Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.09.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Nú í sumar lét Robert McNamara af störfum sem forseti Alþjóðabank- ans, sem hann haf ði gegnt í 13 ár. Stendur um hann og verk hans svipaður styr og þegar hann fór úr embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna árið 1968 eftir að hafa öðrum frem- ur borið ábyrgð á stig- mögnun hernaðar í Viet- nam. Mestu varða þá deil- ur um hlutverk bankans í þriðja heiminum, en um hann fer mikið af þeirri aðstoð sem veitt er þróun- arlöndum. Þeir gallhöröu hægrisinnar sem nú ráöa húsum i Washington hafa gagnrýnt McNamara fyrir frjálslyndi og umburöarlyndi gagnvart sósialiskum tilhneigin- um i Þriöja heiminum. McNam- ara reyndi siöustu mánuöina sem hann starfaöi mikiö til aö fá Reaganstjórnina til aö standa viö fyrirheit stjórnar Carters um 3,2 miljarða dollara langtimalán meö hagstæöum kjörum sem veitt eru fátækustu rikjum heims. Hann tapaði þeirri orustu. A hinn bóginn berast fregnir frá Filipseyjum og Indónesiu um aö Alþjóöabankinn sé flæktur i meiriháttar hneyksli, sem sann- færir marga fulltrúa Þriðja heimsins um að bankinn — með eða án McNamara — sé jafnan tæki i höndum þeirra sem eiga að fylgja fram bandariskri utanrik- isstefnu. Góði drengurinn Stuöningsmenn McNamara hafa reynt að skapa þá mynd af honum, að hann hafi kvittað fyrir syndir sinar sem hermálaráö- herra i Vietnamstriðinu með þvi aö gerast talsmaöur hinna fátæku i Þriöja heiminum sem banka- stjóri Alþjóöabankans. Honum er þakkaö aö lán til þróunarlanda hafi I hans bankastjóratiö tifald- ast og nemi nú sex miljöröum dollara. Þeir segja einnig, aö hann hafi dregiö úr yfirráöum riku landanna yfir bankanum, gert hann næmari fyrir þörfum Þriðja heimsins, ekki sist i þá veru að þeim væri hjálpað til aö sinna „grundvallarþörfum”. Hinir fátæku En þessi geöslega mynd af Mc- Namara á sér marga gagnrýn- endur, ekki sist innan bankans sjálfs. Háttsettir starfsmenn hans hafa látið hafa þaö eftir sér, aö þaö veröi aö gjörbreyta um stefnu ef aö t.d. hin rómuöu lán vegna „grundvallarþarfa” eigi að vera meira en fagurgali og komi i raun fátæku fólki til góöa. Dæmi er tekið af Filipseyjum, en þar hefur Alþjóöabankinn lagt miljarð dollara i landbúnaðar- þróun, og er þar um aö ræöa ein- hverja stórfelldustu þróunaráætl- un sem um getur. En skýrsla bankans sjálfs um umsvif hans á Filipseyjum leiddi þaö i ljós, aö þrátt fyrir þennan ágæta miljarö hafi þeim sveitafjölskyldum sem liföu undir fátæktarmörkum fjölgaö en ekki fækkaö. Skýrslan var svo óþægileg bæöi fyrir bank- ann og stjórn Filipseyja, aö hún var dregin til baka. Auk þessa hafa starfsmenn bankans látið þaö leka, aö i skýrslum af þessu tagi sé stundaöur falsanaleikur meö tölur til aö reyna aö sanna þaö sem sanna átti: aö lán og áætlanir bankans hafi i raun komiö fátækum aö gagni. Hverjir fá lán? Enn fleiri ráöast gegn staöhæf- ingum um aö McNamara hafi los- aö um þau tök sem Bandarikin og önnur öflug iönriki hafi á stefnu Alþjóðabankans. Starfsmenn bankans úr þriöja heiminum minna á, aö i fyrra hafi McNamara — I fullu samræmi viö bandariska utanrikisstefnu — beitt neitunarvaldi gegn þvi áö hinu striöshrjáöa — og rauða — Vietnam fengi aðstoð. Um sama leyti gerir hann áætlanir um 9,2 miíj'aröa dollara viöbótarfyrir- greiöslur til nýrra vina og viö- skiptavina Bandarikjanna i Kina. Þaö þarf ekki lengi aö blaöa i gögnum bankans til aö sjá aö lánastefna hans undir stjórn McNamara hefur endurspeglaö Lagt var bann viö þvl aö Iána hinum striöshrjáöu Vietnömum. Peningum var hinsvegar dælt I Marcos, einvald Filipseyja. McNamara hverfur frá Alþjóðabankanum Vinur hinna snauðu eda útsendari Washington? þá bandarisku meginstefnu, aö styöja við bakiö á þeim kúgunar- stjórnum i Þriöja heiminum sem voru hægrisinnaöar og vinsam- legar Bandarikjunum. Meðal þeirra ríkja sem mest fá i sinn hlut af lánum og fyrirgreiöslu eru Brasilia, Filipseyjar, Indónesia og Suöur-Kórea: allt einræöisriki hægrisinnuö og vinsamleg Bandarikjunum. Meira en svo: þegar bandariska þingiö ákvaö um miöjan siöasta áratug aö setja nokkrar hömlur á aðstoö beint frá Bandarikjunum sjálfum til rikja þar sem mannréttinda- brot voru frekleg, þá er sem ein- mitt Alþjóöabankinn hafi veriö notaöur sem þægilegur farvegur til aö veita þá aðstoö, sem þá var ekki hentugt aö flika meö i þing- sölum. Marcos Dæmi um þetta er einmitt hin mikla aöstoð viö Marcos, einvald á Filipseyjum sem var i gangi frá 1972. Marcos hefur fengiö alls um 2,4 miljaröi dollara frá bankanum siöan, og þau lán þykja eitt mesta hneyksliö I stjórnartiö McNamara. Starfsmenn bankans hafa viöraö óánægju sina meö þvi McNamara (til hægri) heilsar eftirmanni sinum.A.W. Clausen. Og Bandarlkin ráöa feröinni sem fyrr. aö láta leka til fjölmiöla afar ókræsilegar upplýsingar um af- drif þessara lána i spillingarhit- inni á Filipseyjum og sem fyrr segir, benda skýrslur þeirra til þess, aö lánin hafi fráleitt komiö aö gagni þeim sem mesta höföu þörf fyrir aöstoö. I fyrrnefndri skýrslu (afturkallaöri) segir um náin samskipti bankans viö stjórn Filipseyja aö meö þeim „eigi hann á hættu aö vera sakaöur um aö þjóna bandariskum fjölþjóöa- fyrirtækjum og þó einkum hags- munum efnahagslegrar heims- valdastefnu Bandarikjanna Indónesía Annað meiriháttar hneyskli hefur oröiö uppvist i Indónesiu. Alþjóöabankinn hefur aö sönnu verið mjög örlátur viö stjórn þeirra herforingja sem veltu Sukarno, vinstrisinnuöum þjóö- ernissinna, úr valdastóli áriö 1966. En engu aö siður hefur sam- búöin gerst erfiö, eftir aö núver- andi valhafar tóku að setja nokkrar skoröur viö erlendum fjárfestingum. Þaö kemur á dag- inn, aö bankinn hefur taliö sig hafa rétt til þess — I krafti fjög-. urra miljarða dollara lána til Indónesiu á undanförnum árum — aö reyna aö fá stjórn landsins til aö afnema allt eftirlit meö nýt- ingu erlendra fyrirtækja á auö- lindum landsins, afnema tak- markanir á hlutafjáreign er- lendra aðila og á ráöningu er- lends vinnuafls. Hneyksliö I Indó- nesiu sýnir, aö staöhæfingar vissra forstokkaöra ihaldsmanna I Bandarikjunum um aö Alþjóöa- bankinn hafi hvatt til sóslalisma i Þriöja heiminum eru staölausir stafir. En nú er sá umdeildi McNam- ara farinn og viö tekur Clausen nokkur . Og þaö þykir vist, aö I hans tiö veröi ekki einu sinni um aö ræöa „frjálslyndi” i oröi — um „grundvallarþarfir” og þesshátt- ar. Muni bankinn enn rækilegar tengdur viö meginþætti kapital- isks hagkerfis og þarfir banda- riskrar utanrikisstefnu. (áb endursagöi. Pacific News Service.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.