Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 14
I 4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. júli 1981 Enn finnast mannabein Mannabein fundust aö Hofi i Hjaitadal laust fyrir siöustu helgi, þegar veriö var aö grafa þar fyrir hitaveitulögn. Var þjóö- minjaveröi þegar gert aövart um fundinn og fór Guðmundur Ólafs- son. fornleifafræöingur noröur aö Hofi i gærmorgun i þvi skyni aö athuga nánar beinafundinn. Kunnugt er, aö kirkja var á Hofi til forna en hefur trúlega lagst niöur fljótlega eftir aö kirkja reis á Hólum, enda Hof næsti bær viö Hóla, austan Hjaltadalsár. Hof var landnáms- jörö Hjalta þess, er dalurinn dregur nafn sitt af. Byggöust Hól- ar úr landi Hofs og skyldi vera biskupssetur. Ekki er þetta fyrsti beinafund- urinn á Hofi. Fyrir um það bil 30 árum fundust þar bein, sem talin voru tilheyra 6 mönnum. Forn- minjar eru á Hofi, friölýstar, leyfar af hofi og Skála. Guðmundur Ólafsson sagöi aö hitaveituskuröurinn hefði snert við fjórum gröfum. Ein fór alveg en hinar eru i skurðbökkunum. Beinin eru mjög heilleg en fremur grunnt var á þeim. Guðmundur Ólafsson sagði, aö lik þeirra, sem þarna hlutu hvilurúm, virtust hafa verið kistulögð þvi litilshátt- ar viðarleyfar fundust i gröfun- um. Guðmundur geröi ráð fyrir þvi að fara til Reykjavikur i dag og hafa þá beinin með sér. —mhg ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Kópavogi. fer sina árlegu sumarferð dagana 14,—16. ágúst. Lagt verður af stað kl. 19 stundvislega föstudaginn 14. Ekið verður að Heklu við Selsund, farið hjá Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi, austur með Skjólkvium og gist i tjöldum við Landmannahelli. A laugardeginum kl. 9 verður lagt af stað i Hrafntinnusker, þar sem jarðhitinn bræðir 'jökui isinn. Þaðan verður svo haldið aftur á Dómadalsleið, hjá Frostastaöa- vatni i Landmannalaugar þar sem gerður verður stuttur stans. Siðan verður ekið austur yfir Jökulgilskvisl, hjá Kýlingum um Jökuldali að Herðubreið við Eldgjá. Hjá Ljónstindi verður Ófærufoss i Eldgjá skoð- aður.Tjaldað verður i efstu grösum austan Grænafjallgarðs. A sunnu- deginum kl. 9 veröur siðan lagt af stað á Sveinstind sem ris 1090 m hár við suðvesturenda Langasjávar og Fögrufjalla. Um hádegið verður haldið heimleiðis um Landmannalaugar, Sigöldú og Þjórsárdal en þar verður ekið hjá Gjánni og komiö við i Stöng. Litið verður á Hjálp og siðanfariðniður Gnúpverjahrepp og Skeið og áætluð heimkoma um kl 21. Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannesdóttur i sima 41279 og Gisla ól. Péturssyni i sima 42462. Ferðafólk! Þetta er sannkölluð draumaferð! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi Hin árlega sumarferð verður íarin helgina 7.—9. ágúst i Kerlingar- fjöll. Nánar auglýst siðar. Vesturland—Sumarferð Sérkennslufulltrúi Starf sérkennslufulltrúa við fræðsluskrif- stofu Reykjavikur er laust til umsóknar. Umsóknum, er greini menntun og fyrri störf, skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 14. ágúst n.k. Fræðslustjóri. Laus staða. Staða bókavarðar i Háskólabókasafni er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 16. júli 1981. Áskrift - kynning VBíTVANfflllV LUIMFOLILS vid bjóóum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta. Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. sími 81333 DJOBVIUINN Oft meira kal á Austur- landi en nú Sumartónleikar í Skálholti Eins og undanfarin sex sumur verður efnt til sum artónleika i SkálhoRskirkju. Tónleikar þessir, sem standa yfiri'um það bil klukkustund, eru á laugardögum og sunnudögum og hefjast kl. 15.00. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis pn að þeim loknum er hægt að fá kaffi- veitingar i mötuneyti Lýð- háskólans. A sunnudögum er messaðf Skálholtskirkjukl. 17.00. Að venju verður efnisskrá sumartónleika mjög fjölbreytl. Fluttverða verk frá 16., 17., og 18. öld en einnig ný verk eftir islensk tónskáld. Sumartónleikar hófust að þessu sinni með samleik Manuelu Wiesler flautuleikara og Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Fyrstu tónleikahelgina voru flutt eingöngu ný i'slensk tónverk. Aðra tónleikahelgina er verður 1.2. og 3. ágúst munu þær Manuela og Helga flytja verk eftir Johann Sebastian Bach. 8. og 9. ágúst verða flutt tónverk fyrir blokkflautu, lútu og vfola da gamba og eru flytjendur Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir og Snorri örn Snorrason, Siðasta tónleikahelgin er svo á ný helguð tónverkum Johann Sebastians Bachs. Flutt verða verk fyrir cello og orgel og eru flytjendur Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Askelsson. — Sláttur er aðeins byrjaður hér á svæði Búnaðarsam- bands Austurlands, en þó óviða, sagði Jón Atli, ráðu- nautur á Egilsstöðum i viðtali við blaðið i gær (föstudag). — Helst er það þá á Upp- héraðinu, á Völlum og i Skrið- dal, enda spretta einna best þar, en yfirleitt er hún engan veginn góð ennþá. Mér er nú ekki eins kunnugt um ástandið niðri á fjöröunum, sagði Jón Atli. — Eitthvað hefur náðst upp af heyjum en þó mun það vera i smáum stil, enn sem komið er. Spretta hefur verið treg þar til i siðustu viku en þá komu góðir dagar og gróöur tók við sér. Jón Atli taldi trú- legt að sláttur byrjaði nokkuð almennt i næstu viku a.m.k. ef heyskapartið yrði þá hagstæð. Kal er ekki mjög mikið á Aust- urlandi og sagði Jón það oft hafa verið meira. Einna mest er það i Borgarfirðinum.—mhg ÞORVALDUR ARI ARAS0N m Lögmanns- og fyrírgreiöslustofa Eigna- og féumsýsla Innheimtur og skuldaskil Smiðjuvegi D-9, Kópavogi Sími 40170. Box 321 - Rvk Riðuveikin breiðist út Eins og frá hefur verið skýrt hér i blaöinu fóru þeir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og Kjartan Blöndal, framkvæmda- stjóri Sauðfjárveikivarna ný- lega austur á land til viðræðna við bændur vegna riðuveiki, sem upp hefur komið I fjárstofni þeirra. Er hér um að ræða bæina Hrafnabjörg I Jökulsár- hlið og Teigasel og Eiriksstaði á Jökuldal. — Eins og ýmsir muna sjálf- sagt þá var fénu á Brú á Jökul- dal fargað 1978, sagði Kjartan Blöndal. A sinum tima var ákveðið að hafa þar fjárlaust i 3 ár en var stytt niður i tvö ár; þvi næst kom veikin upp á Hrafnabjörgum i Jökulsárhlið en ekki I nágrenni Brúar, eins og kannski mátti þó frekar vænta. Siðan gerist það, að veikinnar verður vart á Teiga- seli og Eiriksstöðum á Jökuldal, reyndar aðeins á öðru býlinu þar, enda féð á þeim ekki gengiö neitt saman. Eiriksstaðir og Teigasel eru sitt hvoru megin Jöklu. Sauðfjársjúkdómanefnd hefur óskað heimildar til niður- skurðar og rikisstjórnin samþ. t ráði er einnig niðurskurður sauðfjárá bæjunum Tungumúla og Innri-Múla á Barðaströnd. Þar er veikin búin að vera siöan 1953 en hefur ekki breiöst út. Hún hefur hinsvegar verið nokkuð athafnasöm á þessum tveimur býlum og þvi er stefnt að niðurskurði þar. Enn hefur ekki verið gengið frá samningum um bætur til viðkomandi bænda, en Kjartan Blöndal er nú að vinna að upp- kasti að þeim. Kjartan Blöndal sagöi riðu- veikina breiðast alltaf heldur út og taldi við vonum voveiflegt. —mhg SteypusÉin hf Sími: 33 600 Skýrsla Inga R. Framhald af 7. siðu. föllum var breytt. Þetta hlutafé- lag heitir Gove Aluinina Ltd. og var stofnað árið 1968. Áströlsku aðilarnir eiga hlutaféð hér i sömu hlutföllum og innbyrðis i Nabal- co, sbr. 22. hér að framan. Þetta hreina ástralska fyrirtæki, Gove Alumina Ltd., fékk skv. Nabalco- samningnum einkarétt á útflutn- ingi á 4C milljónum tonna af báx- iti á 20 ára samningstimanum. Fyrirtækið er nú búið að flytja ilt um 12 milljónir tonna. Talsvert magn hefur Alusuisse fengið á mjög góðu verði. LamjtímasamninEíur óskvldra afSila 28. A grundvelli Nabalcosamn- ingsinsgerði Grove Alumina Ltd. sölusamning til 20 ára við Alu- suisse um það súrálsmagn, sem fyrirtækinu tilheyrði eða 30%. Sölusamningur þessi tilgreinir ákveðið upphafsverð og hefur einnig að geyma verðhækkana- reglu, sem að mestu er miðuð við innlendar kostnaðarverðhækkan- iri Ástraliu. Þessi sölusamningur skiptir mjög miklu i okkar máli, þar sem hér er um að ræða lang- timasamning milli óskyldra aðila um súrálskaup Mér reiknast til að verðið samkvæmt þessum samningi sé 1975 18% hærra en verðið á súrálinu, sem Alusuisse kaupiraf Auslraswiss (70%), sbr. þá útreikninga, sem eru á öörum stað i' skýrslu þessari, eða 39. grein. 29.1 þessum sölusamningi milli Gove Alumina Ltd. og Alusuisse eru einnig ákvæði, sem veita Gove Alumina Ltd. heimildir til að draga Ur sölunni á sUráli til Alusuisse eftir vissum reglum og tilteknum fyrirvörum. Þetta ákvæði virttst Gove Alumina Ltd. nU vera farið að notfæra sér og selja sjálfstætt framhjá Alu- suisse. Alusuisse samþvkkir 20 US mills 30. Gove Alumina Ltd. hefur frá upphafi haft þau markmið að koma upp álbræðslu og komast þannig inn i' aðild að öllum fram- leiðsluferli áliðnaðarins. Hefur fyrirtækið þar i huga, að nýta eig- ið sUrál. I þessu skyni efndu Gove Alumina Ltd. og Alusuisse til enn nýrrar samvinnu. Var stofnað nýtt samlagsfélag (Consorlium) til að reisa nýja álbræðslu i Nýja Suður-Wales i Astraliu. Þetta fé- lag fékk nafnið The Nabalco Al- uminium Ptv. Ltd.og var Austra- swiss þar minnihlutaaðili (40%) og Gove Alumina Ltd. 60%. Þetta félag fékk hins vegar ekkert raf- magn til bræðslunnar i Nyja Suð- ur-Wales og rann þvi þessi fyrir- ætlun út i sandinn. Aðilarnir eru þó ekki af baki dottnir og eru að reyna fyrir sér annars staðar, og má þarbenda á NýjaSjáland, þar sem þeir eru saman með þriðja aðila i nýrri álbræðslu, þar sem Alusuisse hefur samþykkt raf- magnsverð upp á 20USmills fyrir kílóvattstundina. Siálfstæftir aðilar 31. Hins vegar hafði franska fjölþjóðafyrirtækið Pechiney fengið raforkusölusamning hjá stjórnvöldum i Nýja Suður-Wal- es. Tók þvi' Gove Alumina Ltd. höndum saman við Frakkana og nýtt félag var stofnað, sem heitir Tomago Aluminum Project og eru Astrali'umennimir þar með meirihluta eða með 65% hluta- fjár. Aætlanireru uppi um, að ál- bræðslan hefjist 1983, fyrst 100.000 tonn og önnur 100.000 tonn árið 1985. 32. Ljóslega liggur fyrir, að Astrali'umennirnir í Gove Alum- ina Ltd. eru sjálfstaxRr aðilar, þóttþeirséu i samvinnu viðýmsa erlenda aðila, svo sem Alusuisse. Gove Alumina Ltd. er þvi að minu vitióskvldur aðili i skilningi 27.03 i aðalsamningi. Fréttaskýring Framhald af bls. 5 stjórnvöld hafa sett fram eru mjög róttækar miðað við fyrra ástand, en Samstööumenn hafa r^tgróna vantrú á einlægni ráðamanna og vilja ganga lengra. Helst mun litið til verka- mannaráðanna i Júgóslaviu til fyrirmyndar — þótt svo allir komi sér saman um að allt skuli lagað að pólskum aöstæðum og kröfum. Mörgu er enn ósvarað, en hitt er vist, að það flokksþing sem nýlokið er i Varsjá er allt annað en hefðbundin hallelújasam- koma: þar fór fram raunveru- leg kappræöa og þar var kosið um ágreiningsefni og skoöana- strauma. Þingiö var staöfesting á þvi, aö allt er Pólland komiö á mikla hreyfingu og afdrifarika. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.