Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 22. júli 1981 Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 n Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um við- brögð stjórnarandstöðuliðs Sjálfstæðisflokksins: Dæma sig úr leik Alusuisse liggur á upplýsingum — ekki ríkisstjórnin l ..Þessi afstaða stjornarand- stöðuhluta Sjálfstæðisf lokksins veldur vissulega miklum von- brigðum, þar eð þingflokkurinn fer með samþvkkt sinni i máls- vörn fvrir Alusuisse. Þar eru tekin upp nánast sömu atriðin og Weibel aðstoðarforstjóri Alusuisse lét hafa eftir sér i Morgunblaðinu fyrir siðustu helgi um að athuga þurfi alla þætti i rekstri tsal á timabilinu og gera þurfi ..alhliða athugun” á rekstri fyrirtækisins áður en álvktanir verði dregnar” sagði Hjörleifur Guttormsson, cr Þjöðviljinn leitaði álits hans á samþykkt þingflokks Sjálf- stæðisflokksins um súrálsmálið. Sú álvktun var að ráðherrum úr Gunnarsarmi Sjálfstæðisflokks- ins fjarverandi, og einnig var Albert Guðmundsson fjarri þingflokksfundi. Bandamaður erlendra hagsmuna „I skjóli þessa skýtur þing- flokkurinn sér undan þvi að taka afstöðu til stírálsmálsins og þeirra samningsbrota er að mati rikisstjórnarinnar felast i yfirverði á sUráli til Isal, bæði skv. ákvæðum aðalsamnings og ekki sfður skv. ákvæðum aðstoðarsamnings um álverið” sagði Hjörleifur. „Með þessu gerist Geirsarm- urinn bandamaður og málsvari hinna erlendu hagsmuna þegar á mestu veltur að heilsteypt samstaða geti tekist um málið hér heima fyrir. t samþykktþingflokksins felst ekki að’eins vantraust á islensk stjórnvöld, heldur einnig á hinn hluta stjómarandstöðunnar, Al- þýðuflokkinn, sem komist hefur að svipaðri niðurstöðu og rikis- stjórnin á grundvelli fyrirliggj- andi gagna.” Dæmir sig úr leik „Tilboði rikisstjórnarinnar um samráð við stjórnarand- stöðuna i málinu er svarað af Stjórnarandstaðan hefur fengið öll sömu gögn og rikisstjórnin. Geirsliðinu með svo skilyrtum hætti, bæði varðandi grundvöll og forystu fyrir málinu gagn- vart Alusuisse að það jafngildir að stjómarandstaðan sé að dæmasigUr leik i frekari með- ferð málsins. Jafnframt er ég svo sakaður um flokkspólitíska misnotkun á málinu af formanni Sjálfstæðis- flokksins og vitaverða málsmeð- ferð, á sama tima og fyrir liggur tilboð um samráð af hálfu rikis- stjórnarinnar. Athygli vekur það kapp sem lagt er á að hvi'tþvo álsamning- inn og telja hann tryggja stöðu okkar i' bak og fyrir. Hvorki ég né aðrir stjórnarliðar hafa dregið álsamninginn inn i þetta mál að undanförnu, þótt sann- arlega megi margt um hann segja einmitt i ljósi þess sem gerst hefur. Ég hef hinsvegar talið mestu varða að menn létu karp um fortiðina liggja i lág- inni, en sneru bökum saman um islenska hagsmuni og það sem horfir lil framtiðarinnar varð- andi nauðsynlega endurskoðun álsamningsins.” Pukur Alusuisse Um takmarkanir á umboði Coopers & Lybrand, sem Sjálf- stæðismenn hafa kvartað undan sagði Hjörleifur: „Coopers & Lybrand var vissulega falið að skoða súráls- viðskiptin sérstaklega, enda það eitt ærið að umfangi, þar eð siír- ál myndar um 60% af aðföngum tsal. Alusuisse hefur skuldbund- ið sig til að sjá Isal fyrir súráli, ekki aðeins á armslength- kjörum, heldur með bestu fáan- legum kjörum skv. aðstoðar- samningi. Verðlagning á sUráli verður ein Ut af fyrir sig að standast þetta próf, eins og aðrir þættir aðfanga, svo og sala á afurðum fyrirtækisins. bvi er fullkom- lega eðlUegt og réttmætt að kanna þennan rekstrarþátt sér á parti, þvi að ef reikningar félagsins eiga að standast gagn- vart samningum um armslengd og bestu kjir þá hlýtur hver þáttur aðfanga að eiga að stand- ast þá skoðun. Þaðstrandar hinsvegar á öðr- um en islenskum stjórnvöldum að gera „alhliða athugun” og fara ofan i saumana á rekstri tsal — og viðskipti þess og móð- urfyrirtækisins Alusuisse. Næg- ir i þvi sambandi að minna á neitun forráðamanna fsal að veita iðnaðarráðuneytinu um- beðnar upplýsingar um kaup- samninga og sölusamninga fyr- irtækisins— og neitun Alusuisse gagnvart Coopers & Lybrand að fá aðgang að frumgögnum varðandi viðskiptin við ísal”. Fullt samráð „St jórnarandstöðulið Sjálf- stæðisflokksins reynir að gera mikið Ur þvi að ekki séu öll málsgögn aðgengileg varðandi athugun silrálsmálsins. Þetta er blásið Ut á sama tima og stjórn- arandstaðan hefur fengið allt sama efni varðandi málið og rikisstjórnin. Islensk stjórnvöld hafa engu að leyna i þessu máli, en hafa hinsvegar gengist undir trUnað gagnvart Alusuisse varðandi atriði er snerta mál- efni viðskiptalegs eðlis og leynt eiga að fara skv. almennum venjum, svo og gagnvart ein- stökum ráðgjöfum er veitt hafa upplýsingar með hliðstæðum skilyrðum. Varðandi Alusuisse hefur ráðuneytið spurst sérstaklega fyrirum hvort Alusuisse hefði á móti þvi að niðurstöður úr skýrslum Coopers & Lybrand yrðu birtar. Ég vænti þess að svar berist fyrr en seinna um það efni. Astæða er til að undirstrika að ráðuneytið býr ekki yfir neinum leynigögnum er breyta eðli málsins eða þvi mati og megin niðurstöðum er nú liggja fyrir” sagði Hjörleifur að lokum. eng. Þannig var umhorfs á skrifstofum Olis i gær. — (Ljósm. gel.) Önundur bítur frá sér: Höfuðfjandínn „kvíslingur” Skammt stórra höggva í milli Önundur Ásgeirsson, fráfarandi forstjóri Olis, hefur kallað Svan Frið- geirsson „undirróðurs- mann og kvisling" i orð- sendingu sem hann gefur út til að mótmæla greinar- gerð stjórnar Olis frá því í gær. Um leið skýrir hann frá þvi, að hann hafi skýrt stjórn félagsins frá þvi að hann teldi nauðsynlegt að Svan viki „til að unnt yrði að koma á starfsfriði inn- an fyrirtækisins". Er nú skammt stórra högga i milli i oliuverslunardeilunni þvi yfir 30 starfsmenn á aðalskrif- stofu félagsins sendu i gær upp- sagnarbréf til stjórnarinnar. Þar með hafa þeir látið verða af hótun sinni og kastað boltanum til stjórnarinnar sem á næsta leik. t bréfi sinu lýsir önundur ábyrgð á þvi ástandi sem skapast hefurá hendur stjórnar Olis og þó einkum Svans Friðgeirssonar. Segir önundur að þegar hann baf um endurskoðun á dagsetningu gildistöku brottvikningar sinnar úr starfi forstjóraog „tekinr. yrði einhver frestur” þá hafi stjórnin hafnað þeim tilmælum vegna þess að „Svan Friðgeirsson barði i borðið og krafðist þess að staðið væri við fyrri ákvörðun um upp- sagnardag. Eðlilega sauð uppúr meðal starfsfólks” segir önundur ennfremur. Forstjónnn fráfarandi gefur og þær upplýsingar að stjórn félags- ins hafi tengt skilmála um eftir- laun honum til handa ósk stjórn- arinnar um kaup á hlutafé önundar i fyrirtækinu. Undarlegir tilburðir rekstrarstjórnar ísals: Dylgja um lokun Alversins Við álverið í Straumsvík starfar svonefnd fram- kvæmdastjórn Isal, sem Alusuisse ræður menn í. Hlutverk þessarar fram- kvæmdastjórnar er m.a. að taka þær rekstrar- ákvarðanir fyrir Isal, sem Alusuisse telur óhentugt að taka suður í Zurich, en vill síður að hin formlega stjórn ísal, þar sem rikis- stjórn íslands á fulltrúa, fjalli um. i rekstrarstjórn ísal sitja nú tveir menn, þeir Ragnar Halldórsson og svisslendingurinn Alvis Franke. dr. I tilefni af súrálsmálinu hefur umrædd framkvæmdastjórn nú samið greinargerð til starfs- manna Isal. Greinargerð þessi er rituö með ákaflega sérkenni- legum hætti. I henni er foröast að taka á efnisatriðum málsins. bess i staö dylgjað um áreiðan- leika niðurstaðna Coopers og Lybrand, tilvitnanir i trúnaðar- málsskýrslu rifnar úr samhengi og gefið i skyn að rannsókn sú á súrálsmálinu, sem nú hefur farið fram, tefli rekstrarframtiö álversins i tvisýnu. 1 stuttu máli sagt ber greinargerðin þess ekki vitni, aö umræddri framkvæmda- stjórn sé umhugað um aö starfs- fólk Isal fái tækifæri til að taka afstöðu til efnisatriða súráls- málsins. Þessi greinargerð þeirra tvimenninganna i framkvæmda- stjórninni mun siðar verða tekin til þeirrar meðferðar hér i blað- inu, sem hún verðskuldar. Að þessu sinni mun verða látið nægja að fullvissa starfsfólk ísal um það, að tekjumöguleikum þess og atvinnuöryggi stafar engin hætta af þvi, að islenska rikisstjórnin hyggst knýja hina svissnesku eigendur ísal til að standa við gerða samninga. Atvinnu starfs- fólksins i Straumsvik og heilsu þess stafar á hinn bóginn hætta af þvi, aö Alusuisse hefur um ára- tugar skeið dregið að koma upp lágmarks mengunarvörnum i álverinu. Algjört bann við hvalveið- um fellt A fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Brighton i Englandi i gær voru felldar tiliögur Bandarikjamanna og Breta um bann við hvalveiðum i at- vinnuskyni. Fulltrúar 16 ríkja greiddu atkvæði með tillögunni, 8 á móti, þrir sátu hjá og aðrir þrir greiddu ekki atkvæði. Til að tillagan um bann við hvalveiðum nái fram að ganga þarf hún að hljóta 75% greiddra at- kvæða. Á fundinum voru einnig teknar fyrir tillögur Breta um bann við hval- veiðum um ótiltekinn tima og um bann við Búrhvala- veiðum. Ekki kom til at- kvæðagreiðslna um þær til- lögur. Samkvæmt ummælum Jóhanns Sigurjónssonar, sjávarliffræðings hefur langreyðastofninn ekki minnkað og telur hann íslendinga hafa stundað hvalveiðar með gát. Jóhann hefur undanfarið unnið að merkingum á langreyðum og fleiri hvala- tegundum og mun merk- * ingum langreyða langt • I komið. hs. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.