Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Það er stytt upp og sólin skín. Vill enginn fara út að leika...? Farþegaferja sú, sem gengur milli Atami og Oshima-eyjanna i Japan, er af nokkuð nýstárlegri gerð. Neðan undir ferjunni eru tveir kilir með eidflaugasniði, sem kljúfa sjóinn. Þessir kilir eru tengdir skipinu með stálbjálkum. Það má þvi segja, að þessi ferja Japan- anna sé risastór fleki. Mávurinn, en svo kallast ferjan, er 117 fet að lengd og sú fyrsta sinnar tegundar, sem tekin hefur veriö i notkun á farþegaleiðum. Dlsilvélar Mávsins geta náð 27 hnúta hraöa, en það sem mikilvæg- ast er fyrir hina 402 farþega skipsins er það, aö Mávurinn haggast ekki þótt öldurnar nái 11 feta hæð. Eöa svo segir skipasmiöastööin. Rætt við Sigurð Elíasson kennara sem nýbúinn er að gefa út ljóðabók: „Litla flugan” Einn af mi'num mörgu og góðu skólabræðrum frá Laugarvatni er Sigurður Eliasson. Fæsta af þeim ánægjulegu félögum, strákum og stelpum, hef ég seð siðan vegir skildu við skólaupp- sögn, fáeina þó og af nokkrum fleiri haft spurnir. Meðal þeirra er Sigurður. Hann sigldi til Danmerkur, ef ég man rétt, nam þar búvisindi, gerðist siöan tilraunastjóri á Reykhólum og tók á þeim árum virkan þátt i starfi bjóðvarnar- manna. Fluttist þaðan til Reykjavikur og mun lengstaf hafa stundað þar kennslu, enda maður margfróður. Svo fæddist ,,Litla flugan”, sem flaug á skömmum tima um ;;llt land og er á loftienn. Væng- ir. ir voru ljóðið sjálft og lagið har.s Sigfúsar Halldórssonar. En hver var höfundur ljóðs- ins? Um það haföi ég engar fragnir fyrr en löngu siðar. Þá kom það upp úr kafinu að „Litla flugan” var skilgetin dóttir mins gamla skólabróöur, Sig- urðar Eliassonar. Lengi skal manninn reyna. Ekki vissi ég það fyrr hvað Sigurður er skemmtilega hagorður. Aldrei varð ég þess var að honum liði frumsamið ljóö af munni á Laugarvatni. Ef hann hefði látið i sér heyra þar hefðum við Pét- ur frá Hallgilsstöðum og Jónas Frá Siglufirði steinhætt að „yrkja”. En Sigurður getur svo sem vel hafa ort fyrir það. Hann er enginn auglýsingamaður og auk þess nærgætinn við náung- ann. En nú er komin út ljóðabók eftir Sigurðog ber nafnið „Litla flugan”. Hún hefurinni að halda 58 ljóð, ort á ýmsum timum og af ýmsum tilefnum. Sum eru um börn og blóm, köngulær og kindur, mannfélagsvandamál af ýmsu tagi og má segja að flest verði Siguröi að yrkisefni. Ég spyr Sigurð hvort hann hafi ort mikið um dagana. — Ekki veit ég hvað kallast mikið eöa litið i þeim efnum, svaraði hann. bettahefur oftast komið svona óbeðið. En eitt get eg sagt þer; Þetta er engin úr- valsljóðaútgáfa. Flest af þvi, sem i hugann hefur komið af þessu tagi, er jafnóðum horfið út í veður og vind. Tilviljun ein hefur ráðið þvi hvað geymst hefur, — og fyrir annarra til- stilli oftast nær. Ég lét tiileiðast meö að gefa þennan samsetning út svoað hættyrði þá að nauða i mér með það. — Og þú gefur bókina út sjálf- ur. —Já, Leiftur sá um f jölritun á henni en útgáfuna annast ég sjálfur. Ég vildi ekki vera að íþyngja neinum útgefanda með þvi að taka það að sér. — Attu von á að hagnast á út- gáfunni? — Ég hef nú aldrei verið fund- vis á fjáröflunarleiðir, fremur hið gagnstæöa. Ætli sú verði ekki reyndin enn? Ekki er það nú alveg vist. Við fljótlegan lestur bókarinnar sýnist mér að fleiri af ljóðum Sigurðar muni geta lyft sér frá jörðu en „Litla flugan”. — mhg , ,Andstöðuhópur gegn rík- isvaldi” vill ríkisstyrk „Andstööuhópur gegn rikis- 'aldi” hefur sent frá sér eftir- arandi „Opið bréf til ríkis- ^aldsins”; „Eins og mörgum er kunnugt ;rum við búin að stofna félag og ;etja upp skrifstofu, kaupa rit- rél, útbúa bréfsefni með haus, Gæti stjórnað karlakór 1 Eiðfaxa er frá þvi sagt, að þegar Jóhannes Hoyos frá Austurriki var að sýna stóðhest- inn Gáska 915 frá Gullbera- stöðum i Borgarfirði á Evrópu- mótinu i Larvik I Noregi i sumar, sló hesturinn mjög til taglinu, eins og mörgum horn- firskum hestum hættir til. Þeir Gunnar Bjarnason og Dúddi á Sköröugili, (Sigurjón M. Jónas- son, bóndi á Syöra-Skörðugili i Skagafiröi) sátu nálægt hvor öðrum, en þeir hafa löngum haft gaman af að glettast. „Sjáðu kraftinn, sjáðu til- þrifin og sjáöu fasið, og svo teljið þið Skagfiröingar að þiö getiö ekki notaö svona hesta”, sagði Gunnar. Dúddi þagði stundarkorn en svaraði svo: „Jú, það mætti kannski nota hann til aö stjórna karlakór”. — mhg prenta kynningarbækling i lit á islensku, búa til barmmerki og gera ýmislegt til aö koma okkur og okkar athöfnum á framfæri. Þrátt fyrir alla athafnaþrá okkar hefur hiö opinbera ekki séð ástæöu til að styrkja okkur fjárhagslega, eða á nokkurn annan hátt. Þvert á móti hefur lagafrumskógur rikisvaldsins heft okkur á allan hátt og svig- rúm til sjálfstæöra aðgeröa verið mjög takmarkaö. Þessu viljum við að sjálfsögðu ekki una og förum fram á rikis- styrk. Andstööuhópur gegn rikis- valdi”. Fyrir hönd hópsins undirrita bréfið Gunnar Vilhelmsson, Aöalheiöur Jóhannsdóttir, Sig- riður Vala og Haildór Carísson. Fúið dóm- kirkjutimbur Haustið 1786 kom til Reykja- víkur skip hlaðið miklum timburfarmi. Skyldi timbur þetta notaö til þess aö byggja nýja dómkirkju í höfuöstaðnum. Mikill hluti timbursins voru svonefnd „vragborö”. Ekki leist mönnum meira en svo á þetta dómkirkjutimbur þvi I ljós kom, aö um helmingur þessvar skemmduraf fúa. Þótti aö vonum óálitlegt aö byggja dómkirkju úr fúatimbri enda þótt erlent væri. Timburfarmur þessi fékk hálf kuldalegar mót- tökur. Var honum staflaö rétt ofan flæðarmáls án þess að nokkuö væri að gert til þess að verja hann veðrum og vosbúð. Þarna stóð staflinn svo óhreyfö- ur i full fjögur ár þar til notaö var úr honum það, sem þá tald- ist nothæft. — mhg Af stjörnu- glópum Tvíburinn er tvíræð sál og talinn margra átta. Oftast liðugt á um mál við alla fús til sátta. Ljónið stolt og stærilátt er stjórnsamt öðrum fremur. Sér vill gjarnan hreykja hátt og hógværð lítt sér temur. Bogmaðurinn fimur frár, fær er mjög og skarpur. Fáir að honum draga dár, dulur í skapi og snarpur. c p o El, í Ég hef heyrt talaö j um vandamál landsins i alveg frá þvi ég var plnulitil. Nú hef ég stækkaö og vandamálin vlst lika... © Bull's F.n vandamálin viröast hafa fleiri vaxtarhormóna en ég. _____y— O o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.