Þjóðviljinn - 18.09.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Síða 3
Föstudagur 18. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Tálknfirðingar óánægðir: Fiugleyfi hafnað Nú i sumar hefur Arnarflug hf. flogið reglubundið til Tálkna- fjarðar vegna þess að verið var að endurbæta flugvöllinn á Bfldu- dal.Félagiðhefur nú sóttum leyfi til þess að haida þessu flugi áfram enda þótt flug verði á ný tekið upp til Bfldudals. Þessari umsókn mun Flugráð hafa lagt til aþ samgönguráðuneytið hafnaði. Pétur Þorsteinsson á Tálkna- firði kvað íbúa þar vera mjög óhressa yfirþessari afstöðu Flug- ráðs. Til Patreksfjarðar, en þangað flýgur Flugfélagið, — og Bildudals, væri yfir fjallvegi að fara og vegurinn yfir Hálfdán til Bildudals gæti á stundum amk, framhald á siðu 14 |^as Vigdis Finnbogadóttir forseti ræðir við norska, sænska og finnska blaðamenn á Bessastööum i gær ásamt Sveini Sæmundssyni blaöafulltrúa Fiugleiða. — Ljósm.: —gel— Norrænir 1 blaðamenn | í heimsókn Þessa dagana eru i heimsókn hér blaðamenn frá Sviþjóð og Finnlandi. Eru þeir fimm frá hvoru iandi og er heimsóknin gerð i tengslum við fyrirhugaöa ferð forseta islands, Vigdisar Finnbogadóttur tii Norðurland- anna. 1 næstu viku koma svo 6 norskir blaðamenn hingað til lands af sama tilefni. Eru blaðamennirnir i boði Flug- leiða, Sambandsins, utanrikis- ráðuneytisins og fleiri aöila. Hinir finnsku og sænsku blaðamenn hafa farið vitt um landiö, um Suðurland til Gull- foss og Geysis og auk þess i réttir. Þá hafa þeir fariö til Akureyrar og skoðað sig um þar. Svkr. Mótun iðnaðar og orkustefnu Alþýðubandalagið með ráðstefnu um helgina 1 fyrramálið hefst i Verkalýðs- húsinu á Hellu ráðstefna á vegum Alþýðubandalagsins um iðnaðar- og orkumál. Það er iönaðarnefnd miðstjórnar sem undirbúið hefur þessa ráðstefnu og sagði Guðmundur Magnússon verk- fræðingur, formaður hennar að tilgangurinn væri að kynna störf nefndarinnar á undanförnum mánuðum og fá fram ábendingar og tillögur sem verða mættu til stefnumörkunar I þessum mála- flokkum fyrir flokksráðsfundinn i haust. Ráðstefnan er öllum flokks- mönnum opin og farið verður frá Reykjavik i hópferö frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8 i fyrramálið. A morgun laugardag verða flutt 9 framsöguerindi og á sunnudeginum verður unnið i starfshópum, almennar umræður, og niðurstööur dregnar saman. A ráðstefnunni verður m.a. fjallað um orkuuppbyggingu og orkunýtingu, vandamál iönaðar- ins almennt, uppbyggingu iðnaðar og hlut verkafólks og verkalýðshreyfingar i þeirri upp- byggingu, bæði hvað kjaramál varðar og aðra félagslega þætti, sagöi Guðmundur. Þannig mun t.d. Bragi Guðbrandsson flytja erindi um og hafa framsögu um félagsleg vandamál og iðnþróun. Guðmundur Þ. Jónsson og Þórir Danielssonmunu fjalla um kjara- mál i iönaði, starfsskilyrði verka- fólks, áhrif iðnverkafólks á stjórnun og uppbyggingu fyrir- tækjanna. Einnig verður fjallað um rekstrarform i iðnaði. Stór- iðjan verður til umræöu i tengslum viö orkunýtinguna og munu t.d. Hjörleifur Guttorms- son.ráöherra og Ragnar Arnason hagfræöingur fjalla um þau mál og Elsa Kristjánsdóttir oddviti mun fjalla um iönþróun og byggðastefnu og hlut sveitar- félaganna i þeim efnum. Að ofangreindu má sjá að umræðuefnin eru næg og brýn og rétt er að hvetja flokksmenn til þess að sitja ráðstefnuna og taka þátt i stefnumörkun Alþýöu- bandalagsins i iðnaðar- og orku- málum. Skráning fer fram hjá flokksskrifstofunni, Grettisgötu 3. —AI Hjörleifur Guttor.nsson, iðnaðar- ráðherra Guðmundur Magnússon, formað- ur iðnaðarnefndar Alþýðubanda- lagsins. Jafnréttisráð skorar á Ríkisútvarpið Sýningum verði hætt á innheimtu auglýsingunum Ekki í samræmi við jafnréttislögin Jafnréttisráð hefur farið þess á leit við Rikisútvarpið að hætt verði sýningum á hinum frægu auglýsingum innheimtudeiidar útvarpsins. Jafnréttisráð telur aö auglýsingarnar séu brot á jafn- réttislögunum, þar sem segir að auglýsendum sé óheimilt að birta nokkrar þær auglýsingar i orðum eöa myndum, er orðið geti öðru kyninu til minnkunar eða litils- virðingar. Auglýsingar útvarpsins sem hér eru til umræöu hafa vakið nokkra athygli og blaöaskrif og er skemmst að minnast athuga- semdar Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns til útvarpsstjóra vegna þeirra. 1 auglýsingunum sem þegar hafa birst á skjánum (fleiri eru sagðar tilbúnar) eru tvær konur aö dilla sér kringum karlmann sem áminnir útvarps- notendur um að greiða afnota- gjöldin. Hvaða samband er þarna á milli finnst mörgum torskilið en hönnuðurinn Rósa Ingólfsdóttir gaf sinar skýringar sem Jafn- réttisráð vitnar til i bréfi sínu. Rósa sagði að karlinn væri ,,sem nokkurs konar fulltrúi stofnunar- innar, fastur og stöðugur, virðu- legur eins og stofnunin” en um konurnar „Stúlkurnar sveigja sig og beygja til að mýkja formiö og réttlæta þennan stirða texta” og „Konan á að þora að vera kona. Ég tala um karlmanninn sem stólpa, aðalaflið i þjóðfélaginu og konan er vafningsviðurinn, hún á að standa honum viö hliö. Hún á ekki að reyna að vera karl- maður”. Jafnréttisráð segir um þetta að skoöanafrelsi hönnuðar beri aö virða, en augljóslega sé verið aö túlka úreltar hugmyndir um stööu karla og kvenna i þjóöfé- laginu. I framhaldi af þvi fer ráðiðfram á að sýningum auglýs- inganna verði hætt, og aö Rikisút- varpið sinni betur, hér eftir en hingað til hinu mikilvæga hlut- verki sinu i baráttunni fyrir jafn- rétti kvenna og karla. —ká Framkvœmdastjóri Alþjóölegu endurhœfingarsamtakanna um fötlun: Orsakir ólíkar eftir heimshlutum Hér á islandi er nú i heimsókn aðalframkvæmdastjóri Alþjóð- legu endurhæfinga rsam takanna (Rehabiltation International). Hann kom hingað gagngert til þess að afhenda forseta islands stefnuskrá samtakanna fyrir ni- unda áratuginn en hún varsam- þykktá hcimsþingi samtakanna i Kanada nú i sumar. 1 tilefni að komu Normans Acton hélt öryrkjabandalag Is- lands, sem er aðili að Alþjóð- legu endurhæfingarsamtökun- um, blaðamannafund,fgær, þar sem framkvæmdatjórinn skýrði frá innihaldi stefnskrárinnar, sem er afrakstur þriggja ára starfs samtaka og hópa viða um lönd og greindi frá þeim árangri er náðst hefur i málefnum fatl- aðra á þvi Alþjóðlega ári fatl- aðra er nú stendur yfir. Fram kom hjá Ncrman, að baráttan er tviþætt. Annars vegar er um að ræða aðstoð við þá sem eru fatlaðir svo og endurhæfingu þeirra og hins vegar baráttan fyrir því aö breyta samfélaginu i þá veru, að það taki tillit meir en raun ber vitni til sérstöðu fatlaðra. Þar er bæði átt við ytra borðið, svo sem aðstöðu alla við hús og innréttingar þeirra og þá fordóma sem margt fólk geymir innra með sér i garð margra sem af fötlun- ar sökum eru frábrugðnir. Nor- man Acton minntist einnig á nauðsyn þess að fatlaðir fengju meiri ítök og áhrifavald i sam- félaginu. Þaðkom framá blaðamanna- fundinum, að fatlaðir (i þeim skilningi sem Alþjóöa endur- hæfingarsamtökin leggja i það orð) eru taldir vera meira en fimm hundruð miljonir manna i heiminum i dag eða hart nær 1/8 alls mannkyns. I löndum þriðja heimsins eru helstu orsakir fötl- unar taldar vera örbirgð og næringarskortur meðan fólki á Vesturlöndum stafar helst ógn af slysum og slæmum löstum, s.s. reykingum. ErNorman Acton var spurður um þann ávinning er hann teldi helstan af Alþjóöa ári fatlaðra, sagði hann að erfitt væri að kveða upp almennan dóm i þvi máli, þvi viðbrögðin væru svo misjöfn milli landa. Sums staö- ar hafa verið fluttar nokkrar ræður og þar við hefur setið, annars staðar s.s. á Islandi hefðu viðbrögðin verið meiri og betri og mikið hefði hér áunnist við að vekja athygli fólks á vandamálum fatlaðra. Norman sagði einnig að mikilvægt væri að styrkja tengsl þeirra sam- taka er vinna að málefnum fatl- aðra við yfirvöld i hverju landi og jafnframt við alþjóðastofn- anir. Norman Acton flutti opinn fyrirlestur i Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið s.l. og i gær fimmtudag afhentihann forseta Islands stefnuskrá samtaka sinna en í henni stendur m.a. „Fátækt og strið valda ekki aðeins fötiun, heldur draga lika úr tiltækum úrræöum til þess að koma i veg fyrir eða bæta hana. Til þess aö ná markmiðum þessarar stefnuyfirlýsingar þarf þvi réttlátari skiptingu auðlinda jarðar og samskipti þjóða reist á skynsemi og sam- vinnu.” Norman Acton aðalfram kvæmdastjóri Alþjóðlegu endurhæfingarsamtakanna ásamt stjórn öryrkjabandalags tslands.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.