Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 10
0 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júll 1981 Haukur Helgason: Stúdentar á fundii Varsjá; þróuninni veröur ekki snúiö til baka... Lítil hugleiðing um Pólverja bað er ekki ofsögum s;agt aö at- burðir þeir sem gerst hafa i Pól- landi á undanförnum ellefu mán- uðum hafa vakið geysimikla at- hygli um heim allan. Er það að vonum þvi vafalaust má telja að þróun mála þar flandimun koma til með að hafa stórfelld áhrif viða um heim og þar með á framvindu mannkynssögunnar. 1 raun er allt það sem skeð hef- ur i Póllandi á þessu tæpa ári upphafið að þvf að mikil breytine hlýtur að verða á stjórnun vald- hafa i þeim löndum sem búa við hagkerfi kommúnismans/sósial- ismans — og hugsanlega einnig i öðrum löndum — og hefur þar af leiðandi heimssögulegt gildi. Ef nánar er aðgætt þá er það engin furöa að það skulu einmitt vera Pólverjar, sem riða á vaðið. öll saga þeirra sýnir að þeir eru i óvenju rikum mæli frelsisunnandi þjóð. Og þeir hafa áður staðið i broddi fylkingar i baráttunni fyr- irréttindum allra manna. Jafnvel áður en franska byltingin mikla var gerð árið 1789 hafði pólski rit- höfundurinn og stjórnmálamað- urinn Hugo Kollataj kvatt sér hljóðs og ritað um réttindi til handa öllum manneskjum. Það er þvi ekki Ur vegi að rifja litiilega upp sögu Pólverja. Það eykur skilning manns á þvi sem hefur verið að gerast, á þvi sem er að gerast þessa dagana, á þvi sem mun gerast i nánustu fram- tiö. Ritaðar heimildir segja að pólskt riki hafi verið stofnsett á árinu 963. Landamæri þessa rikis voru mjög svipuö nUverandi landamærum, á milli fljótanna Odra i vestri og Bug i austri, á miUi SUdeta- og Karpatafjall- garðanna i suðri og Eystrasalts i norfri. Landiö var þvi staðsett á miðju meginlandi Evrópu með volduga nágranna bæði i austri og vestri, RUssland og PrUssland, og einnig i suðri þvi i eina h’ö var Austurriki stórvel di. Þessir máttugu grannar seild- ust m jög til áhrifa og valda i Pól- landi, ýmist hver fyrir sig, tveir þeirra sarntimis eöa allir saman. Fyrir þvi áttu Pólverjar i einni styrjöldinni á fætur annarri. Báru þeir oftlega sigurorð af óvinum sfnum en urðu þó oftar en ekki að láta i minni pokann, lUta i lægra haldi tyrir ofureflinu. Þannig skiptu PrUssland, Aust- urri'ki og RUssland landinu á milli sin á árinu 1772 og aftur fór önnur skipting landsins fram á milli sömuaöila á árinu 1793. Á árinu 1794 gerðu Pólverjar mikla uppreisn gegn hinum er- lendu valdhöfum . Foringi þeirrar uppreinar var Tadeusz Kosciuszko (1748—1817), sem tek- ið hafði þátt i frelsisstriðinu i Norður-Amerfku og orðið þar hershöfðingi og einn helsti sam- starfsmaður George Washington. Pólverjar fóru halloka, uppreisn- in var barinn niður með mikilli grimmd. t þriðja sinnið var Póllandi skipt á milli sigurvegaranna og var landiö bókstaflega þurrkað Ut af landakorti Evrópu. Þess skal getið að Kosciuszko, sem varð þjóðhetja Pólverja, kemur nokkuð við sögu i frelsis- baráttu okkar íslendinga^á öld- inni sem leið. Var það með þvi að i fjórða árgangi FJÖLNIS 1838 var birt grein um þennan póiska baráttumann frelsisog gerð grein fyrir æviferli hans ilöngu máli. Að sjálfsögðu birtuþeir Fjölnismenn þessa grein til að hvetja lands- menn si'na i baráttunni gegn yfir- ráðum Dana hér á landi. Eftir þriðju skiptinguna 1795 fyrirfannst ekkert pólskt riki i 120 ár. Allir Pólverjar voru þegnar hinna afturhaldssömu drottnara i Berlin, Vinarborg og Moskvu. Á þessu timabili sátu Pólverjar samt ekki auöum höndum, þeir létu sannarlega til sin heyra og gerðu eina uppreisnina á fætur annarri, 1806, 1830—31, 1846, 1848, 1863—64, 1905—1907. Aliar voru uppreisnir þessar brotnar á bak aftur og var hvorki til spöruð haröneskja né grimmd af hálfu valdhafanna. 1 lok heimsstyrjaldarinnar fyrri árið 1918 endurheimti Pól- land loks sjálfstæði sitt á nýjan leik. En eins og allir vita réðust hersveitir Hitlers á landið i september 1939 og lögðu það und- ir sig og réðu þvi til loka heims- styrjaldarinnar siðari árið 1945. Með orðum er naumast hægt að lýsa þeim ósköpum sem dundu yfir pólsku þjóðina á hernámsár- um þýsku nasistanna. Með eigin augum hef ég séð dæmi þessa, m.a. i Oswiecim (Auschwitz), og treysti mér hreint ekki til að orð- lengja þar um. En þurrar tölur tala sinu máli. Áður en heimsstyrjöldin hófst voru i'bdar Póllands rúmlega 31 milljón talsins. Af þessum fjölda féllu 644 þUsundir i orustum gegn innrásarliðinu en 5 milljónir og 577 þúsundir manna voru myrtar af nasistum, aðallega i gasklefun- um. Þannig var ibUafjöldinn i Póllandi þegar styjöldinni lauk rUmlega 24 milljónir talsins. i tilefni af þjóðhátíðar- degi þeirra, 22. júlí Efnalegt tjón varð ofboðslegt. A skipulegan hátt eyddu þýsku nasistarnir heilum borgum og bæjum. bannig voru nær þvi 90 hundraðshlutar af höfuðborginni, Warszawa, i algjörri rUst þegar hildarleiknum lauk. Þriðjungur allra ibUðarhUsa i landinu hafði verið eyðilagður. Verksmiðjur, sem nasistarnir höfðu ekki getað hagnýtt til eigin afnota, höfðu verið sprengdar i loft upp. Nær þvi þriöjungur af öllum skógum landsins hafði verið felldur, þann- ig öfluðu nasistarnir sér 75 millj- ónir kúbikmetra af trjávið. Og þannig mætti lengi telja. 1 öllum þeim styrjöldum sem pólska þjóðin hefur átt I hefur hUn sýnt dæmafátt hugrekki og baráttuvilja. Þegar um er að ræöa frelsi þjóðar þá er eins og komið sé við kviku i pólskri þjóð- arsál. Og þetta gildir ekki ein- göngu þegar um frelsi eigin þjóð- (I kvöld heldur tslensk- pólska menningarfélagið samkomu að Hótel Borg (Gyllta salnum) i tilefni af þjóðhátíðardegi Pólverja, 22. júli. Samkoman hefst klukkan 20.30 og þar mun Sigurður A. MagnUsson, rithöfundur, flytja ræðu, Gisli MagnUs- son, pianóleikari, mun leika pólsk lög og Þorsteinn ö. Stephensen, leikari, mun lesa upp. Að lokum verður dansað. öllum vinum Póllands er heimill ókeypis aðgangur) ar er að ræða, heldur einnig frelsi annarra þjóða. Þannig var það — svo dæmi sé nefnt — með Kosciuszko i' frelsisstriðinu með Washington. Þannig var það einnig i siðari heimsstyrjöldinni. Pólverjar börðust ekki eingöngu á heima- vi'gvelli heldur tóku þeir drjUgan þátt i bardögum viðsvegar um heiminn. Er lalið að þáttur pólskra fhigmanna i baráttunni um Bretland hafi verið með ein- dæmum og átt rikan þátt i þvi' að flugflota Hitlers tókst aldrei að undirbUa jarðveginn fyrir áætl- aðri ir.nrás i það land. Heimsstyrjöldin siðari hófst með innrás Hitlers á Pólland. Pólverjar tóku á þann veg á móti ofureflinu aðþaðvakti aðdáun og um leið furðu umheimsins, enda sagði sá stórbrotni og klóki stjórnmálamaður, Roosewelt for- seli, eitt sinn að „Pólland hefði vakið veröldina til dáða”. Strax að styrjöldinni lokinni tóku Póiverjar til hendinni við uppbygginguna i landi si'nu. Má geta nærri hvilikt feikna verk þaö var. Allar þær rikisstjórnir, sem með völd hafa farið i Póllandi frá styrjaldarlokum,hafa i raun ver- ið tilnefndar af Sameinaða verka- mannaflokknum, en i þeim flokki hafa kommúnistar haft tögl og hagidir. A fyrstu árunum tókst margt vel i sambandi við hina margvis- legu uppbyggingu i landinu, svo vel á sumum sviðum að furöu sætir. Hinsvegar tók snemma að brydda á þvi' að miöstýringin og skrifstofuvaldið keyrði Ur hófi fram. Af þessu leiddi að stöðugt seig á ógæfuhliðina i efnahags- stjóm landsins. Illa Igrundaðar áætlanir voru gerðar um ýmis stórvirki i'iðnaði og sumar þeirra voru framkvæmdar að mestu eða öllu með þvi' að fá að láni erlent fjármagn, ýmist i austri eða vestri. Margvi'sleg mistök voru og gerð i' sambandi við landbúnað- inn. Skömmu eftir lok styrjaldar- innar hafði jörðum landsins verið skipt upp, ýmist milli rikis- eða samyrkjubUa annarsvegar eða milli bænda hinsvegar. Hængur- inn var sá að velflestir bændurnir fengu aðeins skika lands þar sem ekki var hægt að koma við vél- væðingu. Afleiðingin varö sú að yngri kynslóðirnar flykktust til borganna og minna var framleitt af landbúnaðarvörum. Jafnframt þessum mistökum sem gerð voru i efnahagsmálum þjóðar- innar — og auðvitað er hér aðeins stiklað á mikilvægustu hlið- unum — þá gerðu stjórnvöld al- varlegar skyssur i sambandi við andlegt og menningarlegt lif þjóðarinnar. Pólverjar eru ákaf- lega trúhneigð þjóð og talið er að allt að 90% þeirra séu kaþólikkar. A milli stjórnvalda annarsvegar og kaþólsku kirkjunnar hinsvegar rikti um skeið fullur fjandskapur og auðvitað mun það hafa verið sök beggja aðilanna — eins og oftast þegar tveir deila. Hitt var alvarlegra að almennt tján- ingarfrelsi var skert að miklum mun. Þetta sem nú er sagt olli mikl- uni og^sifellt vaxandi óróa hjá pólskú þjóSínnirOgi ágúst i fyrra gripu verkamenn i Gdansk i taumana með þeim árangri sem öllum er kunnugt um. Samstaða (Solidarnosc) hefur komið til sögunnar og er orðin fjöldahreyfing, meðlimir hennar munu vera yfir 10 milljónir tals- ins. Samstaða er ákaflega laus í reipunum, þannig hafa engar kosningar farið fram innan vé- banda hennar en hingað til hefur Lech Walesa verið óumdeildur foringi hennar. En aðalatriðið er að Samstaða hefur hlotið viður- kenningu opinberra stjórnvalda og er nú ásamt eiginlegum stjórn- völdum og kaþólsku kirkjunni orðin þriðji sterki aðilinn i' Pól- landi. Margt er I óvissu um hvernig mál fara i Póllandi. En eitt má telja alveg öruggt: Þróuninni þar i landi verður ekki snúið til baka þannig að allt fari i sama horf og áður var. Margthefur þegar skeö sem telja má til stórtiðinda. Þjóð- in færað tjáhug sinn opinberlega, i blöðum og öðrum fjölmiðlum. Frjálsar leynilegar kosningar fara nú fram i þeim flokki, sem kommúnistar ráða yfir. 1 raun og veru er hægt að segja að hinar þrjár sterku stofnanir i Póllandi hafi tekið höndum saman, stjórn- völd undir nýrri forystu Kania og forsætisráðherrans Jaruzelski, kaþólska kirkjan og Samstaða. Við skulum vona að pólsku þjóðinni auðnist að fá meira frelsi til orðs og æðis. Þá mun henni vegna vel i' framtfðinni þótt hún enn um sinn þurfi að bUa við þröngan kost. - Haukur Helgason, hagfræðingur. Formaður íslensk-pólska menningarfélagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.