Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 7. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA lí'
íþróttir (2 iþróttirg) íþróttir(
Liö New York Cosmos. — Fremri röö f.v.: Rick Davis, Johan Nees-
kens, Carlos Alberto, Julio Mazzei, Giorgio Chinaglia, Terry Garbett,
Ranz Beckenbauer, Wim Rijsbergen, Julio Cesar Romero.
Miöröö f.v.: Daid Br«c, Jeff Durgan, Jose ’Oscar’ Bernardi, Miguel de
Lima, Erol Yasin, Vladislav Bogicevic, Mark Liveric, Hubert Birken-
meier, Joel Rosenstein.
Aftari röö f.v.: Rob Russo, Charlie Kessel, Vidal Fernandez, Larry
Hulcer, Seninho, Boris Bandov, Bruce Wilson, Nelsi Morais, Eskand-
arian, Arnold Trachtenberg. —Franz Beckenbauer er eins og kunnugt
er hættur aö leika meö Cosmos, sá eini af þessum leikmönnum.
Best leíkur með Val
gegn New York Cosmos
Nú hefur veriö gengiö frá þvl,
aö hiö heimsfræga knattspyrnu-
liö, New York Cosmos komi
hingaö til lands og leiki, ef veröur
leyfir viö Val næstkomandi
laugardag eöa sunnudag. Janfvel
þó leikurinn fari ekki fram munu
leikmenn Cosmos gista landiö um
nokkurn tima, en félagiö hefur
gert samning viö Flugleiöir um aö
flugfélagiö veröi hiö opinbera
flugfélag I keppnisferö liösins til
Evrópu. Flugleiöir leggja fram
þjónustu sina svo gott sem endur-
gjaldslaust, en fá i staöinn heil-
mikla auglýsingu á leikvelli Cos-
mos i New York, auk þess sem
flugfélagsins veröur sérstaklega
minnst I kvikmynd sem Warner
Bros., kvikmyndafyrirtækiö tek-
ur á ferö Cosmos, en kvikmynda-
fyrirtækið er eitt af stærstu
eigendum liösins.
„Þaö er ekki gróöravon sem
vakir fyrir Valsmönnum, þegar
viö bjóöum Cosmos til leiks hér á
landi. Fyrirtækið er allt of
áhættusamt til þess,” sagði Bald-
vin Jónsson á fundi með
blaöamönnum I gær. „Það er
skylda okkar Valsmanna að bjóða
knattspyrnuáhugamönnum að sjá
þetta fræga liö leika og ekki sist
hyggjumst við komast inn i heim
knattspyrnunnar i Bandarikjun-
um. Cosmos er slfellt á ferö og
flugi á milli Evrópu og Ameriku
og lið frá Evrópu fara vestur til
að leika i knattspyrnumótum og
við vonumst til aö komast inn i
slik mót,” sagði Baldvin.
Það kom fram i máli þeirra
Valsmanna, sem aö fundinum
stóðu, að til þess að sleppa fjár-
hagslega þyrftu Valsmenn aö fá 2
þús. manns til aö koma á leikinn.
Unglingalandsliðið 18 ára og yngri:
Leíkið við Belga
á föstudaginn
islenska ungiingalandsliöib
skipaö leikmönnum 18 ára og
yngri leikur á föstudagiim viö
Belga í Evrópukeppni unglinga-
landsliða. Þetta er fyrri leikur
þjóðanna, en hinn siöari fer fram
i Belgiu 27. október. Jóhannes
Atlason er þjálfari liösins og hef-
ur hann valiö 16 manna hóp sem
tekur þátt i leikjunum tveimur.
Þessir leikmenn leika gegn Belg-
um:
Markverðir:
Stefán Arnarsson, KR
Guðmundur Erlingsson, Þrótti
Aörir leikmenn:
Þorsteinn Þorstdnsson, Fram
Steinn Guðjónsson, Fram
Hannes Jóhannsson, KR
Gisli Hjálmtýsson, Fylki
Kristján Jónsson, Þrótti
Valdimar Stefánsson, Fram
Kristinn Jónsson, Fram
Sverrir Pétursson, Þrótti
Ingvar Guðmundss.,Keflavík
Davið Egilsson, KR
Jón H. Garðarsson, FH
Einar Bjirnsson, Fram
Björn Rafnsson, Snæfelli
Halldór Áskelsson, Þór, A.
Unglingaliðiö hefur hafið æf-
ingar fyrir nokkru og meðal ann-
ars leikið tvo æfingaleiki við is-
lenska landsliöið. tlrslit I þeim
leikjum ber ekki að taka alvar-
lega jafnvel þó unglingaliðiö hafi
unnið fyrri leikinn, 3:1. Leikurinn
við Belgana fer fram á Laugar-
dalsvellinum og eru áhorfendur
hvattir til að mæta vel búnir og
hvetja islensku piltana.
— hól
íslandsmótið í handknattleik hefst
annað kvöld með toppleik:
V íkfngar
mæta Þróttf
Annaö kvöld kl. 20 hefst I
Laugardalshöllinni, tslandsmótiö
I handknattleik. Fyrsti leikurinn
er rétt eins og i körfunni stórleik-
ur á milli Islandsmeistara Vik-
ings og bikarmeistara Þróttar.
Leikur þessi átti upphaflega aö
vera I gær, en vegna leiks Þróttar
i Evrópukeppninni gegn norska
liöinu KIF var ákveöið aö fresta
leiknum um tvo daga.
Næsti leikur i 1. deild tslands-
mótsins verða á laugardaginn. A
Akureyri leika KA og Valur og I
Laugardalshöllinni leika Fram og
KR. Handbók HSt er ekki enn
komin út þannig að ekki hefur
reynst unnt aö tímasetja leikina.
Best kemur
Fullvlst er aö einn frægasti
knattspyrnumaöur allra
tlma, George Best komi
hingaö til lands næstkom-
andi föstudag og leiki meö
Val gegn Cosmos. Þeir
Baldvin Jónsson áttu
viöræöur viö Best þegar
Valur var á ferö I Englandi
vegna leiksins viö Aston
ViIIa og samdist svo aö Best
fengi 20 þúsund krónur fyrir
aö koma og leika.
Míðaverð
lækkar
Miöaverö hefur veriö
ákveöiö á leik Vals og Cosm-
os á laugardaginn. Hafa
Valsmenn ákveðið aö lækka
þaö nokkuö frá þvl sem var á
leik liösins viö Aston Villa.
Miöi I stúku veröur á 80
krónur, I stæöi á 60 krónur og
fyrir börn 20 krónur.
Litlar likur á
að Pele komi
„Þær eru hverfandi
likurnar á þvl aö Pele komi
hingaö til lands og leiki meö
Cosmos,” sagöi Baldvin
Jónsson einn af forraöa-
mönnum knattspyrnudeildar
Vals á blaöamannafundinum
sem Valur hélt I gær.
Pele er hættur aö leika
knattspyrnu eins og kunnugt
er og starfar hjá Cosmos
sem eins konar ambassador,
eöa auglýsingafigúra og þab
er alveg á hans valdi hvort
hann leikur meö liðinu
þennan leik eöa ekki.
Baldvin sagöi, aö stjórnar-
menn Cosmos-liösins heföu
lagt hart aö Pele ab koma þi
þennan leik, en kappinn sé
tregur fyrir. Þaö sem helst
gæti dregiö hann hingaö til
lands væri opinbert bob frá
rikisstjórninni
Tölvan
spáir vel
Eins og skiljanlegt er þá
hafa Valsmenn miklar
áhyggjur af þvi að veðurguð-
irnir leiki þá grátt þegar
ganga á til leiksins viö Cos-
mos. Baldur Jónsson vallar-
stjóri Laugardalsvallar hef-
UFsettfram ákveðin skilyrði
fyrir þvi að leikurinn fari
fram og er þaö algerlega á
hans valdi hvort bandarísku
stórstjörnurnar sýni listir
sinar hér á landi.
Baldur setur mörkin
við 6 vindstig, bannar nætur
frost og er langt frá þvl að
vera hrifinn af rigningu,
einkum þó úrhellisrigningu.
Valsmenn hafá sett sig I
samband viö veðurstofuna
en ekki fengið merkilegar
upplýsingar þar, þvi lang-
timaspár eru eitur i beinum
veðurstofumcmna. Var þá
brugðið á þaö ráð, aö leita til
veðurstofu bandariska hers-
ins á Keflavikurvelli sem
m.a. hefur tölvuspár á valdi
sinu. Tölvuspáin spáirþvi að
á laugardaginn verði
létt úðarigning, vart mikið
meira en 1 vindstig og mun
birta með deginum.
Blíkar
áfram með
Adidas
Knattspyrnumenn Breiöa-
bliks, sem slöastliöin
tvö ár hafa leikib I Adidas
búningum frá toppi til táar,
hafa nú endurnýjaö samning
sinn viö heildverslun Björg-
vins Schram, umboösaöila
Adidas á tslandi. Eru Blikar
þar meö fyrstir islenskra
liöa tii ab ganga frá samn-
ingi sinum viö Adidas fyrir
næsta keppnistimabil.