Þjóðviljinn - 18.09.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Page 6
6 StDA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 Þær þjóðir sem mikið eiga undir sjávarafla í sinum þjóðarbúskap, hafa á siðustu árum komist að þeirri niður- stöðu að þennan afla beri að tryggja eins og föng eru á á hverjum tima með ræktun fiski- stofna. Skilyröi eru misjöfn i lifriki hafsins á ymsum timum, þannig að það er ekki ndg þó hrygning fiskistofns hafi tekist sæmilega þá geta fiskiseyðin dáið unnvörp- um á fyrstu göngu sinni Ut i lifiö ef nauðsynlegur sjávarhiti og átu- skilyrði eru ekki fyrir hendi, þegar forða kviöpokans þrýtur. Fyrr á tfmum gerðu menn sér ekki ljóst hvað olli hinum miklu sveiflum i afla á ýmsum haf- svæöum, en niítima þekking sem fengist hefur með rannsóknum á fiskistofnum og hafinu þar sem þeir lifa, hefur fært mönnum i hendur þekkingu sem getur hjálpað hinni gjöfulu móður náttúru við framleiðslustörfin sé henni beitt. Þaö getur tekið tima aö ná fullkomnu valdi á þessu hjálparstarfi sem við köllum fiskirækt, en þessa leiö þurfa allar fiskveiðiþjóðir að fara i náinni framtfð til að tryggja af- komu sina. Það er ekki sist aö þakka hinni miklu fiskirækt Japana að þeir skuli ennþá halda þvi sæti að vera mesta fiskfram- leiösluþjóð heimsins, þó búið sé með útfærslu fiskveiðilandhelgi i 200 milur aðloka fyrir þeim fiski- miðum á stórum hafsvæðum. Árið 1979 var fiskafli Japana 9.966.000 tonn. Sovétmenn voru i öðru sæti með 9.114.000 tonn, en i þriðja sæti með afla voru Kin- verjar með 4.054.000 tonn. En bæði Sovétmenn og Kinverjar hafa aukiö bæöi fiskirækt og fisk- eldi i miklum mæli á siðasta ára- tug. Eitt brýnasta islenskt verkefni nú er fiskirækt og fiskeldi Meö fiskirækt á ég ekki aðeins við ræktun laxfiska til þess að auka fiskigengd i islenskum ám eða silungarækt i veiðivötnum landsins, þó hvorutveggja sé góðra gjalda vert og þurfi aö auka heldur meina ég jafnframt og ekki siöur ræktun á nytjafiskum okkar í' sjó, svo sem þorsks, ýsu og ufsa svo eitthvað sé nefnt. Þá má heldur ekki gleyma letur- humarsstofninum og ýmsum skelfisktegundum sem hægter að rækta hér. A þessu sviði erum við nú orðnireftirbátar margra annarra fiskveiðiþjóða sem þegar eru teknar til við að undirbyggja framtiðina á þessu sviði. Norð- menn nábúar okkar og frændur hafa t.d. komið upp hjá sér rækt- unarstöð fyrir sjávarfíska og þeim hefur tekist þar að klekja út þorskhrognum og ala upp seiði i heppilega sieppistærð. Þá eru þeir nú að reisa við humarstofn sinn með ræktun, hann var kom- inn á fallanda fót. Ég tel engan vafa á þvi aö hægt verði að ná samvinnu við Norð- menn á þessu sviði, ef eftir verður leitað og ef að slik samvinna tækist þá væri það tvimælalaust ávinningur fyrir okkur ef viö gætum í fyrsta áfanga stuðst við þá reynslu sem þegar er fyrir hendi hjá þeim, eftir margvis- legar tilraunir. Við höfum ekki ráö á þvi sem mikil fiskveiðiþjóð að draga þetta verkefni lengur þar sem klak og seiöaræktun sjávarfiska viröist nú vera eina tiltæka ráöið til að jafna þær sviflur sem alltaf verða öðru hvoru i fiskistofnum okkar sökum þess að nýir árgangar misfarast vegna vöntunar á hagstæðum skilyröum fyrir seiöin á þeirra fyrstu göngu. Eldi laxfiska og fleiri tegunda er arðvænlegur atvinnu- vegur Reynsla Norðmanna og Skota af eldi laxfiska á siðasta áratug hefur sannað að þetta er mjög arðvænlegur atvinnuvegur. Ég hef ekki tiltækar tölur frá Skot- landi um aukningu laxeldis þar siöustu árin.En frá Noregihef ég slikar tölur. Þar var framleiðsla á vegum laxfiskaeldis árið 1974 2350 tonn en 1980 var þessi fram- leiösla komin upp í 7500 tonn. Og ennþá er gert ráð fyrir mikilli aukningu i ár. Nú eru komin lax- eldisbú meðfram allri norsku ströndinni allt norður á 70. gráðu norðlægrar breiddar á Finn- mörku. Nyrsta laxeldisbúið er rétt fyrir utan fiskveiði og fisk- iðnaðarbæinn Hammerfest. Siðasti vetur var mjög kaldur á þessum slóðum og fór sjávarhiti við Hammerfest i fyrravetur um tima allt niöur i -r0,3 gráður á selsius, en þó Iifði iaxinn það af. Enþarna er ekki hægt að ala lax- inn í um mánaöartima aö vetr- inum sökum of mikils sjávar- kulda, svo þetta er talið á mörk- um þess sem hægt er að hafa lax- eldisbú. Norömenn telja að ef sjávarhiti fer niöur i -^0.7 stig á selsius að þá lifi laxinn þaö ekki af. Vöxtur fiska á laxeldisbúum á Finnmörku er talinn vera einum þriðja hægari heldur en sunnar við ströndina. Af þessari ástæðu þurfa laxeldisbú að vera talsvert stærri séu þau staösett svo norðarlega. Nokkuð hefur borið á þvi gegnum árin i norskum lax- eldisbúum aö iax yrði sjúkur af völdum Vileriosegerilsins, en norskir sjúkdómafræöingar hafa Jóhann J.E. Kúld fiskimá/ fundiö meðal gegn þessum sjúk- dómi og er laxinum gefið þaö i fóðrinu. Eigandi Simo Havlaxbúsins á Finnmörku segir i viðtali viö Fiskets Gang að hann hafi fengið þennan fisksjúkdóm i sitt eldisbú haustiö 1980, en veikin hafi lækn- ast án teljandi affalla. Og meðalagjöfin var þessisem notuð var: 100 mg af Oxytetracyklin- clorid var blandað I hvert kiló af fóðrinu og gefið i 6—7 daga. Að þvi loknu var laxinn sveltur i 14 daga og hérumbil allur stofninn lifði af þessa meðferö segir Har- ald Volden. Þannig er það i fisk- eldisbúskap eins og í búskap meö landdýr að alltaf geta komið upp sjúkdómstilfelli i stofninum en þá er aö vita hvaö við á i hverju til- felli. A þessu sviði virðast Norðmenn hafa verið mjög heppnir þar sem teljandi skaði af völdum sjúk- dóma er talinn sjaldgæfuri búum 'þeirra. Þar sem notaö er blaut- fóður i norskum laxeldisbúum þá er aö jafnaði 60% fóðursins fryst loðna, þá ernotuö rækja eöa affall frá rækjuvinnslu og fiskafskurður frá frystihúsum auk bætiefna sem bætt er í fóðrið. Af þessu má sjá að efni i gott laxeldisfóður er ótakmarkað fyrir hendi hér á landi, okkur skortir aðeins kunn- áttu viö blöndunina á þvl. Aö þvi er varðar efni i laxeldisfóöur stöndum við þvi jafnfætis Norö- mönnum, en framar Skotum og fleiri laxeldisþjóöum sem verða að ala fiskinn á innfluttu fóöri. En að einu leyti stöndum við Islendingar jafnfætis flestum þjóöum semnú fást viö fiskeldi og það er vegna hins mikla jarðhita sem viða er fyrir hendi við sjávarsiöuna ýmist litiö notaður eöa þá sem afrennslisvatn frá húsahitun. Væri þetta vatn notaö til þess að hita upp sjó i fiskeldis- búum á landi eftir að sjónum hefði veriö dælt þangað þá mætti hafa i slikum eldisbúum kjörhita allt árið og þyrftu menn þá ekki aö haf a áhyggjur af of köldum sjó hvarsem búinværuá landinu. En við slfkar aöstæður getur verið hagkvæmt að ala fleiri sjávardýr heldur en laxfiska t.d. ál sem þarf að hafa um 23 stiga hita á selsius en eitt slikt eldisbú er nú i upp- siglingu i Noregi og er eigandi þess B.P. oliufélagið norska. Þetta eidisbú kemur til meö aö nota kælivatn frá stóriðjuveri til upphitunar.Álaeldi er hinsvegar talið mikið vandasamara heldur en eldi laxfiska, en vöntun hefur verið á þessari fisktegund á mörkuðum Evrópuum langt ára- bil og þessvegna leggur nú B.P. fyrirtækiö fjármagn sitt i þetta. Þá eru skilyrði til þess að rækta osters skeljar á norðlægum slóöum þar sem hægt er að hita sjó til þess, en sá fiskur er talinn mikiö lostæti og í mjög háu verði, enda er vöntun á þessari dýr- mætu skel á mörkuðum Evrópu. Af þessari skelerutvær tegundir, önnur ber heit» „Ostrea edulis” og erhún algengari i Evrópu. Hin er i Kyrrahafi og ber latneska heitið „Ostrea gigas”. Þannig höfum við tslendingar skilyrði til margra góðra hluta sé þeirra leitaö af kostgæfni. Á öllu veltur hinsvegar um framgang slikra mála, aö þeir sem fara með völd I landinu og ráða fjármagni hafi skilnig á þvf sem hægt er að gera. Alþingi íslendinga þarf að setja löggjöf um fiskeldi Hin hagkvæma þróun, sem orðið hefur i fiskeídi i Noregi á siðasta áratug, er ekki sist þvi að þakka að Stórþingið bar gæfu til þess að setja löggjöf um þennan nýja atvinnuveg, fljótlega.eftir að hann fór af stað. Nú þegar islenskir alþingismenn standa framrnifyrir þeim möguleikum, sem íslenskt fiskeldi hefur að bjóða sem nýr atvinnuvegur i landinu, þá ætti þaö að vera þeim kærkomið verkefni aö stuðla að þvi með löggjöf, að þróun þessa nýja atvinnuvegar geti orðið sem hagkvæmust fyrir þjóðarheild- ina. Það erlltill vafi á þvi.að með eldi dýrra fisktegunda til útflutn- ings erhægt að gera tvennt ieinu, auka útflutningstekjur landsins i umtalsverðum mæli og skaffa fjölda manns atvinnu viö arðbær störf. Norska laxfiskeldið færði framleiðendunum 242 milljónir n.kr. I hagnað á s.l. ári, það var verð fisksins upp úr sjd. En við sjálft fiskeldið störfuðu um 1000 manns. En þegar þeir voru taldir með sem störfuöu við flutning á laxin- um, við markaðsöflun og sölu, við fóðurblöndun og margháttaðan búnað handa eldisbúunum, þá komu þar 1000 menn til viðbótar samkvæmt norskri könnun, svo alls veitti norska laxfiskaeldið 2000 manns atvinnu áriö um kring á þvi herrans ári 1980. Það skal tekiö fram, að norskt fiskeldi hefur aldrei frá upphafi vega notiö neins opinbers styrks, en aöeins hliðstæðrar lánafyrir- greiðslu eins og aðrir viður- kenndir atvinnuvegir. Samskonar fyrirgreiðslu þyrfti aö sjálfsögðu að tryggja islensku fiskeldi,eftiraö búið væri að setja löggjöf um þennan nýja atvinnu- veg. Þá skulum við gera okkur þaö ljóst strax i upphafi að með hliöstæðu fiskeldi hér, eins og þróasthefur i Noregi siöustu árin, þá mundu opnast ný ir möguleikar fyrir hærra verð á loönu í fóöur heldur en eru fyrir hendi nú og einsfyrirafskuð frá frystihúsum. Þannig mundi þessi nýi atvinnu- vegur verka jákvætt fyrir útgerð og fiskvinnslu I landinu. Ég sagði frá þvi i siðasta þætti minum, að norskir sjómenn og útgeröarmenn fengju i'slenskar kr. 1,85 fyrir kg af frystri loðnu i fiskeldisfóður, sem kemur i land frá veiðiflotanum og isl. kr. 1.02 fyrir kg af niöurkældri loðnu sem notuö er i fiskeldism jöl og fóður- lýsi við fiskeldi, en sérstakar verksmiðjur búnar gufuþurrk- urum framleiða nú slikt fóður i Noregi bæöi til útflutnings svo og innanlands þarfa handa fiskeldis- búunum. Þannig hefur hin hag- kvæma þróun norsks fiskeldis orðið til þess að farið var að hag- nýta nokkurn hluta loðnuaflans i dýrari vöru og til aukins hagnað- ar fyrir alla. Þannig mundi fiskeldi hér i umtalsveröum mæli, óefað stuðla að hliðstæðri þróun. Það vantar meira af góðu m gjaldeyrisvörum I islenskan útflutning Ég held að allir séu sammála um nauösyn þess að hægt verði fljótlega að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með auknum útflutn- ingi, þannig að greiöslujöfnuður viö útlönd verði hagstæöur og að hætt veröi þannig að auka skulda- söfnun hjá erlendum lána- stofnunum. Þetta er sú lifsnauðsynlega þjóöarstefna sem við verðum aö tileinka okkur ef viö viljum standa á eigin fótum sem sjálf- stæð þjóð. Ég efast um að menn hafi gert sér það nógu almennt ljóst, hverjar orsakir liggja til þess i megindráttum að við íslendingar höfum losnað við at- vinnuleysi á sama tíma og marg- ar af okkar grannþjóöum stynja undir þeim þunga krossL Höfuðástæðan tilþess a’ð við Is- lendingar höfum losnað við bölv- un atvinnuleysis að undanförnu er sú, að við. erum að stærsta hluta matvælaframleiðendur. Landbúnaður okkar sér þjóöinni algjörlega fyrirkjöt- og mjólkur- vörum og er þvi m ikilvægur þátt- ur I þjóðarbúskapnum. Fiskveiöar okkar og fiskiðnaður eru hinsvegar þær megin stoðir, sem utanríkisverslun okkar byggistá. Með útfærslu fiskveiði- landhelginnar i 200 mi'lur vorum við aö styrkja þessa megin undir- stööu okkar þjóðarbúskapar og skapa varanlegri undirstöðu fyrir þróttmeiri og fjölbreyttari út- flutningsfiskiðnað um langa framtíð. Hér er fjöldi óleystra verkefna framundan, sem við megum ekki hlaupa frá yfir i önnur óarð- samari verkefni. Fiskeldi sem nýr atvinnuvegur á Islandi fellur vel aö megin stoðum okkar aöal- útflutningsatvinnuvega ogstyrkir þá eins og hér hefur verið sýnt fram á. Þess vegna má það ekki dragast, aö i þennan atvinnuveg verði ráðist af þrótti og með fyrir- hyggju. En fyrsta sporið á þeirri leið er, að Alþingi beri gæfu til þess að setja skynsamlega lög- gjöf um fiskeldi á Islandi og greiöi þarmeð fyrir framgangi og þróun þessa nýja atvinnuvegar inn i komandi framtið. 15. september 1981.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.