Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 7. október 1981 ÞJóDVILJINN — SÍÐA 9 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. október 1981 Frakkland og Atlanshaís- bandalagið Gjarnan þegar afstöðu Frakka til Atlantshafs- bandalagsins ber á góma, bryddir á undarlegum tví- skinnungi meðal hægri manna hér á landi. Ef ein- hver bendir á gamalgróin tengsl ýmissa franskra herforingja og stjórnmála- manna við heryfirvöld í aðildarríkjum þess, og vísar þá m.a. til viðhorfa, sem útbreidd eru í þeirri f lokkasamsteypu sem Gis- card d'Estaing veitti for- ystusællar minningar, rísa hægri menn ósjaldan upp á afturlöppunum, benda á að frakkar taka ekki þátt í hernaðarsamvinnu Atlantshafsbandalagsins og ásaka „kommúnista" um hina verstu fáfræði. En þegar svo ber við að franskir ráðamenn taka jákvæða afstöðu til við- horfa og áætlana hern- aðaryf irvalda i bandalags- ríkjunum, kveður strax við annan tón: þá er ekki talað um Frakka öðru vísi en þeir séu bæði félagar og þar að auki máttarstólpar í bandalaginu og þvi fullir þátttakendur í öllu bram- bolti þess. Mitterrand og eldflaugamar Mitterrand: rök mins lands sem á ekki aft vera fylgispakt neinum. Bandarisk stýrisfiaug: Frakkar iosna viö nábýli við þessi tól. Eftir EINAR MA JONSSON Utan hernaðar- samvinnu NU er það svo að Frakkar eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og ýmsir herforingjar hafa gjarn- an haft náin og stundum heldur vafasöm tengsl viö starfsbræður sina i aðildarrikjum þess — má þá minnast á Stehlin hershöfð- ingja, sem gekk erinda banda- riskra hergagnaframleiðenda, af hugsjónaástæðum eins og hann gaf sjálfur i skyn, og þáði af þeim riflegar mútur — en hins vegar hafa þeir ekki tekiö þátt i hernaðarsamvinnu þess, siðan de Gaulle rauf slikt samstarf með brauki og bramli á sinum tima, og er engan veginn á dagskrá að taka það upp aftur. Þessi stað- reynd veldur þvi aö sjálfsögðu að afstaöa Frakka gagnvart mál- efnum bandalagsins, hver sem hún svo er, hlýtur að vera talsvert annars eölis og hafa aöra þýðingu en vera myndi ef þeir væru sjálfir fullir þátttakendur i þvi: hún er á öðrum staö i stjórnmálaum- ræöum þeirra, ef svo má segja, og snertir aðra þætti i þjóðlifinu. Nægir i þvi sambandi að benda á að ekki er hægt að bera saman umræðurnar um Pershing-flaug- arnar i Frakklandi og Vestur-- Þýskalandi, þar sem á dagskrá er aö neyða Vestur-Þjóöverja til nábýlis við þessi þokkalegu striðsleikföng, en hins vegar hefur aldrei komið til tals að setja þau upp á landi Frakka, þeir geta þvi haft hvaöa afstöðu, sem þeir vilja, án þess að það dragi nokk- urn dilk á eftir sér fyrir þá sjálfa. Blæbrígði Af þessu leiðir að ekki er hægt að skilgreina stefnu Frakka gagnvart Bandarikjamönnum og Atlantshafsbandalaginu, sem nú er talsvert á dagskrá og þó meir utan Frakklands en innan, með þvi að rifa einstakar setningar úr samhengi og túlka þær á nafn- virði. Francois Mitterrand forseti er einn slungnasti stjórnmála- maður Frakka á síðari timum: snemma á ferli hans sagði háð- blað eitt að hugsun hans væri „völundarhúsleg”, og þótt þaö orð eigi ekki lengur við, er vist að sérhver leikur hans á stjórnmála- taflinu sér til margra átta. Þvi verður að gefa gaum að öllum blæbrigðum i þeirri stefnu sem hann mótar og skoöa hana frá ýmsum hliðum. Fréttaskýrendur hafa gjarnan haldið þvi á loft aö I kosningabar- áttunni, og svo eftir valdatöku sina, hafi Mitterrand tekiö ótvi- ræða afstöðu meö „vestrænni samvinnu”, þ.e.a.s. hernaðar- brölti Atlantshafsbandalagsins, og lýst sig hlynntan þvi aö Pershingflaugum verði komið upp I Evrópu. Nú siðast gerði rit- stjóri Morgunblaðáins sér mat úr þessu I leiðarakorni og vitnaöi þá i fyrsta blaðamannafund Mitter- rands, sem haidinn var 24. september. Þessi endursögn á af- stöðu franska forsetans er i raun- inni ekki röng, eins og siðar verður vikið að, en hún er all- verulega einfölduð, og sama máli gegnir um tilvitnun Morgun- blaðsins i blaöamannafundinn. Þar sem svör Mitterrands við það tækifæri, sem birt voru i heild i dagblaðinu Le Monde, eru siðasta og ein itarlegasta greinargerð hans fyrir þessum málum, er rétt að byrja á að endursegja þau hér. Rök míns lands Mitterrand hóf mál sitt með þvi að hæðast að blaðamönnum, sem eru að velta þvi fyrir sér hvort hann sé Bandarikjamönnum fylgisspakur: einn þeirra, sagöi forsetinn, komst að þeirri niður- stöðu að hann væri þaö, en lýsti i sömu andránni yfir undrun sinni á þvi aö stefna hans i málefnum Rómönsku Ameriku væri þver- öfug við stefnu Bandarikja- manna, og taldi það „órökrétt”. „Þetta stafar af þvi”, sagöi Mitterrand, „að blaðamaðurinn hefur ekki tekið eftir þvi að ég fylgdi rökum mins iands, en það á ekki aö vera fylgispakt neinum”. Hann skilgreindi siöan öryggi landsins og sagði að þaö væri fólgið I tvennu, hæfni Frakka til að verja hendur sinar og kostum og viöbragðsflýti bandamanna þeirra. En siöan hélt hann áfram. „Að þessu leyti eru það Banda- rikjamenn sem eru bandamenn okkar ásamt þrettán öðrum þjóðum, og þvi er eðlilegt að lita svo á að þaö sem styrki þetta bandalag, sem andstætt okkar vilja er orðið að hernaöarblökk — þvi að ég vil aö hernaðarblakk- irnar hverfi samtimis úr sögunni — stuðli að vörnum okkar, og æskja þess að þetta bandalag hafi getu til aö tryggja öryggi Vestur- landa, landsvæöis þeirra, og Frakklands. Ef ég sé að jafnvæg- iö rofnar, grip ég i taumana. Jafnvægið Að svo mæltu fór Mitterrand aö velta þvi fyrir sér hvernig hernaðarjafnvægi væri nú raun- verulega háttaö i heiminum. Sagðist hann hafa kynnt sér öll tiltækileg leyndarskjöl og skipað nefnd til að rannsaka málið, en bætti svo við: „Min persónulega niðurstaöa er sú að fram til 1984—1985 muni hernaðarjafn- vægi haldast I heiminum. Eftir 1985 sé hætta á að það rofni þann- ig að styrkur Sovétmanna verði meiri, en áætlanir Bandarikja- manna, eins og yfirvöld þeirra hafa mótað þau og eins og þær veröa lagðar fyrir öldunga- deildina, muni hafa þær af- leiðingar að valdahlutfallið snúist aftur við upp úr 1985—1986 og veita Bandarikjamönniim for- skot, sennilega i kringum 1990”. En forsetinn virtist þó gefa i skyn að i rauninni seldi hann þetta ekki dýrara en hann keypti, þvi að hann bætti þvi við háðslega, að býsna effitt væri að henda reiður á þessu öllu („on s’y perd”). En þessa háðsglósu útskýrði hann þegar i alvarlegri tón, og verður ekki betur séö en þaö hafi verið kjarni málsins: „Ég meina, að ef við verðum að biða meö samningaviðræður þangaö til vitaö sé hvenær annar verður búinn að kasta boltanum hærra en hinn, þá verður aldrei samið”. Sovéskar flaugar „Ég meina, aö ef við veröum að biða með samningaviðræöur þangað til vitaö sé hvenær annar veröur búinn að kasta boltanum hærra en hinn, þá veröur aldrei samiö”. Eftir þennan kafla i ræöu sinni sneri Mitterrand sér aftur að af- stöðu Frakka til Atlantshafs- bandalagsrikjanna og vigbúnað- ar þeirra, og er þá komiö aö þeim hluta ræðunnar, sem Morgun- blaðið vitnaði einkum I. Hann tók það fram aö hann væri staddur þar i sveit sem Frakkar hefðu ákveðið og ætlaði ekki að breyta þvi. „Það er eðlilegt”, sagði hann, „að ég sjái um aö það sann- ist ekki að Sovétmenn ráöi raun- verulega yfir þeim styrk 1985, að þeirgeti á fáum augnablikum náð völdum yfir heiminum”. Siöan Sovéskir skriðdrekar: ef viö blftum eftir þvi aft annar hafi kastaft boltanum hærra þá verftur aldrei samift. lýsti hann skoðun sinni á Sovét- rikjunum: „Ég held þvi ekki fram að Sovétmenn hyggi á árás. Þetta er voldug þjóð sem hefur mikið þjáðst i striðinu, og leiötogarnir hennar hafa lifað þá tima. Ég segi einungis að sú stund sé nú i nánd, þegar fram koma kynslóðir sem hafa ekki gert það, og ég vil ekki að jafnvægiö gangi svo úr skorö- um að styrjöld kunni af þvi að leiða”. Hann bætti þvi svo við að þetta væri ástæðan fyrir þvi að hann hefði varaö viö hættunni af uppsetningu SS-20 flauganna sovésku, og hann itrekaði það sið- an' I ræðu sinni, að það væri óskemmtilegt mjög fyrir Evrópu- menn að vita aö á sig væri miöað þessum flaugum, sem gætu eyði- lagt allan herbúnað Vest- ur-Evrópu, alltfrá Norður-Noregi til Suður-ttaliu. Mitterrand endurtók enn, aö hann æskti þess aö samningavið- ræöur, ekki um stöövun vig- búnaðarkapphlaupsins heldur um afvopnun, hæfust fyrir lok þessa árs og lét þess jafnframt getið að Paris væri stór og falleg borg og væri þar allt fyrir hendi til að veita samningamönnum hinar bestu viðtökur. Staða Frakka Að lokum f jallaöi forsetinn sér- staklega um stöðu Frakka, hann tók þaö fram að landið yrði varið með öllum tiltækum ráðum og myndu Frakkar ekki afsala sér þeim kjarnorkubúnaði sem þeir hefðu nú. Þeir ynnu við rannsókn- ir á nifteindasprengju, en þar sem þeir sæju ekki hvaða gagn mætti af henni hafa að svo stöddu, yröi hún ekki framleidd. En hann lagöi sérstaka áherslu á að Frakkar neituðu að vera þátttak- endur i ögrun risaveldanna hvors við annað, og hann benti á það siöast að sú hernaðarkenning að miða allt við „framvarðabar- daga” færi ekki saman viö mark- mið Frakka að verja fyrst og fremst sitt eigiö land. En þeir myndu standa viö allar sinar skuldbindingar. Togstreita Þegar litið er a heildina i stað þess aö rifa fáeinar setningar út úr samhengi, er erfitt að verjast þeirri hugsun aö nokkurrar tog- streitu gæti þarna milli tveggja viðhorfa — „Nato-stefnu” og svo annarrar stefnu sem kalla mætti sér-franska — og verður aö lita á þau bæði. Nú er það ekkért álitamál aö sitthvað ' sem kalla mætti „Nato-stefnu” hefur vissan hljómgrunn I Frakklandi um þessar mundir. Þvi veldur aö sjálfsögðu óverjandi framkoma Sovétmanna i Afganistan og iskyggileg afstaöa þeirra i mál- efnum Póllands, en hitt skiptir kannske ekki minna máli að sú þróun hefur smám saman verið að gerast i frönsku þjóðlifi að menntamenn og vinstri menn, sem áöur voru velviljaöir Sovét- rikjunum, hafa nú gersamlega snúiö við þeim baki, þannig aö vinfengi viö þau og vinstri stefna fara ekki lengur saman — nema siöur sé. Meft sinni álappalegu kúvendingu og „austur-sveiflu” hefur franski kommúnistaflokk- urinn rekið smiðshöggið á þessa þróun, aö segja má, og gert alla fylgispekt við Sovétmenn hlægi- lega og fáránlega! Sú stefna á nú miklum vinsældum að fagna meöal franskra vinstri manna að berjast fyrir mannréttindum hvar sem er og leggja þá að jöfnu t.d. Afghanistan og E1 Salvador. Þessi þróun hefur þó ekki leitt til þess að Frakkar æski nú eftir nánari samvinnu við Atlantshafs- ndalagið en áöur og vilji taka ip þráðinn þar sem frá var horf- á dögum de Gaulle. Stefna de mlle — sem ýmsir Bandarikja- enn og Bretar töldu á sinum na nánast þvi geöveikan út- ndara kommúnista — er eftir m áður rikjandi i Frakklandi. ns vegar finnst mörgum ■ökkum það jákvætt að riki lantshafsbandalagsins vigbú- ;, svo framarlega sem þeir þurfi ki að bera af þvi hitann og ngann, og jal'nvel að Pers- íg-flaugum sé komiö upp, svo imarlega sem þeir losna viö býli við þessi tól. En ekki er igt aö segja að þetta séu deilu- ál I Frakklandi — þótt ýmsir ilar séu jafnan óþreyttir við að ma á framfæri Nato-viðhorfum þvi að Frakkar leggja tak- arkaðan trúnað á kenningarnar n yfirburði Sovétmanna, og eft- orðum Mitterrands að dæma rðist hann vera keimlikrar oöunar. Þess vegna verða um- íðurnar um Pershing-flaugarn- ■ ekki háværar við hliðina á deil- rnm um kjarnorkuver i Frakk- ndi t.d. Það er þvi eðlilegt að menn :lti þvi fyrir sér hvers vegna itterrand hefur verið svo af- •áttarlaus i stuðningi sinum við ið sem kallað hefur verið „vest- en samvinna”, væði á blaöa- mannafundinum og á öðrum vett- vangi — án þess að hvika nokkuð frá þeirri stefnu sem de Gaulle markaði — og hvers vegna hann mun hafa tjáð Helmuth Schmidt aö Frakkar yrðu þvi fylgjandi að Pershing-flaugar yrðu settar upp i Vestur-Evrópu. 1 þessum mál- um hefði hann nefnilega getað haldið fast við stefnu fyrirrenn- ara sins sem neitaöi aö taka af- stööu i deilunum um þessar eld- flaugar á þeim forsendum að Frakkar tækju ekki þátt i hernaö- arsamvinnu Atlantshafsbanda- lagsins og þvi kæmi þeim málið ekki viö. Slik afstaða hefði naum- ast valdið neinu fjaðrafoki i Frakklandi og hún hefði vafalaust fengið góðar undirtektir meðal friðarsinna, sem eru allsterkir á vinstri vængnum. Að tryggja vinnufrið En Mitterrand virðist lita á málin i miklu viötækara sam- hengi. Nú er hann — og reyndar fjölmargir aðrir franskir stjórn- málamenn — aö þvi leyti ólikur Islenskum hægri mönnum, sem keppast um að knékrjúpa fyrir heiðursmönnum eins ogNixon eða mannvitsbrekkum eins og Carter, að hann hefur mjög raunsæjar hugmyndir um þekkingu og hugs- un bandariskra ráðamanna, hon- um er fullvel kunnugt um það að þeir vita litið um umheiminn og hafa nú reyndar i auknum mæli* tilhneigingu til að skoða alla skapaða hluti frá einföldu sjónar- miði togstreitu risaveldanna tveggja, svo aö bestu vinum þeirra t.d. i Austurlöndum nær er af þvi sár mæða. Kann veit þaö gjörla aö i ýmsum málum hefur hann þegar ögrað Bandarikjamönnum svo um munar, t.d. með þvi aö gera fjóra kommúnista að ráðherrum i fyrstu stjórninni eftir þingkosn- ingarnar eða með afstöðu sinni i málefnum Rómönsku Ameriku. Þess vegna sér hann sér leik á borði — I málum sem kosta hann i rauninni ekki neitt — að friöa Bandarikjamenn rækilega, og koma þá e.t.v. i veg fyrir að ein- hver fáráölingur á leyniskrifstofu fari að fyrirskipa einhverjar Chile-aðgeröir til aö grafa undan stjórn sósialista i Frakklandi. Þannig tryggir hann sér einfald- lega vinnufrið. Svo má ekki gleyma að jafn- framt getur Mitterrand komið þeim skilaboðum á mjög skýran hátt til valdhafanna I Kreml aö valdataka vinstri manna i Frakk- landi og stjórnarþátttaka komm- únista muni ekki hafa i för með sér neina undansláttarstefnu viö Sovétmenn og hann muni halda fast við arfleifö de Gaulle án þess aö detta niöur I sömu linkind gagnvart Austur-Evrópurikjum og Giscard d’Estaing geröi sig stöku sinnum sekan um — m.a. i Varsjárferð sinni. Hvor kastar hærra? Þessi túlkun á afstöðu Mitter- rands styrkist óneitanlega þegar litiö er á hinn þáttinn i ræðu hans, þar sem hann er af talsvert öör- um toga spunninn og virðist litill vafi á þvi leika hvor gefi betri mynd af hinni raunverulegu af- stöðu hans. Forsetinn tók það rækilegaframað Frakkar myndu ekki vera fylgispakir neinum, hann sagðist vera andvigur hernaðarblökkum og óska þess að þær yrðu lagðar niður samtimis, og hann gaf i skyn að endalausar deilur um hernaðarjafnvægi og hvaöa aöila þaö væri I hag eöa ekki, leiddu ekki til neins: ef menn væru alltaf að biða eftir þvi að vita hvenær annar aðilinn væri búinn að kasta boltanum hærra en hinn, yrði aldrei gengið til þeirra samningaviðræöna sem nauðsynlegar væru. Það verður varla betur komist aðorði. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.