Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 22. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
mmii
Grimms ævintýri
Eitt af þekktustu söfnum
þjóösagna og ævintýra er án
efa safn bræöranna Jakobs og
Wilhélms Grimm. Þeir voru
þýskir og báöir prófessorar I
Berlin og Göttingen.
Grimms ævintvri hafa veriö
þýdd á ótölulegan fjölda
tungumála, allmörg þeirra
hafa veriö þýdd á islenskuaf
Theódór Arnasyni og fleirum.
A dagskránni kl. 11.15 les bor-
steinn Ó. Thorarensen þýö-
ingu sina á ævintýri úr safni
Grimms bræöra „Garöabrúö-
an.”
•Útvarp
kl. 11.15
I hverju felast hin umtöluöu skattfríöindi sjómanna? er spurt I þætt-
inum sjávarútvegur og siglingar.
Skattamál sjómanna
Þátturinn „Sjávarútvegur
og siglingar” er á dagskrá
kl. 10.30 Umsjónarmaöur aö
þessu sinni er Ingóifur Arnar-
son. Ilann mun I þættinum
fjalla um skattamál sjómanna
fyrr og nú.
Ingólfur sagði i samtali viö
Þjóöviljann aö þarna væri far-
ið inn á nokkuö umdeilt mál,
en tilefni þess aö hann tæki
þaö fyrir nú væru fullyröingar
um aö það skapaöi aöstööu-
mun að sjómenn heföu skatt-
friöindi en iönverkafólk ekki.
Eg velti þvi fyrir mér i hverju
þessi umræddu friöindi sjó-
manna séu fólgin og skoöa
bæði hlutina eins og þeir eru i
dag og eins hvernig þessum
málum hefur veriö háttað i
gegnum söguna. Þar kemur
ýmslegt fróölegt i ljós.
Útvarp
kl. 10.30
frá
Eg kaupi Þjóðviljann
vegna gamals loforðs
Hringii) i sima 81333 kl. 9-5 a/la virka
daga, cda skrifu) Þjóöviljanum
lesendum
J.S. skrifar:
Aöeins nokkur orö um eitt og
annað sem viö kemur þessu
blaði. Ég er búinn að kaupa og
láta mikla peninga i þetta blaö i
55 ár eða meira og eins og þiö
sjáiö orðin nokkuö gömul og
kannski markleysa þaö sem viö,
gömlu kommagreyin, segjum.
En við erum lika oröin
fá sem þorum aö kannast vió
þaö ljóta orö i okkar blaöi nú
orðiö.
Ég kaupi samt enn þetta blað
vegna gamals loforös sem ég
gaf Katrinu heitinni Thorodd -
sen fyrrum alþingismanni. Hún
sagði sem svo viö mig og okkur
fleiri sem hún vissi aö hún mátti,
treysta: „Ég bið ykkur aö
kaupa þetta blað þó að ég viti að
þaö muni bregöast vonum
ykkar siðar,” og það er allt
komið fram, „en móðir min gaf
þessu blaði nafniö sem það nú
h.eitir, Þjóðviljinn”.
Þetta sagði sú góöa kona,
Katrin Thoroddsen. og þess
vegna kaupi ég blaöiö en væri
annars löngu hætt aö kaupa það
þvi aö ég hef aldrei verið hrifin
af krötum. Fyrir mér er þetta
blað kratablað núorðið. Mig
langar til að lofa ykkur að heyra
álit þó nokkuö margra, sem ég
þekki áður en ég er öll. Einnig
ætla ég að biðja ykkur að birta
nokkrar athugasemdir sem ég
og fleiri höfum rætt um.
Fyrst er þaö um þennan
makalausa Viktor Kortsnoj.
Þaö voru bara heilar opnur i
Þjóðviljanum sem einhver
Gunnar Steinn romsar úr sér viö
hann. Mér er spurn: Hvaö vitiö
þiö um feril og fortiö þessa
manns annaö en þaö sem hann
sjálfur segir fólki? Eöa er þaö
talinn kostur aö bera óhróður
um sitt fósturland þó eitthvaö
útaf beri og um allt þetta fólk?
Þar á ég viö gislafólkiö sem er
að biðja um hæli 1 Bandarikj-
unum. Ég hitti mjög vel
menntaöan mann sem hefur
veriö viö nám bæöi austan hafs
og vestan og held hann sé laus
viö þaö sem þiö kalliö komma-
dekur. Hann sagöi sem svo:
„Já, þaö er von þeir falli fyrir
þeim þúsundum dala sem þeim
eru boðnir til að svikja sitt
land.” Það er margur ósóminn
geröur i skjóli peningavaldsins
eða þá alíur áróðurinn sem
haföur er I frammi um A -
Evrópurikin daglega meöan
verið er aö búa okkur undir
næstu heimsstyrjöld. Morgun-
blaöiö er þar fremst i flokki sem
vera ber og öll hin blöðin lika aö
mörgu leyti. Mér dettur helst i
hug þegar Hitler ætlaöi aö afmá
alla gyðinga i einu saman hasti
sem honum tókst ekki nema aö
hluta.
4
Um Alþýöubandalagiö er sagt
að allt illt sé þvi aö kenna. Þar
gauia þeir hæst Geir, Karl
Steinar, Kjartan Jóhannsson og
Jón Baldvin og fleiri. Mér skilst
helst að þeir séu réttdræpir hvar
sem er og þvi mátti ekki Asa
Ottesen flytja þáttinn tJt og
suöur nýlega. Valborg Bents-
dóttir gerði þaö þokkalega en
það vantaöi i hana meira lif.
Var Asa Ottesen of róttæk?
Ekki sparar Sjónvarpið
heldur aö hella yfir okkur
ihaldsáróðri, enda flest íhalds-
fólk sem þar vinnur og þegar
þessir trettamenn eru meö
spurningar i beinni útsendingu
eru hægri menn oftast látnir
hafa siðasta oröiö.
FELUMYND
Hvaö er Kalli kanina búinn aö safna sér mörgum gulrótum?
— Hvernig stendur á því að þú ert í svörtum skó á
öðrum fætinum og brúnum á hinum?
— Já, ég var líka að undrast þetta. En það allra
skrýtnasta er, að heima á ég annað alveg eins brúnt og
svart skópar!
Barnahornid