Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 þágu islenskra erfiðismanna frá upphafi. Við Björgvin höfum haldið sambandi i gegnum árin og þótt hann sé nú farinn að draga sig i hlé og fækka skyldustöfum sinum hjá verkalýðshreyfingunni, fylg- ist hann vel með þvi sem er að ske. Ég árna Björgvin allra heilla á 70 ára afmælisdegi hans, sem er i dag og tel mig tala fyrir munn margra Vestmannaeyinga, sem á einn eða annan hátt nutu velvilja hans og vináttu, þegar ég segi: ,,Við þökkum þér öll fyrir þitt óeigingjarna starf fyrir islenska verkalýðshreyfingu — Lifðu heill”. Jón Kjartansson Einn af baráttumönnum islenskrar verkalýðshreyfingar, Björgvin Sigurðsson á Stokkseyri er sjötugur i dag. Um áratugi veitti hann félagi sinu, Verkalýðs- og sjómannafélaginu Bjarma, forystu og óhætt mun að fullyrða, að hlutur félagsmanna hans bæði hvað varðar laun og önnur kjör lá ekki eftir. Björgvin var þingforseti stofn- þings Verkamannasambands islands árið 1964 og hefur alla tið siðan setið i sambandsstjórn VMSl og ávallt verið þar ötull baráttumaður fyrir bættum hag þeirra lægst launuðu. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja æviferil Björgvins, enda þar til margir mér færari. Þessar örfáu linur eiga aðeins að vera litill þakklætisvottur fyrir störf hans á þágu Verkamanna- sambands Islands, svo og vildi ég mega færa honum persónulegar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf i hart nær tvo áratugi. Þegar Björgvin hóf baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks, þá voru lifskjör alþýðu manna ólik þvi sem nú er. Þá var mikil fátækt, atvinnuleysi og mörg al- þýðuheimili hafa þá ekki vitað hvað, hafa skyldi til næstu mál- tiðar. Sem betur fer héfur hér orðið á stórkostleg breyting, og að þvi leyti geta Björgvin og aðrir frumherjar samtakanna litið um öxl og séð býsna mikinn árangur verka sinna, þó að míkið sé enn óunnið og verði raunar alltaf. Ég vil svo að lokum óska Björg- vin Sigurðssyni þess að hann megi enn lifa mörg ár og sjá enn fleiri og stærri sigra verkalýðs- hreyfingarinnar. Þórir Danielsson Kjötiönaöarstöðin Reykofninn viö Skemmuveg i Kópavoginum býö- ur nú upp á nýja þjónustu: Heitan mat i hádeginu. Er ekki að efa að þetta verður vel þegið af hinum fjöimörgu er vinna i hinu nýja iðnaðarhverfi þeirra Kópavogs- búa. Verði máltiðanna er mjög i hóf stillt, 30 krónur kjötmáitiðin. A myndinni er Gylfi Ingason mat- reiðslumaður með sýnishorn af þvi sem á boðstólum er. Ljósm. —gel— Leiðrétting á fyrirsögn Sú villa hefur slæðst inn i fyrir- sögn á frétt um eftirgrennslan SIS um erlenda textiihönnuði, að sagt var, að SIS gengi fram hjá inn- lendum fatahönnuðum. I fyrir- sögn átti að standa „textil- hönnuðum”. Þessi viila leiðréttist hér með. Umræða um tollgæslu á þingi í gær Lýðræðið ekki ein- göngu fyrir toppana Albert Guðmundsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á sam- einuðu þingi i gapr og gerði að umtalsefni deilu þá sem staöiö hefur um Tollvörugeymsluna. Vitnaði Albert til ummæla yfir- manna tollgæslunnar og spurði fjármálaráðherra, sem æðsta yfirmann þeirra, hvort þeir töl- uðu i umboði hans. Ragnar Arnalds svaraði þvi neitandi enda væri það meginregla is- lensks réttarfars að menn bæru sjálfir ábyrgð orða sinna. Auk þeirra tóku þátt i umræðunni Ólafur Ragnar Grimsson, Guð- mundur G. Þórarinsson, Arni Gunnarsson, Friðrik Sóphusson, og Stefán Jónsson. Tollvörður færður til Málshefjandinn Albert Guð- mundsson sagði Tollvöru- geymsluna hafa reynst mesta þarfafyrirtæki i þau tuttugu ár sem hún hefði starfað. Hins veg- ar hefði Tollgæslustjóri, Krist- inn Ólafsson, látið hafa það eftir sér, vegna lokunar Tollvöru- geymslunnar, aö þeir gætu haft lokaö eins lengi og þeim sýndist. þingsjá gang mála að rannsókn verði látin tala sinu máli og leiða alla þætti málsins i ljós. Ummæli 'yfirnmanna tollgæslunnar væru að sjálfsögðu ekki gefin i sam- ráði við hann. Það hefði einnig komið fram að Tollvörugeymslan hefði greitt tollgæslunni laun starfs- manns. Sá starfsmaður heföi hins vegar fengið eftirvinnu sina greidda, án milligöngu toll- gæslunnar.beintfrá fyrirtækinu Sagði Ragnar að sér fyndist eðlilegt að laun starfsmanns ákveðinnar rikisstofnunar væru greidd i gegnum þá stofnun. Brottvikning fyrir árvekni Ólafur Ragnar Grimsson itrekaði að það sem sneri aö opnun Tollvörugeymslunnar væri nú farsællega leyst. Það sama væri þvi miður ekki hægt að segja um samskipti yfir- manna við undirmenn. Ólafur ekki væri hægt að sitja þegjandi undÍF þvi. Hann æskti þess að ráðherra stöðvaði þennan full- yrðingaflaum embættismann- anna. Það væri i rauninni vandamál hvernig sumir em- bættismenn rikisins færu með miklum embættishroka og að þeir þyrftu að átta sig á þvi að þeir væru launþegar, þjónar fólksins i landinu en ekki yfir- menn þess. Sagði hann þá eig- endur hjá Tollvörugeymslunni vera hrædda um hefndarað- gerðir tollgæslunnar vegna þessa máls. Albert sagði enn fremur að Tollvörugeymslan hefði ekkert haft að athuga við störf Matthiasar tollvarðar. Albert sagði einnig að það gleddi sigað ráðherra tæki ekki undir ummæli yfirmanna toll- gæslunnar. Þeir Friðrik Sóphusson og Guðmundur G. Þórarinsson gerðu að umtalsefni aðdróttanir um að yfirmenn tollgæslunnar hefðu reynt að koma i veg fyrir að duglegir tollverðir reyndu að uppræta smygl. Beindu þeir orðum sinum til fjármálaráð- herra og svaraöi Ragnar Meintar mútugreiðslur Tollvörugeymslunnar og tollgæslumál voru rædd af miklu kappi á þingi i gær. Tollvörður sem starfaði hjá Tollvörugeymslunni hefði verið færður til i kerfinu og enginn maður settur i hans stað, svo Tollvörugeymslan neyddist til að loka i nokkra daga. Málið hefði hins vegar verið leyst fyrir atbeina Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra og þakkaði Al- bert Ragnari fyrir þaö. Auk áð- urnefndra ummæla benti Albert á ummæli Björns Hermanns- sonar tollstjóra i Timanum i gær, þar sem gefið væri I skyn að viðkomandi tollvöröur hefði þegið mútur af fyrirtækinu. Sagði Albert að það væri með öllu óþolandi að sitja undir svona áburði embættismanna og spurði ráðherra hvort þeir töluðu i umboði hans með þess- um embættismannahroka. Skoraði hann á Ragnar að sjá til þess að þeir drægju ummæli sin til baka. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra svaraði þvi til að ágrein- ingurinn ætti sér rætur i fortið- inni. Deilan væri nú leyst hvað varðaði sjálfa opnun Tollvöru- geymslunnar og að náðst hefði fullt samkomulag um það. Hins vegar væru ýmiss atriði sem snúa að fortiöinni óleyst. Matthias Andrésson tollvörður heföi lent i ónáð samkvæmt frá- sögn fjölmiðla (Timinn) fyrir það að taka smygl i óþökk yfir- manna sinna. Tollstjórinn hefði farið fram á opinbera rannsókn vegna þessara ummæla og sagði Ragnar það vera eölilegan sagðist hafa fylgst grannt með máli Matthiasar frá þvi fyrir mörgum árum. Benti Ólafur Ragnar á ummæli Björns Her- mannssonar i Timanum i gær að þeir yfirmenn hefðu óskað eftir þvi að Matthiasi yrði vikið úr starfi. Það væri nu svo að Toll- vörugeymslan þyrfti að hafa lengur opiö en rikisstofnanir og Matthias hefði að sjálfsögðu fengið borgaða sina yfirvinnu. Sagði Ólafur Ragnar að yfir- mennirnirhefðui áraraðir verið á eftir þessum manni, sem hefði það eitt til saka unnið.að þvi er virðist, að vera of áhugasamur um sin störf. Fyrst yfirmenn tollgæslunnar hafa farið iram á rannsókn á ummælum, þá mætti teljast eðlilegt, og málið allt gefa fyllsta tilefni til, að það allt verði rannsakað ofan i kjöl- inn. Deilan hafi lengi staðið um það með hvaða hætti gæslan ætti að fara fram. Eitt afbrigði hennar væri það að yfirmenn tollgæslunnar vilji flæma undir- mann Ur starfi. Þetta þyrfti að sjálfsögðu allt að rannsaka mjög vel og leiða hið sanna i ljós. Albert Guðmundssonsagöi að þegar hefði fjárhagslegt tjón hlotist af völdum deilunnar, sem stæði i rauninni innan toll- gæslunnar en ekki á milli Toll- vörugeymslunnar og annarra. Hins vegar hefðu embættis- menn tollgæslunnar látiö hafa eftir sér ummæli sem köstuðu rýrð á Tollvörugeymsluna og Arnalds og sagði það megin- reglu islensks réttarfars að menn væru sjálfir ábyrgir orða sinna. Ummæli sem fallið heföu i þessu máli yrði að sjálfsögðu rannsökuð svo sem þau gæfu til- efni til. Ólafur Ragnar Grimsson sagði að hann hefði fylgst vel meö þessu máli undanfarin ár og drægi hann þann lærdóm af þvi, aö hér hefðu yfirmenn gert litiö úr undirmönnum. Ummæl- in um brottvikningu tollvarðar- ins væru lokapunkturinn á þess- ari deilu. Vildi hann að sam- skiptamálin yrðu rannsökuö einsog annað i þessu máli. Það væri meðal annars hlutverk þingmanna að standa vörð um einstaklinga gagnvart kerfinu. Lýðræðið væri ekki bara fyrir toppana og yfirmennina heldur lika fyrir sérhvern þegn i land- inu. Til þingmanna leituðu margir venjulegir þegnar i landinu til að fá leiðréttingu mála sinna og væri þaö vel, það væri alltof algengt aö yfirmenn væru með valdhroka gagnvart fólki og það þyrfti að uppræta. Ragnar Arnalds sagðist að gefnu tilefni (Friðriks Sóphus- sonar) ekki kveða upp neins konar fyrirfram dóma i þessu máli. Hann upplýsti einnig að umræddur tollvörður væri nú tollvörður i Hafnarfirði. Arni Gunnarsson sagði alltof algengt að yfirmenn stofnana rækju viðkomandi stofnanir framhald á siðu 14 Spurt í þaula á þingi 1 gær voru lagðar fram fyrir- spurnir á sameinuðu þingi. 1 fyrsta lagi til samgönguráðherra um athugun á úrbótum i flugsam- göngum við Vestfirði, til heil- brigðisráðherra um setningu reglugerðar varðandi ellilifeyri sjómanna, til forsætisráðherra um opinbera stefnu i áfengismál- um og til samgönguráðherra um ókeypis simaþjónustu opinberra stjórnsýslustofnana. Þá var lögð fram þingsályktunartillaga um könnun á afstöðu simnotenda til mismunandi valkosta við jöfnun simkostnaðar. Um endur- skoðun fjar- skiptalaga Aður en kom til fyrirspurnar um Tollvörugey msluinálið á sameinuðu þingi I gær var eitt mál tekið fyrir af niu, sem þar áttu að vera á dagskrá. Það var þingsályktuuartillaga um endur- skoðun fja rskiptalaga. Eiður Guðnason, flutningsmaður tillög- unnar, fvlgdi henni úr hlaði. Hrósaði hanu samgönguráðherra fyrirað leyfa frjálsan innflutning á ýmsuin tólum og tækjum varð- andi fjarskipti (sfma og þess háttar). Sagði Eiður núgildandi fjar- skiptalög orðin um fjörtiu ára gömul og orðin úrelt fyrir margra hluta sakir. Til dæmis væru þau ekki miðuð við tækni sem óðum væri að hasla ser völl, sbr. mynd- bandavæðingu og fleira. Páll Pét- ursson upplýsti að stjórnskipuð nefnd, til endurskoðunar á fjar- skiptalögum, væri þegar skipuð og að taka til starfa en tillaga Eiðs gekk einmitt útá það sama. Samgönguráðherra, Steingrimur Hermannsson, var ekki við á þinginu til að taka þátt i þessari umræðu. Eiður kvartaði undan þvi að þessi nefndarskipun hefði verið „pukursmál” og eðlilegt hefði verið að fulltrúar stjómar- andstöðunnar ættu sæti í nefnd- inni. Málinu var visað til allsherj- arnefndar með atkvæðagreiðslu. Iá, hversvegna tvisvar? „Hverju sætir það að hjá borg- arfógetaembættinu i Reykjavik þarf einstaklingur að koma tvisv- ar — tvo daga i röð til þess að fá veðbókarvottorð afgreitt?" Svona hljóðar fyrirspurn til dómsmála- ráðherra frá Vilmundi Gylfasyni. Onnur mál sem lögð voru fram á þingi i fyrradag voru eftirtalin: Frumvarp til laga um samstarfs- nefnd Alþingis og þjóftkirkjunnar (Benedikt Gröndal og fleiri). Frumvarp til laga um lyfjadreif- ingu, frá heilbrigftis- og trygg- ingamálaráðherra, frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, annaft um breytingu á lögum um sam- keppnishömlur, verðlag og órétt- mæta viðskiptahætti. Lagafrum- varp um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar. Þings- ályktunartillaga frá Helga Selj- an, Stefáni Jónssyni og Skúla Alexanderssyni um könnun á nýt- ingu bújarða (rikisjarða) i þágu aldraðra. Þingsályktunartillaga um ár aldraðra, þingsályktunar- tillaga um votheysverkun, frum- varp til laga um héraðsútvarp. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun I landbúnaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.