Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Papandreú: hefur veriö andvigur Nató, Efnahagsbandalaginu og bandariskum herstöðvum Vinir herforingjanna, sem sitja f fangelsi fyrir glæpi sfna, kveiktu snemma i ágúst, i runnum og húsum i hverfi þvi i Aþenu, þar sem helstu stjórnmálaforingjar landsins búa. Þeir vildu knýja fram náðun og gera loft lævi blandið fyrir kosningarnar. í bessu siósra binöi Eræðrabandaerfrírrúr- aratai yfir aúa þá sem gerst ha’a frimúrarar frá 1960 tii síðustu áramóta. vióarnikií saman- tekt ii(n stoðu frlmúrara i þjóóféiaginu. éhrif- og. völd. hrasamr og fyrirgefningu yfírvatöa ■o.fi. o.fí. Gréirt er frá álþjóðafélagsskapnurn Qldungar Zions og hugsanlegum tengsium frímúrara vió hann. Einrig er i bessu bindi Sér- stakur kafli um leynifélög ems oa Rósen- kross, Sam-frimúrara. Oddfellowa. oc kiúbba einsogRotary.Lionso.fi. Kosningabarátta hörð er nú háð i Grikklandi og benda likur tii þess, að Hellenski sósialistaflokk- urinn, Pasok, undir forystu Adre- asar Papandreú, vinni mikinn sigur — ef til vill nægan til að steypa stjórn borgaraflokksins Nýtt lýðræðisem farið hefur með völd siðan herforingjaklikunni var steypt af stóli fyrir sjö árum. Bandarikjamenn iáta þegar uppi áhyggjur af þessari væntanlegu vinstrisveiflu. Pasok hefur verið að sækja i sig veðrið jafnt og þétt alllengi. 1 fyrstu kosningunum eftir að fasistastjórnin hrundi fékk flokk- urinn 13% atkvæða, en árið 1977 fékk hann svo 25% atkvæða. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess, að hann sé nú vinsælli meðal Grikkja en Nýja lýðræðið sem hefur nú að oddvita Georg Rallis forsætisráðherra. Kosn- ingarnar verða um næstu mánaðamót. Kosningakerfið er með þeim hætti aö þaö ýtir undir stærstu flokkana. óánægja Rallis er fremur nýr maður á forsætisráðherrastóli, tók við af Karamanlis i mai i fyrra þegar sá gamli refur lyfti sér i forseta- stól. Rallis þykir duglegur skrif- finnur en litlaus persónuleiki i samanburði við Papandreú, sem er ræðumaður góður og laginn við að láta taka eftir þvi sem hann fer með. Vitaskuld kemur fleira til en mismunur á persónuleikum helstu oddvita stjórnmálabarátt- unnar. Flokkur Rallisar státar sig af þvi, að lifskjör hafi batnað siðan Nýja lýðræðiö tók við af herforingjunum, en fáum þykir það lengur séríega þakkarvert. Menn hafa eins og að likum lætur meir hugann við vandamál eins og 25% verðbólgu og sáralitinn hagvöxt. Þá hefur fjárfestingar- pólitik verið i þvi skötuliki að hún hefur ýtt undir gifurlega öran vöxt höfuðborgarinnar meðan ýmsir landshlutar telja sig af- skipta. 1 Aþenu hefur safnast saman um þriðjungur lands- manna, umferðarhnútar og loft- mengun eru þar verri en i flestum borgum öðrum. Gömul lög og forneskjuleg skriffinnska standa landinu fyrir þrifum — og gifur- legtdjúp er staðfest milli rikra og fátækra. Pasok hefur byr Það er þvi ekki að undra þótt boðskapur sósíalistaflokksins finni góðan hljómgrunn: boðuð er ný efnahagsstefna, ný félags- málastefna, þjóönýtingar og róttækar breytingar á utanríkis- stefnu. Flokkurinn á sér góðan stuðning meðal menntamanna (Melína Merkúri leikkona er þingmaður fyrir Pasok), og hann nýtur góðs af vinfengi við franska sósialista, sem hafa unniö stór- sigra fyrr á árinu. Bandariska vikuritiö News- week segir, að boðskapurinn um þjóðnýtingar hafi valdið mikUli ókyrrö I viðskiptaheimi Grikkja, I heimi Onassisa og Njarkosa og þeirra lika. Enn meiri áhyggjur hefur bandariska blaðið af utan- rikismálastefnu Papandreús, sem hefur haft illan bifur á Næsta vinstrisveifla verður á Grikklandi Bandarikjamönnum siðan her- foringjaklikan hrifsaði til sin vöid i landinu. Papandreú hefur sakað bandarisku leyniþjónustuna um aðild að þvi valdaráni og hann gagnrýndi stjórn Nixons harðlega fyrir vinskap við herfor- ingjana. Þá hefur það og gert stöðu Bandarikjamanna i Grikk- landi enn lakari, að Grikkjum finnst sem erfðaféndur þeirra og bræður i Nató, Tyrkir, njóti of mikils skilnings og umburðar- lyndis I Washington. Burt með Nató! Papandreú vill helst hlutleysis- stefnu sem tæki mið af næstu grönnum i Júgóslaviu. Vigorð hans hafa verið: Burt með Nató, burt með Efnahagsbandalagið og burt meö Amerikana — sem hafa herstöðvar i Grikklandi. Newsweek er á dögunum að hugga sig við það, að Papandreú sé farinn að linast i þessu tali vegna þess aö hann vilji ekki styggja frá sér miðjukjósendur. Hann krefjist ekki lengur tafar- lausrar úrsagnar úr Nató, eða tafarlausrar brottfarar bandariska hersins. Sagt er að hann sé fús til að leyfa amerikön- um að vera um kyrrt ef þeir láti Grikkjum i té nýtisku vopn, sem dugi til að þeir hafi i fullu tré við Tyrki — en það eru reyndar hrossakaup, sem Reaganstjórnin ætti erfitt með, þvi hún á enn erf- iðara með að styggja Tyrki en Grikki. Papandreú hefur reyndar fyrr og siðan fengiö aö l.eyra það, bæði frá vinstri (I Grikklandi eru tveir kommúnistaflokkar, annar hollur Moskvu, hinn „evrópskur”) og hægri, að hann sé hentistefnu- maður, sem muni mjög fara eftir þvi hvernig vindar blása. En hreyfingin sem að honum stend- ur, er, hvað sem þvi liður, meira en nógu róttæk til þess að vekja áhyggjur þungar jafnt með inn- lendum skipakóngum sem bandariskum hershöfðingjum. — AB. I o ksins er seinna bindið komið Frímúraratal Hveriir eru þeir ? Hvar eru þeir ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.