Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJrtÐVILJJNN Föstudagur 16. október 1981 DIÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Kriðriksson Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. tJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, sími 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Umbœtur í húsnœöismálum • Með húsnæðismálalöggjöf inni, sem samþykkt var á Alþingi vorið 1980, þá var að því stef nt að á næstu árum yrði þriðjungur allra nýrra íbúða á Islandi reistur á félagslegum grundvelli, fyrst og fremst innan ramma hins nýja verkamannabústaðakerfis. • Gert er ráð fyrir að fólk með lágar tekjur og allt upp í miðlungstekjur geti notið þeirra kjara, sem verka- mannabústaðakerf ið býður upp á, en þar er gert ráð f yr- ir að allt að 90% byggingarkostnaðar sé lánað til 42 ára. • Nú á þessu ári er talið að lánveitingar frá Bygging- arsjóði verkamanna verði um það bil sexfalt hærri að krónutölu en á síðasta ári, en það þýðir um f jórföldun á raungildi þess f jármagns, sem lánað er frá Byggingar- sjóði verkamanna. q Þannig nema íbúðalán frá Byggingarsjóði verka- manna samtals um 100 miljónum króna á þessu ári. f Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem nýlega hefur verið lagt fram er gert ráð fyrir að á næsta ári verði Byggingarsjóði verkamanna gert kleift að lána út rösklega 268 miljónir króna, sem ætla má að feli í sér um tvöföldun á raungildi þess f jármagns, sem sjóðurinn hef ur til ráðstöf unar til viðbótar við f jórföldun á þessu ári. % Hér er um stórátak að ræða, sem á fáum árum mun gjörbreyta ástandi húsnæðismála á íslandi, verði fram- haldið í samræmi við þá stef numörkun, er kveðið var á um í húsnæðislögunum frá síðasta ári. H Stundum sést því haldið fram, að þrátt fyrir stór- auknar lánveitingar til verkamannabústaða, þá fari heildarlánveitingar íbúðalánasjóðanna nú minnkandi. Slíkar fullyrðingar eru fjarri lagi. • Hér í Þjóðviljanum var birt s.l. miðvikudag taf la frá Þjóðhagsstofnun, þar sem f ram kemur að byggingarlán opinberra íbúðalánasjóða verða á þessu ári hærri að raungildi en nokkru sinni fyrr, a.m.k. á þeim síðustu sex árum sem tafla Þjóðhagsstofnunar er Þjóðviljinn birti nær yf ir. Frá Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna verða á þessu ári lánaðar samtals 320 miljónir króna, og eru þá lán til kaupa á eldri íbúðum ekki talin með. Þetta er milli 72 og 73% hækkun í krónu- tölu f rá síðasta ári, en það þýðir 14,5% hækkun raunvirð- is lánart a, þar sem byggingarvísitalan er talin hækka um 50% milli áranna 1980 og 1981. • Hin almennu byggingarlán, utan verkamannabú- staðakerf isins, eru nú breytileg eftir f jölskyldustærð, og hækka ársf jórðungslega í stað þess að áður hækkuðu þau aðeins einu sinni á ári. • Nú á síðasta ársf jórðungi þessa árs verða þessi al- mennu lán frá Byggingarsjóði ríkisins kr. 111.000,- fyrir einhleyping, kr. 141.000,- fyrir tveggja til fjögurra manna f jölskyldu, kr. 167.000,- fyrir fimm til sex manna f jölskyldu og kr. 193.000,- fyrir sjö manna f jölskyldu og stærri. Að meðaltali verða þessi almennu lán nú kr. 129.000,- á þessu ári, en hefðu samkvæmt eldra kerfi orðið nokkru minni eða kr. 121.000,-. • Þarna er að jafnaði um 6—7% hækkun að ræða frá því sem verið hefði að óbreyttu kerfi, og fyrir þá sem breytingin er hagstæðust, en það eru barnaf jölskyldurn- ar með íbúðir fokheldar seint á árinu, þá þýðir breyting- in allt að60% hækkun á almenna láninu frá því sem eldra kerfið bauð upp á. • Meðallán til nýbyggínga frá Byggingarsjóði ríkisins nemur nú 32,7% af byggingarkostnaði vísitöluhúss, en vísitöluhúsið er sú viðmiðun, sem ætíð hef ur verið stuðst við í þessum efnum. Þetta eru almennu lánin, utan verkamannabústaðakerfisins. Þetta lánshlutfall, sem nú er 32,7% hefur aldrei verið hærra nema einu sinni og það var á fyrra hluta árs 1979. • Allar þær upplýsingar, sem hér eru raktar, ætti fólk að festa sér vel í minni, því á fáum sviðum hafa stjórn- arandstæðingar gengið lengra í grófum föslunum heldur en í tilraunum sínum til að sverta Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra fyrir forgöngu hans í húsnæðismál- um. • Að lokum skal þess getið að á síðustu tveimur árum hafa lán lífeyrissjóðanna, sem f lest ganga til húsnæðis- mála, hækkað mun meira, en nemur hækkun verðlags á sama tíma, og sama er að segja um lán bankanna til hús- næðismála. k. ForsiOa siOasta heftis bandariska vikuritsins Newsweek, en AWACS-máliO hefur veriO meö rúmfrekara fréttaefni i Bandarikj- unum siOustu vikur. Hlippí : Hœgriróttœkasti I flokkurinn Kjartan Jóhannsson formað- I ur Alþýðuflokksins segir i Visis- viðtali að flokkur hans sésá rót- I tækasti á Islandi. Klippari er ' hjartanlega sammála þessari skilgreiningu dr. Kjartans. Að visu er þetta ekki sú margum- ' talaða vi nstriróttækni sem " Kjartan á við heldur sú hægri- róttæknisem viðagætir, ogá nú upp á pallborðið hjá hluta Sjálf- stæðismanna. Hægrirótrækni nýkrata kemur fram á ýmsum sviðum m.a. i utanrikis- og efnahagsmálum, og einnig i framgöngu flokksformannsins, IForingi róttækasta flokksins I landinu. Taliö frá hægri: Kjartan Jóhannsson sem frá upphafi ferils sins hefur kappkostað að stilla sér upp i helstu málum við hlið Geirs- armsins í Sjálfstæðisflokknum. Sumu „skitapakki” i Alþýðu- flokknum hefur þótt nóg um hægri róttæknina og samlokustil þeirra Geirs og Kjartans, og vill það fá Benedikt Gröndal aftur til baka i flokksformennskuna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vilja fá Benedikt aftur ■ Osigur Reagans ReaganBandarikjaforsetihefur nú beðið sinn fyrsta meiriháttar ósigur á Bandarikjaþingi er bandariska fulltrúadeildin felldi tillögur hans um sölu fimm AWACS — Airborne Warning and Control System — tilSaudi- Arabiu. Talið er að þessi fram- vinda i Bandarikjunum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stöðu Bandarikjastjórnar i aug- um Arabarikja, en við skulum sleppa þvi hér. Nauðsynlegt er fyrir okkur tslendinga að átta okkur á þvi um hvað AWACS málið i Bandarikjunum hefur snúist. A Keflavikurflugvelli eru að staðaldri tvær slikar vélar bún- ar fullkomnustutækjum, og það hlýtur þvi að vera áhugavert fyrir islendinga hvaða augum þessi tækniundur eru litin er- lendis. Hér er það opinbert álit að AWACS vélarnar séu ein- göngu radar- og eftirlitsflugvél- ar sem gegni þvi hlutverki að hafa eftirlit með hreyfingum sovésks herafla. Hœttulegustu tólin ísraelsmenn lita öðrum aug- um á málið. Þeir eru þeirrar skoðunar að fái Saudi-Arabar eigin vélar til afnota geti vig- staðan fyrir botni Miðjarðar- hafs gjörbreyst og gert að engu hernaðaryfirburði tsraels- manna gagnvart Arabarikjun- um og stofnað tilveru ísraels- rikis i hættu. t fyrsta lagi telja tsraelsmenn að með AWACS vélum í höndum Saudi-Araba séu möguleikar þeirra til þess að koma Arabarikjunum að óvörum með skyndiaðgerðum úr sögunni. Þar ræður hinn geysifullkomni radarbúnaður úrslitum. En i öðru lagi verða Arabarikin miklu betur í stakk búin en áðurað samræma hern- aðaraðgerðir sinar og stjórna árásum á ísraelsriki. AWACS vél getur stjórnað hundrað flug- vélum ieinu 300 kilómetra inn i óvinaland og verið sjálf i öruggri fjarlægð langt fyrir ut- an lofthelgi viðkomandi lands. Með slikri samhæfingu er talið að hver flugvél nýtist sem ein. Þá getur hún stjórnað og sam- ræmt aðgerðir landhers, flug- hers og sjóhers með svipuðum árangri. Hœttumestu staöirnir AWACS-vélarnar og búnaður þeirra erdæmigerður fyrir hina nýju tegund hemaðartöla sem ómögulegt er að flokka sem annaðhvort varnar- eða árásar- tæki. Þau eru hvorttveggja i senn og ísraelsmenn gera sér fulla grein fyrir þvi h versu m jög AWACS vélarnar myndu stór- auka árásarhæfni Arabarikj- anna. Eins og bent var á i klippi i gær byggjast hernaðarkenning- ar og vopnaáætlanir nú i æ rik- ara mæli á „fyrsta högginu” og áformum um að öllu skipti að vera fyrri til þess að hefja styrj- öld, einkum ef um beitingu atómvopna er að tefla. AWACS- vélarnar eru liður i þessari þró- ■ un. Ætlunin er að Bandarikja- | menn komi 18 AWACS vélum > fyrir til afnota fyrir NATÓ i I Evrópu og telja erlendir hern- I aðarsérfræðingar að þetta sé | mesta aukning á árásargetu ■ NATÓ frá stofnun þess. Hin I hliðin á málinu er sú að þeir | staðirþarsem AWACS vélarnar • eru starfræktar frá eru hættu- I mestu staðirnir i veröldinni. Er I þörf á þvi að leggja Island og | Suðurnesjamenn sérstaklega i • hættu? — ekh I •9 skorið Prestaköllum fjölgað á Akureyri BiskupsembættiO hefur nú auglýst 2 prestaköll laus á Akur- eyri, en áður var þar aöeins 1 prestakall og þjónaöi sr. Pétur Sigurgeirsson, nú biskup, þvi prestakalli áður. Hið nýja prestakall heitir Glerárprestakall og mun'ná yfir Lögmannshliðasókn og Grimsey. I lögum segir, að ef söfnuðir hafi fleiri en 4.000 manns innan sinna vébanda sé heimilt að skipta prestakalli. Á Akureyri búa nú um 13.000 manns. Akureyringar eiga þvi von á tveimur prestum i stað eins, en umsóknarfrestur rennur út 14. nóvember næst- komandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.