Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 15
frá M Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Biðskýli, Bjarna- borg og pylsuvagn Hilmar Grimsson Melgeröi 6 hafði samband viö 15. sibuna og óskaöi eftir svörum viö eftirfar- andi spurningum. 1) Hefur eigandi pylsuvagns- ins í Austurstræti heimild borgaryfirvalda til aö staösetja sHuvagn sinn, hvar sem er á miöbæjarsvæöinu? Tilefni þessarar spurningar er, aö þegar útitafliö var vigt á dögunum var pulsuvagninn kominn þar uppá gafl, og mér hreinlega blöskraöi allur sóöa- skapurinn sem honum fylgdi. 2) Hvaö dvelur aö diki skuli enn vera biíiö aö taka strætis- vagnaskýlið viö Grensásveg, sem áöur var viö Lækjartorg.i notkun? Er kannski hugmyndin (þaö hef ég frétt) aö þar eigi aö koma upp hamborgarasölu eöa ann- ars konar sælgætissölubúö? 1 tilefni þessarar spurningar vildi ég beina þeim tilmælum til yfirvalda aö söluleyfishöfum veröi skylt aö þrifa til eftir sig og si'na, bæöi innan búöar og dtki sist i kringum búðimar. 3) Finnst borgaryfirvöldum ekki kominn timi til, aö frikkað veröi uppá Bjamaborg, og hún máluð svo sómi veröi að bygg- ingunni? Eftir þvi sem ég man, þá eru minnst 20 ár siöan byggingin var siöast máluö. Þaö má kannski dragast aö sumra dómi þar sem háttsettir eiga þar ekki samastaö. Meöþökk fyrirsvörin, 1. Alfheiöur Ingadóttir, for- maður umhverf ism álaráös, svarar: Rekstrarleyfi pylsuvagnsins er einskoröað viö Lækjartorg og Austurstræti en vegna hverfa- keK>ninnar i skák, sem hófst eftir vigslu taflsins, var óskaö eftir þvi viö eiganda vagnsins aö hann sæi keppendum fyrir heitu kakói og kaffi, sem hann reyndar geröi endurgjaldslaust. Var vagninn færöur aö taflinu þess vegna. Um næstu helgi veröur siöasti hluti þessarar hverfakeppni en að henni undanskilinni er pylsuvagninn bundinn viö sinn staö i Austur- stræti og held ég aö flestum finnist fara best á þvi. Varöandi sööaskapinn sem minnst er á og fylgir neyslu á gosi og pylsum úr vagninum er rétt aö geta þess aö góöar rusla- tunnur eru á vagninum sjálfum svo og á svæöinu kringum tafliö. Hins vegar viröast sumir neyt- endur þessa góögætis ekki kunna aö nota ruslafötur en kjósa heldur aö kasta bréfum og boxum frá sér þar sem þeir standa. Mér er kunnugt um aö á hverju kvöldi þrifur eigandi pylsuvagnsins allt bréfarusl og sigarettustubba i Austurstræt- inu og tæmir hann lika sjálfur sinar tunnur. Hins vegar er vegna mikils kostnaöar engin hreinsun i miðbænum á laugar- dögum og sunnudögum og þvi hafa t.d. ruslatunnumar viö taflið staöiö stútfullar alla helg- ina eftir keppnina. Þessu þarf að kippa i liðinn og eins þarf aö koma fyrir e.k. öskubökkum bæöi við Torfuna og i Austur- stræti þannig aö sigarettu- stubbarsem fólk veigrar sér viö aö henda i ruslatunnur eigi i annan stað aö venda en götuna. 2. GuörúniAgústsdóttir, stjórnarformaöur SVR, svarar: Þaö er rétt, þarna á aö koma biðskýli og f tengslum viö þaö veröur rekiö söluop, þar sem selt veröur sælgæti og einnig veröur þar farmiöasala. Reksturinn á þessari búö var boöinn út og fengist hefur maöur til aö taka hann ab sér. Um leiö og hann hefur lokið inn- réttingu á búöinni, sem vonandi veröur innan skamms, veröur skýliö opnaö. 3. Alfheiður Ingadóttir svarar: Fyrir um tveimur árum var gerb kostnaöaráætlun um endurbætur á Bjarnaborg og þótti hún svo há aö falliö var frá þvi aö ráöast i þær. Bjarna- borgin er meöal þeirra húsa i eigu borgarinnar sem ávallt hefur staöið til aö varöveita eöa friöa og hefur umhverfismála- ráö lagt áherslu á að húsinu yröi betur haldiö við en nú er. Ný- lega samþykkti borgarráð aö tillögu umhverfismálaráös að gerö skyldi ný kostnaöaráætlun um endurbætur á húsinu en i bréfi si'nu til borgarráös benti umhverfismálaráð m.a. á nýja lánamöguleika sem nú hafa opnast meö nýjum lögum tii endurbóta og viðhalds á göml- um húsum. 1 Bjamaborginni eru leiguibúðir á vegum Félags- málastofnunar og er húsiö af-’ skaplega illa fariö og sumar ibúöimar heilsuspillandi. Vchi- andi verður kostnaður ekki lengur látinn standa i vegi fyrir „saneringu” eða endurbótum á húsinu. Um síðustu helgi voru birtar nokkrar myndir úr bókinni ,,Krakkar krakkar" og voru m.a. nokkrar myndanna textalausar, en ætlast til þess að börn semji texta og sögur við myndirnar. Við f réttum af 5 ára telpu, Unni ösp, sem var búin að semja sögur við þessar tvær myndir. Sögurnar eru svona: Ég heiti Jón og ég pússa bíla. Ég er með skrýtna konuhúfu, en samt er ég ekki kona. AAér f innst gaman að pússa innaní bíla. Nú er ég að pússa oní Fólksvagn. A afturrúðunni stendur skrifað: Búið. Ég heiti Skúffa. Ég er skotin í manninum, sem er að kaupa sér skyrtu. Hann er í stuttbuxum, en þær sjást ekki. Mér f innst að hann eigi að kaupa sér síðar buxur. Þá sé ég miða sem stendur á: Búið Fimmtudagur 10. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 s Utvarpsleikrit vikunnar: Þorsteinn 0. Stephensen Guöbjörg Þorbjarnardóttir Hundrað sinnum gift 1 kvöld kl. 20.50 veröur flutt leikritiö „Hundraö sinnum gift” eftir Vilhelm Moberg, i þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Leikstjóri er Gisli Halldórs- son. Meö aöalhlutverkin fara Þorsteinn O. Stephensen og Guöbjörg Þorbjarnardóttir. Leikurinn, sem er um 70 minútur i flutningi, var áöur á dagskrá I nóvember 1969. Almström er leikstjóri i ferðaleikflokki og kona hans •Útvarp kl. 20.50 Asta leikur hjá honum. Þau eru ekki bara gift i veruleik- anum, heldur lika á sviðinu oft og mörgum sinnum. Og þá fer eins og ósjaldan ber við, aö hlutverkin veröa stór þáttur i lifi þeirra — geöbrigöi leiksins ná til hjónabandsins, þannig að erfitt er aö greina hvaö er leikur, og hvaö raunverulegt lif. Vilhelm Moberg fæddist i Algutsboda i Smálöndum áriö 1898 og var hermannssonur. Hann vann viö sitt af hverju á yngri árum, en geröist seinna blaöamaður. Fyrsta leikrit hans var sýnt 1919 og tveimur árum seinna kom fyrsta skáldsagan. Frægastur hefur Moberg sennilega oröiö fyrir „Vesturfarana”, sem er i rauninni heill sagnabálkur. Kvikmynd hefur veriö gerö eftir þvi verki og einnig hefur þaö veriö flutt i sjónvarpi. Sögurnar „Kona manns” og „Þeystu þegar I nótt” hafa báöar komið út á islensku. Moberg lést 1973. Gtvarpiö hefur áöur flutt eftirtalin leikrit hans: „Nafn- lausa bréfiö” 1939 og 1980, „Á vergangi” 1974, „Laugardags- kvöld” 1949, „Dómarinn” 1959 og „Kvöldiö fyrir haustmark- aö” 1978. Strandaglópur „Ég ætla aö gera góölátlegt grin aö þvi, þegar ég varö strandaglópur i erlendri borg ekki alls fyrir löngu”, sagöi Hjalti Jón Sveinsson þegar hann var spuröur um efni þáttar sins „Þaö held ég nú” sem er i útvarpi i kvöld kl. 22.35. „Þaö stóö þannig á, aö ég varö af flugi heim til tslands, sem varö til þess aö flugfélag- iö kom mér fyrir á 1. flokks hóteli um nóttina. Annaö er, aö ég passaöi illa inn i öll herlegheitin i þvi húsi, klæddur strigaskóm og slitn- um gallabuxum. Þaö var þvi ýmislegt spaugilegt sem henti mig vegna þessa og ég ætla að Utvarp KL. 22.35 reyna aö koma einhverju af þvi á framfæri viö hlustendur i kvöld.” —-Ig Hjalti Jón Fjárhagshlið kvikmyndagerðar Þátturinn Verslun og vib- skipti er á dagskrá útvarpsins I dag kl. 11.00. Ingvi Hrafn Jónsson stjórnandi þáttarins tekur fyrir nokkuö óvenjulegt efni á þessum vettvangi, kvik- myndagerð og fjármögnun hennar. Þessari fjárfreku list- grein hefur vaxiö nokkuð fisk- ur um hrygg á tslandi aö und- anförnu sem kunnugt er og Ingvi hyggst ræöa viö tvo kunnuga menn um þaö sem snýr aö fjárhags- og fram- kvæmdahliö kvikmyndagerð- ar á íslandi. Viömælendur hans eru þeir Jón Hermanns- son og Agúst Guðmundsson, sem báöir eru viöribnir fyrir- tækiö „ísfilm”, Agúst hefur leikstýrt tveim myndum sem fyrirtækiö hefur framleitt, Landi og sonum og Gisla Súrs- syni. Jón Hermannsson er framkvæmdastjóri Isfilm, og ætti þvi aö vera manna fróö- astur um þaö efni sem verbur til umfjöllunar. Útvarp kl. 11.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.