Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. september 1981 TÆKNIFULLTRÚI Staða tæknifulltrúa er veitir forstöðu teiknistofu Hafnamálastofnunar rikisins - er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu, sendist Hafnamálastofnun rikisins, fyrir 22. september 1981. HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Mötuneytið Hafnar- húsinu við Tryggva- götu óskar að ráða starfsfólk allan daginn eða hluta úr degi. Upplýsingar hjá yfirmatsveini i sima 10577 eða á staðnum milli kl. 13 og 15 næstu daga. Frá Skálholtsskóla Skálholtsskóli verður settur fimmtudag- inn 1. okt.. Nemendur komi á staðinn einum degi fyrr. Innritun stendur yfir. Skáihoitsskóli. Sími 99-6870 og 99-6872. FÉL AGSMÁLAST OFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DAIiVISTUN BARNA, KORNIIAGA 8 StMI 27277 FOSTRUR Staða forstöðumanns við dagvistarheimil- ið Ösp, Asparfelli 10, er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 16. september. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistun- ar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Félagsstofnun stúdenta óskar að ráða starfskraft i mötuneyti. Æskilegur aldur 25—40 ára. Upplýsingar á skrifstofunni, simi 16482. Kópavogskaupstaöur A Kópavogsbúar — hesthús Tómstundaráð og hestamannafélagið Gustur vilja hér með gefa ungum Kópa- vogsbúum og Gustsfélögum, allt að 18 ára, kost á að hafa hest á fóðrum i sameignar- hesthúsi þessara aðila. Umsóknarfrestur er til 21. sept. n.k. og skal umsóknum skilað á Félagsmála- stofnunina, Digranesvegi 12, en þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar i sima 41570. Guðjón B. Baldvinsson: Skyggnst um í myrkviði frumskógar Gamall og ágætur kunningi, Adolf J.E. Petersen, ritar um aldraöa fólkiö f frumskóginum, mjög þarfa hugvekju. Eins og gengur þá veröa menn ekki alltaf sammála um alltsem sagt er, eða skrifaö þó að meö góöu hugarfari sé það gert. Ég vil sérstaklega þakka Adolf fyrir orö hans um einmanaleikann. bar fara saman raunsannar lýsingar og áminning töluð frá heitu hjarta. Ég vil undirstrika þaö aö einsemdin veröur ekki bætt meö fé og um leiö vekja athygli á þvi að þaö sjálfboöastarf, sem innt er af höndum til aö stytta einmana sál stundirnar, og/eöa rétta hjálpar- hönd.er oft meira virði einsömum manni. en peningar eöa matur. Þó aö eigi skuli slik umhyggja vanþökkuö, sem sýnd er meö þeim hætti. Einn lifeyrissjóður fyrir lands- menn alla. Þetta hefur um nokkuð mörg undanfarin ár veriö slagorö stjórnmálamanna. Þrátt fyrir þaö veröa vandamál aldraöra ekki leyst i skyndingu. M.a. er „frumskógur” lifeyrissjóösmála þykkari en svo og torgengnari. Grein Adolfs drepur á svo margt aö þaö veröur ekki tekiö til um- fjöllunar i stuttri blaöagrein, en viö skulum vona aö umræöan lognist ekki útaf um þessi lifs- nauösynjamál. Þaö sem einkennir, aö mér finnst um of, umræöu um lifeyris- sjóösmál, er öfundartónn út i opinbera starfsmenn, af þvi að þeir sumir hverjir náðu samn- ingum miklu fyrr en önnur stéttarfélög. Spyrja má hvers vegna verkalýösfélögin vöknuöu ekki fyrr. Þau höföu þó verkfalls- réttinn. Var þaö ekki þröngsýni, sem olli seinlætinu, gamall hugsunarháttur sem réöi viöhorf- inu, aö þaö væru ekki ráð til aö greiöa i lifeyrsisjóð? Og svo er önnur áleitin spurning. Hvers vegna kemur mönnum i hug að allir eigi að fá sama lífeyri hvað sem þeir hafa greitt til sjóöa sinna, og hvernig sem þeir hafa samið um laun? Ætli launajöfnuöurinn þurfi ekki aö sitja i fyrirrúmi, annars greiöa skattþegnar nú nokkuð til uppbótar á lifeyri ,verkafólks, sem ég vona að enginn telji eftir, þó aö þeir hafi sjálfir greitt með iögjöldum og lægri launum til sinna sjóða. Og þvi mætti bæta við aö skatta sina hafa þeir greitt af launum sinum öllum. Sögulega er rangt aö aöeins einn lifeyrissjóöur hafi veriö lög- boöinn. Lög voru til um 4 lífeyris- sjóöi rikisstarfsmanna auk sér- sjóöa þingmanna og ráöherra. Minnir mig og ab lifeyrissjóður togarasjómanna hafi veriö lög- boöinn, og siðan endurbættur oftar en einu sinni. Kemur hér m.a. fram hve óvarlegt er aö treysta blaöagreinum og frá- sögnum einstakra manna um söguleg atriöi verkalýösbarátt- unnar, en um þaö hefi ég ritaö i annað blaö. Stéttarfélögin hafa sjálf skapaö nokkurt myrkviöi I lifeyrissjóöa- málum, þar sem tortryggni og skammsýni hafa valdið þvi aö fá- menn félög hafa stofnað eigin sjóði, sem aldrei munu valda þvi hlutverki, sem þeim er ætlað. Til hvers á aö nota þetta sparifé launþega? Það er stór spurning. Sumir vilja nota þaö til þess aö koma upp húsnæöi fyrir fólkiö i landinu, en þaö kostar auðvitað verð- tryggingu lánsfjárins, ef ekki á að rýra sjóðina. Aðrir vilja hætta sparifjár- söfnun með þessum hætti, og greiða jafnóðum út innborguð iðgjöld I eftirlaun. Þá myndi blasa við verkefniö að finna pen- inga i húsnæðismálakerfið; hvaöan á aö taka þá? Kjarni málsins er eins og Adolf segir: Að tryggja mönnum lifeyri á efri árum þeirra, og betri aöstööu til lifsins með góöum og hentugum ibúöum. Það væri æskilegt aö efnahagsmál þjóðarinnar væru i svo góöu horfi að allir gætu allt i einu búiö viö verðtryggðan lif- eyrissjóö, en ég hefi ekki séö rök til þess þvi miöur, aö okkar hagur sé svo góður. Viö höfum vanrækt að undirbyggja þá sjóömyndun, sem þarf til aö standa straum af svo stórkostlegri framvindu. Umræöa um málið er til góðs, viö skulum vekja hver annan til framhaldandi umræðu og baráttu fyrir auknum réttindum á þessu sviöi eins og öörum er snerta launafólkið i landi okkar. Guöjón B. Baldvinsson ELSTA SKÁKIN — varðveitt í handríti frá 10. öld i öllu því fióöi af tefldum skákum, sem birtast á prenti um viöa veröid í dag, er hæpið að finnist sambærilegt hugverk því, sem hér á eftir fer. Það er nefnílega skák, sem tefld var í Baghdad einhvern- tíma á 10. öld. Þrátt fyrir að saga mannfaflsins mun ná öldum fyrir burð frels- arans, er þessi skák, sem hér f er á eftir, sú elsta sem til er skráð. Skáksagnfræðingurinn H.J.R. Murray fann verkiö i 10. aldar handriti. Þar er sagt frá skák sem tefld var i Baghdad milli þeirra Abubekr Muhammed ibn Yahyá Assuli og nemanda hans i skák, Abu'ifaraj Almuzaffar ibn Sa’ud Allajlaj. Assuli var sagnfræðing- ur, og i miklu uppáhaldi hjá mikilsmetnum Kalifum á þeim slóöum. Murray þýddi handritið og um- skráöi leikina til nútima skák- tákna, meö hjálp teikninga I handritinu. Reglur manntaflsins voru nokkuö á aöra lund en nú gerist. Peðum mátti aöeins leika um einn reit fram á viö, i stað þess aö i dag má leika þeim um tvo reiti I upphafi. Ef peö komst upp i borö mátti ekki breyta þvi I annað en drottningu, en i dag má velja um hvaöa mann sem er. Biskuparnir fóru á ská eins og nú, en ávallt og aöeins um tvo reiti, jafnvel þó maöur stæöi á reitnum á milli. Biskup sem þannig stóö á e4 átti aðeins kost á ab færa sig á g2, g6, c6 og c2. Drottningarnar voru mjög svo hreyfihamlaðar miöaö viö sem nú gerist og mátti aðeins færa um einn reit á ská. Hrókun þekktist ekki og skák gat unnist á þrjá vegu. Með máti, patti og einnig ef annar aðilinn átti aðeins kónginn eftir, þá var skákin honum töpuö. í þá daga voru mennirnir rauðir og svartir, og taflborðin þannig útbúin aö kóngarnir stóöu i upphafi á sam- lita reit. Athygli vekur að staðan á borð- inu er fyrstu 25 leikina spegil- mynd, með smá tilbrigðum, en ekki vitum við hvort skákfræðin þá hefur mælt meö þvi eða ekki. En litum á skákina: Kauöur: Assuli Svartur: Allajlaj Óregluleg byrjun (eöa hvaö!) 1. f3-f'6 2. f4-f5 3. Rf3-Rf6 4. g3-g6 5. Hgl-Hg8 6. h 3-h6 7. e3-e6 8. g4-fxg4 9. hxg4-g5 10. fxg5-hxg5 11. d3-d6 12. e4-e5 13. Be3-Be6 14. Rxg5 (Eölilegt dráp þar sem biskup- inn á e3 valdar, og svarta drottn- ingin hefur engin áhrif). 14. ..-Ke7 15. c3-Rxg4 16. Ke2-C6 17. d4-d5 18. b3-b6 19. Rd2-Rd7 20. Dc2-Dc7 21. Dd3-Dd6 22. Rdf3-Rdf6 23. Bh3-Bh6 24. Bf5!-Bf4! (Hér stökkva biskuparnir yfir, riddarana eins og lög leyföu). 25. Hacl-a6 26. c4-Hac8 27. c5!-bxc5 28. Bxc5+ (Einhverjum myndi bregða við þennan leik i dag, en biskupinn skákar yfir drottninguna). 28. ..-Ke8 29. dxe5-Rxe5 30. Rxe6-Hxgl 31. Hxgl-Rxf3 32. Kxf3 Og með biskup yfir vann rauður skákina. — eik — Er sjonvarpið bilað?^ Skjárinn S'jónvarpsvérbst&ði Bengstaðastr&ti 3B simi 2-1940

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.