Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 7. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fjölmiðlastefna frönsku stjórnarinnar: Frjálst útvarp er auglýslngaútvarp alls ekki A skömmum tlma risu upp 600 útvarpsstö&var. Hægr istjórnir Frakk- lands voru oft ásakaðar fyrir pólitíska einokun á útvarpi og sjónvarpi, lög- reglu var einatt beint til að loka „Sjóræningastöðv- um"— til dæmis stöð sem studdi sósíalista og Franc- ois Mitterrand talaði í árið 1979. Meðsigri Mitterrands stórfjölgaði einkaútvarps- stöðvum í landinu — en um leið kemur í Ijós að sósíalistar hafa aðrar hug- myndir um frjálst útvarp en þeir, sem höfðu ætlað sér að græða á auðveldari aðgangi að Ijósvakanum. Taliö er aö nú séu um 600 einka- útvarpsstöövar I gangi I Frakk- landi, þar af hundraö I París einni saman. Jassstöövar, unglinga- stöövar, stöövar sem snúa sér aö farandverkamönnum, stöö sem fjallar um kristin verömæti. All- mikiö af þessum stöövum hefur veriö rekiö i sjálfboöavinnu i von um aö senn yröu sett ný lög um fjölmiöla sem kvæöu upp úr um starfsskilmála stöövanna, sem nú troöa hver annarri um tær i FM-bylgjum. Banna auglýsingar Þau lög sem i vændum eru munu dreifa fjölmiölavaldi, leyfa fleiri aöilum aö spreyta sig á þessum vettvangi — en eitt verö- ur mörgum þeim þyrnir i augum sem hugsuöu sér til hreyfings i út- varpi og þaö er, aö þaö á aö banna auglýsingar i hinum staöbundnu stöövum. Þessu hafa margir aö- standendur nýrra stööva mót- mælt og segja, aö sjálfstæöi og óhæöi þeirra veröi ekki tryggt nema þeir geti haft tekjur af auglýsingum. Sósialistaflokkurinn mun ekki einhuga i þessu máli. Þó er þaö rikjandi stefna innan hans aö „viö viljum ekki peningaútvarp” eins og Mauroy forsætisráöherra hefur komist aö oröi. Sumpart er þar um aö ræöa vilja til vernda dagblöö landsins og timarit, sem mundu missa spón úr aski sinum ef smáar útvarpsstöövar færu aö keppa viö þau á auglýsingamark- aöi. En mestu skiptir sú afstaöa sem fram kemur hjá Jack Lang menntamálaráöherra I nýlegu viötali i Le Monde. Hann segir þar m.a.: Lang menntamálará&herra: fjöl- mi&lar eiga aö vera eign fólks- ins... Peningar og menning Viö höfum barist fyrir auknu sjálfstæöi fjölmiöla, og þvi mark- miöi munum viö ná. Viö höfum lika barist fyrir þvi aö þeir séu óháöir peningavaldi, sem menn hafa tilhneigingu til aö vanmeta.. Viö viljum frelsi, já, en aöeins fyrir sjónvarpsstöövar og út- varpsstöövar, sem endurspegla alla strauma i þjóöfélaginu en veröa ekki virki fyrir hagsmuni hægrimanna og einkafjármagns- ins. I framhaldi af þessu reifar Lang hugmyndir sinar um dreif- ingu fjölmiölavalds, aö láta aörar borgir en Parls koma mikiö viö sögu. Hann vill fjölmiölalög sem tryggi opnari aögang aö sjón- varpi og útvarpi, en um leiö aö I lög þessi veröi skráöar skuldbind- ingar þessara fjölmiöla á menn- ingarsviöi. Meöal annars vill hann aö franska sjónvarpiö veröi örlátara en þaö hefur veriö viö franska kvikmyndagerö, sem stendur nú mjög höllum fæti. Ekki er nógu ljóst af viötalinu i Le Monde hvernig hugmyndir hins sósialiska menntamálaráö- herra um „alþýöu manna sem eigenda fjölmiölanna” koma til aö lita út i framkvæmd. En þaö er ljóst, aö hann er þvl mjög andvlg- ur aö afhenda spekúlöntum og auglýsendum rásir og bylgjur og vill virkja f jölmiölana sem menn ingartæki. Hann telur til dæmis aö Frakkar hafi meö vali kvik- mynda i sjónvarp veriö alltof hallir undir einhliöa bandarfska heimsmynd —ifyrra, sagöi hann, voru 235 erlendar kvikmyndir sýndar i sjónvarpi, af þeim voru 195bandariskar og 30 frá Evrópu- löndum, en tiu frá afganginum af heiminum. Þetta finnst Lang allt- of mikiö af þvi góöa og llkir viö „skopmynd” af kvikmyndaheim- inum. Mök? Sem fyrr segir er veriö aö und- irbúa ný fjölmiölalög og er þegar ýmislegt vitaö um þaö, hvernig rekstrarleyfum veröur úthlutaö (leyfin eru afturkallanleg ef gengiö er á settar reglur), um styrkleika smástöövanna (miöaö er viö 30 km. radius) og fleira þesslegt. Enn er ósvaraö spurn- ingum um fjárhagslegan grund- völl þeirra, en gert er ráö fyrir þvi aö þær veröi reknar á vegum ýmislegra samtaka. Þær mörgu stöövar sem nú þegar eru teknar- til starfa utan viö lög og reglu- geröir munu halda áfram auglýs- ingaslag sinum og telur Le Monde tvisýnt um hvernig fari. Þaö yröi enginn hægöarleikur aö senda lögreglu gegn 600 útvarpsstööv- um. Máske fer þaö meö útvarps- lög Frakka eins og ýmislegt ann- aö i fjölmiölamálum viöa um heim: tækniþróun og bisness- hagsmunir eru svo skjótir I viö- brögöum, aö löggjafar hafa ekki viö aö smlöa sér stefnu, beina þróun I einhvern tiltekinn farveg. Samanber myndbandamál hér heima eöa þá I Svlþjóö. Bandalag rómanskra þjóða En Jack Lang menntamálaráö- herra hefur fleiri járn i eldinum en þau sem snúa aö útvarpi og sjónvarpi. Hann ætlar aö hressa viö franskt menningarfrumkvæöi bæöi á þeim sviöum og öörum, og beina þvi siöan I vaxandi mæli til annarra rómanskra þjóöa, sem hann kallar „eölilega menning- arbandamenn Frakka”. Hann hefur þegarkomiö á fót starfs- hópi undir forystu hins mikla rit- höfundar Kólumbiu, Gabriéls Garcia Marques, sem er aö vinna aö stofnun einskonar menningar- bandalags þjóöa, sem mæla á rómanskar tungur. AB tók saman. Enn stjórnar Hollywood kvikmynda- heiminum Ný bandarísk ævintýramynd, „Sótt að örkinni týndu" („Raiders of the Lost Ark") er nú um þessar mundirað setja aðsóknarmet umvíðan heim. Vikurit- ið Newsweek notar tækifærið til að skrifa um það, hvernig hinir gífurlegu fjármunir sem Hollywood ræður yfir eru nýttir til að „stjórna heiminum" — og þar með þrengja að ýmsum þeim smærri kvikmynda- framleiðendum sem eru risar á okkar mælikvarða — eins og Bretum og Frökkum. Fornleifafræöingurinn meö feg- ur&ardis — og framundan ormagar&urinn skelfilegi Sáttmálsörkin grafin i fylgsni þar sem allt iöar af 600 lifandi eiturslöngum og snákum af öll- um tegundum. öllu mögulegu er hrúgaö inn á þessa kvikmynd. Hún segir frá fifldjörfum, glæsilegum og ráö- kænum bandariskum fornleifa- fræöingi sem er aö leita aö Sátt- málsörkinni úr Mósebókunum, þar I eru gullnar töflur meö boö- oröunum tiu, sem hurfu úr Jerú- salem fyrir þúsund árum en má finna i týndri borg egypskri. Þarna er allt sem nöfnum tjáir aö nefna : nasistar ætla aö sölsa dýrgripi þessa undir sig og þar meö sérstakt umboö frá guöi, þarna eru allskonar dauöa- gildrur, eiturörvar, arabiskir skylmingagarpar, dularfullar krár og markaöstorg og sjálf er Fagmenn Newsweek er svosem ekkert aö hrósa framleiöslunni. Blaöiö segir aö þessi mynd sé afar barnaleg, ekkert þar sem sex ára barn getur ekki skiliö, og sömuleiöis beri hún vitni gam- alli og nýrri tilhneigingu þeirra I Hollywood til aö „éta sig upp”, — m.ö.o. brúka aftur og aftur áhrifabrögö sem hafa áöur skil- aö góöum hagnaöi. Höfundar myndarinnar eru reyndar mennirnir sem geröu Stjörnu- striö og Jaws — Georg Lucas og Steven Spielberg, þeir eru svo- sem nógu reyndir fagmenn, hvor meö sinum hætti. Vald peninganna Blaöiö dáist hinsvegar aö þvi, aö þegar hafa komiö inn fyrir þessa mynd meira en 125 miljónir dollara I Bandarikjun- um og mikil aösókn er byrjuö i Bretlandi og Frakklandi. Blaöiö skýrir lika aö nokkru leyti hvernig stendur á sigurför hinna bandarlsku risamynda. Sjónvarpiö hefur haft þau áhrif aö miklu færri myndir eru framleiddar en áöur, en eftir þvi meira lagt i þær af mannfjölda, dýrum leikurum, áhrifabrögö- um o.s.frv. 1 þvi efni átti HoUy- wood nokkuö forskot I þeim skilningi, aö „þaö kostar pen- inga aö græöa peninga”. Holly- wood hefur meö hveriu ári spennt bogann hærra I kostnaöi viö gerö fokdýrra risamynda i ævintýra- og stórslysastll — og aörir hafa ekki ráöiö viö slikan kostnaö. Heimurinn undir lagður Myndirnar eru svo dýrar, aö þaö nægir ekki Hollywood aö hafa bandariska markaöinn, til aö græöa á þeim, sá evrópski veröur aö fylgja meö sem og sá japanski. Og enn ræöir þaö mestu hver hefur mest fé milli handanna: þegar ein bandarisk risamynd er auglýst upp I Frakklandi er tvisvar sinnum meira fé lagt i þaö en til aö auglýsa alla franska fram- leiöslu eins árs erlendis. I Bret- landi er kvikmyndaiönaöurinn aö þvi er viröist I dauöateygjum — en bandarisk firmu hafa söls- aöundirsig „nýlendur” margar i breskum kvikmyndaverum, þar sem tæknimenn fást viö aö „skjóta” áhrifabrellur fyrir bandariskar stórmyndir. Evrópskir kvikmyndafram- Ieiöendur hafa sumir hverjir reynt aö einbeita sér aö ekki alltof dýrri gæöaframleiöslu, sem I samkeppni viö sjónvarp annarsvegar og bandarisku risamyndirnar hinsvegar eiga mjög I vök aö verjast. Ráðherrann sagði nei . Sem dæmi um þaö hve ör þe'ssi þróun er má nefna, aö áriö 1979 sóttu 18% franskra kvik- myndagesta bandariskar myndir en núna er hlutur þeirra kominn I 35%. Til dæmis um áhyggjur Frakka af þessari þróun má taka, aö Lang menntamálaráöherra ákvaö fyrir skömmu aö mæta ekki á bandariska kvikmyndahátiö I Deauville. Hann sagöi frá I viö- tali viö dagblaö i Paris: „Viö viljum vernda okkar lifnaöarhætti og ekki láta aöra neyöa upp á okkur erlendu mynstri sem staölar allt og alla meö billegum hætti”.- Tilbreyting reyndar aö heyra franskan menntamálaráöherra tala rétt eins og hann væri sænskur menningarviti á Is- landi. AB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.