Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 7. október 1981
MOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
UmsjónarmaBur sunnudagsblaBs: GuBjón EriBriksson.
AfgreiBslustjóri: Valþór HlöBversson
Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
tþróttafrcttamaöur: Ingólfur Hannesson.
(Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavfk, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Svar
Sigurjóns
• Morgunblaðið gerði mikinn hávaða út af þeim um-
mælum Sigurjóns Péturssonar að aðstoða þyrfti eldra
fólk til þess að minnka við sig húsnæði. Vikum saman
hefur blaðið reynt að rangtúlka ummæli Sigurjóns og
koma því inn hjá eldra fólki í borginni að forseti borgar-
stjórnar hygðist reka það úr íbúðum sínum eða setja inn
á það óðviðkomandi f ólk. Svo mikið liggur við þegar Sig-
urjón Pétursson sendir stutta svargrein í Morgunblaðið
er hún látin bíða í vikutíma meðan ritstjórar blaðsins
semja við hana athugasemd sem er lengri en greinin
sjálf.
• l Sunnudagsblaði Þjóðviljans eru birt viðtöl við for-
vígismenn f jögurra samtaka sem hafa það á verkefna-
skrá sinni að byggja hentugar íbúðir fyrir eldra fólk,sem
vill minnka við sig húsnæði. Staðreyndin er sú að eldra
fólk sem býr í eigin húsnæði f innur ekki svo auðveldlega
hentugar litlar íbúðir þegar fækkar í heimili og um hæg-
ist. A þessu aldursskeiði veigra margir sér við því að
fara að standa í byggingarf ramkvæmdum og geta það
fæstir án þess að selja ofanaf sér í byrjun byggingar-
tímans. Þrenn samtök aldraðra auk Starfsmannafélags
Reykjavíkur fengu sl. vor úthlutað lóðum undir 100
íbúðir í Nýja miðbænum og Fossvogi, og hefst smíði
þeirra í haust og næsta vor.
• En hvaða fólk er þetta sem svona vill búa í haginn
fyrir sér í ellinni, og Sigurjón Pétursson hef ur tekið upp
hanskann fyrir? Hans Jörgensen formaður Samtaka
aldraðra segir í viðtali við Þjóðviljann: „Þetta er alia-
vega fólk, og á kannski ekki mikiðannað sameiginlegt en
að vera í of dýru og stóru húsnæði. Það vill minnka við
sig og vera i sérbýli með einhverri sameiginlegri
aðstöðu."
• Annar viðmælandi Þjóðviljans Vilhjálmur Árnason
lögfræðingur segir m.a.: „Ég var sjáifur með átta
manna fjölskyldu og byggði á sínum tíma hús, sem
rúmaði vel þann fjölda. En þegar börnin eru farin,
verður þetta alltof stórt. Þá vill maður geta flutt i
huggulega íbúðsem maður getur búið í áfram, ef maður
verður gamall. Og þá getur nýtt fólk flutt í það sem
maður byggði."
• Eyþór Fannberg formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar segir að markmið með byggingar-
starf semi félagsins sé að félagsmenn 60 ára og eldri geti
keypt hentugar íbúðir á kostnaðarverði af Starfsmanna-
félaginu, sem sér um og kostar byggingarframkvæmd-
irnar. Þegar fólk sé orðið noWkuð við aldur sé það oft
hrættviðað leggja út í dýrar framkvsmdir og umfangs-
miklar eins og húsbyggingar. Starfsmannafélagið kost-
ar bygginguna með lánsfé í 2r—4Ar, þar til félagsmenn-
irnir geta seit sínar eigin íbúðir og flutt beint inn í nýja
ibúð. Það er áreiðanlega rétt hjá Eyþóri að önnur
stéttarfélög munu fylgjast náið með þessari tilraun
Starfsmannafélags Reykjavíkur og takist hún vel munu
f leiri fylgja í kjölfarið.
• í viðtölum Sunnudagsblaðs Þjóðviljans við forvígis-
menn Samtaka aldraðra, Gimlis, Breiðabliks og Starfs-
mannafélags Reykjavíkur kemur fram að mikill áhugi
er á þessu byggingarf ormi og margir á biðlista. Samtök-
in gera ráð f yrir að í sameign þessara íbúðablokka verði
þjónusta svo sem heilsurækt, sundlaug, heitir pottar,
fundarsalir o.s.frv. Þá er og hönnun meðþeim hætti að
göngustirðu fólki er gert auðveldara fyrir en í venju-
legum húsum. Auðvitað er æskilegt að húsnæði almennt
verði búið þessum kostum, en meðan svo er ekki er
þörf in brýn á byggingu hentugs húsnæðis f yrir eldra fólk
sem vill minnka við sig.
• Sigurjón Pétursson hefur því reifað þarft mál og
borgarstjórn Reykjavikur reynt að bregðast við ákveðn-
um þörfum, sem fyrir hendi eru. Það breytir engu þótt
Morgunblaðið vilji heldur hafa það sem rangara reynist
og temja sér ekki siðu Ara fróða. Þessar þarf ir eru fyrir
hendi og þeim er sinnt.
— ekh.
klippt
Bókhlaða
Þjtíðarbokhlaöa er að risa af
grunni og fagna þvi allir góöir
menn, þó nii væri. En sú hugsun
læðist óneitanlega að mönnum i
sambandi við þá byggingu og
aðrar sem menningarstofnanir
eiga að vistast i, að undarlega
sterk tilhneiging hefur verið til
að draga allar slikar fram-
kvæmdir á langinn og leysa þá
húsnæðisvanda menningarinn-
ar með ýmislegum óhentugum
og vandræðalegum bráða-
birgðaráöstöfunum. Þessi þanki
hefur á stundum tengst nokk-
urri aðdáun á þvi, að aldamóta-
menn, sem höfðu litil auraráð,
réðust þó i ýmsar mjög mynd-
arlegar framkvæmdir — til
dæmis Safnahúsið við Hverfis-
götu, sem opnað varalmenningi
áriö 1909.
förum þjóðarinnar, en andinn er
æðri en likaminn, og vantaði
andann, hvað væri þá likam-
inn?”
Og svo áfram um að andlegur
auður þjóðarinnar frá liðnum
öldum, fjársjóðir hennar, hefðu
svo slæmthúsrUm að þeir lægju
undir skemmdum.
Lúxushús
í minnihluta nefndarinnar var
Þórhallur Bjarnarson, sem fór
háðulegum orðum um halia-
gleði samnefndarmanna, vildi
ekki fremur en aðrir ihalds- og
sparnaðarjaxlar „þyngja á
landsmönnum til lúxus-fyrir-
tækja”. Eins og löngum siðar
gripur slikur maður til þess að
skjóta sér á bak við nauðsyn á
fjárveitingum til atvirmu- og
samgöngubóta. „Verkiegu
framkvæmdirnar verða að
komafýrst, þá rísa „stórhýsin”
af sjálfu sér” sagði hann.
„A það verður ekki minnt of
rækilega, að vér Islendingar er-
um fátæk þjóð og höfum ekki
efni á aö byggja of smátt og
neyðast svo til að nokkrum ára-
tugum liðnum að leggja fyrir
róöa það.sem þá varætlað til að
endast um langan aldur, eins og
þegar núverandi húsrými safns-
ins (i' Alþingishúsinu) var inn-
réttaö og hugsað var i heilli öld,
þótt það siðar ekki nægði nem a i
aldarfjórðung). Fyrir þvi þykir
mér rétt, að vér kostum hlut-
fallslega þó nokkru til að koma
upp byggingu, er svari kröfum
timans, e n eigi jafnframt all-
langa framtið fyrir sér.”
Betri tið?
Og viti menn: íslendingar
voru vist fátæk þjóð þegar þessi
orð voru skrifuð, en þeir reistu
Safnahúsið af miklum myndar-
skap svo að dugði þó nokkuð
fram á okkar prentglöðu öld.
Þeirtöldustlika fátækir ikrepp-
Andinn
og likaminn
1 Arbók Landsbókasafnsins
1980 skrifar Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörður
fróðlega grein um sögu Safna-
hússins. Þar er það upp rifjað,
að áriö 1894 kemst meirihluti
fimm manna þingnefndar að
þeirri niöurstöðu að vel fari á
þvi að minnast 50 ára afmælis
endurreists alþingis með þvi að
reisa „stórhýsi úr steini fyrir
söfn landsins”. Framsögumað-
ur nefndarinnar var sr. Sigurð-
ur Gunnarsson og reifaði hann
m.a. á þessa leið það mál sem
hann tádi varða sóma þjóðar-
innar:
„Ég álit að alþingi sé, ef svo
má að oröi kveða, sál þjóðarinn-
ar, og þar af leiðir að gegnum
alþingi hugsar þjóðin, talar og
gjörir ályktanir þjóöinni til
framfara. En þar af leiðir, að
þingið og þjngmenn eru skyldir
til að sjá fyrir andlegum fram-
Þórhalli tókst aö skjóta málinu
á frest i það skiptið — næsta ár
fór þingsályktunartillaga um
safnahús samt i gegnum þingið
meö atfylgi ýmissa mætra
manna. Hinsvegar var þvi i
raunslegiðá frestum nokkur ár
að afla fjár til byggingarinnar.
Hornsteinn aö henni var
ekki lagður fýrr en árið 1906 og
þrem árum siðar var hægt að
opna það almenningi sem fyrr
segir, og fór Forngripasafnið á
þakhæð hússins en Náttúru-
gripasafnið á fyrstu hæð.
Fátœkir byggi
stórt
Frá þeim tima þegar safnið
var i bígerð eru til fróðlegar at-
hugasemdir frá Hallgrimi Mel-
sted, þáverandi landsbókaverði,
um stærð safnsins, fjölda sæta i
lestrasal cg fleira þesslegt.
Hann segir þá:
unni þegar þeir stóðu þó ekki i
minni stórræðum en að koma
upp Þjóðleikhúsi, Sundhöll,
Austurbæjarskóla, háskóla-
byggingu og svo öllum héraðs-
skólunum. Síðan urðu Islend-
ingar rikir og eftir þvi sann-
færðir um að þeir hefðu efni á
þvi sérkennilega bruðli að
byggja of smátt eða alls ekki.
Síðast i' fyrra, segir fyrrgreind
Árbók Landsbókasafnsins var
með ærnum kostnaði og fyrir-
höfn verið að flytja mikinn
bókakost á milli leiguhúsnæða
hér og þar um bæinn.
Nema hvað: eftir alllanga
mæðu er Þjóðarbókhlaða að
risa, mikið hús — við skulum
vona að slik framkvæmd sé þá
ekki visbending um islenska fá-
tækt (sbr. það sem fyrr segir)
heldur skynsemi. Þessi fram-
kvæmd var raunar sett inn i
stjórnarsáttmála, það er vist
sjaldgæft að slikt gerist og ærin
ástæða tilað vekja á þvi'athygli.
«9 skorið
Mannkynssaga 20. aldar
Ct er komin á vegum Hins is-
lenska bókmenntafélags Mann-
kynssaga — Tuttugasta öldin
(fyrra bindi 1914 - 1945) eftir Ein-
ar Má Jónsson, Loft Guttormsson
og Skúla Þórðarson.
Fyrirhuguð er útgáfa siðara
bindis sem ætlaö er aö rekja gang
heimsmála frá lokum siðari
heimsstyrjaldar til okkar daga.
Fyrra bindiö sem nú liggur fyrir
er mikið að vöxtum um 400 bls.
Vandað hefur veriö til verksins og
er það prýtt fjölmörgum mynd-
um, kortum og töflum. Er þvi
skipt 112 meginkafla sem deilast
aftur hver i nokkra undirkafla.
Spássiugreinar segja nánar til
um hvað um er rætt á hverri siðu.
í bókarlok er timatalsyfirlit og
nafnaskrá.
Eins og segir i formála hafa
höfundar lagt megináherslu á að
rekja atburðarás, setja sögulegar
staðreyndir I samhengi. Auk
hefðbundinna stjórnmálavið-
burða hefur verið kappkostað að
lýsa gangi mála á sem flestum
sviðum þjóöfélagsins, efnahags-
og félagslifs, lista og menningar.
Þessi mannkynssaga er hugsuð
sem yfirlitsrit fyrir almenning
og framhaldsskólanema. Höfund-
ar láta þá von i ljós að hún megi
nýtast til „upplýsingar og um-
hugsunar um þá sögulegu fram-
vindu sem hefur ómótmælanlega
markað, oft með feiknstöfum,
ásýnd þess heims sem við nú lif-
um I.”