Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 15
frá M Hringiö í síma 81333 kl. 9—5 alla daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Halldór Jakobsson skrifar: „Ekki sök varnarliðsins — Engin lítilsvirðing” Halldór Jakobsson. Ég rak augun i ofangreinda fyrirsögn i Dagblaöinu föstu- daginn 12. jUni og vakti hún for- vitni mína. bessi fyrirsögn er á stuttri athugasemd frá Helga AgUstssyni fulltrúa i utanrikis- ráöuneytinu og get ég ekki stillt mig um aö taka hana hér upp orörétta: „Aö gefnu tilefni er rétt aö komi fram aö láöst haföi aö til- kynna varnarliöinu á Kefla- vikurflugvelli um komu lands- stjöra Kanada og móttökuat- höfn á flugvellinum árdegis hinn 3. jUni. Fram kemur á lesendasiöum Dagblaösins hinn 5. jUni aö starfsfólki Frihafnarskrifstof- unnar hafiaö vonum þótt miöur þegar hávaöi frá flugvélum varnarliösins rauf kyrröina meöan tilhlýöileg móttökuat- höfn fór fram. Hinn 10. júni er svo Varnarmáladeildin undan- þegin sök af þessum óþægindum á sömu siöum. I fyrra bréfinu telur starfsfólk Frihafnarinnar aö varnarliöiö hafi með flugi sinu þennan morgun li'tilsvirt þjóösöngva sem leiknir voru og þá um leið gesti og gestgjafa. baö er ekki rétt. Starfsfólki Frihafnarinnar er ekki ætluö nein ósanngimi meö athugasemdum sinum heldur ókunnugleiki sem hér með er vonandi aö fullu bættur.” Svo mörg eru þau orö. Ég býst við, aö fleirum en mér sé svo fariö, aö betur heföi utanrikis- ráöuneytiö látiö vera aö birta slika athugasemd. baö er ekki i þess verkahring aö afsaka þann ótnilega dónaskap og litilsvirö- ingu á þeim „innfæddu”, sem „varnarliöiö” sýndi forseta Is- lands og þar meö allri islensku þjóöinni og gesti hennar 3. jUni s.l. baö má vel vera, að láöst hafi að tilkynna „varnarliöinu” um komu landsstjóra Kanada og móttökuathöfn á flugvellinum 3. júní. bað afsakar ekki dónaskap yfirmanna „varnarliðsins” og Richards A. Martinis aömiráls. baö þarf enginn aö telja fólki trU um, aö þessir aðilar hafi ekki vitaö um komu landsstjór- ans og nærveru forseta Islands og fjölda embættismanna is- lenskra á vellinum 3. jUni. Ef nokkur átti aö biöjast af- sökunar og birta athugasemd vegna þessa atburöar var þaö yfirmaöur „varnarliösins” Richard A. Martini, en ekki utanrikisráöuneytiö. Ég hefi ekki séö slíka afsökun og er þaö auövitaö á sömu bókina lært hjá yfirmanninum. Hann viröist ekki kunna mannasiði og litils- viröing hans gagnvart forseta Islands og þeim „innfæddu” vera takmarkalaus. Oröalagiö og undirlægjuhátt- urinn, sem fram kemur i at- hugasemd utanrikisráðuneytis- ins, er kapituli út af fyrir sig, og gegnir furöu ef þetta er sent út i samráði við ráöherra. baö eina, sem utanrikisráöuneytið heföi getaö látiö frá sér fara vegna þessa máls, var aö vita „varn- . arliöiö” og yfirmann þess Richard A. Martini fyrir dóna- skapinn, þar sem sýnt var að þessir aöilar höföu enga tilburði i þá átt aö biöjast afsökunar. Svar til Jóns Gunnarssonar frá Magnúsi H. Magnússyni 1 bjóöviljanum 16. þessa mánaðar spyr Jón Gunnarsson mig hvernig á þvi standi, aö bróöir minn, sem er menntaður húsasmiöur aö sögn Jóns, skuli starfa sem simstöövarstjóri á Hvolsvelli. Jón æskir þess, að ég upplýsi landsmenn um þetta, og skal hér meö fúslega við þvi oröiö aö þvi leyti sem ég þekki til máls- ins. BróÖir minn er ekki mennt- aöur húsasmiöur, eins og Jón heldur fram. Hann er mennt- aöur simvirki og var búinn aö vinna sem simvirki og sim- virkjaverkstjóri hjá Pósti og sima i 25 ár þegar hann var skipaöur stöövarstjóri á Hvols- velli áriö 1975. Póst- og simamálastjóri skip- aöi i embættiö eftir aö fyrir lágu einróma meömæli starfs- mannaráös Pósts og sima, sem er lögum samkvæmt umsagnar- aöili i málinu. betta var I samgönguráö- herratiö Halldórs E. Sigurös- sonar og kom ég þar hvergi nærri eöa neinn úr minum flokki, ef þaö er þaö, sem Jón Gunnarsson er aö gefa i skyn. Magnús H. Magnússon Vestmannaeyjum 18. júni 1981 Magnús H. Magnússon, alþm. Barnahornid I f Ijótu bragði virðast allar skálarnar vera eins, en ef þið gáið betur vantar eitt atriði á eina þeirra. Getið þið fundið það? Miövikudagur 24. júnl 1981 bJÓÐVILJINN — glDA 15 „Sásaukaskyn” Sjónvarp kl. 21.25 t sjónvarpi i kvöld er „kana- disk mynd um sársauka- skyn”, og er þar meöal annars fjallaö um nýjar leiöir til aö deyfa sársauka sem áöur var ólæknandi. bar á eftir, fyrir utan auglýsingarnar auövitaö, kemur Dallas. beir, sem þykir sá þáttur litt bæniegur veröa að fara gömlu leiöina og slökkva á tækinu, nema bent veröi á einhverja nýrri aöferö i áöurnefndum þætti til deyf- ingar sársauka. Myndin að ofan er úr Dallas og spurning- in er: Tekst Lucy aö sameina fjölskyldu sina eftir sársauka- fullan aöskilnaö og reiöileysi? ,,Ný barnasaga í Morgunstundinni Útvarp ? kl. 9.05 1 fyrradag byrjaöi ný saga I Morgunstund barnanna, Geröa, eftir W.B. Van de Hulst. Saga þessi er reyndar ekki ný i bókstaflegum skiln- ingi, þvi aö hún kom út hér fyrir 30 árum. Saga þessi er nú lesin i Morgunstundinni vegna fjölda áskorana til barna- og unglingadeildar hljóövarpsins og lesari er Guörún Birna Hannesdóttir. Geröa er eitt þriggja barna hjóna sem eru leiguliöar i sveit i Hollandi. Sagan, sem Gunnar Sigurjónsson þýddi, segir frá erfiöri lifsbaráttu þessarar fjölskyldu. Smásaga eftir Valdísi Halldórsdóttur: „Valur vann” t dag kl. 11.15 les Valdis Halldórsdóttir frumsamda smásögu er hún nefnir „Valur vann”. Ekki er hér á feröinni knattspvrnulýsing eins og nafniö gæti gefiö til kynna, en engu aö siöur gildir i þessari sögu sem annars staöar, aö þegar einhver vinnur þá tapar lika einhver. Sagan gerist á árunum milli 1930 og ’40 og segir frá konu sem vinnur fyrir sér meö saumaskap. Valdis Halldórsdóttir hefur þýtt og lesiö fyrir útvarpið sögur eftir Tarje Vesaas og Æþ. Útvarp kl. 11.15 Valdis Halldórsdóttir einnig framhaldssögur, en sagðist litiö hafa gert af að semja, fyrir utan þaö sem færi i svuntuvasann. Valdis var ein þriggja kvenna sem gáfu út blaöiö Emblu; hinar voru þær Karó- lina Eiriksdóttir og Valborg Bengtsdóttir. Embla kom fyrst út áriö 1945 en siöasta tölublaöiö 1949 og mun fjár- skortur hafa oröiö þvi blaöi aö fjörtjóni eins og mörgum öör- um góöum ritum. Valdis Halldórsdóttir er eiginkona Gunnars Benedikts- sonar rithöfundar. —A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.