Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Myndir og texti: Helga Sigurjónsdóttir Við fórum í heimsókn upp á Akranes í fyrri viku. Það var reyndar á kvennadaginn 19. júni,en þann dag fengu íslenskar konur kosningarétt árið 1915. Ekki þurftum við lengi að svipast um til að verða varar við kvenna- menninguna á Skagan- um. Eitt hið fyrsta sem við sáum voru litlar stúlkur sem sátu prúðar og fallegar á torginu í bænum, hver með sína kerru með barni í. Þær kváðust vera ,,að passa" og ætla að gera það í sumar. Allar unnu hálfan daginn og fengu 500 kr. í kaup um mánuð- inn. Þær eru á aldrinum 9-12 ára, hver annarri á- byrgari og eiga áreiðan- lega eftir að verða máttarstólpar síns byggðarlags og landsins alls eins og formæður þeirra hafa verið. Þessar myndarlegu telpur eru greinilega vel heima I kvennamenningunni þótt ungar séu. Menningunni mannkyn getur alls ekki verið án. sem er falin og gjarnan Htils metin en Litlar og stórar stelpur á Akranesl Fyrir framan frystihús Haraldar Böðvarssonar voru nokkrar stærri stúlkur aö vinna við garöyrkjustörf. bær kváðust vera i bæjarvinnu og lika það vel nema aö þvi leyti að þær fengju enga eftirvinnu eins og strákarnir jafnaldrar þeirra og vinnufélagar. Þeir sætu fyrir öllu sem gæfi aukapening. Ekki vildu þær viöurkenna að það væri þvi að kenna aö þær hefðu ekki boriö sig eftir björginni. Það væri nú eitthvað annað. Þær væru sifellt aö klaga þetta athæfi bæjaryfirvalda en það þýddi ekkert. Allir daufheyðust við klögumálum þeirra. Samt sögðust þær ekkert ætla að gefa sig. Þær væru lika aö garfa i þviv hvort þær ættu ekki að fá greidd laun fyrir unna helgidaga.Dag- inn áður höfðu þær náð i kjara- samningana á skrifstofu Verka- lýðsfélagsins og nú voru þær aö lesa þá gaumgæfilega til að vita nákvæmlega hver réttur þeirrra væri.Agætar fyrirmyndir öðru verkafólki, þessar stúlkur. 1 frystihúsinu var mikið að gera. Stór salur fullur af konum sem voru i óðaönn að snyrta karfaflök. Allar i bónus. „Auð- vitað”, sögðu þær, „annars fáum við ekkert borgað”. „Já, það hafa flestar sætt sig við bónusinn”, sagði Sigrún Clausenþekkt baráttukona fyrir kvenfrelsi og þátttakandi i fyrstu láglaunaráðstefnu Rauð- sokka 1975. „Prósentan sem viö fáum er lika sæmileg og miklu betri én hjá konunum i fata- iðnaöinum”. Hún sagði lika að reynt hefði verið að koma á svo- kölluðum refsibónusi i húsinu fyrir nokkrum árum, en þá gerðu konurnar uppreisn og hætt var við allt saman. Samt hefði það gerst i vetur i Reykja- vik að þegar gerður var rammasamningur um bónus- vinnu i saltfiski og skreið, þá skrifuðu undir þann samning fulltrúar verkafólks, m.a. þekktir og reyndir verkalýðs- foringjar eins og Sigfinnur Karlsson, Þórir Danielsson, Gunnar Már Kristófersson og Jón Helgason. „Þeir sögðu reyndar að þessum ákvæðum yrði aldrei beitt”, sagði Sigrún, „og það getur kannski veriö rétt. En fyrir mér er þetta spurning um grundvallaraf- stöðu. Mér finnst að fulltrúar verkafólks megi undir engum kringumstæðum skrifa undir slik ákvæði i samningum. Þó að þeim verði ekki beitt i saltfiski og skreið er fordæmið komið og eftirleikurinn þá auðveldari”. —hs Frá vinstri: Rakel Arnadóttir, Kristbjörg Traustadóttir, Jóhanna Haröardóttir, Anna Hermannsdóttir og Helga Braga Jónsdó't'tir.'Þær eru állar'f bæjarvinnu á Akranesi. Þær litu upp ineöan myndinni var smellt af, en voru annars niöursokknar í aö lesa kjarasamningana. r Sigrún Clausen : „Ég bjóst viö aö eitthvaö geröist eftir 24. okt. 1975 en ég hef oröiö fyrir vonbrigöum. Þetta er lika okkur aö kenna. Viö gerum ekki nógu miklar kröfur.” Rafverktakar Austurlandi: Framkvæmdir við rafverk verði unnin af heimamönnum A fundi Félags rafverktaka á Austurlandi á Egilsstööum i siö- asta mánuöi voru samþykkt ein- dregin tilmæli til stjórnenda Raf- magnsveitna rikisins aö fyrirhug- aöar framkvæmdir Rarik viö aö- veitustöövar og/eöa aörar fram- kvæmdir viö rafverk á austur- landi veröi unnar af heimamönn- um. Er i þvi sambandi bent á, að rafverktakar á Austurlandi hafi á að skipa fyllilega sambærilegum starfskröftum, hvað menntun og starfsþjálfun snertir og þeirra sem sendir hafa verið af Stór- Reykjavikursvæðinu. Um þetta mál segja þeir siðan m.a.: „Það er mjög áriðandi aö við fáum að kynnast þessum verkum strax i upphafi þar sem við erum oft kallaðir til viðgerðastarfa þegar færð er slæm og ekki er hægt aö koma við, vinnuflokkum langt að. Við getum skilað þessum verkum mun ódýrari, þar sem við vinnum að þeim frá okkar heima- stöð, en þurfum ekki að kosta heimferðir á viku til 10 daga fresti, borga fæði og húsnæði og leggja til bilaleigubila, eins og Rarik gerir fyrir þá flokka er þeir hafa sent hingað austur, fram til þessa. Skattatekjur vegna launa renna til heimasveitarfélaga, þar sem verkin eru unnin, sem hlýtur að teljast eölilegast. Þegar forstöðumenn Rarik i Reykjavik bera þvi við að þeirra rafvirkjar séu sérþjálfaðir i upp- setningu aöveitustöðva, þá er þvi til aö svara, aö hér á Austurlandi eru að störfum rafverktakar og rafvirkjar sem unniö hafa við uppsetningu aöveitustööva hér eystra t.d. við Stöövarfjörð, Lagarfoss, Breiðdalsvik og Eyvindará, svo eitthvað sé talið. Ennfremur bendum við á að við þurfum ekki að sækja aöstoð „sérþjálfaðra” rafvirkja úr öðr- um landshornum til að tengja raf- búnað nýtisku frystihúsa, fiski- mjölsverksmiðja og fiskiskipa...”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.