Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júll 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtaMó skeggbroddarnir meiða mig.' Bach hjá Helgu og Manuelu í Skálholti Um verslunarmannahelgina verður Sumartónleikum i Skál- holtskirkju haldið áfram. Að þessu sinni verða eingöngu flutt verk eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur eru Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir. Verkin sem flutt verða eru Sónata i E-dúr fyrir flautu og sembal, Partita fyrir sólóflautu i a-moll, Toccata i e-moll fyrir sembal og Sónata i h-moll fyrir flautu og sembal. Tónleikarnir verða á laugardag, sunnudag og mánudag og hefjast kl. 15 alla dagana. Messað verður i Skál- holtskirkju sunnudaginn 2. ágúst. kl. 17. Bara mál milli blaðstjórnar og ritstjórnar, mál sem kemur okkur einum við, segir Bjarni Pé. um stöðvun útgáfu Alþýðu- blaðsins. Semsé ekki mál les- enda, áskrifenda eða almennra flokksfélaga hvort blaðið kemur cða ekki.... Hollt es heima hvat Davið Scheving I Tropicana hefur náð sér i nýjasta vopnið ' gosstriðinu: Soda Stream drykkina, sem maður býr til heima hjá sér, i sumarbústaðn- um, á ferðalögum nú eða á vinnustaðnum. Allt sem þú þarft er Soda- stream vélin, drifin handafli (engin orkueyðsla!) kolsýru- hylki og bragðefni. Vélin er ein- föld i notkun, hylkin og áfylling á þau, svo og 4 tegundir bragð- efna eru fáanleg um allt land. Stilla má bragð- og kolsýru- magn eftir smekk og ekki skemmir islenska vatnið, sem reyndar gerir aðra alþjóðlega drykki lika betri hérlendis en erlendis. Daviö kynnti blaðamönnum gripinn i siðustu viku og hefur sódastraumurinn siðan legiö um (Blað)Siðumúlann, þvi allir fengu sýnishorn með sér á vinnustaðinn. Af reynslu þorum við þvi alveg að mæla með nýju drykkjunum, með þeim fyrir- vara að visu, að allt er háö persónulegum smekk. Þeir sem drekka mikið af sliku á annað borö geta liklega sparað: útsöluverð vélarinnar með kol- sýruhylki og 6 flöskum er 895 krónur, áfylling á hylkið, (1 litri af kolsýru dugar i 8 litra af gos- drykk) kostar 20 kr. og flaskan af bragðefni um 30 kr. eftir teg- und.... Einu sinni keypti Davíð öliö meö ágætis árangri, nú cr spurningin hvort hann selur strauminn. — Ljósm. — gel — Rætt við Kristínu H. Pétursdóttur, bókafulltrúa ríkisins Uppbygging bókasafna | forgangsverk- efni í menn- ingarmálum Vorfundur um málefni al- menningsbókasafna var haldinn i Reykjavík i byrjun júni. Aðal efni hans var hlutverk bóka- safnsstjóma og voruþvi máli gerð töluverð skil, en ýmislegt fleira bar á góma. Undirtónninn íumræðunum var þörfin á betra heildarskipulagi, meira fé til safnanna, þörfin á menntuðu starfsliði og þjálfún til handa þeim, sem þegar virma isöfnun- um, betra húsnæði, betri tengsl við ráðamenn, sveitarstjórnar- menn og aðra. Vorfundurinn var haldinn á vegum bókafulltrúa rikisins, Bókavarðafélags tslands og Sambands islenskra sveitarfé- laga. Blaðamaður spurði bóka- .fulltrúa um nokkur atriði varð- andi fundinn. — Hvað vilja bókaverðir? — Bókaverðir eiga sér marg- ar óskir, sem komum.a. fram i umræðuhópum á vorfundinum. Þeirvilja kalla fram hugarfars- breytingu i sambandi við al- menningsbókasöfnin: að þau verði talin jafn sjálfsagður og mikilvægur þáttur i þjóðfélag- inu og skólinn, dagvistin og sjúkrahúsið. Þeir óska eftir auknu og nánu»sam- starfi við ráöamenn til þess að hægt sé að vinna skipulega að þvi að gera almenningsbóka- söfnin að virkum þætti i menn- ingarstarfsemi i landinu. Bókaverðir óska eftir að skipuleg uppbygging bókasafna verðigerð að forgangsverkefni I menningarmálum ,en til þess að það geti orðið þarf aö endur- skoða lög um almenningsbdka- söfn, bæöi með tilliti til þess að koma upp nokkrum öflugum landshlutasöfnum, og meötiUiti til fjárframlaga hins opinbera til bygginga bókhlaða. Það er lika ósk mjög margra að fá tækifæri til að afla sér starfsmenntunar og endur- menntunar. — Hvernig er málum háttaö nú? — Landinu er skipt i 40 bóka- safnsumdæmi með 40 miðsöfn- um, þ.e.a.s. bæjar- og héraðs- bókasöfnum. Miðsöfnin hafa stóru hlutverki að gegna, m.a. að halda uppi þjónustu við al- menning með bókabilum, og veita hreppsbókasöfnum, skóla- söfnum og stofnanasöfnum I umdæmi sinu aðstoð og þjón- ustu og efla samvinnu þeirra. Reyndin er sú, að þau ráða ekki við þetta hlutverk og þar með eru forsendur fyrir virku safna- kerfi i landinu brostnar. Ekki helmingur miðsafnanna hefur starfsmann i fullu starfi, bóka- Kristin H. Pétursdóttir, bóka- fulitrúi ríkisins kosturinn er allt niður i 2500 bindi og húsnæðið niður i 16 fer- metra. Hreppsbókasöfnin, um 170 talsins, eru flestöll sjálf- stæðar einingar, en ekki útibú eða útlánsstöðvar frá miösöfn- unum, og þvi m jög veikir hlekk- ir, ef hlekki skyldi kalla. — Fer ekki lestur minnkandi hjá fólki með tilkomu sjónvarps og myndsegulbanda? — Ekkier þaðaðsjá á útlans- tölum og aðsókn að söfnunum. Það er mikið lesiö á íslandi. Þýddu skáldsögurnareru i meiri hluta af útlánunum, en bæöi sjónvarp og útvarp og sjálfsagt dagblöðin að einhverju marki lika hvetja til lesturs og upplýs- ingaleitar. Þaö fyrsta, sem margir gera, þegar þeir eru búnir að horfa á athyglisverðan þátt i sjónvarpi, er að leita i bókaskápum eða fara Ut i bóka- saf n í leit að meira efni. Ég yrði ekki hissa, þótt dönskukennsl- an, sem sjónvarpið ætlar að fara að taka á dagskrá, yki eft- irspurn eftir bókum A dönsku og eftir danska höfunda. Auðvitað er það lika undir bókavöröum komið að bregða skjótt við og kynda undir þennan áhuga. — Hafa bókavcrðir áhrif á bóklestur almennings? — Bókaverðir eru ótrúlega áhrifamikil stétt. Þeir velja bækur og önnur gögn i söfnin og með bókasýningum og viðtölum við gesti geta þeir ráðið miklu um notkun fólks á safnkostin- um. Þeir eru uppalendur og þurfa að gera sér það vel ljóst. — Hvað fæst bókafulltrúi rikisins við daglega? — Otrúlega margt, enda er starfslýsing hans löng og ýtar- leg. Við erum reyndar tvær, báðar bókasafnsfræðingar, sem störfum innan safna- og lista- deildar menntamálaráðuneytis- ins, að málefnum almennings- bókasafna og skólasafna i grunnskólum . Verkefnin eru óþrjótandi, og þaðer mjög mikil þörf fyrir þá ráðgjöf og aðstoð, sem raðuneytið lætur i té. — 1 gær var aðalverkefnið að gera tillögur um innréttingar i útibú frá einu miðsafnanna, önnurokkar mun sennilega fara og aðstoða við að koma þeirri starfsemi af stað, þegar hús- næðið er tilbúið. 1 næstu viku verður fjallað um uppbyggingu landshlutasafna á fundi hjá landshlutasamtökum sveitar- stjórnarmanna og þar þarf ég að mæta ásamt nefnd, sem vinnur með okkur að þessu mál- ■ efni. 1 ágúst vonast ég til að komast til Neskaupstaðar til skrafs og ráðagerða við bæjar- bókavörðinn og siðan til Húsa- vikur þar sem ýmsar endurbæt- ur eru i uppsiglingu. Það er mikið að gerast viða, stundum þarf ekki mikið átak til að gera söfnin liflegri og aögengilegri bæði fyrir bókavörð og gesti. Stundum eru þetta miklar skorpur og unnið frá þvi snemma á morgnana fram á nótt, og allir guðslifandifegnir, þegar við fórum aftur!. —hs Vloa er pottur brotinn I safnamálum. Þessi mynd er frá ónefndu hreppsbókasafni. Húsakynnin eru hvorki aðlaðandi né glæsileg. Þarna er snyrtilegt um að litast og allt I röð og reglu. Þetta er sjúkrabókasafn Grensásdeildarinnar. © Bulls 4 fcl, li p

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.