Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. september 1981 DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Eiias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgrciösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. AWACS- árásartækin • Miklar deilur hafa risið í Bandaríkjunum vegna þess ásetnings Reagan-stjórnarinnar að selja Saudí-Aröbum fimm AWACS-vélar. Bandarískir Gyðingar og áhrifa- miklir stjórnmálamenn vestra hafa harðlega mótmælt þessum áformum, og Begin forsætisráðherra (SRAELS hefur í hótunum. Ljóst er að ísraelsmenn telja varnir sínar og öryggismál í hinni mestu hættu nái Saudi-Arab- ar tangarhaldi á AWACS-vélunum. • Umf jöllun f jölmiðla um AWACS-söluna í Bandaríkj- unum hefur varpað einkar skýru Ijósi á það hvers eðlis þessi tækniundur eru. Tvær slíkar bandarískar vélar eru starfræktar frá Keflavíkurflugvelli, þegar Bandaríkja- menn þurfa ekki að nota þær til þess að sýna árásar- hæfni sína annarsstaðar. Hér á landi er hin opinbera skýring á þann veg að einungis sé um að ræða f ullkomn- ari eftirlits- og viðvörunartól en áður. i bandarísku um- ræðunni hafa hinsvegar komið fram upplýsingar sem sanna, að AWACS-vélarnar eru fyrst og fremst stjórn- stöð og samræmingarmiðstöð í lofthernaði. • Bandarísk stjórnvöld hafa reynt að friða andstæð- inga AWACS-sölunnar til Saudí-Arabíu með því að hún verði háð ýmsum skilyrðum. Meðal annars hafa þau lof- að að láta ekki fylgja með í kaupunum þann fullkomna tölvu- og dulmálsbúnað sem gerir AWACS-vélunum kleift að beina vinveittum flugvélum beint að skotmörk- um þeirra mörg hundruð kílómetra inn á óvinasvæði. Þessi búnaðurer í þeim AWACS-vélum sem NATÓ hefur fengið til umráða og þeim vélum sem starfræktar eru frá íslandi. • I herf ræðiritum má lesa að AWACS-vélarnar séu ein mesta aukning á árásarhæf ni NATÓ sem orðið hef ur f rá stof nun þess. Þær eru enn ein staðfesting þess að „varn- arkerfi" NATÓ byggist æ meir á árásarstefnu. AWACS-vélarnar geta stjórnað og leiðbeint hundrað sprengjuvélum í einu þannig að hver þeirra nýtist sem tvær. í öruggri f jarlægð frá landamærum geta þær leið- beint flugvélum 300 kílómetra inn á óvinasvæði. • Það er ekki síst þessi eiginleiki AWACS-vélanna sem Israelsmenn óttast. I þeirra augum eru þessar vélar eng- in saklaus eftirlits- og viðvörunartæki. Þær eru alsjáandi auga sem með drepandi augnaráði sínu getur gert hern- aðaryfirburði (sraela yf ir Arabaríkjunum að engu. Þess vegna lofa Bandaríkjamenn að stripa AWACS-vélarnar öðrum búnaði en eftirlits- og viðvörunartækjum áður en þeir selja þær Saudi-Aröbum. En loforðum Banda- ríkjamanna hafa ekki fylgt hingað til neinar skrif legar tryggingar, og Begin forsætisráðherra (sraels mun reyna að koma í veg fyrir söluna, eða að tryggja sér stóraukna hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. • Samkvæmt áætlun eiga NATÓ-ríkin að fá 18 AWACS-vélar sem dreift mun verða á línuna milli ís- lands og Tyrklands. Meðan verið er að f ramleiða upp í þessa tölu verða „íslensku" AWACS-vélarnar sendar til staða í Evrópu, þar sem mest liggur við að Bandaríkja- menn geti sannað árásarhæfni sína, eins og þegar þær voru sendar til Þýskalands vegna ástandsins í Póllandi. • Staðsetning AWACS-vélanna á fslandi er staðfesting áárásareðli herstöðvanna hérlendis. AWACS-sölumálið í Bandaríkjunum færir okkur heim sanninn um að þetta eru lykiltæki í nýrri árásarstefnu NATÓ- og Bandarfkja- manna. Fullyrðingar íslenskra ráðamanna um að AWACS-vélarnar gegni einungis viðvörunar- og eftirlits- hlutverki eru annaðhvort byggðar á vankunnáttu eða blekkingum. En vera AWACS-vélanna á íslandi brýtur fullkomlega í bága við allar yf irlýsingar íslenskra utan- ríkisráðherra um að á íslandi sé ekki árásarstöð. • Hvergi er fólki jafnhætt og í nágrenni flugvalla þar sem AWACS-vélar eru. Það má lesa í herf ræðiritumv Ef fslendingar vilja auka öryggi sitt ber að vísa AWACS-vélunum burt. — ekh Það eru margar styrjaldir I háðar d tslandi; eina þeirra ' heyja dreifbýllsmenn við and- J •skotans h öf u ð b or g i n a . I Vitaskuld hafa þeir mikiö til I síns máls eins og allir þeir sem * stórstyrjaldir heyja: dýran J sima, útvarpstruflanir og tak- I mörkuð og dýr afnot af Þjöð- I leikhúsi. Höfuðborgarmenn 1 reyna svo að svara fyrir sig með J nöldri út i landbúnaðinn og dýra I vegaspotta, en jafnan verður I framganga þeirra mjög i skötu- 1 liki —þeireru sjálfiraf bændum J komnir i aöra kynslóö og sjálfir I vilja þeir aka vegaspottana ill- I ræmdu þegar þeir eru i orlofs- ' skapi. J NU er nýr flötur kominn upp á I þessu máli sem ekki hefur dður I sést. Guðlaugur Arason rithöf- ' undur vekur á þvi skarpa at- J hygii i grein I siðasta Sunnu- I dagsblaði, að „hið sunnlenska I ráöriki hefur náð inn i raðir veö- ■ urfræöinga”. Astæðan fyrir I þessum ótiöindum er m.a. sú I hegöun veöurfræðinga að hafa I prik sitt of lengi á suövestur- ■ horninu þegar fjallað er i sjón- I varpi um hægðir og lægðir I (sem, þótt skömm sé frá að I segja, koma einmitt þar upp á ■ landiðl.Enþóer hitt verra, seg- I ir Guðiaugur, að veöurfræðing- I ar eiga það til að „vonast” eftir I norðanátt! Eins og að likum * lætur þykir Dalvikingnum þetta I mesta svivirða viö noröan- I menn: norðanátthjá þeimþýðir I kannski að bátar komast ekki á ■ sjó, kartöflugrös falla I Olafs- I firöi. „Nei við áttum að vonast I eftir norðanátt, þvi hún táknaði I sól fyrir sunnan”! ■ Þetta er laukrétt hjá Guð- I laugi. Það á vissulega að setja á I stofn nefnd um jafnrétti i veö- I urspádómum. Fyrsta verkefni ■ hennarerað banna aögertskuli I upp á milli höfuðátta með ein- I hverju þvi oröalagi sem felur I I sér siðferöilega, pólitiska eða * vistfræöilega afstöðu til lands- I hluta. Þess I stað skal sagt að I „búast megi viö” einni átt eða I annarri. Og ef málglaöur c veöurfræðingur vill nota tæki- I færið til að velta fyrir sér afleið- I ingum veðurs, þá skal honum I skylt aö gera á hlutlægan hátt ■ og án innrætingar grein jafnt I fyrir afleiðingum sunnanáttar I eöa norðan á trillubúskap fyrir I noröan.sprettu i Þykkvabænum ■ og dúnþurrkun fyrir vestan. Best væri auövitað að setja I undir allan leka með því að | setja upp sérstaka veðurstofu á ■ Akureyri og siðan aðrar tvær I fyrir austan og vestan. Án sálarháska Þaö er mjög i tísku nú um stundir að menn mikli fyrir sér ' fegurð mannlifsins fyrir daga ' þeirrar tækni, sem þeir hinir sömu geta þó ekki án verið og telja til mannréttinda aö eiga I aögang að. Ellert B. Schram, ' ritstjóri Vi'sis.fór i þessar buxur á dögunum þegar hann fjallaöi um undarlegan sjónvarpsþátt I um streitulækningar: ,,1 allri 1 velferðinni, tækninni, þægind- unum.verður einstaklingurinn I ósjálfbjarga, gefst upp fyrir I erfiöleikunum”. Allt hafði ann- * an röm hér áður fyrr, sagði Ell- I ert, þá hafði fólk „þrek til aö I taka mótlæti”. Má vera. En sið- I an kemur stórkostlegasta fegr- ■ un á Iiðnum fátæktartimum sem I fyrir okkar augu hefur borið: I þetta fólk, segir ritstjórinn ■ „þekkti ekki sálarstrið”. * Þekkti ekki sálarstrið. Ekki I muidum við verða hissa á þvi I þótt Hallgrfmur sálugi Péturs- I son kæmitil Ellerts i draumi og ■ segði: Ellert minn ritstjóri — ekki meir, ekki meir... Guðlaugur Arason: veöurfars- frekja Sunnlendinga. Ellert B. Schram: ekki meir, ekki már... Vilmundur Gylfason: einmenn- ingarkenningin til. Jón Baldvin: hinn hreini kjarni. Þátttaka - móttaka En meðan Ellert fegrar for- tiöina bregður Vilmundur Gylfason á alltannan leik i Nýju landi. Hann hefur fundið sér eitthvað sem hann kallar nýjan lifsstil og felur m.a. meö sér draum um „almenna þátttöku i menningarlifi”, sem við Þjóð- viljamenn höfum aö visu —og predikaö svo lengi sem viö mun- um, en hvað um það, þetta er ágætt vigorð. Hitt er svo annað mál, að skilgreiningar Vil- \ mundar eru hinar undarlegustu. Hann segir m.a.: „Menning fyrir allan þorra fólks varð i rauninni ekki til fyrr en milli 1920og 1930 i Ameriku, þegar útvarp og plötuspilarar gerðu allan þorrann að þátttak- I endum”. Hvaða dauðans vitleysa! Hér . er sett einskonar jafnaðarmerki milli fjölmiðlunar og menning- ar, og þó gengur þaö dæmi ekki upp heldur: hvað um prentlist- ina? Ekki varð hún til i Ameriku fyrir sextiu árum. útvarp og I grammófónar gera almenning ekki aö „þátttakendum” heldur viðtakendum, fjölmiðlun er i senn spor fram á við (nær til fleiri) og aftur á bak: „þátttak- endum” (i þessu tilviki harmonikkuleikurum, fiðlurum, banjóspilurum, tinflautublásur- um,dombruköllum, sekkjapipu- leikurum smárra plássa um heimsbyggðina) — þessum köll- um fækkar stórlega sem „þátt- takendum” i tónlist. Og svo framvegis. Þegar þjóðkórinn I - hans Páls Isólfssonar komst i útvarpið þagnaði „sú menning fyrir allan þorra fólks” sem al- ■ mennur sálmasöngur i ldrkjum I hefur óneitanlega veriö. Ruglið í Þjóðviljanum Jón Baldvin á Alþýðublaöinu ■ hefur ekki mikið álif á skrifum I Þjóðviljans, eins og vonlegt er. Til dæmis finnst honum (i laug- | ardagsleiöara) aö þar sé ekkert ■ um hugmyndafræði fjallað, I nema hvað AB sé eitthvað að ræflast við það og séu þau skrif „alltaf ruglingsleg” og „vantar ■ i þau kjarnann”. Þaö er sjálfsagt alveg rétt hjá Jóni Baldvin sem aö klippara | þessaþáttar snýr. Það skal fús- ■ lega viöurkennt að það kann ekki góöri lukku að stýra að vera að þveitast út um allar þorpagrundir með umfjöllun ■ um erfið mál eins og freistingar alræðisins, möguleika og tak- markanir verkalýöshreyfingar, |. sjálfstjóm verkamanna, andóf i ■ Austur-Evrópu, valddreifingu og guö má vita hvað. Viö skul- um bara vona að þessi skrif séu ekki miklu ruglingslegri en ■ t.a.m.Ritstjórnardeilan mikla á blaði Jóns Baldvins, svo aðeins sénefnt agnarlitið dæmiaf þeim uppákomum, sem okkar kyn- ■ slóöhefur máttreyna aðátta sig I á. Hinn hreini tilgangur ■ Hitt er svo ekki nema rétt og i sjálfsagt, að Jón Baldvin beri upp á aöra rugl og flökt. Hann I hefur alltaf haft einn kjarna i' lifi , sinu, eina skýra fastmótaða og stefnumarkandi hugsun sem skerpir útlinur persónuleikans og lyftir honum upp. Þessi tæra , hugsun er fólgin i þvi, að Jón i Baldvin skuli verða þingmaður I og helst ráðherra. Hvort sem | væri fyrir Alþýðubandalagið, , Samtök frjálslyndra, Alþýöu- • flokkinn eða maóista ef svo ber I undir.Hér ber ekki skuggann á, hér trufla ekki andskotans , vangaveltur og tilvistarflækjur ■ utan úr heimi. Og hinn hreini til- gangur, hinn harði kjami, hefur það lika i för með sér, að Jón , Baldvin á einkar auðvelt með aö i kyngja áviröingum þeirra I flokka og samtaka sem hann er í staddur i þaö og þaö skiptið. Enda fyrirlitur hann þaö kraðak ■ allt innilega eins og eðlilegt er. —áb. | skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.