Þjóðviljinn - 10.09.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. september 1981 Þorskaflinn: 30 þús. lestum meiri en í fyrra Jakob og Bubbi ✓ í Arseli Annað kvöld, fimmtudag.koma kapparnir Jakob Magnússon og Bubbi Morthens i Arsel og flytja þar rafmagnaða tónlist, — e.k. „sjó”, sem Jakob er á förum með tii Evrópu. Húsið verður opnað klukkan átta og hefst „sjóið” kl. niu. Valgeir Guðjónsson for- stöðumaður Ársels sagöi i gær að aðsókn hefði verið mjög góð s.l. sunnudag, þegar húsið var kynnt. „Nú stendur yfir umfangsmikil söfnun á pottaplöntum hér i húsinu”, sagði Valgeir, „og tónleikagestir á morgun eru hvattir til að flytja nokkur slik með sér!” Bíndindls- menn þinga Norræna bindindisþingið var nýverið haldið á Jamtaralandi i Sviþjóð. 300 fulltrúar hvaðanæva af Norðurlöndum sóttu þingið, þaraf ellefu Islendingar. Þingið var liflegt og umræöur fróðlegar um ýmis mál tengd áfengis og fikniefnum. Formaður Norræna bindindisráðsins var kosinn Sviinn Valeri Surell. Af hálfu fslendinga sitja i Norræna bindindisráðinu þeir Ólafur Haukur Arnason og varamaður hans i stjórn Jóhann E. Björns- son. —óg ólafur Adda Bára Guðjón Skdli Guðmundur J. I_____________ Svavar | Ráðstefna Alþýðubandalagslns um húsnæðlsmál Leysum húsnæðisvandann Hreyfilshúsinu við Grensásveg sunnudaginn 13. þessa mánaðar Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til ráðstefnu um ástand húsnæðismála i Reykjavik sunnudaginn 13. september i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 19. Fundar- stjóri er Adda Bára Sigfúsdóttir. Að lokinni setningu ráðstefnunnar verða flutt stutt framsöguerindi. Málefni leigjenda Jón Ásgeir Sigurðsson Hlutverk félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar i húsnæðismálum Þorbjörn Broddason Framkvæmd húsaleigulaga Skúli Thoroddsen Húsbyggingar í Reykjavik og atvinnumál Guðmundur Þ. Jónsson Framkvæmd nýju húsnæðislaganna Ólafur Jónsson Þáttur verkaiýðshreyfingarinnar i bygg- ingu húsnæðis á félagslegum grundvelli Guðmundur J. Guðmundsson Félagslegar ibúðarbyggingar sem fram- tiðarlausn Guðjón Jónsson Hlutverk rikisins og stefnumótun i hús- næðismálum Svavar Gestsson Stefnumótun i húsnæðismálum og hlut- verk Reykjavíkurborgar Sigurjón Pétursson Að loknum framsöguerindum, sem áætlað er að standi i 2—3 klst., munu frummæl- endur taka þátt i pallborðsumræðum. Þar gefst ráðstefnugestum kostur á að beina til þeirra spurningum og athugasemdum bæði skriflegum og munnlegum. Alþýðubandalagið i Reykjavik 1 Sigurjón Guðmundur Þ. Jón Asgeir Þorbjörn Þorskafli Islendinga var i lok ágúst orðinn 373 þúsund lestir samkvæmt tölum frá Fiskifélagi Islands. Fyrstu 8 mánuði ársins i fyrra var þorskaflinn 343 þús. lestir og er aflinn nú þvi orðinn 30 þús. meiri en i fyrra. Haf- rannsóknastofnunin gerði tillögu um að heimilaöar yröu 400 þús. lestir árið 1981, en af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins hefur markiö veriö sett við 430 þús. lest- ir eða þar um bil, Búast má við þvi að þorskaflinn fari nálægt þvi hámarki sem ráðuneytið hefur miðað við, en litlu er auðvitað hægt aö spá um aflann til áramóta. Taka verður þó meö i reikninginn, aö fram- undan er 40 daga þorskveiðibann hjá togurunum. —j Starfsfólk Innréttingahússins við eina af hinum smekklegu, dönsku innréttingum. — Sigurður Karlsson er lengst til vinstri, þá Sigurður Lyngdal og Snjólaug Jóhannesdóttir. Ljósm.: —gel— Danskar innréttingar Hjá Innréttingahúsinu, innréttingar frá danska fyrir- hefur fengið einkaleyfi á sölu Háteigsvegi 3,eru tilsýnis og sölu tækinu HTH. Innréttingahúsið þessara innréttinga og hefur nú verið sett upp i rúmgóðum sýningarsal fyrirtækisins úrval af eldhús-, baðherbergja- og svefnherbergjainnréttingum. Innréttingar þessar eru úr ýmsum viðartegundum, en ber þó mestá ljósum viði svo sem beyki, eik og furu. Óhætt er að segja að aðgengilegt sé að skoða sig um i sýningarsalnum og öll aðstaða fyrir viðskiptavini góð. Að sögn Sigurðar Karlssonar, framkvæmdastjóra, eru gerð til- boð i innréttingar og veitt ráðgjöf, viðskiptavinum fyrirtækisins að kostnaðarlausu. Verð á inn- réttingunum mun vera sambæri- legt og á svipaöri framleiðslu innlendri. Til 15. október eru inn- réttingarnar seldar með 20% kynningarafslætti. —ugk Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Unnið að stækkun Sala á kartöflum I neytenda- pokum hefur orðiö talsvert minni I ár en undanfarin ár. A því finna menn einkum tvær skýringar. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvl, að kartöfluræktun hjá einstakling- um (neytendum) hafi veriö með mesta móti. Þær kartöflur hafa vissan forgang i neyslu, þdtt sií reynsla komiekki inn I sölukerfið meö venjulegum hætti. 1 annan stað að orðin sé breyting á neysluvenjum, eiknum hjá ungu fólki. Það kjdsi nú orðið fremur steiktar kartöflur. Slikar kartöflur hafa eingöngu verið fluttar inn þar til i mars- mánuði sl. vetur. Þá var farið að steikja kartöflur i nýrri verk- smiðju, sem til þess var reist á Svalbarðseyri. Þessi verksmiðja hefur nú framleitt 155,2 tonn af steiktum kartöflum frá þvi hún tók til starfa og til 1. ágúst sl..Hef- ur hún unnið úr 497,5 tonnum af hrákartöflum. Þessi framleiðsla hefur þó ekki fullnægt innlendri eftirspurn og hefur töluvert oröið að flytja inn af steiktum kartöflum. Nú er i ráði að stækka verksmiðjuna á Svalbarðseyri og aö sú stækkun komi I not á næstunni. — mhg Akureyri: Tflboð opnuð í byggingu verkmennla- skólans I gær átti að opna tilboð i bygg- ingu fyrsta áfanga hins nýja verkmenntaskóla á Akureyri, sem Ingvar Gislason mennta- málaráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að á dögunum. Að sögn Hauks Arnasonar formanns byggingarnefndar skólans er stefnt að þvi að ljúka þessum áfanga fyrir næsta haust og er þá meiningin að taka i notkun verk- námshúsnæði málmiðnaðardeild- ar. Reiknað er með að fram- kvæmdir hef jist eftir hálfan mán- uð, en jarðvinnsla stendur yfir. Þegar verkmenntaskólinn á Akureyri verður kominn i gagnið flyst þangað allt verknám i heil- brigöis-, hUsstjórnar-, viðskipta- og tæknisviðum. Við það rýmist húsnæði iðnskólans og jafnframt flytjast framhaldsdeildir Gagn- fræðaskólans i verkmenntaskól- ann. Bóknámsgreinar verða sið- an að mestu kenndar við Mennta- skólann á Akureyri og starfa þessir tveir skólar þvi i nánum tengslum hvor við annan i fram- tiðinni. I sameiningu munu þeir veita þá menntun sem fjölbrauta- skólarnir hér syðra hafa á sinni könnu. Verkmenntaskólinn mun út- skrifa stúdenta i ákveönum greinum, en að sjálfsögöu verður þar einnig um að ræða styttra nám og námsáfanga sem veita ákveðin réttindi. NU er áætlað aö skólinn yerði tilbúinn i endanlegri mynd eftir 6—8 ár. Kostnaðaráætlun frá i sumar hljóðar upp á 58 miljónir króna. Haukur Arnason tjáði Þjóðvilj- anum i gær að ekki hefði verið ákveöiö hvarlistasviði yröikomið fyrir innan framhaldsskólanna á Akureyri, en til greina kæmi að nýta Iðnskólahúsiö undir þaö, þegar hann losnar. Gifurleg þrengsli eru hins vegar i gamla Gcignfræðaskólahúsinu og veröur það fullnýtt eftir sem áður þótt framhaldsdeildirnar flytji það'an. — j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.