Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. júli 1981 Þáttur kirkjunnar manna í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum: Byrjum í Hollandi segja þarlendir kirkjumenn //Þrátt fyrir andstööu ýmssa starfandi stjórn- málamanna/ eykst sífellt þáttur kirkju og kristinna manna í þeim umræöum sem nú fara fram um kjarnorkuvígbúnað. Hvatn- ingu sækja kirkjunn- ar menn í bíblíuna, þar sem jöröin er sögð sköpun- arverk guös, en ekki vett- vangur fyrir valdaátök mannanna. Sökum vax- andi útbreiðslu kjarnorku- vopna geta kristnir menn ekki beðið rólegir og aðeins borið umhyggju fyrir ópólitískum málefnum á sama tíma og milljónum manna stendur ógn af sí- felldri aukningu kjarn- orkuvígbúnaðar. Hvað geta kirkjan og kristnir menn gert? Hvernig hafa þeir fjallað um málið og hvað hafa þeir aðhafst? A Norræna friðarfundin- um sem haldinn var á Álandseyjum nýlega, hitti tíðindamaður Þjóðvilja að máli Hollendinginn Govert van Oord, sem sótti ráð- stefnuna á vegum Friðar- ráðs hollenskra kirkju- deilda (Interkerkelijk Vredesberaad — skamm- stafað IKV.) Frelsun á okkar tímum Kirkjan og rikiö I Hollandi reka sameiginlega Þróunar- og menn- ingarstofnun þar sem Govert van Dord starfar. Hann sér aö auki um erlend samskipti Friöarráös hollensku kirkjudeildanna,en ráö- iö hefur aösetur í sömu byggingu og Þróunar- og menningarstofn- unin. Govert van Oord hefur veriö virkur I hollensku friöarhreyfing- unni frá þvl áriö 1970. Hann er verkfræöingur aö mennt og fékkst við stærðfræöikennslu auk verk- fræöistarfa áður en hann hóf störf við Þróunar- og menningarstofn- unina árið 1975. Govert van Oord er i hollensku mótmælendakirkjunni og kveðst ekki alltaf sammála athöfnum kirkjunnar manna, en telur tilætl- aöa stefnu kirkjunnar mikils viröi. „Vilji ég veröa kristinn maöur, þarf ég aö vera þaö i starfi. Sá sem trúir á Jesúm, hlýtur um leiö aö vera andvigur kjarnorkuvopn- um annað er ekki hægt. Gildi sitt sannar kristnin meö þvi aö breyta þjóðfélaginu, og af þeim sökum störfum við i friöarhreyf- ingunni. Viö teljum aö Kristur hafi breytt heiminum. Við sjáum þaö i starfi kirkjunnar i Suö- ur-Ameríku — frelsun á sér staö á okkar timum, annars er hún einskis viröi.” Byrjum í Hollandi — Hvað er þetta Friðarráð hol- lenskra kirkjudeilda? Friöarráö hollenskra kirkju-' deilda var stofnsett áriö 1967, fyr- ir fjórtán árum. Upphaflega hug- myndin var sú, aö Friöarráöiö vrði vettvangur umræðna um friö i heiminum, og þannig var þvi ætlaö að vekja fólk til umhugsun- ar um friöarviöleitni. Aö Friöar- ráöinu áttu aöild 9 kirkjudeildir þar á meöal kaþólska kirkjan i Hollandi og eiga þær allar fulltrúa i Friðarráöinu. Framan af voru þetta almenn- ar umræöur um friö og aö auki sá Friöarráðiö um aö skipuleggja hollenska friöarviku á hverju ári. Þau þemu sem tekin voru fyrir á þessum friöarvikum voru al- menns eölis: friöarfræösla, friöur og þróun, heimilisfriöur, friöur og Sameinuöu þjóöirnar. Þetta uröu fremur fræöilegar vangaveltur. Þegar þetta haföi gengiö i 10 ár, fannst okkur litiö hafa áunnist og vorum ráðþrota. Friöarvikan var oröin ámóta hátiö og jóladagarnir og árangurinn var á engan hátt áþreifanlegur. t raun og veru höföum viö aöeins afrekaö aö valda hjá fólki þeirri tilfinningu að heimurinn væri óumbreytan- legur. Friöarráö hollenskra kirkju- deilda hóf af þessum sökum baráttu gegn kjarnorkuvigbúnaöi i heiminum. Holland stendur okk- ur auðvitaö næst, svo aö krafa Friöarráösins var: Burt með all- an kjarnorkuvigbúnaö úr heimin- um, og byrjum I Hollandi! Frá byrjun lögðum viö áherslu á aö fólk yröi aö leggja eitthvaö á sig I þessari baráttu. Menn uröu aö skuldbinda sig. Friðarráðiö samdi yfirlýsingu sem lögö var fyrir þá sem störfuöu meö kirkj- unum eöa i hverskonar friöar- starfi, þeir voru beönir aö lesa yf- irlýsinguna, ræöa um hana og ákveöa siöan hvort þeir vildu skuldbinda sig til þátttöku i and- ófinu gegn kjarnorkuvigbúnaði. Þessi aöferð gaf mjög góöan árangur, aö loknum sex mánuö- um voru starfandi um 300 friöar- hópar um allt Holland. Bæöi voru þetta nýstofnaöir hópar og hópar sem höföu starfaö áöur. Svo virt- istsem fjöldinn allur af fólki heföi beöiö eftir einhverjum áþreifan- legum verkefnum. Viö tókum fram aö búast mætti viö 10 ára starfi áöur en árangur næöist, en samt vildu svona margir byrja. Skjótur árangur — Þið náðuð árangri fyrr en bú- ist var við? Árangurinn lét ekki á sér standa. Fyrsta herferöin beindist gegn nifteindarsprengjunni, og þótt erfitt sé aö dæma mikilvægi okk- ar baráttu, lagöist hollenska rikisstjórnin gegn nifteindar- sprengjunni innan NATO meö þeim afleiöingum aö þá var hætt við framleiöslu á nifteindar- sprengjum. Ariö 1979 hófst umræðan um „endurnýjun” kjarnorkuvig- búnaöar i Evrópu, spurningin var hvort hollenska rikisstjórnin ætti aö heimila Bandarlkjunum aö koma fyrir 48 sjálfstýrieldflaug- um i Hollandi. Umræöan varö svo heit aö rikisstjórnin komst ekki aö neinni niöurstööu. Stjórnin heföi oröiö aö fara frá hvort sem hún heföi lagst gegn eldflaugun- um eöa samsinnt þeim, svo aö hún frestaði þvi aö taka afstööu. Rikisstjórnin sagði aö hún gæti ekki ákveöið fyrir Bandarikja- menn hvort eldflaugarnar yrðu framleiddar — þaö er auövitaö hálfsannleikur, en þetta sögöu þeir. Hollenska rikisstjórnin sagöi sem sé aö þaö væri ekki i sinum verkahring'tiö samþykkja fram- leiöslu þessara eldflauga-, hún skaut sér undan ábyrgö meö þokukenndum málflutningi. En jafnframt sagöi rikisstjórnin að afstaöa til staösetningar i Hol- landi yröi tekin fyrir árslok 1981, þá væri ný rikisstjórn komin til valda. Þá mætti sjá hvort stór- veldunum heföi tekist aö semja um takmarkaöan fjölda meöal- drægra eldflauga I Evrópu og kannski yröu engar eldflaugar staösettar I Hollandi i framhaldi af þess konar samningum. Þetta var klókindalegt bragö hjá rikis- stjórninni; henni tókst aö bjarga sér frá falli. Kirkjan róttækari en jafnaðarmenn — Kom ekki hik á kirkjudeild- irnar við þessi pólitisku áhrif Friðarráðsins? Kirkjudeildunum var sumum hverjum fariö aö þykja nóg um stjórnmálaafskipti Friöarráðs- ins, sérlega vegna þess aö forsæt- isráöherrann var kristilegur demókrati. Sumar kirkjudeildir reyndu aö draga úr stuöningi viö Friðarráðið, án þess þó að segja sig úr þvi. En vegna mikils al- menns þrýstings innan þessara kirkjudeilda uröu þær ekki aðeins aö leggja á hilluna áform um aö hætta þátttöku I Friöarráöinu, heldur einnig aö lýsa fyllsta stuðningi viö þaö. Friöarráöiö stendur mun öflugra á eftir; stærsta kirkjudeildin óháöa mót- mælendakirkjan (reform protestant) lýsti siöastliöiö haust yfir fullum stuöningi viö kröfur Friöarráösins. Allir geta tekiö undir fyrri hluta kröfunnar „Berjumst gegn öllum kjarnorkuvigbúnaöi I heimin- um”, en siðari hlutinn felur i sér framkvæmdastefnuna: ,,en byrj um I Hollandi”. Þetta fór mjög I taugarnar á ýmsum stjórnmála- mönnum; til dæmis er mér ekki grunlaust að jafnaöarmönnum hafi þótt kirkjan orðin róttækari en þeir sjálfir! Einhliða en innan NATÓ — Þið krefjist þess sem sumir nefna einhliða afvopnun...? Okkar krafa gerir ráö fyrir ein- hliöa ráöstöfun, þaö er að segja aö hætt verði viðáform um kjarn- orkuvopnaeldflaugar sem NATO vill setja upp i Hollandi. Viö setj- um ekki skilyröi um gagnkvæmar aögeröir. Hins vegar stefnum viö jafnframt aö þvi aö þetta einhliöa skref okkar sé aöeins þaö fyrsta af mörgum i átt til afvopnunar. Af þeim ástæöum ræöum viö til dæmis ekki úrsögn úr NATO. Viö viljum aö þessi einhliöa ákvöröun sé tekin innan NATO, til þess aö ýta undir umræöur innan NATO-rikjanna. Samevrópsk barátta — Þið Hollendingar leggið áherslu á samstarf með öðrum friðarhreyfingum. Um alla Evrópu eflast friöar- hreyfingar og viö erum meira eöa minna I sambandi viö þessar friö- arhreyfingar. Þegar Holland tek- ur þessa einhliöa ákvöröun fylgja aörir i kjölfariö, þaö getum viö veriö viss um. Ef okkur tekst að koma i veg fyrir uppsetningu nýju eldflauganna i Hollandi eöa i það minnsta aö fresta ákvöröuninni um fáein ár, þá mun þaö hafa gifurleg áhrif á friðarhreyfing- arnar I Hollandi, Þýskalandi og hér á Norðurlöndum. Astæöa þess aö ég er staddur hér á Norrænu friðarráöstefnunni er einmitt þessi — viö viljum miðla reynslu okkar til annarra og jafnframt biöja um stuðning. Viö viljum reyna að finna sam- eiginlega baráttustefnu. Undan- farin tvö ár höfum við tekið upp samskipti viö marga mismunandi friöarhópa i Vestur-Þýskalandi, bæði kirkjuhópa og aöra. Ráðstefna Heims- kirkjuráðsins í Hollandi — Starf ykkar tengist kirkju- deildum I öðrum löndum? Hollenska friöarhreyfingin tengist kirkjunni og Heimskirkju- ráöinu. Viö höfum reynt aö beita áhrifum okkar til aö draga úr áherslunni á skiptingu heimsins I austur og vestur, en sú heims- skoðun viröist enn rikjandi I þess- um stofnunum. Heimskirkjuráöiö hefur ákveö- iö aö efna til ráöstefnu um kjarn- orkuvopn og afvopnun i Hollandi 23. nóvember 1981. Astæöuna segja þeir vera þann mikla áhuga sem rikir á þessum málum I Hol- landi. Okkur finnst mikilvægt aö þessi ráöstefna skuli fara fram, og viö teljum hana munu hafa mikil pólitisk áhrif i Hollandi. Hiki Heimskirkjuráöiö viö aö lýsa yfir andstööu gegn kjarnorku- vopnum veröur sú yfirlýsing not- uð I pólitískum tilgangi. Lýsi þeir andstööu viö kjarnorkuvigbúnaö- inn, kemur þaö sér vel fyrir frið- arhreyfinguna. Ráöstefna Heimskirkjuráösins fer fram á pólitiskt viökvæmum tima. Viö munum leiöa þar fram vitni frá kjarnorkuátökum og frá kjarnorkurikjunum. Heims- kirkjuráðiö hefur ætiö tekiö skýra afstööu með fórnarlömbum mannanna verka, hvort sem ver- iö hafa fórnarlömb kynþáttahat- urs eða stjórnmálaátaka. Viö viljum sýna þeim fórnarlömb vigbúnaöarkapphlaupsins. Við munum leiöa fram vitni frá eyjunum á Kyrrahafinu, þar sem tilraunir meö kjarnorkuvopn fóru fram. Einnig vitni frá Thaiti þar sem enn fara fram tilraunir neöanjarðar. Sovétrikin og Klna hafa lika veriö meö eldflaugatil- Kirkjunnar menn ræðast við á friðarfundinum á Alandseyjum: Mikill áhugi er á friðarmálum innan kirkjunnará Norðurlöndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.