Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hrauneyjafoss: Rekstur hefst 1. nóv. Allt útlit er fyrir að fyrsta vélasamstæðan i Hrauneyjafossvirkjun verði tekin i rekstur 1. nóvember n.k. eins og áætlað hefur verið. Byrjað er að hleypa vatni i aðrennslisskurð virkjunarinnar og er gert ráð fyrir þvi að full vatnshæð náist á 6—7 vikum. Samhliða eru gerðar rekstrarprófanir á Vélasamstæðunni. Vinnu við vélasamstæðu nr. 2 sem gangsetja á 1. febrúar á næsta ári, miðar einnig vel áfram. Er Utlit fyrir að áætlanir um gagnsetningu hennar standist en þriðja vélasamstæðan verður gangsett l.febrúarl983. Starfsmenná virkjunarsvæðinu eru nú um 300 talsins en eftir þvi sem byggingavinnunni miðar áfram mun þeim fækka. Gert er ráð fyrir að um áramót verði miili 130 og 140 manns starfandi við virkjunina. Eskifjörður: Fannst látinn í höfninni Tuttugu og þriggja ára gamall maður. Eli'as Valur Benediktsson frá Þorláks- höfn fannst látinn spölkorn frá hafnarbakkanum á Eski- firði um kl. 20.30 i fyrra- kvöld. Elias hafði veriö á dans- leik á laugardagskvöldið og var siðast vitað um hann um fjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Þegar maðurinn hafði ekki komið fram á mánudag var farið að grennslast fyrir um hann. Auglýst var eftir honum i Ut- varpiog björgunarsveitir frá deildum Slysavarnarfélags- ins á Eskifirði og Neskaup - stað voru kallaðar á vettvang Kafarar fundu manninn svo á mánudagskvöld skammt frá hafnarbakkanum. Sýslu- mannsembættið á Eskifiröi upplýsti að unniö væri að rannsókn málsins með venjubundnum hætti. „Dýr myndi Hafliði allur”. Lóðin' undir þetta ferliki er metin á litl- ar 760 miljónir g.kr. enda margt hægt að bralla á svoddan lóð. Endurmati lóða í Grjótaþorpi lokið: 23 lóðir lækka Moggalóðin hækkuð um helming! Fasteignamat rikisins hefur nú lokið endurmati á lóðum i Grjóta- þorpi en borgarstjórinn I Reykja- vlk fór fram á slikt endurmat 19. nóvember 1980. Mati á 25 lóðum hefur verið breytt en 25 lóöir eru óbreyttar. Aðeins tvær lóðir hækka, — lóðin undir Morgun- blaðshöllinni, Aðalstræti 6 og undir Unuhúsi, Garðastræti 17. Hinar 23 lækka allar og nemur heildarlækkunin á lóðamati i þorpinu tæpum 400 miljónum gamalla króna, og miðast matið viö 1. desember 1980. 1 úrskurði Fasteignamatsins segir m.a. aö verulega séu brostnar þær forsendur sem fast- eignamatlóða á svæðinu byggði á i aöalmati 1970. Hins vegar hafi skipulag ekki hindrað eðlilega nýtingu eftirtalinna 25 lóða: Aðal- stræti 2, Túngötu 8, 10 -12, Garða- stræti 25, 21,19,15,13a, 13,11, lla, 5 - 7, Vesturgötu 5a, 5b, 7, 9 og Fischersund. Stendur lóðamat á þessum stöðum óbreytt. Sem fyrr segir lækka hinar lóð- irnar,nema tvær. Mest er'lækkun- in á lóðinni Aðalstræti 14 - 16, 188 miljónir gamalla króna. Morgun- blaðslóðin hækkar hins vegar um tæpan helming, — úr 383 miljón- um g.kr. I 760 miljónir. Unuhúss- lóöin hækkar um 33,7 gamlar mil- jónir I 69 miljónir. Svo dæmi sé tekið af ibúðarhúsi i Grjótaþorpi þá var fasteigna- matið á Bröttugötu 3a, 61 miljón gamalla króna en verður nú rúm- ar 12 miljónir. Fjalakötturinn, Aöalstræti 8 lækkar um 74 miljón- ir, úr 304 miljónum i 230. Aðal- stræti 10 var metiö á 119 miljónir en er nú 63, Grjótagata 4 lækkar úr 65 miljónum I 12,2 og Grjóta- gata 5 lækkar úr 44,5 miljónum i 15 miljónir g.kr. óg/AI Tillaga frá Björgvin Guðmundssyni: Hrafn Gunnlaugsson geri mynd um sögu Reyk j avikurb orgar Borgarráð hefur nú til umfjöll- unar tillögu frá Kristjáni Benediktssyni um að saga Reykjavlkur verði skráö I tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar 1986. Ein umræða hefur þegar farið fram um tillöguna i borgar- stjórn og veröur önnur og siðari umræða á næsta borgarstjórnar- fundi. I borgarráði i gær lagði Björg- vin Guðmundsson svo fram viöbótartillögu þess efnis að einnig yrði gerð kvikmynd I tilefni 200 ára afmælisins. Björg- vin leggur til að Hrafn Gunn- laugsson verði ráðinn til að gera myndina, en tillaga Kristjáns gerir ráð fyrir þvi að skipuð verði sérstök ritnefnd, sern siöan ráði skrásetjara sögunnar. Tillögu Björgvins var frestað og kemur hún til umræöu þegar á næsta borgarstjórnarfundi, ásamt tillögu Kristjáns. — AI. Þörfin á leiguhúsnæði KÖNNUNIN HAFIN Asdis Arnljótsdóttir (t.v.) og Ólöf Svava Guðmundsdóttir með auglýs- ingaspjaidið. Þær taka á móti Reykvikingum.sem i vanda eru staddir meö sin húsnæðismál^ið Borgartúni 1 alla þessa viku milli kl. 9 og 4. Ljósm. — eik — ,,Okkur finnst þetta hafa gengið heldur treg- lega,” sögðu þær Ásdis Arnljótsdóttir og Ólöf Svava Guðmundsdóttir, er blaðamaður og Ijós- myndari Þjóðviljans áttu leið um skrifstofu þeirra i Borgartúni i gær. Þar — á Ráðning- arskrifstofu Reykjavik- urborgar — fer nú fram könnun á þörf Reykvik- inga fyrir leiguhúsnæði. I samtalinu við þær Asdisi og Ólöfu Svövu kom fram, að á mánudaginn hefðu um 10 manns komið og látið skrá sig en um miðjan dag i gær var talan komin upp i 30. Hjá þeim fá menn eyðu- blað til útfyllingar, þar sem spurt er m.a. um nafn, nafnnúmer, ald- ur, lögheimili, nafn maka/sam- býlings og barna og núverandi heimilisaðstæður. Skrifstofa borgarstjóra mun siðan vinna úr könnuninni, en henni lýkur n.k. föstudag. Geir Thorsteinsson hjá Hag- sýsluskrifstofu Reykjavikurborg- ar, sagði blaðamanni, að könnun þessi væri gerð skv. ákvörðun borgarráðs og væri henni ætlað að vera liður i viðleitni þess að leysa brýnasta vandann i húsaleigu- málum Reykvikinga. Ætlunin væriaðbera þessa könnun saman við skrár Leigjendasamtakanna, Félags einstæðra foreldra, Fé- lagsmálastofnunar Reykjavikur- borgar og e.t.v. fleiri aðila til að ganga úr skugga um hvort ein- hverjir hefðu dottið út úr. „Við gerum okkur grein fyrir, að þessi könnunarmáti er engan veginn 100% öruggur,” sagði Geir. Hins vegar hefði Hagsýslu- skrifstofan ekki önnur ráð með að ná til húsnæðislauss fólks. Það væri þvi mjög mikilvægt að sem flestir húsnæðislausir Reykvik- ingar, svo og aðrir sem i vanda væru staddir með sin húsnæðis- mál, létu frá sér heyra. Hér með er þessum tilmælum komið á framfæri. Skráning fer fram alla þessa viku i húsnæði Ráðningar- skrifstoíu Reykjavikurborgar aö Borgartúni 1. Stefnumörkun í fluqmálum Starfsmannafélag Flugleiða og undirrituð stéttarfélög starfsmanna sem starfa við flugrekstur boða til fundar að Hótel Loftleiðum, Kristalssal, fimmtudaginn 8. október n.k. kl. 20.30. Gmræðuefni: Stefnumörkun í flugmálum Islendinga. Sérstakir gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson Samgöngumálaráðherra og Flugráð Dagsbrún Félag flugumsjónarmanna á íslandi Félag starfsfólks í veitingahúsum Flugfreyjufélag Islands Flugvirkjafélag Islands Iðja, félag verksmiðjufólks Verkakvennafélagið Framsókn Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verslunarmannafélag Suðurnesja Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Flugmenn Flugleiða Starfsmannafélag Flugleiða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.