Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. september 1981 Minnmg Bjöms sonar frá Strýtu NU I ár eru liöin rétt 90 ár frá fæöingu Björns Jónssonar frá Strytu. Þtí ntí sélangtum liöiövil ég ekki láta hjá llöa aö minnast aö nokkru þess mæta manns er varö aö láta undan siga fyrir mann- inum meö ljáinn, langt um aldur fram. Björn var fæddur 11. 9.1891. á Strýtu viö Hamarsfjörö, sonur hjónanna ólafar Finns- dóttur og Jóns Þórarinssonar er var völundur hinn mesti á tré, járn og kopar, f. 17.02. 1842 aö. Þórisdal i' Lóni, en flutti ungur meö foreldrum sinum aö Núpi á Berufjaröarströnd, þar sem hann ólst upp f stórum systkinahtíp, en þau voru alls átján. Faöir Jóns var Þórarinn, dugandi bóndi og sjálfmenntaöur læknir. Kona hans var Lisibet, gæöa og trUkona mikil, Jónsdóttir frá Núpshjáleigu á Berufjaröar- strönd. Faöir Þórarins var Rikard Long. MóSr Björns var Ólöf Finnsdóttir f. 6.7.1865, ann- áluö gáfu og dugnaöarkona Guömundssonar btínda og sööla- smiös á Tunguhóli i Fáskríiös- firöi. Kona Finns var Anna Margrét, talin bókhneigö og greind vel Guömundsdóttir bónda á Brimnesi i Fáskrúðsfiröi. Syst- kini Björns voru Rikharöur f. 20.09.1888, myndhöggvari, mynd- skeri og söngmaður góöuF, kvæntur Mariu ólafsdóttur frá Dallandi i Húsavik eystri, bæöi látin, Finnur f. 15.11. 1892, gull- smiöur og myndlistamaöur, kvæntur Guönýju Eliasdóttur frá DjUpavogi. Georg; f. 24.02. 1895 búfræöingur og bóndi á Reynistað i Skerjafiröi, kvæntur Margréti Kjartansdóttur frá Efri- Hdsun.i l W önundarfiröi, bæöi látin Karl f. 6.11.1896, örorku og endurhæfingarlæknir, kvæntur Guöriinu J. Möller frá Hróars- keldu.Danmörk, bæöi látin. Anna f. 14.08. 1905, húsmóöir og lista- maöur i myndformi úr ullar- kembum, gift Erlingi Thorladus frá Búlandsnesi viö Djdpavog, bæöi látin. Heimilisbragurinn á Strýtu var strax sérstæöur.þar eö húsbændurnir, Ólöf og Jtín voru bæöi gædd miklum hagleik, hldöu þau aö hæfileikum drengjanna, sem komu fljtítlega i ljós, einkum hjá Rikaröi sem var elstur og Finni. Björn átti góöa og glaða æskudaga meö bræörum sínum og ekki lét hann sitt eftir liggja þegar farið var I Tobbugjót, Hultrhamra eöa inn á Búlandsdal eftir tálgusteinum eöa litriku grjóti sem gott var aö mylja i málaraliti. Þaö var llka klifraö i Strýtu- kambinn og eitt sinn er móöir þeirra kom dt á hlaö stóö einn þeirra, smáangi, hæst upp á klett- inum. Hdn þoröi ekki aö kalla, heldur gekk hljóölega inn I bæ. Þvi sæi drengurinn, hana móöur sina sem haföi forboöiö klifur i klettinum var hætt vib aö honum brigöi og jafnvel hrapaöi niöur meö ófyrirsjáanlegum afleiö- ingum. Svo hrædd sagði hún mér aö hdn heföi veriö aöekkihafi hún getaö tekiö sér verk i hönd fyrr en drengurinn var kominn niöur á jafnsléttu. Æskan varsamtmeira ^ en leikur einn og strax og kraftar "leyfðu voru bræöurnir látnir hjálpa tfl. Jón faðir þeirra sem var eins og ég hef áður sagt, lista- maöur á hvaðeina var oft aö heiman viö smiöar, eöa hamra jámið i smiöju sinni og naut þess aö einhver drengjanna steig afl- inn. Þar naut sköpunargleöi lista- mannsins sln, þó aö þaö væri máske ekki þaö sem hann langaði mest til að móta. A þessum tima var ekki aö ræöa um skólagöngu bama. En Ólöf og Jón voru vel aö sér á þeirra tima mælikvaröa og kenndu börnum sinum lestur og skrift. Heimiliskennari var einnig á Strýtu hluta úr tveim vetrum. Hann hét Páll Sigurbjörnsson frá Sandfelli I öræfum. Vel menntaður og gtíöur kennari. Hjá honum mun Björn hafa numið reikning og skrift en Björn haföi meö afbrigöum fagra rithönd. Páll mun einnig hafa vakiö áhuga hans fyrir gróöri jaröar en meö lestri fræöibóka og plöntuskoöun aflaöi hann sér viötækrar þekk- ingar á grasafræöi. Þaö má þvi meö sanni segja aö hann hafi verið sjálfmenntaöur grasafræð-i ingur. Georg bróöir hans sagði lika erhann var i grasafræöinámi á Hvanneyri, „Þar naut ég þekk- ingar Bjössa bróður”. Trúlega hefur Björn fengiö einhverja til- sögn i bókhaldi því Páll hafði sem sé meö höndum bókhaldið i Papósverslun á meöan hdn starf- aði og þar htífst vinátta þeirra Páls og Jóns á Strýtu en hann starfaði þar viö smlöar fyrir verslunina og byggöi sér þar lít- inn bæ sem hann bjó I meö fyrri konu sinni Rebekku Þorvaröar- dóttur. Bæinn nefndi hann Nýja- bæ. Snemma var elstu bræðr- unum komiö I burt til aö létta undir með heimilinu. Varla hefur Björn veriö kominn á fermingar- aldur þegar hann var ráöinn til snúninga íverslun örum og Wulfs á Djúpavogi. Faktor var þá Stefán Guðmundsson. Opnunar- timi verslunarinnar varlangur og a’ilsamur hver dagur. Björn naut þess þá aö eiga mtíöursystur búsetta á Djúpa- vogi, jíað var Kristrún Finns- dóttir i Sólhól, kona Lúöviks Jóns- sonar, snikkara. Þau hjtín sttíöu lengi fyrir hótelrekstri á Djdpa- vogi meö mestu reisn og voru Strýtuheimilinu ákaflega notaleg og þar var Björns annaö heimili allan þann tima sem hann var viö verslunarstörf á Djdpavogi en þaö voru full 10 ár. Kristrún varö 102 ára og hélt andlegum styrk til hinstu stundar og sjón og heyrn að mestu. Hjálparlaust komst hdn fram dr rúminu, framundir þaö siöasta og mátti þaö heita undravert meö svo aldraöa konu. Björn var t raustur og vellátinn, jafnt af yfirboöurum sinum sem viöskiptavinum verslunarinnar. Hann var rösklega meöalmaöur á hæö og gildleika, ljósskolhærður, alvörumaöur, greindur vel, bók- hneigöur, hagmæltur og list- fengur. Vorið 1914 þegar Island var baöaö i birtu Jónsmessu- næturinnar, haföi Björn þungar draumfarir og er hann hugleiddi drauminn, festust þessar visur svo I huga hans, aö hann sagði ýmsum og þar á meöal heim- ildarmanni minum, Sigriöi Sigurðardóttur á Berunesi I Beru- neshreppi. Siöar kom i ljós aö degi eftir þessar draumfarir Björns, 27.06. 1914. var rikisarfi Austurrikis myrtur og mánuði siðar réðust Serbar inn i Austur- riki. Þar meö logaði öll Evrópa i ófriöi. Dagsins gnoö af nætur nausti nú hefur veriö brýnt. Sólarroð sem roll aö hausti í réttir skuggans saman týnt. Geira rúnir grænum stráum glæst eru visin blómin öll. Mergurhvorki úrmysu eöa áfum megnar aö striöa i lifsins höll. A Dji^iavogi höföu menn lifaö fábreyttu hversdagslifi. En eftir aö stríösfréttirnar fóru aö berast kom órói I yngra ftílkiö sem aö þráöi tilbreytingu. Um þetta leyti hafði Björn kynnst einni fegurstu og duglegustu stdlkunni á Djúpa- vogi, aö sögn bræðra hans, Stefa- níu Kristjánsdtíttur frá Vopna- firöi og eignuöust þau einn son, Alfreö Hólm f. 15.07. 1915, vöru- bilstjóra og btínda aö Útkoti á Kjalarnesi, kvæntur Huldu Pétursdóttur synir hans: Björn Reynir kv. Erlu Jósepsdóttur Hafsteinn Pétur kv. Kristinu Lárusdóttur óskar Mar kv. Helgu Valdimarsdtíttur Sæmundur Umar kv. Dagbjörtu Flórens- dóttur. Afabörnin eru 17og lang- afabörnin 6, afkomendur Bjö'ns eru alls 28. Útþráin var þtí sterkari i huga Björns og haustiö 1915, yfirgaf hann átthagana til þess aö freista gæfunnar I Rvk. Þar gerðíst hann afgreiðslumaður i verslun Björns Kristjánss.. Hann kynnist fljótlega stefnu samvinnuhreyf- ingarinnar, hdn heillaöi hann þegar I upphafi og haföi þegar breiÖ6t út um allt land svo að Jóns- Björn Jónsson frá Strýtu. verslanir útlendu kaupmannanna voru óðum á undanhaldi fyrir kaupfélögunum. Menntunar- skorturvar þó þrándur I götu. En með lögum frá Alþingi 1917 var hækkaður styrkur til kennslu á vegum SÍS I verslunarfræði kaup- félaganna. Fyrsta febrúar 1918 settist Björn Jtínsson ásamt nokkrum ungum mönnum á skólabekk i húsi Jónasar frá Hrifhi á Skóia- vöröustig 35. Þaö var fyrsta kennsla Samvinnuskólans I Rvik. Námskráin var fjölbreytt og kennarar góöir. Jón Guömunds- son frá Gufudal kenndi allt er laut aö bókfærshi og reikningi, auk þess verslunarbréf, vixla og vaxtareikning. Guðbrandur Magnússon kenndí verslunarfræöi. Guögeir Jóhanss. kenndi Islensku og ensku. Héöinn Valdimarsson kenndi verslunar- hagfræöi. Jón Arnason kenndi vélritun. Tryggvi Þórhallsson kenndi sögu Samvinnuhreyf- ingarinnar erlendis. Einnig fengu nemendur aö hlýöa á fyrirlestra margra merkra manna. Svo sem : Asgeirs Asgeirssonar, cand theol i Laufási, sem siöar varö forseti íslands, Bjih-ns Bjamars. bóndai Grafarholti, Hallgrims Kristins- sonar erindreka SÍS, Jtíns Guömundssonar frá Gufudal. Jóns H. Þorbergssonar bónda á Laxamýri. Péturs Jónssonar form. SÍS. Siguröar Jónssonar ráöherra. Siguröar Sigurössonar ráöunautar. Eins og aö framan greinir þá stóö SIS mjög vel aö fyrsta skólahaldi sinu 1 Rvik. Björn haföi þá þegar unniö við verslunarstörf á fjórtánda ár er hann settist á skólabekk svo honum veittist námiöléttog hann náöi miklum árangri og var þegar ráöinn aöalbókari hjá Landsverslun. Hún var rekin á vegum Rikisstjórnarinnar og StS. Til hennar var stofnað vegna styrjaldarástandsins 1914—1921 og sá hún um innflutning og dreif- ingu nauösynjavarnings út um alltland. Forstjórar voru 3. Agúst Flygenring kaupmaöur I Hafnar- firöi, Hallgrimur Kristinsson framkv. st StS og Magnús Krist- jánsson kaupmaður á Akureyri. Þeim tókst aö halda verölaginu hagstæðu og þetta varð stærsta fyrirtæki landsins meö vörusölu fyrir 21 miljón á árinu 1919. Bimi vegnaði vel i starfiog nú fannst honum sem hann væri að feta i fótspor langafa sins . Rikhards Long hins enska er var verslunarstjóri á Eskifirði. Þarna kynntist Björn örlaga- valdi slnum, ólafi Þorvaldssyni er siöar varö þingvöröur en vann þarna viö vörumóttöku og af- hendingu hjá Landsverslun. Ólaf- ur haföi stundaö verslunarstörf og búskap en þar fannst honum sem hann fyndi sjálfan sig er hann stóö I morgundögginni og skáraöi teiginn eöa horföi á lagö- prúöar æmar renna til rétta aö hausti. Björn var af öörum toga spunninn, hann haföi listamanns- blóö i æðum og þar var dráttlistin rlkur þáttur,þvihvarsem rithönd hans snerti blaö var hún eftir- minnilega fögur. Ég vil nefna hér eitt nærtækt dæmi en það er firmamerki Garöars Gíslasonar er Björn Jónsson teiknaöi fyrir nærfellt 65 árum og er enn til i frumriti og mun fylgja fyrirtæk- inu meö blessunaróskum svo lengi sem það veröur starfrækt. Alla tiö haföi Björn unniö viö verslunarstörf og honum féll það vel. Hann haföi raunar átt nokkr- ar kindur heima á Strýtu hjá móöur sinni og Georg bróöur sin- um en Björn haföi ekki ástæöur til þess aö hiröa þær sjálfur, svo móöir hans naut að nokkru afurð- anna. Björn var 17 ára þegar faö- ir hans lést og fjögur systkini hans yngri en hann, svo róðurinn var þungur hjá fjölskyldunni næstu árin. Allt blessaðist þetta þó og Islenska þjóöin varö rikari. Þegar Björn og Ólafur kynnust var eins og æfintýraland opnaöist ihugum þeirra og hvort sem þeir ræddu þetta lengur eöa skemur, þá varð ekki langur aödragandi aö þvi, að þeir tækju I sameiningu jörö til ábúðar. Björn sagöi siöan upp vellaunuðu starfi og flutti vestur aö Stakkhamri i Mikla- holtshreppi, voriö 1919. Með hon- um fór á vegum ólafs, Sigurður Jtínsson, er siðar varö bóndi i Út- hllð I Biskupstungum, harödug- legur maöur. Ári siöar flutti ólaf- ur Þorvaldsson vestur með fjöl- skyldu sina. Hann segir I Tlman- um áriö 1970. „Þetta var gömul konungsjörð, og viö tókum hana á leigu. Jöröin er stór, bæði til lands og sjávar. Vetrarbeitin er allt aö þvi tíþrjótandi, einkum i Glámsflóa. Hann er viöáttumikill mjög og hreinasta ævintýraland fyrir sauökindur. Vötnin I honum og tjarnimar eru vist eitt af þvi sem óteljandi er á landi voru og á milliþeirra eru háir hryggir með miklum fjalldrapa. Þess á milli eru brokflög, mjög loðin en svo gersamlega rótlaus, aö þaö er helst ekki hægt aö fara um þau, nema á skiðum, og þaö geröum viö oft. Þar voru óskaplegar hætt- ur fyrir kindur, haust og vor, þeg- ar tjamirnar voru hvorki auöar né meö heldu svelli. Þaö var alls ekki uifi annaö að gera en standa yfir fénu allan þann tima, sem svo sttíöu sakir”. Tilvitnun lýkur. Um heyskap var ekki aö ræða, annað en snöp hér og þar og varla meira en handa kúnum. A þriöja hudraö fjár þurfti þvi aö halda á beit á degi hverjum. Annað fóöur fengu þær ekki. Þaö segir si'na sögu aö halda mörgu fé til beitar á sliku landi, þar sem hætturnar eru jafnvel viö hvert fótmál. Þaö útheimtir vakandi auga og eril fram og aftur um kviksyndis mýrarfen, oft blautir, kaldir og hraktir. Hvernig sem viöraði þurfti féö aö fá magafylli, hvort sem um var að ræöa hriðarveöur eöa slyddurigningu. Þetta land var gjöfult fyrir þann sem kunni að nýtaþað en það heimtaði mik- ið af fjárhirðinum. Björn haföi ekki fyrr kynnst þvilikri viöáttu af forarmýrum og þó hann væri ungur voru þetta miil umskipti, miöaö viö heimabyggö hans viö Hamarsfjörð. Hann sýndiengu aö ,siður mikinn dugnaö og hörku i fjárgæslunni og dró hvergi af sér, heldur barðist til hinstu stundar. Hann veiktist við fjárgæslu á þorranum áriö 1921. Þ jáöist mikiö og andaöist 15.02. 1921. Fjarri öll- um ástvinum sinum. Þegar ólöf, mtíöir Björns fékk andlátsfregn- ina, sagöi hún viö ungmennin er höföu safnast saman á heimili hennar til gleðskapar. „Gleöjist, hugsiö ekki um mig, þetta verður ekki afturtekið”. Unga fólkið, samhryggöist henni og hvarf dap- urt á burt. Björn var ölhim harmdauði sem tfl þekktu, þó einkum aldr- aöri móöur, systkinum og ungum syni. Hann varö jarösettur i Miklaholti á þorraþræl i grimmd- argaddi og miklu fannfergi. Ég flyt öllum þakkir sem skygndust með mér i minningar- sjóö liöins tima. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur iö sama, en oröstír deyr aldregi, hvcim er sér góöan getur. Hulda Pétursdóttir, Útkoti 10% Gfslattarkort hafa verið serid út til félagsmanna. Korl in eru 7 talsins oggildafrá L september til 16. desember. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort og er hœgt aö ganga ifétagið i öllum verslunum KRON og á skrifslofu félagsins. (B) KAUPFELAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.