Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 lón Ásgelr Sigurðsson ræðir við Govert van Oord, fulltrúa Friðarráðs hoUenskra ldriqudeUda raunir á Kyrrahafinu. Þar hefur líka verið sökkt hættulegum kjarnorkuúrgangi Vaxandi um allan heim — Hafið þið kynnst þvi starfi sem fram fer i löndum viö Kyrra- hafiö? Friðarhreyfingin fer vaxandi um allan heim. 1 vor var ég á ráð- stefnu á Hawaii og hana sóttu fulltrúar frá mörgum Kyrrahafs- rikjum. þar á meðal Nýja-Sjálandi og Astraliu. Mótmælendakirkjan á Kyrrahafssvæðinu er mjög virk i andstööu gegn kjarnorkuvig- búnaöi. 1 Astraliu og Nýja-Sjá- landi hefur hún tekiö afstöðu gegn ANZUS-samningnum sem þessi riki hafa gert við Bandarikin. Kirkjan leggst gegn Trident-kaf- bátahöfnum við Kyrrahaf, gegn aðstöðu fyrir B-52 kjarnorku- sprengjuþotur og fleiru. Við 1 Vestur-Þýskalandi starfa samtök sem heita „Aktion Söhne- zeichen”. Þau voru mynduð i þvi skyni að ungt fólk I Vestur-Þýska- landi gæti meðal annars farið til þeirra landa sem uröu fyrir barð- inu á nasismanum, til að vinna þar og sýna þannig sáttaviljann i verki. Ungt fólk frá „Aktion SUhnezeichen” sem var viö störf I Hollandi, kynntist friöarheyfing- unni þar og upp frá þvi fengum við ótal boö um að koma til Vest- ur-Þýskalands og segja frá Frið- arráöi hollensku kirkjudeildanna. Við heimsóttum kirkjufélög, prestafundi og fylkjastjórnir. Mótmælendakirkjan I Vest- ur-Þýskalandi kemur saman á tveggja ára fresti á miklu móti sem nefnist „Evangelischer Kirchentag”. Þangað sækja starfshópar kirkjunnar af öllu hugsanlegu tagi, menn hittast, bera saman bækur og fara heim stórum fróðari. Núna i ár var þetta kirkjumót haldið i Hamborg og það snerist aö mestu um frið- arhreyfinguna. Sá sem trúir á Jesúm, hlýtur um leið að vera andvigur kjarnorkuvopn- um — annaö er ekki hægt, segir Goovert van Oord i viðtalinu. sjáum þvi að þar eflist andstaðan mjög. Uppi hafa verið áform um að byggja kafbátalægi fyrir banda- riska flotann á Palawa-eyjum sem eru nálægt Filippseyjum. Stjórn eyjanna hefur mótmælt kjarnorkuvopnum og lýst eyjarn- ar kjarnorkuvopnalaust svæði. Eyjarnar tilheyra yfirráðasvæði Bandarikjanna en munu bráölega taka upp sjálfstjórn. t nýrri stjórnarskrá fyrir Palawa-eyjar er tekið fram að eyjarnar séu kjarnorkuvopnalaust svæði. Bandarikjastjórn reynir allt hvað af tekur aö neyða eyjarskeggja til að ógilda þetta ákvæði og beitir meöal annars efnahagsþvingun- um. Friðarhópar í NATÓ-ríkjum til Briissel — Ilvernig er variö samstarfi hollensku og vestur-þýsku friðar- hreyfinganna? Friöarráö hollensku kirkjunnar og „Aktion SUhnezeichen” hafa unnið mjög náið saman frá þvi 1 vor og sérstaklega undirbúið áð- urnefnt kirkjumót, jafnframt öðr- um aðgerðum. Eins og fram hef- ur komið i fréttum var haldinn mikill baráttufundur i Hamborg þegar kirkjumótiö fór fram. Yfir 100.000 manns sóttu fundinn. Við vinnum núna að undirbúningi að- gerða i Bonn i Vestur-Þýskalandi og við vonumst til að einnig þar taki yfir hundrað þúsund manns þátt. Ég hef reynt að auglýsa hér á Norrænu friðarráöstefnunni fyrirhugaðar aðgerðir i Bonn, en þær munu fara fram 10. október. Þetta á að veröa alþjóðlegur baráttufundur. Um miðjan desember næst- komandi heldur NATO fund sem kemur til með aö veröa örlaga- rikur. Þar verður aftur tekin til umræðu ákvöröunin um staðsetn- ingu nýju kjarnorkuvopnanna i Evrópu. Þann 15. desember verð- ur haldinn mikill mótmælafundur i Brussel og þangaö er boðið öll- um friðarhópum i NATO-ríkjun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.