Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 3
Taflið:
Breytingar
samþykktar
Bre.vti ngartillögur þær
sem bvgginganefnd gerði við
hönnun taflsins og endurböta
á Bernhöftstorfu voru sam-
þykktar i borgarráði i gær
með þremur atkvæðum
meirihlutans. Tveir fuiltrdar
Sjálfstæðisflokksins, Davið
Oddsson og Albert Guð-
mundsson sátu hjá en Davið
hafði áður greitt fram-
kvæmdinni atkvæði sitt. Al-
bert hefur hins vegar alitaf
verið hlutlaus i málinu.
Framkvæmdum við end-
urbygginguna miðar nokkuð
og er steinhleðslan meðfram
Lækjargötu nú að fá á sig
mynd. HUn er sams konar og
þærsem eru við Stjórnarráð-
ið og Menntaskólann. Þegar
grafið var fyrir neðanjarð-
hýsinu sem á að geyma
taflmennina í var komið nið-
ur á klöpp sem nauðsynlegt
reyndist að sprengja og var
þvi verki lokið um helgina.
Uppslætti fyrir tröppum nið-
ur brekkuna á að Ijúka i
þessariviku. —AI
Reykvíkingum
fjölgaf:
131 úrskurð-
aður til iög-
heimilis
i mars s.l. óskaði borgin
eftir því að 233 einstaklingar
sem bdsetúr voru i Reykja-
vik. 1. desmber 1980 en
skráðir með lögheimili ann-
ars staðar á landinu yrðu dr-
skurðaðir til lögheimilis i
Iborginni.
Hagstofan hefur i fram-
haldi af þessari ósk Urskurð-
að 131 þessara manna með
lögheimili i Reykjavik og
munu þeir fá tilkynningu
þess efnis. 68 voru fluttir frá
borginni, 23 voru námsmenn,
6 héldu lögheimili sinu utan
Reykjavikur.
Astæður þess að menn sem
bUa i' Reykjavik vilja halda
lögheimili sinu Uti um land
eru margvislegar m.a. kosn-
ingaréttur, lægri trygginga-
gjöld og önnur gjöld en
margir veigra sér við þvi að
gerast Reykvikingar af til-
finningaástæðum einum
saman. —AI
Nýjungar í sund-
höll Reykjavíkur:
Sólarlampi
a
L
A næstu dögum verður
komið fyrir sólarlampa
(solarium) f kvennadcildinni
i Sundhöll Reykjavlkur og
geta kvenkyns sundhallar-
gestir þvi orðið sólbrúnir
óháð veðráttu og vindum . Þá
hefur borgarráð veitt leyfi til
þess að settur verði upp
pvlsuvagn við Sundhöllina
eins og við aðra sundstaði i
borginni.
Þjóðviljinn ræddi i gær við
Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur,
sem ásamt Lilju Kristjáns-
dóttur sér um rekstur Sund-
hallarinnar. HUn sagði að til
að byrja með yrði aðeins
einn lampi i kvennadeildinni
sem fyrr segir, en hugsan-
lega yrði siðár settur upp
lampi i karladeildinni. Her-
bergiö sem tekið verður und-
ir lampann er við kvenna-
klefana og hafa baðverðirnir
haft aðstöðu sína þar.
Að undanförnu hefur verið
unnið að umfangsmiklum
viðgerðum á Sundhöllinni og
er þeim ekki lokið. BUiö er að
skipta um flisar i karlabað-
inu og verið er að endurnýja
glugga yfir sundlauginni
sjálfri en kvennadeildin er
aö sögn Ingibjargar mun
betur farin, þótt sitthvað
mætti þarlagfæra. —-A1
Miövikudagur 22. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
Kjartan Jóhannsson á fundi með starfsmönnum Álvers:
Hópur vinnuskólanema vinnur nú viö lagfæringar á auöa svæöinu milli Bústaöavegar og efstu ibúöar-
blokkanna i Fossvogshverfi og hefur uppgröftur úr húsgrunnum i Eyrarlandi veriö notaöur til aö slétta
svæöiö. Sáö veröur I svæöiö nema hvaö tyrft er á milli hitaveitustokkanna tveggja sem eru vinsælar
gönguleiöir.
Leyniskýrslur verði
opinberar almenningi
Enginn starfsmaður sá ástæður til að
bera fram fyrirspurn um súrálsmálið
Viö þurfum aö koma
fram af festu en kurteisi i
þessu máli. Ekki gera það
að einhverju persónulegu
stríði, sem getur eyðilagt
hagsmuni okkar sem þjóð-
ar. Orkufrekur iðnaður
býður upp á samstarf og
samskipti viö erlenda aöila
í hvaða formi sem við för-
um út í hann. Það verður
að vera hægt að treysta
okkur. Ég er því á móti þvi
að hafður sé uppi skot-
grafarhernaður í þessum
málum", sagði Kjartan Jó-
hannesson formaður Al-
þýðuflokksins á fundi með
starfsmönnum Alversins i
mötuneyti isal í hádeginu i
gær.
Kjartan sagði að eina skýrslan
sem skipti máli af þeim sem iðn-
aðarráðherra hefði látið vinna,
væri skýrsla Coopers & Lybrand
en þar kæmi fram sterkur rök-
stuðningur fyrir þvi að Alusuisse
heföi ekki farið eftir geröum
samningum. Taka þyrfti þvi upp
viðræður við fyrirtækið, en þó
mætti málið ekki verða til að
eyðileggja frekari samskipti við
erlenda aðila. Þar þyrfti að koma
fram af reisn og myndarskap.
Kjartan óskaði eftir fyrirspurn-
um frá starfsmönnum Alversins,
en engin spurning kom fram.
Kjartan krafðist þess i ræðu
sinni, að skýrsla iðnaðarráðu-
neytisins yrði gerð opinber. ,,Ég
hef lesið þessar skýrslur og sé
ekkert þvi til fyrirstöðu að þær
verði birtar almenningi að und-
anteknum nokkrum töflum. Það
er algjör óþarfi að vera i ein-
hverjum feluleik með þessar
skýrslur.”
Um samninga islenska rikisins
við Alusuisse vegna verksmiðj-
unnar i Straumsvik, sagði Kjart-
an , að þessir samningar væru
engin smásmið og svo vandaðir,
að einungis þeirra vegna gætu is-
lensk stjórnvöld gert sinar kröfur
vegna súrálsmálsins. „Við skul-
um ekki fórna þessum samningi
þótt sjálfsagt sé að endurskoða
nokkrar linur i honum varðandi
raforkuverö og skattlagningu
sagði Kjartan.”
Með Kjartani mætti á fundinn i
Straumsvik, Vilmundur Gylfason
alþingismaður og ræddi hann ein-
göngu við starfsmenn um þings-
ályktunartillögu sina um aukna
Kjarlan Jóhannsson: Viö skuluni
ekki fórna samningnum við Alu-
suisse þótt rétt sé aö endurskoöa
einhverjar linur.
þátttöku starfsmanna i stjórn fyr-
irtækja. Svaraði hann nokkrum
fyrirspurnum starfsmanna um
þau efni, en enginn starfsmanna
Alversins sá ástæðu til að spyrja
Kjartan Jóhannsson formann Al-
þýðuflokksins frekar um súráls-
málið og stefnu flokksins i þeim
efnum. — lg.
Hvítabandinu breytt fyrir aldraða:
Dagdeild og hjúknin-
ardeild fyrir 29 mamis
Stjórn sjúkrastofnana Reykja-
víkurhefur cinróma samþykkt aö
breyta Hvitabandinu i hjúkrunar-
og endurhæfingarheimili fyrir
aldraöa og óskað eftir aukafjár-
veitingu úr borgarsjóöi til þess aö
geta opnað þaö 1. nóvember n.k.
Beiöni þessi fór fyrir borgarráö I
gær og var samþykkt meö 4
atkvæðum gegn atkvæöi Alberts
Guömundssonar. Vegna þessa
mótatkvæöis þarf aukafund i
borgarstjórn til aö afgreiöa tillög-
una endanlega.
Adda Bára Sigfúsdóttir, for-
maður stjórnar sjúkrastofnana
sagði i gær að ekki væri mikill
skaði skeður þó afgreiðsla máls-
ins drægist i hálfan mánuð eða
svo en hins vegar mætti það ekki
vera mikið lengur. Hún sagði að
áfram yrði haldið undirbúningi á
vegum stjórnarinnar og miðað
viðþá samstöðu sem þar væri um
málið svo og i borgarráði hlyti
borgarstjórn aö samþykkja þessa
ráðstöfun að lokum.
— En hvernig verður rekstrin-
um háttaö?
Adda sagði að með góðu móti
mætti koma fyrir 19 sólarhrings-
sjúklingum á Hvitabandinu og
væri þá reiknað meö að þeir hefðu
fótavist. Einnig væri gert ráð fyr-
ir 10 dagsjúklingum. Þær breyt-
ingar sem nauðsynlegt er að gera
á húsinu eru aöallega fólgnar i
nýju frárennsli og vatnslögnum
og munu kosta 214 þúsund krónur.
Dagþjónustan verður á 1. hæð en
hjúkrunardeildin á 2. og 3. hæð,
og verður borðstofa á báðum
þeim hæðum. Til rekstrarins er
siðan, að sögn öddu, nauðsynlegt
að kaupa búnað, sjúkrarúm og
annað fyrir 616 þúsund krónur og
óskaðistjórn sjúkrastofnana eftir
aukafjárveitingu fyrir hvoru
tveggja.
Á Hvitabandinu hefur verið
rekin dagdeild Geödeildar Borg-
arspitalans, og sagði Adda að nú
væri verið að vinna að þvi að
finna þeirri starfsemi annað hús-
næði sem spitalinn tæki á leigu.
Sagðist hún vongóð um að það
tækist innan tiðar, mikið framboð
væri á húsnæði og forsenda fyrir
þvi að húsinu væri breytt til notk-
unar fyrir aldraða væri að dag-
deildin fengi húsnæði við sitt hæfi.
1 stjórn sjúkrastofnana eiga
sætifimm manns, Adda Bára Sig-
fúsdóttir, formaður, Sigurður E.
Guðmundsson og ÖlafurB. Thors,
sem eru fulltrúar borgarstjórnar
og auk þeirra tveir fulltrúar
starfsfólks Borgarspitalans. —AI
j Slgurður A.
I og Jakobúia
i með nýjar
skáldsögur
Enda þótt langt sé til
I haustsins eru tíðindi tekin að
, berast fra' bókaútgefend-
■ umMál og menning mun
I senda frá ser nýja skáldsögu
I eftir Sigurð A. Magnússon,
• annað bindi i trilógiu hans
I um drenginn sem sagt er frá
I i Kalstjörnunni. Annaö bindi
| nær fram að fermingu og cr
■ ekki aö efa aö lesendur biöa
I spenntir, enda náöi Kal-
I stjarnan miklum vinsældum.
| Þá er væntanleg skáldsaga
■ eftir Jakobinu Sigurðardótl-
I ur sem heitir: I sama klefa.
I Nokkur ár eru frá þvi að
| Jakobína sendi siðast frd sér
■ söguna Lifandi vatnið, þar
| sem hún fjallaði um firringu
fólks sem upplifði róttækni
| kreppuáranna, veltu stríðs-
■ áranna og siðast tómleika
1 velferðarinnar.
Nokkrar bækur sem áttu
| að koma út á siðasta ári hjá
■ MM, en komust ekki á mark-
I að m.a. vegna brunans i
prentsmiðjunni Hólum,
| koma með haustinu eins og
■ nýtt heimspekirit Brynjólfs
I Bjar nasonar og fyrsta bindið
af ritsafni Sverris Kristjáns-
| sonar sagnfræðings. —ká
I í gjörgæslu
j eftír slys á
: Selfossi
I dag, um kl. 11.30 varö
I slys aö VallhoIti39 á Selfossi,
1 er bíll féll ofan á mann, sein
Ivann aö viðgerð. Bifreiöin
mun liafa staðiö á tékk og
fallið af honum.
, Maðurinn var meðvitund-
■ arlaus er að var komið. Var
hann fluttur i sjúkrahúsið á
I Selfossi og þaðan i Borgar-
, spitalann í Reykjavik. Er
■ hann þar á gjörgæsludeild og
var enn ekki kominn til með-
vitundar, er siöast fréttist.
, —mhg
I Humar-
j vertíð lýk-
j ur 12. ág.
Sjávarútvegsráðunevtið
, hefur ákveöiö siöasta dag yf-
| irstandandi humarvertiöar
12. ágúst n.k.
Heildarkvótinn á þessari
, verðtið var ákveðinn 2.700
■ lestir, en 20 þessa mánaðar
voru komnar á land tæplega
| 2.200 lestir af humri. Mikil
■ veiði hefur verið undanfarna
| daga og telur ráðuneytið að
heildarkvótanum verði náð i
| fyrra hluta næsta mánað-
. ar. —Ig.
Grænlands-
j sjóður
Skipuð hefur verið stjórn
G rænlandssjóös en hann var
stofnaöur samkvæmt lögum
sem samþykkt voru á siðasta
■ Alþingi.
J Stjórnina skipa þessi:
Haraldur Ólafsson, lektor,
Matthfas Bjarnason,
alþingismaður sem jafn-
framt er formaður sjóðsins,
Geir Gunnarsson, alþingis-
maður, Sigurgeir Jónsson,
aðstoðarbankast jóri og
Benedikt Gröndal, alþingis-
I maður.
Tilgangurinn með sjóð-
stofnun þessari a- að stuðla
að nánari menningartengsl-
um Grænlendinga og Islend-
inga og á næstu tveimur ár-
um skal leggja i sjóðinn 125
miljónir króna hvort ár.