Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. september 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Selbrekkur viö Vesturgötu. Hér eru 12 Ibúðir sem ætlunin er aö rýma strax og kostur er. Tillaga um aö þaö veröi gert fyrir næstu áramöt liggur nú fyrir félagsmálaráöi. Ljósm. eik. Engar nýjar leiguibúöir frá 1974: 89 bráðabirgðaíbúðir hjá Reykjavíkurborg 44 þeirra œtti að rýma strax ,,Viö getum ekki gert skurk i þessu máii nema aö fá nýjar leigulbúðir ”, sagöi Sveinn Ragnarsson, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar I gær, þegar hann var spuröur um útrýmingu á iélegum og slæmum lciguibúö- um sem Félagsmálastofnun hcfur á sinum snærum. ,,Ég vil vekja athygli á þvi, aö viö höfum ekki fengið eina einustu nýja leiguibúö til almennra nota frá 1974” sagöi Sveinn, ,,en á þeim tlma höfum viö hins vegar fengiö talsvert af ibúöum fyrir aldraöa”. „Reykjavikurborg hefur enga leiguibúö á sinum vegum sem talin er ói'búöarhæf af heilbrigöis- yfirvöldum”, sagöi Sveinn, ,,en margar þeirra eru samt lélegar eöa slæmar, þannig aö ekki er ætlunin aö endurbæta þær eöa látaþær standa til frambúðar. Til þess aö rýma þess konar húsnæöi þurfum viö aö fá nýjar lágu- ibúöir, en viö höfum ekki fengiö eina einustu frá 1974”. Nýjar íbúðir loks i sjón- máli Sem kunnugt er hefur Bygg- ingasjóöur Reykjavlkurborgar nú fengiö úthlutaö lóöum undir 43 leigui'búöir, sem framkvæmdir hef jast viö innan skamms en auk þesshefur veriö ákveðið aö kaupa 20 Ibúöir til viöbótar og bæta viö leiguhúsnæði borgarinnar nU i haust. Sveinn Ragnarsson sagöi aö Félagsmálastofnun heföi skilaö Byggingasjóönum tillögum sinum varöandi nýbyggingar I Fossvogi og Nýjum miöbæ og yrðu þar allar stærðir ibúða. Hvaö ibúðirnar 20 varðaði yröi aö sjá hvernig tilboö bærust. — En hvernig er ástandiö hjá þessum stærsta leigusala I Reykjavik sem hefur nær helm- ing leiguhúsnæöis iborginni á sin- um vegum? Um þaö hefur veriö gerð samantekt, sem miöar viö 1. september sJ. og kynnt var I félagsmálaráði I gær. 584 almennar leigu- ibúðir Sveinn Ragnarsson sagöi aö nú heföi Félagsmálastofnun 855 ibúðir sem væru I eigu borgar- innar. Afeignaríbúöunum eru 271 eingöngu ætluð fyrir aldraöa þannig aö 584 eru til ráðstafunar fyrir almenna borgara, aldraöa jafnt sem unga. 495 þessara almennu ibúöa eru ætiaöar til framtiöarnota, en 41 þeirra (i Bjarnaborg, Barónsstlg 30 og Bergþórugötu 41—45) þarfn- ast endurbóta og lagfæringa tilaö geta talist góöar eöa sæmilegar. Sveinn sagöi aö Félagsmála- stofnun heföi undanfarin ár sótt þaö stfft aö fá fjárveitingar I gagngerar endurbætur á þessu húsnæöi en þaö væri dýrt og þvi heföi ávallt veriö frestaö ár frá ári. 44 skal rýma sem fyrst tbúðir til skemmri notkunar eru 89 talsins og hefur þeim veriö skipt I þrjá flokka: 30 veröa nýttar i 5 ár eöa lengur, 15 er stefnt aö þvi aö rýma innan 5 ára og 44 á aö rýma svo fljótt sem unnt verður. t þeirra hópi eru m.a. SelbUöir viö Vesturgötu 66—68 (12 IbUöir), Grimsby, Smyrilsvegur 29 (7 ibúöir) og Bergþórugata 18—20 (8 Ibúöir). Ariö 1972 var gerö skipuleg könnun á vegum heilbrigöiseftir- litsReykjavikur á húsnæöi I borg- inni og siðan aftur áriö 1977. Var þá aöallega skoöaö húsnæöi I leigu og framleigu hjá borginni. 1214 Ibúöir voru skoðaöar svo og 32 i'búöarherbergi. Samkvæmt hei lbrigöislögum skal árlega skoöa allar leiguibúöir, kjallara- ibúöir og annaö húsnæöi sem grunur leikur á aö sé heilsuspill- andi. Það hefur hins vegar ekki veriö gert, einkum vegna þess aö leiguhúsnæöi er ekki tilkynninga- skylt en einnig vegna skorts á mannafla hjá heilbrigöiseftirlit- inu. 25 rifnar eða bættar 1 könnuninni 1977 voru 70 Ibúöir ieigu Reykjavikurborgar metnar lélegar og 24 ibúöir slæmar. A þeim tima sem liöinn er siöan hafa 10 veriö rifnar og seldar að sögn Sveins, 3 teknar úr umferö, 5 lagfæröar og 7 endurbættar. Hins framhald á siöu 14 Athugasemd frá stjórn V erkamannabústaða: / i 30 íbúðir sölumeðferð Vegna forslöugreinar i Dag- blaðinu þriöjudaginn 8. sept. sl. meö fyrirsögninni, „Nóg piáss I höfuðborginni, um 90 ibúöir I Verkamannabústöð- um auöar”, vill Stjórn verka- mannabústaöa I Reykjavlk veita eftirfarandi upplýs- ingar, sem byggist á athugun á stööu á endursölu eldri ibúöa. 1. Frá gildistöku laga nr. 51/1980 eöa 1. júli 1980 hafa alls 101 ibúö komið til endursölu. 2. Nú þegar hefur verið afhent 71 Ibúð, þannig að 30 ibúðir eru á ýmsum stigum sölu- meöferðar þar af eru 17 á matsstigi og gæti sala á nokkrum þeirra gengið til baka, 7 ibúðir eru nú i við- gerð og 6 ibúðir eru á loka- stigi sölumeðferðgr. 3. A sl. sumri lét stjórnin gera könnun á fjölda þeirra Ibúða sem nú eru i leigu ýmist með eða án sam- þykkis. Þegar hafa veriþ kannaðar um 1.500 ibúðir og reyndust um 70 vera leigðar eða ónotaðar af eigendum eða tæp 5%. Ólokið er könnun á um 700 ibúðum. Aö lokum vill stjórnin gefa eftirfarandi upplýsingar um þau verkefni sem nú er unniö aö. a. Bygging 60 raðhúsaibúöa i Hólahverfi er á lokastigi, þegar hafa verið afhentar 10 ibúöir og reiknað er með af- hendingu allra ibúöanna veröi lokið I febrúar 1982. b. V.B. keypti 14 ibúðir af Mið- afli h.f., á þessu sumri og veröa þær afhentar I janúar- og marslok 1982. c. Unnið er aö gerö grunna og uppsteypu fyrstu húsanna sem V.B. byggir á Eiös- granda. 1 þeim áfanga verða 176 ibúðir og verða fyrstu ibúðirnar væntanlega tilbúnar á miðju næsta sumri. d. Reykjavikurborg hefur gefið V.B. fyrirheit um lóöir fyrir lOOibúöirá Artúnsholti og aðrar 100 ibúðir i Selási. Unnið er að skipulagi þess- ara svæða og er ráðgert aö framkvæmdir hefjist siðari hluta næsta árs. Lifeyrissjóður Félags garðyrkjumanna Akveðið hefur verið að veita lán úr sjóðn- um i haust. Umsóknir berist fyrir 25. sept. n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent hjá Guðm. Ingvarssyni, Heiðmörk 1, Hveragerði, simi 99-4277, eða á skrifstofu Félags Garð- yrkjumanna, Óðinsgötu 7, á fimmtudög- um kl. 15-17. Stjórn Lifeyrissjóðs Fél. Garðyrkjumanna Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir ágúst mánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. september 1981. Herstöðvarandstæðingar - happdrætti - Ákveðið hefur verið að fresta drætti i happdrætti Herstöðvarandstæðinga til 11. nóvember n.k. Þeir einstaklingar sem fengið hafa miða til dreifingar eru hvattir til að skila af sér sem fyrst. Miðnefnd V eiðibann Hreppsnefnd Búðarhrepps, Fáskrúðsfirði, ákvað á fundi sinum 7. april 1981 að banna alla veiði rekneta- og hringnótabáta innan hafnarinnar þ.e. frá Mjóeyri og þvert yfir fjörðinn. • Blikkiðjan ‘ t Asgarði 7. Garöabæ Önnumst þakrennusmiOi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Blaðberar óskast strax! Bergstaðastræti — Smáragata Hávallagata — Sóleyjargata Barónsstigur — Eiriksgata uOBmmm SkHJMÚLA 0, SMl »1133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.