Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. september 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Leikhús rauða hattsins Nýstárleg sýning sem hlotið hefur lof í Frakklandi Næstkomandi laugardags- kvöldið, 12. september, býður Þjóðleikhúsið upp á fróðlcga og nýstárlega leiksýningu. Þá kem- ur hingað i gestaleik franskur leikflokkur sem kennir sig við rauðan hatt, með sýningu er kall- ast Andspænis erfiðum degi, og er að mestum hluta til látbragðs- leikur. Sýning þessi hefur vakið mikla athygli i Frakklandi og verið á leiklistarhátiðum. Hafa dómar allir verið hinir lofsamlegustu, enda er sýningin nýstárleg mjög. Frakkar eiga sem kunnugt er rika hefð i látbragðsleik og nægir i þvi sambandi að minna á meist- ara eins og Marcel Marceau sem hefur tvisvar sýnt hér i Þjóðleik- húsinu, en Yann Collette, sem fer með eina hlutverkið i þessum leik, þykir fara eigin leiðir og vekur hlátur og grát áhorfenda, en sumir gagnrýnendur hafa tal- að um að andrúmsloftið i leiknum minni á sumar bestu myndir Chaplins. Þannig lýsti franska stórblaðiö Le Monde leik Yann Collette: „Þessi einkennilegi leikari, sem lætur þögnina ókyrr- ast”. Aðrir gagnrýnendur tala um að gamansemi eins og hún verður gráust falli þarna i faðma viö elskulega hlýju. Leikhús rauða hattsins hefur aðsetur i Avignon og hefur ferðast mikið um Frakkland og til ann- arra landa með sýningar sinar. Leikflokkurinn er reyndar harla ungur, stof naður 1976 og er nafnið þannig til komið að fyrstu sýning- arnar litu dagsins ljós i húsi núm- er 19 við Götu rauða hatt^ins. í leikflokknum sem hingaö kemur eru aðeins fjórir menn og i þeim hópi er leikstjórinn Pierre Prad- inas, en það er hann sem hefur sett saman þessa sýningu ásamt Yann CoIIette „lætur þögnina ókyrrast” I Þjóðleikhúsinu á laugardags- . kvöldið meö leikandanum Yann Collette. En þessari sýningu hefur einn svissneskur gagnrýnandi lýst á eftirfarandi hátt: ... Þarna er Gogol lifandi kominn séður með augum Busters Keaton”. Leik- flokkurinn hefur sýnt þessa sýn- ingu m.a, i Belgiu, Sviss og á tr- landi, en sýningin er hingað kom- in fyrir milligöngu franska menntamálaráðuneytisins og franskasendiráðsins i Reykjavik. Eins og áður segir þá sýna Frakkarnir aðeins einu sinni i Þjóðleikhúsinu, n.k. laugardags- kvöld klukkan 20.00. Franskur gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Færeyskt bændasam- félag og skútuöldin I anddyri Norræna hússins hef- ur verið komið fyrir sýningu um færeyska bátinn. Sýningin er f tengslum við fund safnvarða frá Grænlandi, Færeyjum og Islandi sem stendur yfir þessa dagana. I tengslum við sýninguna flytur Arne Thorsteinsson þjóðminja- vörður Færeyja fyrirlestur um hið gamla færeyska bændasam- félag og Jóan Pauli Joensen safn- vörður ræðir um skútuöldina i Færeyjum. Fyrirlestrarnir verða i kvöld kl. 20.30. Færeyski báturinn nefnist sýning sem nú stendur yfir I anddyri Norræna hússins. Færeysk bátalag hafði á sinum tima töluverð áhrif á bátasmiði hér á landi en það er önnur saga. ListaskáLi ASÍ Ágæt aðsókn Aðsókn hefur verið góð að lista- sýningunni i Listaskála ASÍ, Grensásvegi 16, sem opnuð var miðvikudaginn 2. sept. Þar eru sýnd 24 oliumálverk, 11 málm- myndir (drifin verk) og 37 list- munir úr keramik, tré og horni eftir marga af fremstu mynd- listarmönnum Sovétlýðveldisins Georgiu (Grúsiu) I Kákasus. Sýningin verður opin til sunnu- dagskvölds 13. sept. á virkum dögum kl. 14—19, en á laugar- dögum og sunnudögum kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis. a,a:v. .-.srv: . * " • : ■ ■ ^ ^ Myndlist frá Grúsiu f Listaskála ASt 1X2 1X2 1X2 2. leikvika — leikir 5. sept. 1981 Vinningsröð: 111 — 121 — 122 — 211 1. vinningur: 12 réttir — kr. 8.565.- 5601 27225(4/11) 32281(4/11)+ 41751(6/11) 27084(4/11) 27927(4/11) 40008(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 231.- 1388 7024 25249 28463 31160 40166 41838 2329 7025 25622+ 28508 31224 40259 41231 2356 7642 25725+ 28680 31226 40680 42308 3747 8694+ 25791(2/11) 31228 40682 42450 4623 8695+ 26097(2/11) 31263(2/11) 43162+ 4950 9053 26712 28922 31904 40691 5221 9854 27332 29346 31905 40853 5527 10683+ 27377 29518 32100 40854 5599 10838+ 27414+ 29555 32109 40988 5781+ 11472 27518+ 29857 32116 41034 5782+ (2/11) 27787 30130 32280 41505 5786+ 25222 27813+ 30351 40021 41624 6123(2/11) 27973 30446 40092 41774 Kærufrestur er tii 28. sept. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni i Reykjavik. Vinn- ingsupphæðir geta iækkað, ef kærur verða teknar tii greina. Handhafar nafniausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiöstööinni — REYKJAVIK fAuglýsing um afgreiðslutima verslana i Reykjavik Á timabilinu 1. september til 1. júni er heimilt að veita 1 - 2 verslunum i hverri grein leyfi til að hafa opið á laugardögum milli kl. 12.00 - 16.00. Einnig er heimilt að veita verslunum leyfi til að halda vöru- sýningu utan venjulegs afgreiðslutima, enda fari engin sala fram. Umsóknir sendist til samstarfsnefndar um afgreiðslutima verslana i Reykjavik, Austurstræti 16. Félagsmálaráð Garðabæjar óskar eftir starfsfólki I eftirtalin störf 1. Heimilishjálp. 2. Dagmæður. 3. Störf heimilisvina (starfið felst i félags- skap og umönnun barna og eða aldraðra á heimilum hluta úr degi). ATH: að sum ofangreindra starfa geta hentað skólafólki. Upplýsingar á skrifst. félagsmálaráðs i Garðabæ, og i sima 45022 á skrifstofutima. Félagsmálaráð Garðabæjar. Þjóðviljinn — Sandgerði Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður fyr- ir Þjóðviljann i Sandgerði. Hann heitir Þorbjörg Friðriksdóttir Hólagötu 4 Sand- gerði. Þjóðviljinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.