Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miövikudagur 7. október 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí 8iz85, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Lífshlaupinu var pakkað niður í gær ,,Til geymslu innan lands eða utan,” Halldór B. Runólfsson ræöir viö blaöamann Þjóöviijans igær en eins og sést á myndinni faldi Guömund- ur Axelsson sig vandlega bak viö skiliriin. Ljósm. — eik. Guömundur Axelsson kaup- maður i Klausturhólum pakkaöi i gær saman Lffshiaupi Kjarvals sem geymt hefur veriö á Kjar- vaisstöðum eftir aö sýningu á þvi lauk, — „þar sem óþarfi viröist aö flytja það ef borgin ætlar að kaupa”, eins og Guömundur orö- aði það i samtali við Þjóöviijann fyrir skemmstu. Sem kunnugt er bar mikið f miili í samningavið- ræðum um kaup borgarinnar á verkinu og má Ifla á fiutning verksins frá Kjarvaisstööum sem siit á þeim. Lagt til að stjórnun fiskveiða verði hert: Fækkun skipa, leyfis- binding og aflakvóti Fækkun fiskiskipa, leyfisbinding allra veiöa og kvótaskipting á skip eru þau róttæku ráö sem starfshópur um sjávarútveg á vegum Rannsóknarráös rfkisins vill aö tekin veröi til bjargar útveginum. Telur hópurinn aö núverandi aðferöir viö stjórnun fiskveiöanna nægi hvorki til aö tryggja æskilegt aflahámark né til aö halda niöri kostnaöi viö sjósókn. Frumskilyröi fyrir betri stjórnun telur hópurinn aö leyfisbinda allar ,, veiöar og skipta aflanum niöur á skipin. Gætu þá leyfishafar veriö einstök skip, útgeröir, vinnslustöövar eöa hafnir. Kvótum væri úthlutaö ókeypis, en gert ráö fyrir sveigjanleika t.d. meö aö heimila framsal, leyfa eöa bjóöa aukakvóta til kaups. Bent er á, aö frá þvi aö álika úttekt var gerö á sjávarútveginum 1975, meö Bláu skýrslunni svokölluöu, hefur fiskiskipaflotinn stækkaö og sérstaklega hefur skuttogurum fjölgaö meir en til var ætlast. 1 Bláu skýrslunni var gert ráö fyrir, aö þáverandi floti gæti aflaö 950 þús. tonn af bolfiski miöaö viö ástand fiskistofna um 1970, en þrátt fyrir stækkun flotans hefur hann samt ekki náö nema 60—70% af þessum afla- brögöum. Búist er viö aö fækkun skipa á næstu árum, einkum litilla báta, en aö rúmlest..4.-tala flotans kunni þó aö vaxa m.a. vegna bætts aöbúnaðar áhafna og aukinnar kassavæöingar. Þá álitur hópurinn, aö sérhæfni i veiöum fari vaxandi vegna aukins útgeröarkostnaöar, en ekki er búist viö stökkbreytingum I veiöitækni. —vh Þegar blaðamann og ljósmynd- ara bar að á Kjarvalsstöðum i gær voru þeir Guðmundur og Halldór B. Runólfsson að taka myndirnar niður. Neitaði Guð- mundur að segja til sin eða ræða við blaðamann og Halldór vildi ekkert segja um það hvert förinni væri heitið nú þegar Lifshlaupið erfluttfrá Kjarvalsstöðum. „Þaö fer I geymslu til að byrja með, innan lands eða utan”, sagði hann. Um samningaviðræður við borgina og fréttaflutning af þeim var Halldór þungorður. Þessir menn reikna Guðmundi það til gróða sem rikið hirðir i skatta, sagði hann. Allt sem Guðmundur hefði viljað fá fyrir sinn snúð væru 1700 þúsund krónur og þar af færi miljón i útlagðan kostnað. Skattar rikisins af slikum við- skiptum væru skv. útreikningum borgarinnar 1400 þúsund og þann- ig væri komin sú tala sem blöðun- um hefði verið gefin upp, — 3,1 miljón. Sagði Halldór fátitt að sala á lausafé eins og málverkum væri skattlögð upp i topp eða gef- in upp að fullu og reyndar efaðist hann um að Kjarvalsstaðir gerðu það i sinum viðskiptum. A móti þessu býðst borgin til að greiða Guðmundi 400 þúsund krónur, sagði Halldór og krefst reikninga fyrir útlögðum kostnaði eins og hann hafi verið i vinnu hjá þeim s.l. þrjú ár. Af þessum 400 þús. á hann siðan að greiða 256 þúsund i skatta, þannig að allt og sumt sem hann á að fá fyrir verk- ið skv. tilboði borgarinnar er 144 þúsund krónur, — rétt ríflega ein rauðkritarmynd sem Kjarvals- staðir keyptu i vor! — AI HVAÐ SEGJA SKIPSTJÓRARNIR UM TILLÖGUR STARFSHÓPSINS? Guðjón Kristjánsson, Páli Pálssyni ÍS: Ekki hrifinn ai að bæla niður ein- staklings- framtakið — Ég er hræddur um, að þetta veröi nokkuð mikill tölvuút- reikningur ef það á aö fara að skipta hverri tegund á hvert skip, sagði Guöjón Kristjánsson skipstjóri á Páli Pálssyni 1S um boðskap Rannsóknaráös um kvótaskiptinguna á skipin. Svo er þaö mannlegi þátturinn I þessu. Þaö verður ekkert sér- stakt til aö keppa aö og ég er ekki hrifinn af þvl aö bæla niöur einstaklingsframtakiö á þessu sviöi. Sumir telja að þetta leiddi til að keppnin snerist þá fremur um aflaverðmætið og nýting- una, en það held ég að séu hlutir sem menn keppast við nú þegar. 1 sambandi við minnkun flotans er á ýmislegt að lita. Ef við för- um aftur i timann, t.d. til 1920, má sjá að 200 lesta skip þá gat komið með að landi 200 - 300 tonn, þvi það var litið annað en lestin, en nú þarf til þess sama 400 rúmlesta skip, þegar hver maður er kominn með sinn klefa. Sé þetta rætt í botn hlýtur lika að vera spurning hvernig á að skipta. Eiga útgerðirnar i dag að hafa einhvern framtiðarrétt, sem kannski gengur i erfðir? Og hvernig eiga þá nýir menn að komast að, ef búið er að skipta öllu niður? Ég held að fram- kvæmdin yrði nokkuð flókin og heillavænlegra að frekar ein- falda kerfið en flækja það meira. Nær væri að taka van- kantana af skrapdagaskipulag- inu og t.d. fara að hugsa i 200 milum og nýta svæðið allt skyn- samlega en ekki binda sig alltaf við gömlu 12 milurnar og 50 mil- urnar. Það er bent á, að allt sé fullnýtt i bolfiskinum, en það má benda á það á móti, að mun betri nýting fengist t.d. á stein- bitsafla ef togurunum væri leyft að veiða hann á sumrin innan við 12 mílurnar, nú og skarkoli og fleiri stofnar nálægt landi eru alls ekki fullnýttir. —-vh / Arsæll Egilsson, Sölva Bjarnasyni, BA: Erfitt að skera niður skipastólinn — Mér llst vel á þá hugmynd aö hafa ákveöinn kvóta á hvert skip og held aö þaö sé mun heppilegra en þaö fyrirkomulag sem nú tiökast og er fyrir neöan allar hellur, sagöi Ársæll Egils- son útgeröarmaöurog skipstjóri á Sölva Bjarnasyni BA, Tálkna- firöi. Aflaskipting á hvert skip þýöir aö ekki þarf aö vera að berjast úti I hvaöa veöri sem er einhverja ákveöna daga, heldur er hægt aö haga sjósókninni eins og hverjum hentar best, sagði Ársæll Ég veit að margir hér á Vestfjörðum eru mér ósammála og andstæöingar aflaskiptingarinnar tala um meöalmennskustefnu og halda, að með þessu mótifái ekki þeir, aö skara framúr meö að veiða einhver önnur kvikindi en þorsk? Hitt list mér ver á þegar talaö er um aö skeröa niöur skipastól- inn um helming og held, að þaö sé hægar sagt en gert. Ekki er ég búinn aö sjá, að togari sem fiskar nú 5000 tonn á ári sé strax kominn meö 10 þúsund tonn af þvi aö skipum fækkar. Auövitaö er skipastóllinn of stór ef útreikningar fiski- fræöinganna eru réttir, en þaö er ekkert nýtt og litiö veriö gert til aö mæta þvi til þessa. Svo má nú benda á, aö þaö er raunveru- lga varla hægt aö gera út nýtt skip I dag og láta þaö bera sig, vextirnir eru svo gifurlegir fyrir utan sivaxandi ollukostnaö. Hjá okkur á Sölvanum fóru t.d. yfir 26% af aflanum 8 mánuöi i fyrra i oliukostnað. Og nú á aö láta okkur greiöa 20% i stofnfjársjóö i staö 10% áöur auk 5% I tryggingarsjóðinn. Ég hef enga patenf'lausn fremur en aörir, en þaö er ljóst aö eitthvaö mikiö er aö i stjórnun málanna. Þegar skut- togarnarnir komu fyrst var taíað um að þeir þyrftu aö afla 3000 tonna á ári til aö standa undir rekstrinum, slöan hefur aflinn alltaf verið aö aukast, en dugir samt ekki til. Hinsvegar er mér sagt frá Færeyjum, aö þar telji þeir sig geta rekið togara meö 2500 tonna afla á ári. — vh. Gunnar Jónsson, Isleifi VE: Þeim Ijölgar sem eru fylgjandi kvóta - — Mér list bara vel á þetta, sagði Gunnar Jónsson skipstjóri á loðnubátnum lsleifi VE, — og mér heyrist á kollegum minum á togaraflotanum, aö þeim sé að fjölga sem eru fylgjandi þvl að settur verði almennur kvóti á hvert skip. — Þú óttast þá ekki, að þetta drepi niður sóknarhugann i mönnum? — Kannski eitthvað, en þegar ástand stofnanna er ekki skárra en raun ber vitni held ég að all- flestir muni sætta sig við þetta. Það er búið að gera þetta með loðnuna og það var náttúrlega erfitt fyrst fyrir þá sem fiskuðu kannski meira áður en þeir fengu svo úthlutað, einsog við á Isleifi t.d. En nú erum við sáttir viö þetta, enda hægt að stunda veiðarnar af meiri skynsemi svona. Sama held ég að verði uppá hjá togarasjómönnunum, einkum eftir að aflinn fór að minnka úti fyrir Vestfjörðum og færast lengra austur. Fækkun skipanna hika ég meira við að samþykkja. Sjálf- sagt getum við tekiö afla á ódyr- ari hátt með færri skipum, en hverja á þá að skera niður og hverja ekki? Það eru margir búnir að berjast fyrir þvi að koma skipunum upp, — hvað eiga þeir að gera? Og sú aðferð að hætta að endurnýja skipin einsog loðnubátana er býsna erfið. Um það get ég dæmt á 14 ára báti sem óvist er um hvort ég fæ að endurnýja. —-vh I • mmmmmmm ■ m tmmmmmmmm m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.