Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. júli 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 j Þingi pólskra kommúnista lokið: iMðdl maiuiasldpti | í forystuliðinu ISögulegu þingi Sameinaöa Verkam annaflokksins, komm- únistafiokksins pólska, er ■ lokið með miklum breytingum i Iforystuiiðinu og sigri Kania flokksritara og umbótastefnu hans. Þingið var veigamikið ■ skref til lýðræðislegri stjórnar- Ihátta, en gefur hinsvegar fá svör við þvi, hvaða leiðir eru færar Pólverjum út úr efna- * hagsvanda þeirra. INý verkföll vofa yfir, og Jaru- zelski forsætisráðherra sá sig tilneyddan til þess að láta það ■ verða sitt fyrsta verk eftir Iflokksþingið að vara verka- menn við stjórnleysi og alls- herjar ringulreið sem verkföll ■ gætu haft I för með sér. II æðstu stofnun kommúnista- flokksins, pólitisku fram- kvæmdanefndinni, eru aðeins ■ fjórir þeirra sem þar sátu áður: lið Giereks hefur veriö hreinsað burt i áföngum, og sjálfur var flokksformaðurinn rekinn Ur flokknum á þinginu með fleir- um. I framkvæmdanefndinni hef- ur Kania allsterka stööu. Þar á hin nýja verkalýöshreyfing, FRÉTTASKÝRING Samstaða, fulltrúa sem fylla flokk þeirra sem vilja troða áfram umbótaveginn. Þar eru og hægrisinnar svonefndir, sem hafa óttast endurnýjunarþróun- ina m.a. Stefán Olszowski. Sé litiö til allrar hinnar 200 manna miðstjórnar er endur- nýjunin enn augljósari. Mikið af yngri mönnum hefur komiö inn i miðstjórn. Þar eru um þaö bil 35 fulltrúar Samstöðu. Iðnaöar- verkamenn hafa aldrei verið jafn fjölmennir i miðstjórn eöa 80. Bændur eru og tiítölulega fjölmennir eða um 30% mið- stjórnarmeðlima. Hverskonar sjálfstjórn? Þingið fjallaði um syndir fyrri foringja og deildi um kjör á nýrri forystu. En sem fyrr segir er afar mörgum spurningum ósvaraö um efnahagsvanda landsins. Hér i blaðinu höfum viö gert grein fyrir hugmyndum um aukna sjálfstjórn verka- manna i fyrirtækjum, dreifingu valds i áætlanagerðum og fleira þessháttar. Enn hafa menn ekki komist að samkomulagi um það hvernig sjáifstjórninni skuli hagað. Hugmyndir þær sem Framhald á blaðsiðu 14. Fulitrúar á þinginu óska Stanislaw Kania til hamingju meö endur- kjör. Mhemt Agca fyrir rétti í Róm: Hvers vegna skaut hann á páfann? Svo langt er komið réttarhöld- unum yfir Tyrkjanum Mehmet Ali Agca, sem sýndi páfa banatil- ræði á Péturstorginu i Eóm, að hann hefur játað sekt sína og bú- ist er við fangelsidómi ævilangt yfir honum. Tilræðismaðurinn heldur fast við það, að hann hafi verið einn að verki og lýsir sjálf- um sér sem „alþjóðiegum hryðjuverkamanni”. Þær hvatir sem að baki tilræð- inu liggja hafa mörgum oröið ráðgáta. Stundum er látið sem að það sé blátt áfram svo mikið of- beldi i heiminum að þaö hljóti að bitna á einhverjum. I annan stað hafa menn komið sér upp ein- Mehmet Ali Agca: Páfinn mælir fyrir krossferð gegn okkur Tyrkj- um. hverri óskilgreindri grýlu sem lýst er sem „100% hermdar- verkamanni” — án þess að minnsta tilraun sé gerð til að út- skýra hvernig slikt skrýmsli verður til. Rætur William Beeman hjá Pacific New Service gerir eina slika til- raun i nýlegri grein. Hann minnir á það að um fimm alda skeið hafi hið tyrkneska stórveldi verið kjarni hins múhameðska heims. í heimsstyrjöldinni fyrri var svo endir bundinn á þennan stór- veldistima, rikið beiö ósigur og skrapp mjög saman. Þá reis upp mikilvægur þjóðernissinni og um margt umbótamaður, Kemal Ataturk og hugðist endurreisa Tyrkland — fordæmi hans hefur haft mikil áhrif siðan á aðra múhameðska þjóðernissinna. En nú er þess að geta að umbætur Kemals, voru þvi yerði keyptar, að vestræn menning, skólakerfi, klæðaburður, latinuletur og margt fleira var upp tekið með nokkurri hörku — og á kostnað klerkavalds og trúarleg's uppeld- is. Það var höggvið snögglega á gamlar rætur — og árangurinn varð svo ekki i samræmi við það sem menn höfðu vonað. Tyrkland reis ekki undir stórveldisdraum- um Ataturks. Og á siðari árum hefur landið verið þrúgað af rammri pólitiskri og efnahags- legri kreppu, með hjaðningavig- um, vöruskorti, skuldasöfnun og fleiru. íslamskir draumar Róttæk samtök til vinstri sem og hálffasisk samtök til hægri hafa leitaö sinna’lausna: vinstri- sinnar i marxisma og byltingu, hægrisinnar i tyrkneskri þjóð- rembu i bland við islamska vakn- ingu, sem leiðir Kóraninn aftur i hásæti í veraldlegu lifi sem and- legu — nokkuð i þeim anda sem uppi hefur orðið i Iran. Tilræðis- maðurinn, sem hefur verið fyrir rétti i Róm, Agca, sækir sinar pólitisku ástriður i þennan hugar- heim. Hann er i flokki þeirra sem hata jafnt Sovétrikin og Vestur- veldin vegna þess að þeir telja að þau öll standi i vegi fyrir tyrk-. neskum mikilleik. Margt þykir benda til þess að slik blanda ofsa- fenginnar þjóðernishyggju og herrskárrar múhameðsku sé frumorsök þess að Agca leitast við að myrða páfa, mann sem er eitt helsta helgitákn Vesturlanda. Vitnað er til þess að bróöir Mehmets Agca hafi sagt, að til- ræðið hafi verið framið vegna þess að Mehmet hafi verið viss um aö páfi væri hlekkur i heims- veldasamsæri gegn múhameðsk- um heimi. Og Mehmet Agca hafði sjálfur skrifað i grein 1979, að páfi væri útsendari „krossferðar” til aö koma i veg fyrir bandalag Tyrklands við önnur múhameös- lönd. Beeman segir i grein sinni að lokum aö ef menn tengi Agca með þessu móti við tyrkneska hægri þjóðernishyggju og múhameðska vakningu i íran og viðar, þá verði athafnir hans skiljanlegri en ef menn hafi i huga kaldrifjaðan hermdarverkamann sem drepur af óútskýranlegum orsökum. Hann bætir við tilgátu um, að hið innra með sér kunni fleiri úr heimshluta tiiræðismannsins að hafa samúð með verknaði hans en við Vesturlandamenn kærum okkur um að vita. ábtóksaman. S o íþmdaga fyrir aðcins £22 Þaó er haegt ennþá! Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þetta er mikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 ádag. Svo eru sumir sem segja að England sé dýrt land. Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveður vega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465,- FLUGLEIDIR Traust fótkhjá góóu félagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.