Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVÍLJINN Föstudagur 11. september 1981 Föstudagur 11. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Jón Loftsson, skógarvöröur (meö hátalara), var leibsögumaður I ferö- inni um skóga og nýmarkir á Upphéraöi. Hér segir hann frá elstu blá- grenitrjánum I Mörkinni. „FAGUR TrUlegt þykir mér, að sá.sem eitt sinn hefur átt þess kost að mæta á aöalfund Skógræktarfé- lags Islands, setji sigógjarnan úr færi meö þaö upp frá þvi. Þessir fundir eru nefnilega með nokkuö sérstökum hætti. Þar er yfirleitt ákaflega mikill samhugur og ein- ing, þótt ágreinings geti auðvitaö gætt um einstök framkvæmdar- atriöi. En þá lætur Þórarinn taka lagiö og sólin skin á ný. Og aldrei hef ég kynnst fundum, þar sem jafn mikiö er um söng. Auk þess er það venjan, að feröast nokkuö um það héraö, þar sem fundurinn er haldinn hverju sinni.ogþá skógarsvæðunum eöli- lega einkum gefiö auga. Kvöld- vaka fer jafnan fram meö marg- háttuöu fræöslu- og skemmtiefni. Þama vinna menn ákaflega vel og skemmta sér þess á milli kon- unglega. Gróskumiklir bændaskógar Hvergi kynnast menn islenskri skógræ'kt betur en i Fljótsdals- héraöi. bar er stærsti skógur á Is- landi, Hallormsstaöarskógur. Þar eru á mörgum býlum að vaxa upp bændaskógar, þvi Fljótsdæl- ingar eru brautryöjendur á því sviöi. Það var uppi fótur og fit hjá skógræktarfundarfólkinu á sunnudagsmorguninn. Nokkrir rútubilar runnu i hlaö og fólkið raöaði sér í þá. Ekiö var noröur yfir Lagarfljót, gegnum Hlaöa- þorpiö og inn Fellin. Fyrsti viökomustaöur var Gátagerði i Fljótsdal. Þar hóf Guttormur bóndi aö planta sinum skógi áriö 1972. Valdi sér til þess Siberiulerki. A þessu herrans ári, 1981, eru hæstu trén i skógi Gutt- orms oröin 3,5 m há. Og þessi tré hafa aldrei fengiö áburö, aöeins friö. „Er þetta hægt, Matthias?” Jú.þaöer hægt.Svo harösvfraöur Tómas er varla til aö bændaskóg- arnir i Fljótsdal sannfæri hann ekki um hvaöa árangrier unnt aö ná ískógrækt á Islandi. Viö bestu skilyröi. Næsti áfangastaöur var Viöi- vallaskógur. Þar var plöntun haf- in 1970, Þar eru hæstu trén oröin 3,7 m há. 1 kuldanum 1979 skemmdust toppar sumra trjánna en þau eru að ná sér á 1 Guttormslundi. Hlýtt á söguna um lundinn Viöur dreginn meö traktorsspili út úr 27 ára gömium ierkiskógi á Hallormsstaö. ER DALUR OG FYLLIST SKOGI” strik á ný. Skógurinn er viöa svo þéttur aönauösynlegt er oröiö aö grisja hann. Aö þvl var verið aö vinna er okkur bar aö garöi. Mik- iö sá ég eftir sumum trjánum, sem felld voru. En nauösyn brýt- urlög.Efkoma á upp skógi veröa trén aö hafa vaxtarrými. Og maður hefur nú stundum þurft að leiða fallega dilka i sláturhúsiö þvi aö öllu veröur ekki'haldiö. Þórarinslundur Þórarinn er maöur nefndur Þórarinsson, um langt skeiö skólastjóri á Eiöum. Þórarinn er einn af þessum fágætu hugsjóna- möinum, sem lifa aðhálfu leyti I þeirri framtiö, sem hann veit að íslendingar geta skapað sér skorti þá hvorki manndóm né samtakavilja. Þórarinn hefur um iangan ald- ur verið i fylkingarbrjósti Is- lenskra skógræktarmanna. bað er þvi ekki ófyrirsynju aö af- markaö hefur veriö allstórt svæöi í landi Buölungavalla við Fljótsbotninn, þar sem koma skal upp Þórarinslundi. Og að honum var grunnurinn lagður í þessari ferö. I fylgd meö skógræktarfólk- inu var fjöldi trjáplantna, sem nú uröu frumbyggjar í Þórarins- lundi. Sjálfur gróöursetti Þórar- inn fyrstu plötuna, ásamt Sigrúnu Sigurþórsdóttur. Og ínnan skamms höföu þær allar fengiö sitt framtiðarheimkynni. „Þetta er dýrlegasti dagurinn I minu lifi”, sagöi Þórarinn, er síö- asta plantan haföi veriö sett á sinn staö, og enginn efast um að þau orö komu frá hjartanu. Lét siöan syngja: „Eg vil elska mitt land, eg vil auöga mitt land”. Og þaö vill Þórarinn svo sannarlega og gerir. Borðhald og skógarhögg „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði”, og eru orð aö sönnu. En hann lifir heldur ekki án brauðs. Og því var þaö, að I einu rjóörinu i Hallormsstaðar- skógi beið okkar hrokaö borö af smuröu brauöi, öli og gosdrykkj- um, enda töluverö ganga aö baki og bó enn lengri framundan. Enþarna geröist meira en borö- aö væri og drukkiö. Þarna gaf aö lita skógarhögg, sem framkvæmt var meö handvélsögum, hinum skæöustu vopnum og hreinum voöa i höndum viðvaninga. Er trén höfðu veriö felld voru þau dregin meö þar til geröum útbún- aöi aö vélasamstæöu, sem haföi þá náttúru, að ganga frá trjánum sem fullgeröum giröingastaur- um. Þetta voru verklegar aðfarir. / Afangar í merkri sögu t Jarðabók Johnsons frá 1847 segir svo um Hallormsstaðar- skóg: „Skógur er hér einhver inn besti til rafta og kola og míkið af honum i fullu lifiog vexti, aftur er inn fyrri „timburskógur”, sem áöur stóö nær þvi um allt landiö, öldungis útdauöur”. Þannig varþá ástand skógarins um miðja siðustu öld. Þáttaskil uröu er sr. Siguröur Gunnarsson tók viö Hallormsstaöarbrauði 1862. Hann sá aö hverju fór með skóginn og skildi, aö þarna var að gerast hörmuleg saga. Þvl beitti hann sérfyrir þvi, aö fariö var að hlifa skóginum. Arið 1899 var löggjöf sett um verndun Hallormsstaöarskógar. Meö þeim lögum fékk lands- stjórnin heimild til þess, að gera jörðina aö landssjóöseign og yröi hún lögö undir Skriðuklausturs- umboö. Aöur var hún kirkjujörð. Amtsráö Austuramtsins skyldi svo hafa yfirumsjón meö ábúð jaröarinnar og byggingu og segja fyrir um meöferð á skóginum. Þannig þokaöist I áttina. Arið 1901 má heita merkisár i sögu skógarins. Þá kom hingað i fyrsta en ekki siöasta sinn C. E. Flensborg, danskur skógfræðing- ur, og skoðaði skóginn. í fram- haldi af þvihófst svo skógræktar- starf á Hallormsstað meö þvi að girt var þaö landsvæöi, sem nefn- ist Mörkinog er um 20dagsláttur. Gengiö var frá græöireit á einni dagsláttu. Um þetta verk sá Fiensborg hinn danski. Arið 1905 beitti Flensborg sér fyrir því að ábúandinn á Hall- ormsstaö, Ellsabet Siguröardótt- ir, gaf eflir ábúöarrétt sinn. Hún hélt þó takmarkaöri ábúö á jörö- inni en skilyröi var,aö sauðfé yrði ekki látiö ganga i skóginum. Ellsabet á Hallormsstað var .móöir Guttorms Pálssonar, skóg- arvarðar. Jafnframt var um þaö samiö viö prestinn i Vallanes- og Þingmúlaprestakalli, aö hann af- salaði sér umráðarétti yfir jörö- inni. Ariö 1905 var Stefán Kristjáns- son settur skógarvöröur á Hall- ormsstaö. Gegndi hann þvi starfi til 1909. Þá tók Guttormur Páls- son viö og var hann skógarvörður I 46 ár, eöa til ársins 1955. Eftir- maður hans varö Siguröur Blön- dal, en er Sigurður varð skóg- ræktarstjóri áriö 1977 tók Eirikur Benedikz viö og siöan Jón Lofts- son og gegnir hann starfinu nú. Arið sem Stefán Kristjánsson geröist skógarvöröur var byrjað aö giröa skóginn. Og svo 1907 varö sá merkisat- buröur, aö stofnuö var Skógrækt rikisins. Tók hún viö jöröinni að fullu en skógarvöröur viö ábi*. Hérhefur verið drepiö á nokkra áfanga i sögu Hallormsstaöar- skógar en þeim sem annars vilja kynna sér hana skal bent á rit eft- ir Sigurð Blöndal, skógræktar- stjóra, er nefnist: „Hallorms- staður og skógræktin þar”. Mun þaö fáanlegt hjá Skógrækt rikis- ins. Verðugt minnis- merki um mikinn skógræktarfrömuð Enginn sem kemur 1 Hallorms- staöarskóg getur látið hjá liða að skoöa Guttormslund (Guttormur Pálsson). Fyrir 43 árum plantaði Guttormur þarna lerkitrjárn, sem siðan hefur fariö aö meö þeim ágætum aö meðalhæð þeirra er um 13.2 m en hæstu trén eru 16 m. Framanaf var lundur- inn grisjaður á 3 ára fresti, slöan sjaldnar. I upphafi voru 6300 tré gróðursettá hvern ha. landsins en nú standa eftir 7001ré á ha. Viðar- framleíösla í Guttormslundi er fyllilega sambærileg við þaö, sem gerist i' Skandinaviu. Og áfram var haldiö. Þarna gengum viö fram á Alaskaösp, sem gróöursett var 1970. Hún hefur kunnað vel við sig og er meöalhæð hennar nú orðin 8,3 m og meöal þvermál 14 sm. Efni- legur gróöur þaö. Og loks komum við i tvo Síberíulerkislundi. Þar var lerk- inu plantað í jörö þar sem enginn gróöur þreifst nema þursaskegg og bjóþó við kröpp kjör. Plöntur sem gróöursettar voru I þetta land 1968 hafa nú náö 3.7 m. meðalhæö og vanhöld hafa svo til engin verið þvi 97—98% þeirra plantna, sem gróöursettar voru, lifa ágætu lifi. í hinn reitinn var plantað 1969 og þar er meðalhæð trjánna oröin 3.9 m. Gleðimót í Mörkinni Þegarhér varkomiö söguhöfðu mörg undur boriö fyrir augu. Mikiö varbúiö aö ganga og sumir gerðust göngumóöir, enda fólk á öllum aldri. Þreytan gufaöi þó upp eins og dögg fyrir sólu þegar komið var I Mörkina. Þar biðu rikulegar veitingar, nokkrar stuttar ræður voru fluttar og mikiö sungiö og auövitaö undir stjórn Þórarins. „Hver er alltof uppgefinn/eina nótt aö kveða og vaka”, sagði Stephan G. Ég er ekki frá þvl að ýmsir heföu veriötil með aö eyöa einni sfösumarnótt þarna i' Mörk- inni og þá efa ég ekki aö mikiö heföi veriö kveöiö. En framundan var kvöldvaka I Valaskjálf. Af henni vildi enginn missa og þvi var ekki til setu boöiö. Leiösögumaöur okkar skógar- manna I þessari för var Jón Loftsson skógarvöröur á Hall- ormsstaö og var frammistaöa hans öll meö ágætum. I þessari skógarför tóku þátt 35 eyfirskir bændur en Eyfirðingum leikur mikillhugur á aö feta I fót- spor Fljótsdælinga og koma sér upp bændaskógum.Mun þaö,sem fyrir augu bar, varla hafa latt þá þess. I fyllingu tímans hófst svo kvöldvakan meö sameiginlegu boröhaldi. Að henni stóöu: Skóg- ræktarfélag Austurlands, Bún- aöarsamband Austurlands, Kaupfélag Héraðsbúa, Egils- staöahreppur, Eskifjaröarkaup- staöur, Seyðisfjaröarkaupstaður og Múlasýslurnar. Fagnaöinum stjórnaöi Halldór Sigurösson, form. Skógræktarfélags Austur- lands. Ekki skal hér rakibhvað þar fór fram en þarna var skógrækarfólk ab skemmta sér og raunar þarf þá ekki fleira að segja. — mhg Hákon Bjarnason og Kristinn á Sámsstööum I Viöivallaskógi Aö iokinni fyrstu gróöursetningunni I Þórarinslundi: Þórarinn Þórarinsson þakkar fyrir auösýndan heiöur. „Þetta er stærsti dagurinn Þórarinn Þórarinsson stjórnar söng I Mörkinni. i lifi minu”, sagöi hann. Texti: -mhg Myndir: -sibl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.