Þjóðviljinn - 09.10.1981, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 09.10.1981, Qupperneq 2
T 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. október 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Allir krakkarnir í minum bekk ætla að koma á flóamarkaðinn hjá okkur. Þau eiga enga pen- inga/ en finnst svo gaman að horfa á. BœJcirblodid 25. september 1981 Verðkr.7.00 Trúin flyturfjöll. .. Trúin flytur fjöll segir einhvers staðar en hér sjáum við tvo krana af stærri gerðinni flytja Halldórshús, sem stendur við Skagabrautina. Var því lyft frá grunninum og sett niður nokkr- um metrum aftar þar sem búið var að steypa nýjan grunn. Húsið hafði lengi verið bæjaryfirvöldum þyrnir i augum þar sem það skagaði út í gangstéttina, en með þessari snilldar- lausn mála ættu allir að geta unað glaðir við sitt. - SSv. Þá eru Akurnesingar teknirtil viðaðflytja hús, — með aðstoð trúarinnar og krana ef marka má þessa úrklippu úr Bæjar- blaðinu. Rætt við Mariu Þorsteinsdóttur, formann MS-samtakanna, nýkomna af alþjóðaþingi í Japan „Sjukdómurinn sem ekki er talað um” var haim kailaður i Sviþjóð,og viðast annarsstaðar hefur löngum hvilt eitthvað leyndardómsfullt og kannski þarafleiðandi óhugnanlegt yfir. MSsjúkdómnum eða „multiple sclerosis”, þangað til fyrir nokkrum árum, að sjúklingar, læknar þeirra og annað aðstoðarfólk tók að bindast samtökum um að fá og miðla ipplýsingum og beita sér fyrir rannsóknum. NU hefur MS félagið fslenska gerst aðili að alþjóðasamtökum MSfélaga og i tilefni af þvi ræddi Þjóðviljinn við formanninn, Mariu Þor- steinsdóttur, sem er nýkomin heim af þingi samtakanna i Kyoto I Japan. — Jú, islenska félagið gekk i samtökin á þessu þingi, i fram- haldi af stofnfundi Norður- landasamtaka sem haldinn var i Stokkhólmi i fyrra, en þá stóð um leið yfir fundur i alþjóðasamtökunum, segir Maria. Við teljum okkur eiga eftiraðhafa mikiðgagn af að ná sambandi við félög um allan heim og fá fréttir af því hvað er að gerast, bæði i sambandi við rannsóknir og frétta- og upplýs Marfa,- sem kennir sjúkraþjálf- un við Háskóla tslands, sést hér skoða gervihönd á verkstæði endurhæfingarm iðstöðvar Kyo- to borgar. Sjúkdómar sem ekki er talað um mgamiðtun. Sérstök frétta- og fræðslunefnd er starfandi á vegum samtakanna og lfka svo- kölluð þróunarnefnd sem kannar hvar og hvernig unnt er að veita aðstoð, hvar félög eru starfandi og hvort læknar sjá um þessi mál. Samtökin styrkja rannsóknir viöa um lönd og visindamenn til að gera sér- stakar rannsóknir. Nú fáum við aðstoð samtakanna við að byggja upp okkar félag. — Hver er helsti vandinn, sem við er að eiga? — Þaö er hve litið hefur framað þessu verið vitað um sjúkdóminn, hann hefur verið alltað þvi sveipaöur leyndar- dómum og mikil hræðsla við hann. Þetta er erfiður sjúk- dómur, það tekur langan tfma að greina hann, fólk fær hann frekar ungt og enginn veit orsökina. Vegna þess vonleysis og hjálparleysis sem gripur bæöi sjúklingana, aðstandendur og jafnvel lækn- ana sjálfa hefur hann litið verið ræddur, — ekki talað um hann, einsog Sviamir sögðu, þangað til sjúklingrnir sjálfir risu upp og vildu fá að vita meira og stofna til samtaka. Hér á landi var stofnað félag 1968, læknar komu þvi af stað, en það starfaði li'tið og fólk vissi varla aö það var til þartil fyrir 2—3 árum, jafnvel ekki sjúklingar með þessa veiki. — Hvemig lýsir hún sér? — Þetta er sjúkdómur i miðtaugakerfinu og það er taugasliður utanum taugarnar sem veröur fyrir skaða. Ein- kennin fara eftir þvf um hvaða taugar er að ræða, skyntaugar eða krafttaugar, fólk fær skyntruflanir, missir sjón, verður lamað, fær doöa eöa jafn vægistruflanir. Þetta fer misilla með fólk, sumir fá mild og fá köst, aðrir fleiri og harðari. — Nú ert þú ekki sjúklingur. Hvað kom tilaö þú gerðist virk- ur félagi? — Ég varð strax forvitin um sjúkdóminn, þegar ég kynntist honum gegnum starf mitt sem sjUkraþjálfari og þegar é; iÖ'nntist vonleysi sjúklinganna og ekki sist skilningsleysinu i umhverfi þeirra fékk ég áhuga á að hjálpa til, fræðast sjálf og koma vitneskju á framfæri. — vh. SÍÐASTA VÍGIÐ TAPAÐ: Nú er hún Snorrabúð stekkur hjá karlpeningi Parlsarborgar, þvi aöeins eitt af öllum „pissoires (notagiidi) borgarinnar stendur enn og viö hafa tekiö svokölluö „sanisettes”, lyktarlaus, útsýnislaus, loftlaus, og vei! — fyrir bæöi kyn. Hvaö veröur nú um sjarma heimsborgar- innar og forréttindi herranna? Fyrir fornvini Parisar upplýsum viö, aö þetta eina sem enn stendur er bakviö Vorrar frúar kirkju, þaöan sem enn gefst útsýni eínsog Henry Miller lýsti þvi 1936 I Rue Cloitre Notre Dame. A myndinni til vinstri er eitt af þeim gömlu vinsælu. Til hægri eitt af þeim nýju. Þaö er alltaf veriö aö tala um klofning i Sjáifstæöisflokknum. Er þetta ekki bara skortur á samtakaleysi? c Q iJ O Ph Ætlarðu aö læra heima eöa Ég ætla þaö. Eiginlega býr innra meö mér mikill vilji...____________J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.