Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 1
MOBVIUINN Brœðrabönd? Föstudagur 3. júli 1981 147. tbl. 46. árg. / Islend- ingur í trimm- leikhúsi Meðan á Norræna friðarfundinum stóð á Álandseyjum i sl. viku setti trimmleikhús nor- ræna Lýðháskólans f Kungelv svip sinn á bæjar- lífið í Marienhamn. Friðarlestin nefndist þetta útileikhús nemenda og byggir á hugmyndum um að sameina trimm, leikhús og norrænar hefðir. Kormákur Bragason heitir Islendingur sem var i hópi Kung- elvnemenda og sagði hann Þjóð- viljanum að i skóla þar sem væru nemendur allstaðar af á Norður- löndum væri eðlilegt að menn- ingararfurinn væri ræktaður. Til menningar væru samkvæmt hefð talin tónlist, söngur, dans, leik- hús, myndlist, matargerðarlist og önnur skapandi iðja. Af öllu þessu hafa nemendur i Kungelv fengið nasasjón, en þótti þeir fá helst til Fá frimúrarar sérmeð- ferð af hálfu yfirstjórnar Ríkisútvarpsins? Sú spurning gerist áleitin þegar frimúrari úr f rétta mannahópi fær námsleyfi frá störfum sem öðrum hefur verið Friðarlest trimmleikhússins í Kungelv fer um götur Marienhamn, höfuðborgarinnar á Alandseyjum. Lengst til vinstri er Kormákur Bragason, eini lslendingurinn i hópnum. litla hreyfingu út úr menningar- iðjunni. Þvi varð smámsaman til hið svokallaöa trimmleikhús, þar sem nemendur blanda saman trúðleik, iþróttaæfingum og leik- þáttum um hin fornu norrænu goð. Þeir fóru i skrúðgöngur með ærslum og söng um götur Marien- hamn og fengu íbúa og ferðamenn til þess aö hreyfa sig, og sýndu m.a. leikritiö Þórsfriðinn undir berum himni við góðar undir- tektir. Og mest virtust þó nem- endur sjálfir skemmta sér við þessa likamlegu og andlegu heilsubótariöju sina. Hugsanlega gæti trimmleikhús Kungelv-nema orðið öðrum skólum til eftir- breytni Þess skal getið að rektor Lyðháskólans i Kungelv er nú Maj-Britt Imnander, sem áður var forstjóri Norræna hússins i Reykjavik. —ekh Norræna húsið: | Virðir höf- undarrétt á sýningum Norræna húsið hefur nú ákveðið að virða höfundar- rétt til mynda á sýningum á opinberum vegum, cn sem kunnugt er hefur staðið tals- verður styrr um þennan rétt að undanförnu og upphófst er myndlistarmenn kröföust þóknunar fyrir myndir á fyr- irhugaðri teikningasýningu á Kjarvalsstöðum, sem siðan var hætt við. Vegna yfirlitssýningar á verkum Þorvalds Skúla- sonar mun Norræna húsið greiða 13 þús. krónur, en i samráði við listamanninn rennur upphæðin reyndar til styrks handa nemendum i listasögu við Háskóla tslands. — vh ÁRNI REYNISSON: Ferðamálastjóm- ín vanskipulögð Arni „Mín gagnrýni á íslensk feröamálayfirvöld beinist aöallega að þvi aö i þeirra landkynningarstarfi eru viðkvæmir staöir eins og Landmannalaugar og Eld- gjá geröir að einhverjum aðalatriðum og fólki stefnt þangaö i staö þess að hugsa um ferðamál eins og hverja aðra landnýtingu og beina ferðafólki þangað sem þjónustan og aðstaðan bíður þess. Ég er ekki að kalla þessa menn land- níðinga, heldur að benda á að ferðamálastjórnin er vanskipulögð og býður upp á ýmsar hættur", sagði Árni Reynisson i samtali við Þjóðviljann vegna um- mæla Ludvigs Hjálmtýs- sonar i Þ jóðviljanum í gær, en Árni sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs nú um mánaðamótin á sæti í ferðamálaráði. „Útlendingar eru að yfirtaka þessar hálendisferöir á oft ólög- legan hátt og öll linkind er óþol- andi i þessum efnum. Það virðist vera algjört aukaatriði hvernig landkynningu er beint niður á landshlutana. Hvar eru t.d. Vest- firðir og Snæfellsnes inni i dæminu, þar sem verið er að byggja upp hótel og ágætis ferða- mannaþjónustu? Ef þokkaleg aöstaða er fyrir hendi á lands- byggðinni þá á aö beina erlendum ferðamönnum þangað en hvila þá staði sem þegar eru ofsetnir á hálendinu”, sagði Arni. —lg- hafnað um og orðið að segja starfi sinu lausu af þeim sökum. Það er þó sýnu undarlegra, að er auglýs- ingastjóri útvarpsins varð ber að því að hafa dregið sér fé var honum umsvifa- laust vikið f rá störf um, en enda þótt skilorðsbundinn dómur hafi verið kveðinn upp yfir leiklistarstjóra útvarpsins fyrir einu ári vegna skjalafölsunar og minniháttar fjárdráttar situr hann enn í starfi, og þess hefur verið vandlega gætt að ekkert fréttist um dóminn. Leiklistarstjórinn er eins og framkvæmda- stjóri útvarpsins, sem er vitni í máli þess fyrrnefnda, félagi í islensku f rímúrararegl- unni. Sjá 3. síðu ; Steina- myndin sýnd í fyrra- kvöld II i n u m d e i 1 d a landky nningarmy nd um ísland ,,On the Top of the World”, þar sem erlendum ferðalöngum er beinlinis ráðlagt að taka með sér grjót sem minjagripi um dvöl þeirra i landinu, viröist enn i fullu gildi, þrátt fyrir þau ummæli ferðamálastjóra Ludvigs Hjalmtýssonar i Þjóðviljanum i gær, aö myndin væri oröin úrelt og ekki lengur notuð til land- kynningar. Siðast i fyrrakvöld var hópi Norðmanna sem dvelur nú hér á landi i boöi ýmissa félagasamtaka i Garöabæ, sýnd þessi umdeilda mynd og varð ýmsum hnykkt við þegar grjótasenan kom á hvita tjaldið. Þá er rétt að geta þess, aö sami boðskapur er i annarri mynd, sem útlendingum er sýnd, „Iceland should not be called Iceland” og sagðist kona sem hringdi til Þjóðviljans nýlega hafa veriö viðstödd er hún var sýnd útlendum ráðstefnugestum á vegum Samvinnuferða. Evensen á Norræna friðarfundinum á Álandseyj um; Norðurlöndm eru ekki atómvopnalaust svæði „Norðurlönd eru ekki kja morkuv opnala ust svæði i dag”, sagði Jens Evensen sendiherra og fyrrum hafréttarmála- ráðherra Norðmanna á Norræna friðarfundin- um, sem haldinn var á Álandseyjum i sl. viku. „í þjóðréttarlegum skilningi vantar alla lög- festingu, alþjóðlegar tryggingar og formlegt eftirlit til þess að svo megi verða”. Ýmsir stjórnmálamenn á Norð- urlöndum, svo sem Anker Jörg- ensen forsætisráðherra Dan- merkur, og Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæðisflokksins, hafa haldið þvi fram aö Noröur- löndin séu i raun kjarnorku- vopnalaust svæði. Margoft hefur komið fram i Þjóöviljanum aö i hinum þremur NATÓ-rikjum Norðurlanda, Islandi, Noregi og Danmörku, sé allur viðbúnaður fyrir hendi til þess að taka á móti kjarnorkuvopnum meö örstuttum fyrirvara, auk þess sem þar eru staðsett stjórnunar- og sam- bandstæki i kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjamanna á svokölluðum norðurvæng NATó. Evensen bendir á þjóðréttarlega hlið þess- ara mála, og vitnar fyrst og fremst til samhljóða samþykkta Framhald á blaðsiðu 14. Jens Evcnsen: Ekki kjarnorku- vopnalaust svæði i þjóöréttarlcg- um skilningi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.