fleira drepa og fara um þetta fleiri oröum en á dagskrá >Bandarísk verkalýðshreyfing er komin langt frá uppruna sínum, frá því að vera byltingarsinnað afl, sem reyndi að breyta þeirri þjóðfélagsgerð er hún bjó við, til þess að verða eins konar stofnunarveldi Jon Kjartans son, Vest- Bandarísk verkalýðshreyfing Sá er þessar linur ritar, var fyr- irstuttuihópi f jögurra fulltrúa er A.S.l. valdi til viku feröar til Bandarikjanna i boði banda- riskra stjórnvalda og verkalýðs- hreyfingar. Tilgangurinn með fis-inni var sá að kynnast starfs- semi verkalýösfélaga þar vestra og ræða við leiðtoga stéttarfé- laga. Ekki verður ferðasagan rakin hér, en þar sem bandarisk verkalýöshreyfing heldur á þessu ári upp á aldar afmæli samein- ingar undir eitt merki, þá taldi ég ekki úr vegi aö lesendur fengju smá nasasjón af sögu hennar og uppbyggingu. Þann 15. nóvember 1881 komu leiðtogar nokkurra sérsambanda saman til að stofna landssamtök með þaö fyrir augum að sameina allt launafólk i Bandarikjunum undir eitt merki. Skipulögð verkalýðsbarátta i Bandarikjun- um er þó mun eldri og fyrsta verkfallið, sem sögur fara af var háð i New York 1796. Hatröm barátta Saga verkalýðsbaráttu i Bandarikjunum hefur fram undir þetta einkennst af rangsleitni i samskiptum við löggjafarvald og dómstóla, hrottaskap og blóðsút- hellingum i samskiptum við at- vinnurekendur. Af þeim sökum hefur bandarisk verkalýðshreyf- ing átt mun erfiöara uppdráttar og þróast i' annan farveg en bræðrahreyfingar hennar i Evrópulöndum. 1 lok 19. aldar og upphafi þess- arar höfðu ýmis risafyrirtæki og samsteypur komið sér upp einka- her eða lögreglu, sem beitt var af mikilli harðýgi til að berja niður flestar tilraunir verkafóiks til að bæta ömurleg kjör sin, aöbúnaö og vinnutima. Fylkisstjórnir og sambandsstjórn voru einnigfúsar til að senda lögreglu, þjóðvarð- liða og her til aö berja á verka- mönnum, ef málaliðar atvinnu- rekenda höfðu ekki i fullu tré við mótþróafullan verkalýð. Auk þess risu upp heilu einkalögreglu- fyrirtækin, sem falbuðu atvinnu- rekendum aöstoö sina við þá iðju að brjóta á bak aftur verkalýösfé- lög, leggja til verkfalls — brjóta og sundra verkfallsaögerðum þeirra. Þaö fyrirtæki, sem einna frægast hefur orðiö i þessari and- verkalýössinnuðu baráttu, er Pinkertonfyrirtækið. Dómstólar létu oft á tiðum ekki sitt eftir liggjaþegar tilþeirra kasta kom. Aðgerðir verkalýðsfélaga voru oftar dæmdar ólöglegar og for- svarsmenn þeirra fangelsaðir. Ofáir dauðadómar yfir verka- lýðssinnum er svartur blettur á sögu bandarisks réttarfars. Öamerísk — ólögleg Það sem einna helst aðgreinir bandariska verkalýðshreyfingu frá þeirrievrópsku a-, að hún hef- ur aldrei gert neinar alvarlegar tilraunir til að hafa pólitisk áhrif á þá þjóöfélagsaðagerð, sem hún byr viö s.s. með tengslum viö sósialiskan st jórnmálaflokk, heldur starfar hún eingöngu sem fagleg hagsmunasamtök, sem reynir aö fremsta megni aö standa vörö um hagsmuni um- bjóðenda sinna, innan þess þrönga ramma, sem löggjafinn setur starfssemi hennar hverju sinni. Þegar AFL var stofnað, var i upphafi tekin sú ákvörðun að stofna ekki nýjan flokk, heldur styðja þá flokka, sem fyrir væru eftir þvi sem kaupin gengju á Eyrinni hverju sinni. Þrátt fyrir þessa ýfirlýsingu setti Atvinnu- rekendasambandið bandariska fram þá kenningu árið 1913 sem reynst hefur harla lifseig allar götursiöan aö verkalýðssamtökin væru „óamerisk, ólögleg og svi- virðileg samsærissamtök” Jafn- framt þessu reyndu andverka- lýðssinnuð öfl aö koma þeim kvitti á kreik, aö tengsl væru á milli verkalýðshreyfingarinnar og rússnesku byltingarinnar (sú móðursýki náöi reyndar hámarki á McCarthy-timanum) og má segja aö bandariska verkalýðs- hreyfingin hafi æ siðan verið önn- um kafin viö aö þvo af sér „rauöa stimpilinn”. Hún hefur jafnvel gengið svo langt aö snúast gegn félagslegum umbótum, sem henni hefur þótt iykta um of af kommúnisma. Reyndar gerir meginþorri Bandarikjamanna engan greinarmun á kommúnisma og sósialisma, tel- ur hvorttveggja jafn ó-ameriskt. A sviði löggjafar um félagslegar tryggingar eru Bandarikjamenn mjög aftarlega á merinni, miðað við all-flestar Evrópuþjóðir. Aft- urá móti hafastéttarfélögin sam- ið um slikt við atvinnurekendur og eru það ýmist atvinnurekend- ur eða sjóðir félaganna, sem ann- ast greiöslur vegna sjúkrakostn- aðar, eftirlauna o.fl. Þröngar skorður t landi einkaframtaksins er starfsemi stéttarfélaganna settar mjög þröngar skorður, borið saman við það sem tiðkast i vel- flestum E vrópulöndum. Hvert fyrirtæki, eða heilu fyrirtækja- samsteypurnar. geta komist upp með að semja ekki við stéttarfé- löginog neyöast þvi aöeins til aö gera slikt, ef meirihluti starfs- manna samþykkir að ganga i stéttarfélag — en atvinnurekand- inn hefur heimild til að meina talsmönnum stéttarfélaganna að- gang aö fyrirtækinu til aö ræöa við verkafólkiö, þaö gildir einu þótt félagið hafi gert samninga við samskonar fyrirtæki á næsta götuhorni. Algengt er að slik fyr- irtæki, sem ekki kæra sig um að fá stéttarfélögin inn á gafl hjá sér, neiti að ráða félagsbundiö verkafólk i vinnu og oft eru fé- lagsbundnir verkamenn reknir úr vinnu islikum fyrirtækjum ef upp kemst um félagsaöild þeirra. Góður bisnis Þaö er reyndar arðvænleg og vaxandi atvinnugrein i Banda- rikjunum, sem á máli þarlendra nefnist „Union bursting” en það eru einskonar ráögjafarfyrirtæki sem selja atvinnufyrirtækjum þjónustu sina, þegar þau vilja bægja stéttarfélögum og áhrifum þeirra frá starfsfólki sinu og vinnustað. Einnig taka slik „þjónustufyrirtæki” að sér að losa fyrirtæki úr „klóm” stéttar - félaga og ráða niöurlögum litilla og veikburöa stéttarfélaga sé þess kostur, og eru slik „þjónustu- fyrirtæki” oft ekki vönd að með- ulum i' viðureign sinni við verka- lýöshreyfinguna. Mafía og myrkraverk 1 hugum margra, bæöi utan Bandarikjanna og innan, er það nokkuð Utbreidd skoðun að tengsl séu milli verkalýðshreyfingar- innar þar og skipulagðrar glæpa- starfsemi, enda hefur þaö verið vinsælt kvikmynda- og sjón- varpsefni. Þessi imynd virðist ætla að veröa harla lifseig, þó að vitað sé aö AFL-CIO (bandariska Alþýðusambandið) taki mjög hartá öllu fjármálamisferli sam- bandsfélaga sinna. Er þar nær- tækast dæmiö um samband flutn- ingabi'lstjóra, sem rekið var úr AFL-CIO vegna f jármálamisferl- is forseta þess. Við bau skilyrði, sem hér hafa verið rakin i örstuttu máli, hefur bandarisk verkalýðshreyfing vaxið Ur grasi og hefur nú innan sinna vébanda rúmlega 20% launafólks þar i landi. Okkur þyk- ir það ekki stórt hlutfall, að að *- eins fimmtihver launamaður sé innan stéttarfélaga þar vestra. En bandarisk verkalýðshreyfing hefur þó furðu mikil áhrif, bæði beintog óbeint á bandariskt þjóö- lif, t.d. meö áhrifum á almenn laun, þar sem fyrirtækin, sem ldía verkalýðsfelögin úti, neyðast tilaö bjóöa starfsfólki sinu svipuð kjör og stéttarfélögin semja um hverju sinni, þótt oft vanti ýmis- legt á, ef grannt er skoðaö. Bandarisk verkalýðshreyfing er komin langt frá uppruna sin- um, frá þvi að vera byltingar- sinnað afl, sem reyndi aö breyta þeirri þjóöfélagsgerö, er hún bjó við, til þess að veröa e.k. stofnun- arveldi meö höfuðstöðvar sinar á toppi piramidans, i Washingtffli. HUn vill nU telja sig það afl i bandarisku þjóðlifi, sem hafi aukin áhrif á stöðugleika þess, sem þýöir einfaldlega að hún sættir sig viö rikjandi ástand og kýs fremur stéttasamvinnu en stéttaátök. Forusta hreyfingarinnar er þvi talin all-ihaldssöm, enda aðeins einn sósialdemókrati (eins og merkingin er lögð i það orð i Evrópu) i 33ja manna miöstjórn Bandariska Alþýðusambandsins (AFL-CIO). Reagan-stjórnin hefur nú ákveðið að lækka skatta og til að mæta þvi tekjutapi hefur hún ákveöiö aö skera alÍTharkalega niöur þær naumu félagslegu um- bætur, sem bandarisk alþýða bjó þó við. Fróöiegt veröur að fylgj- ast með viðbrögðum AFL-CIO viö þeirri árás á lifskjör almennings.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.