Þjóðviljinn - 30.07.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júll 19«! Geðdeild Landspítalans Tilboð óskast i einangrun, múrverk innan- húss og lagnir fyrir 1., 2. og 3. hæð A-álmu Geðdeildar Landspitalans við Eiriksgötu i Reykjavik. Húsið er að flatarmáli 3x735 ferm. Einangrun útveggja skal lokið 1. nóvem- ber 1981, en verkinu að fullu lokið 1. mai 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 i Reykjavik gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 25. ágúst 1981, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Þjóðviljamt vantar blaðbera! Austurborg: Austurbrún — Norðurbrún Eiriksgata — Leifsgata Vesturborg: Granaskjól — Sörlaskjól Kaplaskjólsvegur — Nesvegur MOÐVIUINN Síðumúla 6 — Sími 81-333 19 OOO Frumsýnir i sal A. SPEGILBROT AGATHA, CHRISTŒS Mirror Crackd fðCHAROGOOCWINíKOductrjn AGU'HSMIIIONÍlm ANGELALANSBURY GERALDINE CHAPLIN • TONY CURTIS • EDWARD FOX ROCK HUDSON • KIM NOVAK • ELIZABETH TAYLOR AGATHA CHRISTfES THE MIRROR CRACK'D Musc byJOHN CAMERON Screenplay by JONATHAN HALES and BARRY SANDLER Produced by JOHN BRABOURNL and RICHARD GOODWIN Directed by GUY HAMILTON k'Jw.'M* ■ AnEMl lltðtteriatrir Distnbuted by EMI Films Limited tm AMrmbtf ol ihe THOON EMI Grouo Nýjasta og ein besta mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Agatha Christie. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Um verslunarmanna- helgina verður mikið um að vera í flestum lands- fjórðungum. Á Vestfjörð- um mun þó ekki verða nein helgarsamkoma að þessu sinni. Vestf irðingum verður heldur ekki skota- skuld úr því að skreppa bæjarleið ef því er að skipta. Hér á eftir verður getið helstu skemmtana um verslunarmannahelg- ina að þessu sinni. Bindindismótið í Galta- lækjaskógi. Fjölskylduskemmtunin i Galta- lækjaskógi veröur meö nokkuö heföbundnu sniöi. Hátiöin hefst á föstudag og henni iýkur á sunnu- dagskvöld. Hljómsveitin Galdra- karlar skemmtir samkomugest- um og meðal annars mun hljóm- sveitin vera með barnadagskrá ásamtfélögum úr Þórskabarettn- um. Þá verður haldin guðsþjón- usta og varðeldur verður kveiktur ásamt með ýmsu fleiru af alvar- Það verður um margt að velja þessa mestu ferðahelgi ársins Fjör á flestum stöðum legum og gamansömum toga. Frá Umferðamiðstöðinni i Galt- arlækjarskóg á föstudag og laug- ardag. Aðgangur að mótinu kostar 180 krónur fyrir þrettán ára og eldri. Bindindismótið I Galtarlækja- skógi hefur fyrir löngu unnið sér sess sem fjölskylduskemmtun um verslunarmannahelgina enda nýtur fólk oft betur kátinunnar ef áfengi er viðs fjarri. Atlavík. Atlavikursamkomur hafa legið niöri um nokkurra ára skeið en nú hyggst U!A (Ungmenna og iþróttasamband Austurlands) bæta úr skák og stendur fyrir endureisn Atlavikurgleðinnar um helgina. Samkvæmt upplýsingum sýsluskrifstofunnar á Seyðisfirði verður engin önnur samkoma á Austurlandi um þessa helgi svo búast má við miklu fjölmenni. Austfirðingar geyma lika marga góða minning frá þeim glöðu gömlu Atlavikurdögum þegar halur mætti friðri sprund o.s.frv. Hljómsveitin Fryðrik á að halda uppi fjöri ásamt með Mannakorni og Magnúsi Eirikssyni. Guö- mundur Ingólfsson kemur einnig við sögu tóna og sveiflu þar eystra. Samkoman hefst á föstu- dag og stendur fram á mánudag. Jöklagleði að Arnarstapa. Jöklagleði 81 er samkoman viö Arnarstapa nefnd. Þar verður dansað þrjú kvöld og sér hljóm- sveitin Tibrá frá Akranesi um tónlistina. Fólk getur unað sér við ýmislegt fleira en dansinn undir jökli þvi meðal skemmtiatriða er knattspyrna, varöeldur og söngur. Þess er lika getið aö hundraðasti hver gestur fái hár- snyrtingu ókeypis svo það er eins gott að sleppa rakaranum fyrir helgina þessa undir jökli. Logaland í Borgarfirði. 1 Borgarfirði og nærsveitum verður trúlega mest um að vera að Logalandi en þar verður þriggja kvölda gleði. Hljómsveit- in Upplyfting leikur fyrir dansi öll kvöldin. Engin dagskrá veröur að degi til þessa daga. Hins vegar munu þar verða seldir hamborg- arar, sagði Eirikur Jónsson Kleppsjárnsreykjum en hann er einn aðstandenda samkomunnar. Hann sagði enn fremur að tjald- stæði væru hvorki nógu góð né næg fyrir mikinn fjölda. Hins vegar hefði sá háttur komist á að fóik tjaldaði i Húsafelli og kæmi svo á kvöldin á dansleikina. í ár er þvi gert ráð fyrir sætaferðum frá Húsafelli að Logalandi um helgina. Árnes Talið er að talsverður fjöldi komiað Arnesi um helgina en þar leikur hljómsveitin Chaplin frá Borgarnesi. Þá mun Tappi tikar- rass (en það er hljómsveit) úr Reykjavik koma viö sögu i Ar- nesi. Þar verða lika einhver skemmtiatriði utan hljóöfæra- sláttar og söngs. Til dæmis verð- ur keppt f teygjutvisti. Húnaver Gautar frá Siglufiröi munu sjá um fjörið i Húnaveri þessa helgi. Dansleikirnir verða á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Laugahátiöin 1 Þingeyjasýslum veröur efnt til mikillar hátfðar um verslunar- mannahelgina sem nefnd er Laugahátfðin. Dansleikir verða þar þrjú kvöld og leikur hljóm- sveitin Start úr Reykjavik fyrir dansi. Dansað veröur i nýju iþróttahúsi staðarins. A svæðinu eru seld tjaldstæði og sérstaklega inn á dansleikina. Hins vegar eru öll skemmtiatriði ókeypis hátfð- ardagana. Meðal skemmtiatriða má nefna fimleika þriggja stúlkna úr Gerplu, eftirhermur og búktal, diskódans og hjólaskauta- sýningu. Þá sýnir þýskur þjóð- dansaflokkur dans og teflt verður með lifandi taflmönnum. Þá má og nefna fallhlifastökk. Þetta kom fram i viðtali við Óskar Agústsson á Laugum en hann er formaður Laugahátfðarnefndar. Framkvæmdastjóri hátiðarinnar er Höskuldur Goði Karlsson. Skagf iröíngar Skagfiröingar láta ekki sitt eftir liggja um verslunarmannahelg- ina frekar en aðrir landsmenn. Landsmót hestamanna verður haldið að Vindheimamelum og er búist við miklu fjölmenni þangað. I tengslum við iandsmótið verða dansleikir að Argarði og Miðgarði föstudags- laugardags- og sunnu- dagskvöld og ýmislegt fleira verður þar sér til gamans gjört. Þvi miður tókst okkur ekki að afla frekari upplýsinga i dag um þessa samfelldu skagfiröingagleði. Félagsgaröur, Kjós Rokkhátið verður haldin i Feiagsgaröi i Kjós. Hljómsveit- irnar Utangarðsmenn og Spilafifl leika fyrir dansi öll þrjú kvöldin frá ki. 10. Boðið er upp á dagskrá laugardag og sunnudag og þar ■mun m.a. Taugadeildin spila ásamt fyrrgreindum hljómsveit- um. Tjaldstæði eru fyrir hendi. Sætaferðir frá B.S.l. Verð aðgöngumiða er kr. 120 inn á hvern dansleik. Einnig verður boðið upp á afsláttarmiða, þ.e. miða inn á alla dansleikina fyrir 270 kr. Dagskráin á daginn er fiutt ókeypis. Aðrir staðir Þá höfum við einnig óljósar fregnir af skemmtanahaldi að Borg i Grimsnesi og „Sumargleð- in” verður að Skjólbrekku i Mý- vatnssveit 1. ágúst. Þ jóðhátíðin í Vestmannaeyjum Trúlega er þjóðhátiöin i Vest- mannaeyjum viðamesta helgar- samkoman sem endranær. Það er Týr i eyjum sem sér um hátiðina að þessu sinni. Þetta er þriggja sólarhringa hátíð meö eitthvað fyrir alla eins og þar stendur. HljómsveitirnarBrimklól og Aria sjá um hljóðfæraslátt undir dans. Þá koma Grýlurnar fram með sina tónlist. Jack Elton mun reyna að stæla Presley. Siguröur Sigurjónsson og Randver Þorláksson fremja gamanmál. Asi i Bæ kemur fram og skemmt- ir sveitungum sinum og þjóðhá- tiðariiði. Meðal annarra skemmtikrafta má nefna: Garð- ar Cortes, Ólöfu K. Harðardóttur Guðmund Guðjónsson, Sigfús Halldórsson, Hauk Morthens, Erling Agústsson, Hjálmtý Hjálmtýsson, Margréti Matthias- dóttur og Fóstbræður syngja. Þá kemur Lúðrasveit Vestmanna- eyja fram. Og Arni Johnsen. Þá .verða sýndar íþróttir, farið i bjargsig, keppt I reiptogi, kveikt- ur varðeldur og haldin flugeida- sýning svo eitthvað af dýrðinni sé nú nefnt. Þjóðhátíðarlagið er eftir Ingólf Jónsson frá Dalvik. Aðgangseyrir að hátiðinni er 400 kr. — óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.