Þjóðviljinn - 03.07.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. juli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Bankastræti 2:
Munum
halda
ótrauð
áfram
Getum ekki annað,
segja Torfusamtökin
„Það er svo langt I frá að við
höfutn nokkuð á möti fötluðum,,
viðviljum finna framtiðarlausn á
salernisaðstöðu fyrir öll hásin á
Bernhöftstorfunni” sagði Þor-
steinn Bergsson form. Torfusam-
takanna i samtali við Þjöðviljann
i gær.
Byggingarnefnd Reykjavíkur
hefur gefið út skipun um að fram-
kvæmdir við Bankastræti 2, það
er gamla Bernhöftsbakariið.verði
stöðvaðar. Ástæðan er sú að ekki
var gcrt ráð fyrir salernisaðstöðu
fyrir fatlaða í húsinu.
Að sögn Þorsteins Bergssonar
var engin athugasemd gerð i
fyrrasumar þegar unnið var við
LandlæknishUsið, en þar eru sal-
emin uppi á lofti og upp þröhgan
stiga aö fara. Þvi kom það þeim
Torfusamtakamönnum á óvart
þegar krafa byggingarnefndar
kom fram. Eftir að málið hafði
verið kannað varð ljóst að til þess
að koma fyrir viðurkenndu sal-
erni þyrfti að breyta herbergja-
skipan og breyta burðarveggjum,
en slíkt gengur i berhögg við gild-
andi húsfriðunarreglur. Torfu-
samtökin skrifuðu hUsfriðunar-
nefnd og leituðu álits hennar.
1 umsögn nefndarinnar seg-
ir: „Tillaga þessi gengur
þvert á grundvallarskoðanir hUs-
friðunar, að upprunalegri her-
bergjaskipan dtuli breytt sem
allra minnst. Þess vegna fer
nefndin eindregið fram á það að
fundin verði lausn á þessu atriði
sem ekki gangi i berhögg við
friðun, annað hvort I gamla hUs-
inu eða fyrirhuguðum bakhUs-
um.” —ká
Rallá
Húsavík
Bifreiðaklúbbur Húsavíkur og
Hótel Húsavik gangast fyrir
rallýkeppni laugardaginn 4. júli.
Allir helstu rallýökumenn lands-
ins munu mæta þar til leiks,
þ.á m. bræðurnir Ómar og Jón
Ragnarssynir. Einnig Eggert
Sveinbjörnsson og Magnús
Jónsson og fleiri ágætir menn.
Bilarnir verða ræstir frá
hótelinu kl. 6 á laugardagsmorg-
un og verður ekiö vitt og breitt um
Þingeyjarsýslur um það bil 450
km leið, sem skiptist i ferjuleiðir
og sérleiðir. Aætlað er að fyrstu
bilarnir komi ofan Reykjaheiði og
i mark i Húsavik kl. 16.30.
Allarupplýsingar um keppnina
er að fá i stjórnstöðinni i sima
96-41490. Um kvöldið verður gest-
um og keppendum boðið i rallý-
steik á hótelinu og þvi næst á ball.
Verður stiginn dans fram eftir
nóttu og mun hljómsveitin Umrót
sjá um músikkina. Verðlaun
verða afhent kl. 23.00.
Verkum eins helsta brautryðjanda islenskrar málaralistar var stundum tekið undarlega: myndum
þessum hér líkum var stillt upp á háðungarsýningu Menntamálaraðs á „úrkynjaðri list” fyrir þrjátíu
og fimm árum.
Yfirlitssýning á verkum
Þorvaldar Skúlasonar
Mælikvarði Þorvaldar
Skúlasonar hefur verið
sjálf heimslistin í andrá
samtímans og kröfur hans
sjálf s haf a aldrei tekið mið
af öðru en þeim hreinleika
sem felst í andlegum og
listrænum verðmætum og
engum öðrum........
Svo segir Björn Th. Björnsson
listfræðingur i tilefni yfirlits-
sýningar á verkum Þorvaldar
Skúiasonar sem er sjötta
sumarsýning i Norræna húsinu og
tengd 75 ára afmæli lista-
mannsins á þessu ári.
Þetta er yfirlitssýning fest upp i
réttri timaröð. Listaverkin eru
samtals 88, þar af 50 i eigu
listamannsins, 17 myndir eru i
eigu Listasafns háskólans og 21
mynd er i einkaeign. Til sölu á
sýningunni eru alls 18 málverk og
20 teikningar frá ýmsum timum:
dýrust mynda er á 23 þús. krónur.
Elsta myndin er frá 1928 og
yngstu verkin eru frá þessu ári.
Sverrir Sigurðsson og Björn Th
settu sýninguna upp. Hún verður
opnuð á morgun, laugardag.
Norræna húsiðhefur ákveðið að
virða höfundarrétt til mynda á
sýningum á opinberum vegum og
greiðir 13 þús. krónur hans vegna.
1 samráði við listamanninn
rennur þessi upphæð til styrks við
nemendur i listasögu við Háskóla
Islands samkvæmt umsókn.
— áb.
Falsaði 9 reikningal
og greiðslukvittanir
Þögn um málið og engin breyting á stöðu embættismannsins
29. nóvember 1979 höfðaði rik-
issaksóknari mál á hendur
Klemenz Jónssyni „fyrir að
hafa i starfi sinu sem leiktistar-
stjóri Rikisútvarpsins á tíma-
bilinu frá 17. mai 1977 til 13.
febrúar 1979 falsað niu reikn-
inga til Rikisútvarpsins frá
Þjóðleikhúsinu yfir kaup á ein-
tökum af fjölrituðum leikritum,
með því að falsa allt meginmál
reikninganna og auk þess falsað
greiðslukvittun Valgerðar
Steingri'msdóttur, starfsmanns
Þjóðleikhússins, á reikningana
áður en hann framvisaði reikn-
ingunum á skrifstofu Ríkisút-
varpsins, þar sem hann fékk
reikningana greidda.” Reikn-
ingarnir voru á óáprentuðum og
ónúmeruðum eyðublöðum og
námu samtals kr. 161.700.
Þessi sérkennilegu reiknings-
eyðublöð vöktu athygli Rikis-
endurskoðunar, sem i febrúar
1979 sendi menntamálaráðu-
neytibréf um málið. Er nú hald-
inn fundur með Klemenz, og
voru á honum rikisendurskoð-
andi, skrifstofustjóri Rikisend-
urskoðunar og fjármálastjóri
Rikisútvarpsins, og viöurkennir
Klemenz þar, ,,að peningar
þeir, sem Rikisútvarpið hefði
greitt út fyrir framlagða reikn-
inga (...) hefðu runnið til sin og
útgáfa reikninganna og frá-
gangur væru sin verk”.
Rúmum þremur mánuðum
eftir bréf Rikisendurskoðunar
svarar ráðuneytið loks og legg-
ur á vald hinna fyrrnefndu „að
meta hverju sinni hvort sakar-
efni eru þess eðlis að mál skuli
send saksóknara rikisins til
frekari meðferðar.” Fer svo,
einsog fyrr segir, að mál er
höfðað á hendur Klemenz, sem
játar strax, en bætir við, að
hann hafi „hugsað sér að af-
henda Þjóðleikhúsinu umrædd-
ar greiöslur. Hins vegar sé hon-
um ljóst að hann hafi farið hér
rangt aö og hafi hér hent sig
óskiljanlegt slys”.
Valgerður kvaðst aldrei hafa
úbúið neina reikninga fyrir
Þjóðleikhúsið. „Það hafi ekki
tiðkast á starfstima sinum að
leikhúsið tæki gjald af Rikisút-
varpi fyrir lán á handritum.”
Leitað var álits Guðmundar
Jónssonar söngvara og fram-
kvæmdastjóra Hljóðvarps, á
ákærða, og „kveður hann
ákærða hafaleyst öll sin störf af
hendi af miklum áhuga og
stakri samviskusemi. Við erfið-
ar aðstæður hafi hann skipulagt
æfingar og niptökur leikrita á
þann veg að sem minnstur ■
kostnaður yrði fyrir stofnunina. I
Akærði hafi verið reglusamur |
og stundvis svo að mörgum gæti ■
verið til fyrirmyndar. Hann sé ■
vinsæll meðal starfsmanna...” I
Dómsniðurstaöa 25. feb. 1980 I
var sú, að sekt Klemenzar þótti I
sönnuð. Akærði var auk greiðslu ,
málsvarnar- og saksóknarlauna ■
dæmdur til 3 mánaða fangelsis- I
vistar skilorðsbundinnar. Segir |
svo i' niðurstöðu: ,
„Refsing ákærða þykir hæfi- i
lega ákveðin fangelsi i 3 mán- I
uði. Þegar litið er til hreins sak- |
arvottorðs ákærða, hreinskiln- ,
islegrar játningar hans frá upp- ■
hafi rannsóknar máls þessa og I
viljahans til að bæta fyrir brot |
sitt með þvi að greiða að fullu ,
skaðabætur svo og til annarra ■
atvika málsins þykir mega I
fresta fullnustu refsingarinnar |
og láta hana niður falla að liðn- ,
um 3 árum frá uppkvaðningu ■
dóms þessa, haldi ákærði al- I
maint skilorð...”
Málskostnaður sá er dæmdist ,
á Klemenz nam samtals 200.000 ■
kr., en hann haföi áður, 9. júli
1979, tveimur árum rúmum eftir |
útgáfu fyrsta reikningsins, ,
greittaftur þær 161.700 kr. sem ■
hann hafði dregið að sér.
Hlutdeild
bænda-
kvennaí
land-
búnaði
Samkvæmt endanlegum tölum
Hagstofunnar var mannfjöldi á
landinu 1. desember sl. alls
229.187 einstaklingar og hafði þá
fjölgað frá fyrra ári um 1.09%,
sem er örlitið meiri fjölgun en
milli áranna 1978 - 79.
Karlar eru sem íyrr nokkuð
fleiri en konur, eða 115.529 en kon-
ur 113.658.
1 Reykjavik bjuggu 1. des. sl.
83.766 ibúar og þar eru konur i
nokkrum meirihluta, en i kaup-
stöðum utan Reykjavikur bjuggu
88.759 ibúar.
Stærstu kaupstaðirnir utan
Reykjavikur, eru Kópavogur með
13.819 ibúa, Akureyri með 13.420
ibúa og Hafnarfjörður með 12.205
ibúa.
Nýir þéttbýlisstaðir á landinu
eru Kristnes i Hrafnagilshreppi,
Eyjafjarðarsýslu, Eiöar i Eiða-
hreppi, S-Múlasýslu og Skógar i
A-Eyjai jallahreppi, Rangar-
vailasýslu, en Króksfjaröarnes i
Geiradalshreppi A-Barðastrand-
arsýslu þar sem nú búa 20 ibúar
teíst ekki lengur til þéttbýiis-
staða. — lg.
Ertu með
í Evrópu-
göngu?
Friðargangan úti i Evrópu sem
lagði af stað frá Kaupmannahöfn
22. júni, á nú samkvæmt áætlun
að vera i Þýskalandi. Ekki hefur
frést af neinum islendingum á
rölti þar syðra, en hins vegar er
viða verið að velta vöngum yfir
möguleikum á þátttöku.
Samtök herstöðvaandstæðinga
og fleiri aðilar hafa hug á að
senda hóp i gönguna siðasta spöl-
inn, ef einhvern veginn tekst að
afla fjár göngumönnunum til
stuðnings. Sjónum er beint að
Belgiu, en gangan Verður i BrUss-
ell 23. - 24. júli. Þaðan liggur leið-
in til Parisar, þar sem göngunni
lýkur 6. ágúst. Dagana á eftir
verður mikil friðarhátið þar i
borg. Búist er við að Frakklands-
forseti ávarpi friðarsinna og leik-
konan Jane Fonda ásamt
mörgum fleirum verður með.
Þeir sem hafa áhuga á ferðinni
þó á eigin kostnað væri hafi sam-
band við Erling Ólafsson i sima
26328 eða Kristinu i sima 81333.
— ká
Fjórðungsmót hestamanna
á Suðurlandi
á Hellu 2.—5. júlí.
Hrossasýningar
Dansleikir
Kvöldvaka