Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 14
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1981 Sími 86220 FöSTUDAGUR: Opiö frá kl. 20-03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. LAUGARDAGUR: Opiö frá kl. 19- 03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. SUNNUDAGUR: Opió frá kl. 20- 03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. iilúbburuin Borgartúni 32 FöSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Metal og HiskíSt aIí « LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Demó og diskótek. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 Biómasalur: Opið alla daga vik- unnar frá kl. 12-14.30 og 19-23.30 Vínlandsbar: Opið alla daga vik- unnar kl. 19-23.30 nema um helg- ar, en þá er opið til kl. 01. Opið i hádeginu kl. 12-14.30 á laugardög- um og sunnudögum. Veitingabúðin: Opið alla daga vikunnar kl. 05.00-20.00. jgikálajetlr?\mi 82200 Jónas Þórir leikur á orgelið á ESJUBERGI laugardag og sunnudag frá kl. 18-21.30, en eftir það leikur hann á SKALAFELLI til kl. 01. Tiskusýning alla fimmtudaga. Sigtún sími 85733 FÖSTUDAGUR:Opiðfrá kl. 2203. Hljómsveitin Tibrá frá Akranesi og „Video-show”. Grillbarinn op- inn. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hijómsveitin A-rás 1 og „Video-show”. Grillbarinn opinn. Bingó kl. 14.30 laugardag. FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 21-03. Diskótek. LAUGARD AGUR: Lokahátíð KSÍ. Fjölbreytt skemmtiatriði. Bubbi Mortens og fleiri. Gestir kvöldsins: COSMOS Húsið opnað kl. 19 fyrir matar- gesti — en kí. 21 fyrir aöra. SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21-01. Gömlu dansarnir. Jón Sig- urösson og félagar hans leika. Umsjón: Helgi / Olafsson 6. einvígisskákin fór í bið í gærkvöldi: Karpov með gjörtapað tafl Tilþrifamikil og æsispennandi einvígisskák Karpovs og Kortsnojs fór í bið í gærkvöldi eftir 5 klst. setu og 41 leik. Kortsnoj sagði skilið við öll fyrri áform sin í þessu einvígu þ.e. rólyndislegra taflmennsku. Hann tefldi af miklum krafti og hugmyndaflugi og kom heimsmeistaranum í opna skjöldu með afar kraftmiklum leikjum. Undir lok setunnar fyrirhitti áskorandinn engu minni fjandmann sinn en Karpov sjálfan, nefnilega skákklukkuna. Hann þurfti að leika siðustu leikjum sínum á örskotsstundu og með 39. leik sínum gaf hann Karpov kost á að rétta úr kútnum með lævísri riddaratilfærslu. Heimsmeistarinn áttaði sig ekki á þeim möguleika og þegar skákin fór í bið blasir fyrsti sigur Kortsnojs við. Þeir eiga að tefla biðskákina áfram í dag, en 7. einvígisskákin verður tefld á laugardag ef áætlun stenst. 6. eiuvigisskák: Hvitt: Anajoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj Spænskur leikur — opna af- brigðiö 1. e4 (Hverju skyldi Kortsnoj taka upp á I dag? Sú spurning brann á vörum skákunnenda, um allan heim. I 1. skák reyndi hann Berlinarvörnina, i 2. skák Petroffsvörn, hvað nú?) 1. .. e5 2. Rf3-Rc6 (Petroffsvörnin er hvild, i bili a.m.k.) 3. Bb5-a6 (Eitthvað nýtt er i bigerð. Berlinarvörnin kemur upp eftir 3. — Rf6, svo að eftir þennan leik er hún úr sögunni.) 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Rxe4 (Nú fara menn betur að kannast við Kortsnoj. Hér er komiö upp opna afbrigðið af spönskum leik, afbrigði sem Kortsnoj hef- ur iðulega beitt gegnum sinn langa feril. 1 Baguio, 78, reyndi hann opna afbrigðið átta sinn- um alls. 1 fyrstu skákunum gekk honum allt i haginn, en þegar fram liðu stundir mætti Karpov æ betur undirbúinn til leiks. Þegar hann vann svo 14. einvig- isskákina eftir stórsnjalla end- urbót á kritisku afbrigði lagði Kortsnoj vopnin til hliðar. Þeg- ar úrslitin virtust ráðin i einvig- inu og stáðan var 5:2 fyrir Karpov tefldi Kortsnoj enn opna afbrigðið og lagaði stöðuna i 5:3. Þetta fékk svo mikið á Karpov að hann tapaði siðan tveim skákum i viðbót og staðan var orðin 5:5! Það er óþarfi að rekja málalyktir, taugar Karpovs reyndust sterkari úrslitaskák- inni og hann vann einvigið.) 6. d4-b5 7. Bb3-d5 8. dxe5-Be6 9. c3-Bc5 10. Rbd 2-0-0 11. Bc2-Bf5 12. Rb3 ipp "3if"r ||P5^'111 í mtmirnm ‘ abcdefgh l: (Fram til þessa hefur skákin fylgt þrem skákum nr. 2, nr. 4 og nr. 14. Karpov vann mikinn fræðilegan sigur i 14. skák, auk þess sem hann vann skákina þannig að það er af og frá að Kortsnoj endurtaki leiki mikið lengur.) 12. .. Bg6!? (Askorandinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Það er ekki nóg með að Karpov hafi mætt þessum leik einu sinni áður á ferli sinum, heldur hefur hann einnig rann- sakað öll megin afbrigði sem koma til greina eftir þennan leik. I sovéskum skákritum hafa heilu siðurnar veriðundirlagðar rannsókmim á 12. — Bg6 og þær rannsóknir hafa ekki farið framhjá Karpov. 14. einvígis- skákin frá Baguoi tók eftirfar- ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið iöiafsvik Alþýðubandalagið i Ólafsvik heldur félagsfund i Túnbrekku 1 kl. 20.30 föstudaginn 16. október. Skúli Alexandersson ólafur Ragnar Grimsson koma á fund- inn. Skúli Ölafur Ragnar Alþýðubandalagið á Akureyri Alþýðubandalagið á Akureyri heldur almennan félagsfund laugardag- inn 17. þ.m. kl. 14.00 Umræðuefni: 1. Undirbúningur kjördæmisráðsfundar. 2. Ráðstefna um stóriðju við Eyjafjörð. 3. Fjármál. 4. önnur mál. —Stjórnin. L Rabbfundir á Hellissandi og i Grundarfirði Skúli Alexandersson og Ólafur Ragnar Grimsson mæta á rabbfundum í T «■ x. *.• Röst á Hellissandi kl. 1 laugardaginn 17. október og i Verkalýöshúsinu i LiÝOrSGOl Grundarfirði kl. 15.30 sama dag. — Aiþýðubandalagið. J andistefnu: 12. — Bg4 13. h3 Bh5 14. g4 Bg6 15. Bxe4 dxe4 dxe4 16. Rxc5 exf3 17. Bxf4 Dxdl 18. Haxdl Rd8 19. Hd7 Rxx6 20. Rxe6 fxe6 21. Be3 og Kortsnoj lenti i að verja steingeida stöðu, án nokkurra mótfæra. Hann tapaði i 50 leikjum). 13. Rfd4-Rxd4 14. cxd4-a5 15. Be3-a4 16. Rcl-a3 (Allt er þetta samkvæmt forskrift sovésku skákblað- anna!) 17. b3-f6 18. exf6-Dxf6 19. Re2-Rb4 20. Bbl (Þó biskupinn loki hrókinn inni um tima vonast Karpov til að geta losað um hann). 20. .. -De7 (Gagnmerk staða. Kortsnoj hefur lagt m ikið á stöðuna, veikt mikilvæga reiti á c-linunni, riddarar hans hanga i lausu lofti og ekki erða sjá að snöggan blett sé að finna á stöðu Karpovs. Engu að siður á Karpov við ýmis vandamála að glíma, menn hans eru i augna- blikinu óvirkir, a—peðið sem Kortsnoj hefur ná aðþvæla tila3 getur reynst honum erfitt i ýmsum tegundum endatafls og e.t.v. það sem þyngst vegur á metunum, hér glimir Karpov við stöðu ólika flestum sem hann hefur fengist við. Hann á það nefnilega til að missa alla heildaryfirsýn yfir taflið, hafi hann ekki fastmótaða áætlun til að fara eftir). 21. Del!? (Hægfara tilfæringar drottningarinnar leysa ekki vandamál hvitu stöðunnar. Karpov hefði sennilega helst kosið að leika 21. Dcl en það strandar á skemmtilegri fléttu: 21. -Rxf2! t.d. 22. Hxf2 Hxf2 23. Kxf2Bxf2 Bxf2 24. Dxbl He8! og hvitur er glataður, eða 22Þ. Bxg6 hxg6 23. Hxf2 Hxf2 Hxf2 og ekki gagnar nú 24. Kxf2 vegna 24. -Rd3+ og drottningin fellur. Af möguleikum hvits i stöðunni er 21. Rf4 allrar athygli verður, gallinn er bara sá að Kortsnoj á i fórum sinum stórskemmti- legan leik ,21. — Rxf2!) 21.. Hfe8 22. Rf4-Bf7 23. Dcl (Nú er hvitur þess albúinn að stugga við riddaranum, en það Kortsnoj sem á leikinn). 23.. c5! (Frá og með þessum leik teflir áskorandinn af fitons- krafti). 24. dxc5-Df6! (Hrókurinn i horninu er óþyrmilega minntur á bág kjör sin). 25. Bxe4-Hxe4 26. Rc2-d4! 27. R g3-H ee 8 28. Dd2-Rc6 (En ekki 28. -dxe3? 29. fxe3!- Dh4 30. Hf4 o.s.frv.) 29. Bg5-De5 (Þó hvitur sé peði yfir er hann ekki ofsæll af stöðu sinni. Allir menn svarts eru virkir og frels- inginn á d-linunni er stórhættu- legur.) 30. Hacl-d3! (1 skjóli þess að 31. Dxd3 strandar á 31. -Dxg5 o.s.frv.) 31. Hfdl-BgS 32. Be3-IIe6 Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalags Akraness og nágrennis verður haldinn i Rein mánudaginn 19. október og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisráöstefnu. 3. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 4. Útgáfa Dögunar. 5. önnur mál. Stjórnin 33. Bf4-Df6 34. Hel-Hae8 35. Hxe6-Hxe6 36. Hbl (Þessi slappi leikur sýnir vel hversu aðþrengdur hvitur er, hann varð að koma i veg fyrir 36. -Db2.) 36. . h5! (Framrás þessa peðs fékk slæma pressu i 4. skákinni, en ekki nú. Það er einmitt þessi leikur sem ruglar heimsmeist- arann svo i rýminu að hann veit ekki sitt rjúkandi. Sjaldan hefur maður séð Karpov yfirspilaðan á jafn markvissan hátt.) 37. h3-h4 38. Bg5-Dd4 39. Be!!-Dd5?? ÍIbhbIi nmmm iíufamí d e f g h 40. Rfl?? (Karpov sést yfir hinn ein- falda og sjalla ieik 40. Re2! Það þarf varla að fara mörgum orð- um um að eftir þann leik þarf Kortsnoj að leysa mjög flókin vandamál á stuttum tima og Karpov erum leiðúrallrihættu. 39. -Dd5 var grófur afleikur. Flestir aðrir reitir voru betri fyrir drottninguna.) 40. ,.Be4! 41. Bf4 (41. f3 strandará 41.-Bxf3! 42. gxf3-Re5! og svartur vinnur i örfáum leikjum eins og lesendur geta sannfært sig um. 41. Hdl gekk heldur ekki vegna 41. -Hg6 42. g4-Re5! o.s.frv.) — I þessari stöðu fór skákin i bið. Kortsnojhlýturaðleika 41. - Bxg2 þar eð 42. Re3 strandar á 42. -Df3 t.d. 43. Rxg2-He2! o.s.frv. eða 42. Ddl-Dxh3 43. Rxg2-Rd4. Nú er glatt i döprum hjörtum unnenda Kortsnojs. .H J Framhald af 7. siðu. einsog einkafyrirtæki sin. Em- bættismannavaldið væri viða yfirþyrmandi og Alþingi hefði i þessu tilliti brugðist eftirlits- skyldu sinni og að væri kominn timi til að stofnað yrði til em- bættis umboðsmanns alþingis. Stefán Jónsson lauk umræðu með þvi að tala i góðlátlegum umvöndunartóni til árvökuls þingmanns (það var einsog sá væri á stuttbuxum). Sagði hann veröugt fyrir Friðriks Sóphus- son að minnast gamals máls eða tunnumálsins svokallaða. Fölsuð faktúra fannst i tunnu en það kom ekki i veg fyrir að hlut- aðeigandi yrði gerður að fjár- málaráðherra á sinum tima, úr sama flokki og Friðrik, nefni- lega Sjálfstæðisflokknum. Þar- með lauk umræðunni á samein- uöu þingi þjóðarinnar i gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.