Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Af innanríkis- ráherra Reagans: James Watt heitir hinn nýi innanrikisráðherra Reagans for- seta. Valdamikill maður og fer m.a. með nýtingu almenninga, náttúruvernd, landnýtingu (og þá stiflugerð, ,,opna” námavinnslu o.fl.it ennfremur er hann settur yfir indiánabyggðir landsins. Hann er umdeildur maður, þvi honum finnst að náttúrverndar- menn hafi ráðið of miklu og er nú talinn liklegur til að fórna náttúrugæðum fyrir iðjuhölda og gróðamenn, fyrir „lögmál markaðarins”. Innanrikisráðherrann fer með æðstu stjórn yfir um það bil þriðjungi bandarisks lands. Þjóð- garðarnir og verndarsvæði fyrir ýmsar dýrategundir eru undir hans stjórn, hann leigir út land til oliuborana, framkvæmir lög um námagröft o.fl. Nota, nota James Watt er i bandariskum blöðum kallaður ihaldsmaður og mundu fáir efast um að satt væri. En hann er ekki „ihaldssamur” i þeim skilningi að hann vilji varð- veita sem mest af þeirri óspilltu „Reaganþjóðgarðurinn” i anda Watts: sú hugmynd er rikjandi að náttúran sé eitthvaö sem á að nota og breyta i auð. James Watt: Þegar Herrann kemur aftur leysastöll mál.... Náttúruvinlr mega nú fara að vara sig náttúru sem eftir er. Hann vill „nota” hana sem mest. Hann vill til dæmis ekki kaupa meira land til að stækka þjóðgarðana, sem eru margir hverjir illa farnir vegna gifurlegrar aðsóknar, heldur leggja peningana i að bæta þjónustu við ferðamenn. Hann fór sjálfur spottakorn niður Stóra- gljúfur i Colorado á fleka og var hundleiður orðinn á fjórða degi þótt hann skemn^ti sér fyrst. Þessvegna er hann á móti þeim náttúruverndarmönnum sem vilja banna vélknúnum farkost- um að sigla niður eftir ánni i gljúfrinu vegna hávaða og ann- arra leiðinda. Watt vill leyfa vél- væðingu til að menn komist niður gljúfrið á 4-5 dögum I staöinn fyrir tiu. Að deila og drottna Watt svarar ásökunum um- hverfisverndarmanna um að öllu sé fórnað fyrir gróða iðjuhölda með þvi að saka þá sjálfa um að vera „gráðugir landvinninga- menn”, þröngur sérhagsmuna- hópur.Hann er harður slagsmála- hundur fyrir sinum viðhorfum og ekki sist laginn við það, að tefla saman ýmsum hópum — til dæmis gerir hann hosur sinar grænar fyrir fuglaskyttum og stangarveiðimönnum til þess að ná sér niður á hinum hrein- ræktaðri umhverfisverndar- mönnum. FRÉTTASKÝRING Hvað gerir hann? Watt er þegar byrjaður að fylgja fram stefnu sinni með ýmsu móti. Hann hefur til dæmis leyft að bora eftir oliu fyrir utan strönd Kaliforniu, en stjórn Carters hafði stöðvað slikar til- raunir. Þar er ýmsu að tapa: borunarsvæðin eru skammt frá nokkrum vinsælustu baðströnd- um fylkisins, þar eru og fiskimið verðmæt, en jarðfræðingar segja á hinn bóginn að ekki sé um ýkja mikla oliu að ræða. Watt ætlar að endurskoða afstöðu stjórnvalda til námagraftar i fjöllum, sem fer fram með þeim hætti að sniðiö er ofan af f jalli til að ná i kol og tind- inum hent i næsta dal. Hann ætlar lika að draga allmjög úr strang- leika ákvarðana laga um náma- gröft, sem fer fram með þeim hætti, að jarðvegi er svipt ofan af t.d. kolalögum — en ætlast hefur verið til þess, að yfirborði lands- ins sé að vinnslu lokinni skilað i svipuðu ástandi og það var. Ým- islegt fleira er á döfinni hjá Jam- es Watt, sem náttúruvinum stendur stuggur af. Þegar Drottinn kemur Afstaða Watts til umhverfis- mála blandast með einkennileg- um hætti saman við trúar- skoðanir hans. Watt telur að ekki sé langt þar til Kristur snýr aftur til jarðar og þar með verði öll mál leyst, umhverfismál sem önnur. Hann komst svo að orði þegar bandarisk þingnefnd yfirheyrði hann fyrir embættistöku, að hann tryði á nauðsyn þess að leggja ýmisleg náttúruverömæti til hliðar fyrir næstu kynslóðir en ,,ég veit ekki hvort þær kynslóðir verða svo margar áður en Drott- inn kemur”.... AB. tók saman Deilan um húsin auðu: Barist var í V estur-Berlín Fyrir síðustu helgi bloss- uðu upp á ný mikil átök milli þúsunda ungra manna og lögreglumanna í Vestur-Berlin— mest út af því húsnæði sem fólk, sem ekki hefur þak yfir höfuð, hefur lagt undir sig þar í borg. Það loguðu eldar á götu- vígjum, táragasi var skot- ið, vatnsfallbyssum var beitt, kylfur gengu á mót- mælendum, brotið var og bramlað fyrir mikið fé. Um sextíu lögreglumenn særðust aðfaranótt föstu- dagsins var og 55 menn voru handteknir. Fyrir þrem vikum tókst Rich- ard von WeizsHcker, forystu- manni Kristilegra demókrata i Berlin, að mynda borgarstjórn ásamt með nokkrum fulltrúum frjálslyndra. Þessir aðilar hafa ekki hreinan meirihluta eftir borgarstjórnarkosningar þær sem fram fóru nokkru fyrr, en Kristilegir höfðu unniö verulega á iþeim. Sósialdemókratar töpuöu, og „öðruvisi” listi, sem m.a. er studdur af húsatökufólki, fékk verulegt fylgi eða um 8% at- kvæða. Stefna sósíaldemókrata Húsnæöismálin höfðu verið eitt af helstu deilumálum kosninga- baráttunnar. Fyrr i vetur hafði komið til átaka þegar lögregla var send á vettvang til að ryðja hús, sem höfðu staðið auð, en ungt fólk lagt undir sig. Samsteypu- stjórn sósialdemókrata og frjáls- lyndra hafði svo farið til beggja, farið samningaleiðina að hús- næðisleysingjum, veitt þeim stuðnmg í vissum tilvikum, og ekki gripið til þess að ryðja húsin nema i undantekningartilfelium. Friður komst á til hálfs, en fleiri og fleiri hús voru tekin. Þegar kosningar fóru fram voru þau orðin 163. Harka Kristilegir hétu þvi hinsvegar fyrir kosningar að leggja til at- lögu gegn húsnæðisleysingjum. A fyrstu tveim vikum borgarstjórn- ar þeirra var fólk rekið úr tiu hús- um eða gerð i þeim húsum meiri- háttar „leit að glæpamönnum”. Lögreglan gerðist enn harðhent- ari en fyrr. Þetta hvatti hluta þeirra sem hafa tekið húsnæðis- málin I sinar hendur til nýrrar baráttu — en aðrir sýndu þreytu- merki, enda erfitt að eiga von á áreitni lögreglu hvenær sem er. Sprenging En i fyrri viku gerðist það svo, að um 12 þúsundir manna gengu i mótmælagöngu til ráðhússins þar sem þessi mál voru til umræðu. Þetta var friðsamleg ganga, en við ráðhúsið tók hópur grimu- klæddra manna sig út úr fylking- unni og réðist inn á aflokað svæöi við ráðhúsið — þá hófust mikil slagsmál sem siðan breiddust út, og voru heiftarlegust i Kreuz- berg, þar sem flest hinna um- deildu húsa standa. Talsmenn hinnar nýju borgar- stjórnar segjast ekki bera fram nýja stefnu, heldur vilji þeir koma á „röð og reglu”. Vogel, fráfarandi borgarstjóri (sósial- demókrati) hefur hinsvegar sak- að borgarstjórnina nýju um að hafa meðhörku sinni eyðilagt það starf sem byrjað var á til að leysa húsnæðismálin með friösamleg- um hætti. (ByggtáDN) Ekkcrt þessu likt hafði sést siðan undir iok sjöunda áratugarins Sumarferð Alþýdubandalagsins á Norðurlandi vestra 15.—16. ágúst: Flateyj ardalur við Skjálfanda Einn fegursti staðurinn á Norðurlandi er Flateyjardalur við Skjálfanda. Dalurinn er i eyði og þangað hafa heldur fáir komið. Flateyjardalur er girtur hömrum og háum fjöllum og gengur i norður út frá Fnjóskadal og Flateyjar- dalsheiði. Þar er gróður mikill og kjarr fagurt, en úti fyrir liggur Flatey. Vegna fjölbreytileika i lands- lagi og gróðri er dalurinn á náttúruminjaskrá Náttúruverndarráðs. Þangað liggur leiðin helgina 15.-16. ágúst n.k. og verður lagt upp frá Varmahliö kL 10.00 á laugardags- morguninn. Ferðir verða skipulagðar til Varmahliðar frá öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra. Ekið verður á fjallabilum um Akureyri og Svalbarðsströnd til Grenivikur, en siðan haldið um Dals- mynni yfir Flateyjardalsheiði og niður i dalinn. Tjaldað verður á fögrum stað og efnt til kvöldvöku við varðeld. Frá Varmahlið á áfnagastað eru að- eins tæpir 200 km og þótt leiðin sé torsót seinasta spölinn ætti góður timi að gefast til skoðunarferða. Að sjálfsögðu þarf fólk að hafa viðlegubúnað með sér. Eftir hádegi á sunnudag verður haldið heim á leið með viðkomu i V.aálajskógi'. Þátttökugjald verður 200kr. Börn innan 14 ára aldurs greiða hálft gjald. Þáttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafnframt veita nánari uppiýsingar: Elisabet Bjarnadóttir, Asbraut 6, Ilvammstanga, simi 95-1435 Sturla Þórðarson, Blönduósi, simi 95-4356 og 4357. Eövarð Hallgrimsson, Skagaströnd, simi 95-4685. Hallveig Thorlacius, Varmahlið, simi 95-6128. Rúnar Bachmann, Sauðárkróki, simi 95-5684. Sigurður Hlöðversson, Siglufirði, simi 96-71161 (vinnusimi) Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Siglufirði, simi 96-71310 Gisli Kristjánsson, Hofsósi, simi 95-6341. Rut Konráösdóttir, Þórunnarstræti 83, Akureyri, simi 96-24987. Þátttaka er öllum heimil. Undirbúningsnefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.