Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 11. september 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ. VÍðtalÍð ,,Er sjórinn nógu heitur til að fara í hann, pabbi?" A myndinni sjást Sigurbjörn Þorgeirsson skósmibur, Jónlna dóttir hans, eini kvenskósmiðurinn á islandi, og Gunnar Magnússon eigin- maður hennar. Skyndi-skóviðgerð Skóvinnustofa Sigurbjörns Þorgeirssonar að Háaleitis- braut 68 i Austurveri hefur ný- lega fengið fullkomnustu vélar, sem þekkjast i heiminum i dag til allra skóviðgerða, — þannig að nú býður skóvinnustofan þá óvanalegu þjónustu, að við- skiptavinurinn getur beðiö á meöan viögerö fer fram. A þaö viö hvort sem um er að ræöa venjulega skóviögerð eöa „sjúkraviögerö”. Rætt við Hildigunni Ólafsdóttur, afbrotafræðing um áfengisneyslu ✓ Islendinga Léttu vínin vinna á og konur drekka meira Hóflega drukkið vin gleður mannsins hjarta sögðu menn til forna i Grikkiandi. Mannkynið hefur löngum haft mikinn áhuga á vimugjöfum, sumir að nálgast þá, aðrir að reyna að koma i veg fyrir notkun þeirra. Afengismál hafa verið mjög I sviðsljósinu undanfarin ár og þarf ekki að tiunda það átak sem gert hefur verið i málefnum áfengissjúk- iinga. En hvernig drekka Islendingar og hve mikið? Eru drykkjusiðirnir aö breytast, erum við verri eða betri en þjóðir sem búa handan hafsins i austurvegi? Ariö 1972—’74 geröu þeir Gylfi Ásmundsson og Tómas Helga- son könnun á neysluvenjum landans á áfenga drykki. Ariö 1979 geröu þeir aöra könnun til aö athuga hvort einhverjar breytingar heföu átt sér staö á fimm árum. Samtimis geröu þau Hildigunnur ólafsdóttir afbrotafræöingur og Tómas Helgason könnun i samvinnu viö Svia, Norðmenn og Finna, til aö fá samanburð milli landa á neyslunni. Hildigunnur var tekin tali og spurö fyrst aö þvi hvaö þessar kannanir heföu leitt i ljós. Hildigunnur sagöi aö þeir Gylfi og Tómas heföu i sinni könnun boriö saman svör hóps- ins frá þvi fyrir fimm árum við svör hans nú. Niðurstaöan varö sú aö nokkur breyting haföi átt sér staö. Sterkir drykkir eru ekki eins vinsælir og áöur, en léttu vinin hafa unniö á. Þá kom i ljós aö fleiri konur neyta nú áfengis en áöur og einnig aö margir þeirra, sem áttu viö vandamál aö striöa fyrir fimm árum, eiga það ekki lengur. Hin aukna neysla léttra vina kemur heim og saman viö söluskýrslur ATVR, þar sést aö sterk vin seljast jafn mikiö og áöur, en aukningin er i léttum veigum. Við þetta bætist þaö sem smygl- aö er og heimabruggaö. Hildigunnur sagöi aö í könnun þeirra Tómasar heföi veriö spurt hvort fólk heföí neytt heimabruggs. Svörin voru á þá leiö aö 44% sögðust hafa drukkiö bjór, 37% létt vin og 18% sterka, eimaða drykki. Neysluvenjur Islendinga ein- kennast af þvi aö þeir drekka sjaldan en mikiö i einu, og enn sem fyrr hafa sterkir drykkir yfirhöndina. Munstriö litur þannig út aö litill hópur drekkur megnið af vininu og er þaö magn sem gefið er upp 40% af þvi sem ATVR selur. Hildi- gunnur sagöi aö ástæöa væri til aö ætla aö fólk gæfi upp minna magn en það drykki i raun. Þá kom fram i könnuninni aö 10% karlanna drekka 47% af öllu þvi vini sem karlar drekka og 10% kvennanna drekka 62% af þvi sem konur drekka. Skýringin á þessum 62% er meöal annars sú aö mun fleiri konur en karlar neyta aldrei áfengis. (Þaö er t.d. fremur sjaldgæft aö konur yfir fimm- iugt neyti áfengis i einhverjum mæli, en þær sem yngri eru hafa alist upp viö aörar heföir og þaö er fofvitnilegt aö veita fyrir sér hvaða félagslegar orsakir liggja aö baki aukinnar vindrykkju kvenna. -ká) Þegar drykkjuvenjur Islend- inga eru bornar saman viö aörar Noröurlandaþjóöir kemur i ljós að venjurnar eru ööru visi og þegar litiö er á tölur drekk- um viö minnst Norðurlanda- þjóöanna. Þarna munar væntanlega mest um hinn dag- lega bjór sem margir frændur okkar fá sér (sumir fleiri en einn og fleiri en tvo). Danir drekka lang mest, en tölurnar fyrir löndin fjögur sem könnunin náði til eru, fyrir 15 ára og eldri: Finnar 7,84 litrar, Norömenn 5,65, Sviar 7,10 og Islendingar 4,50. Hér er átt viö hreint áfengi. Hildigunnur sagöi aö hægt væri að sjá hvernig neysla áfengis heföi þróast hér á landi sl. hundraö ár. 1880 voru drukknir 2,4 litrar á mann, á bannárunum á öðrum, þriðja og fjóröa áratug þessarar aldar fór drykkjan niður i 0,3—0,4 litra, en hefur aukist frá 1935 til okkar daga upp i 3,16 litra á mann. Afengisdrykkjan hefur aukist stöðugt og eftir 1970 fara breyt- ingar á venjum aö koma fram. Yngri og yngri krakkar fóru að drekka, konur bættust við og léttu vinin runnu æ oftar i glösin. -ká Saga úr daglega lífinu Skilyrt andsvar Framkallað af útvarpsstjóra Hann sat ihægindastólnum og starði sljóum augum á Dallas i sjónvarpinu. Hún færöi sig nær fráhneppt og sviflétt og dillaði sér á losta- fullan hátt I sjónlinunni milli húsbóndastólsins og sjónvarps- ins. Skelfingarsvipur færöist yfir andlit hans, þar sem hann sat i stólnum, og hann skimaði i fáti i kringum sig. Hann spuröi hraðmæltur: — Hvað? Vorum viö ekki búin aö borga afnotagjöldin? Hvar er kvittunin? Ætli séu komnir dráttarvextir? Hún hneppti blússunni aftur upp i háls og gekk þungum skrefum aö strauboröinu. Við eigum eingöngu að keppa I knattspyrnu við þjóðir frá Afriku og Aslu. Það tryggir okk- ur sigur. < < ■Q i-i O ’Þh J Hafið þér sagt af yöur blaðaþjónustunni, vegna hins erfiða efnahags ástands sem nú rfkir? Ásgeir Dorínn afieikveili - eltlr aðelns 6 mín., með slltið iiðband i ðkkia Asgeir Sigurvinsson haitrafti af léikvelli á Olympluleikvanginum I Munchen I gærkvöldi — eftir aö- eins 6 min., eftir a6 hafa lent i samstuði viö einn leikmann Karisruhe. Læknarsem skoöuöa meiösl Asgeirs, töidu aÖ þaö hafi slitnaö liöband i ökkla vinsiri fót- ar og mun hann veröa frá keppni I 4 vikur. Þaö var fariö meö Asgeir i nán- ari læknisskoöun eftir leikinn og mun þá koma frekar i ljós, hvaö meiösl hans eru alvarleg. Bayern vann öruggan sigur 4:1, eftir aö staöan haföi veriö 1:1 I leikhléi. Karl-Heinz Rumenigge skoraöi fyrsta markiö, en siöan kom Paul Breitner meö tvö mörk og fjóröa markiö skoraöi Klaus Augemthaler. —SOS Þetta heitir vfst fuilkomin nákvæmni I fréttamennsku, eða hvað?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.