Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. október 1981 þjóÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lescndum Spurningar sem krefjast svara 1. Eru ekki öll börn á tslandi skólaskyld? 2. A ekki grunnskólinn aö sjá öllum börnum fyrir fræöslu „i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda,” og „i sam- vinnu við heimilin að búa nem- endur undir lif og starf i lýðræð- isþjóðfélagi?” 3. Er það lausn á vanda sein- þroska barna að reka þau úr skóla og sjá þeim ekki fyrir fræðslu við hæfi i staðinn? 4. Er það rétt, aö rekstrarfé fáist ekki til þess að starfrækja kennslu við hæfi fyrir börn, sem af einhverjum ástæðum falla ekki inn i það, sem kallað er eðlilegir kennsluhættir i al- mennri bekkjardeild? 5. Geta grunnskólalögin af- neitað þeirri skyldu? 6. Er þaö sparnaður fyrir rikið aö vista þessi börn á upptöku- . heimilum eða hælum og gera ef til vill úr þeim eiturlyfjaneyt- endur og glæpamenn, i stað þess að rækta upp i þeim betri helm- inginn „til samræmis viö getu, séreinkenni og skyldur einstak- lingsins við samfélagið”? Opiö bréf til mennta- mála- ráðherra 7. Er til nokkurs skapaðs hlutar að setja lög og breyta lögum, sé þeim ekki framfylgt? 8. Nú þegar grunnskólalögin eru i endurskoðun og breytingu, hefir þá einnig verið gerö úttekt á þvi hversu mörgum einstak- lingum grunnskólinn hefur hafnað eða rekið úr sinu sam- félagi, og hvað hefir orðið um þá? 9. Ætla skólayfirvöld héreftir, i gegnum grunnskólalöggjöfina að koma öllum til nokkurs þroska, jafnvel þó suma skorti nokkuö i meðalgreind, eða séu tilfinninga vannærðir með bein- kröm á sálinni, þegar þeir eiga að fara að samíagast fjöldanum og falla i formiö? 10. Vill hæstvirtur mennta- málaráöherra gjöra svo vel aö gefa alþjóö sin svör viö þessum spurningum opinberlega. Og aörir, sem við skólamál fást svara sinni eigin samvisku, annaðhvort upphátt eöa i hljóði? 1 byrjun skólaárs 1981. Guðriður B. Helgadóttir Austurhlíö. Lj óta prinsessan Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu eina prinsessu. Væntanlega búist þið við að hún hafi verið mjög falleg/ nei þvert á móti. Hún var bæði með óslétta húð og með sex vörtur í f raman og ellef u á hvorri hendi og alltaf með f lókið hár hvernig sem mamma hennar eða þjónustufólk- ið rembdist við að greiða henni. Það versta af öllu var að hún gat aldrei komið í veislur því að allir (nema manna hennar og pabbi) mundu missa matariyst- ina eða gubba af því að sjá hana. Kónginum var þetta áhyggjuefni og náði þvf í alla lækna á landinu. Meðal þeirra var vitrasti læknir heims og þegar kom að honum að lækna hana sagði hann að henni gæti ekki batnað nema einhver ógiftur maður kyssti hana. Kóngur lét skrifa þetta í öll blöð heims og hét hverjum þeim sem gæti kysst hana hálfu kóngs- rikinu og kóngsdótturinni í þokkabót. Læknirinn hafði teiknað mynd hvernig hún myndi verða þegar henni væri batnað. Margir reyndu að kyssa hana en allir fóru ælandi heim. Eftir nokkrar vikur kom sótari og ætlaði að hreinsa reykháfinn á konungshöllinni en datt niður um hann og lenti beint ofan á kóngsdóttur- inni og kyssti hana óvart. Þá batnaði kóngsdóttur- inni og hljóp til mömmu sinnar og pabba og sýndi þeim hvað falleg hún væri orðin. Var efnt til brúðkaupsveislu en allan brúðkaupsdaginn og vik- una sem brúðkaupið stóð í gerði prinsessan ekki annað en að dást að feg- urð sinni, og eina nóttina hengdi hún sótarann og lifði hamingjusömu lífi eftir það. Ditta Styrkársdóttir, 11 ára. Barnahornid George Seagal leikur aðalhlutverk I kvikmyndinni Farvel Frans Farvel Frans ^ k SJónvarp 7CY kl. 21.45 lsjónvarpi kl. 21.45 verður á dagskránni mynd, sem heitir Bye, bye Braverman, en er nefnd Farvel Frans á ástkæra ylhýra málinu. Mynd þessi er amerisk, eins og svo margar, sem birtast á skjánum nú um stundir og er sögð gaman- mynd. Útvarp IfP 11.00 Fjallað um Sala skáld I hljóðvarpinu kl. 11.00 I dag veröur þátturinn „Að fortið skal hyggja”, sem er I umsjá Gunnars Valdimarssonar. Mun Jóhann Sigurðsson leik- ari lesa þar ásamt stjórnanda samantekt um Sala skáld. Er þetta frásöguþáttur úr bók Benedikts Gislasonar frá Hof- teigi er nefnist Fólk og saga. Sali skáld var smali alla sina ævi. Hann var úr Mý- vatnssveit en fór á þritugs- aldri til Vopnafjarðar. Þar endaði vera hans með þvi að hann lá úti ölvaður og var frost um nóttina og missti hann alla fingur. Sali var það sem kallað er leirskáld, orti margar visur, en fór frjáls- lega með stuölanna þriskiptu grein. Eftir að Sali fór úr Vopnafirði var hann viöa um Norðurland, en skáldharpa hans hljóðnaöi mjög eftir Fjórir gamlir kunningjar, vinir rithöfundar, sem er ný- dáinn, halda saman af stað frá Greenwich Village til jarðar- farar hans i Brooklyn. A ýmsu gengur þar og sitthvað skop- legt hendir. t aðalhlutverkum eru þau George Seagal, Jack Warden, Jessica Walter, Joseph Wies- man og Sorrell Brooke. Leikstjóri er Sidney Lumet, en Óskar Ingimarsson þýðir textann. Lesið verður úr bók Benedikts Gislasonar frá Hofteigi i þætt- inum „Að fortið skal hyggja” frostnóttina i Vopnafirðinum. Þegar hreppsnefndin þar fyrir austan jafnaði niður út- svörunum, orti Sali visu á hvert nef hreppsnefndar- manna. Hreppsnefndarodd- vitinn hét Jón og var læknir. Um hann orti Sali þessa visu: Hreppsnefndin er orðin ær, blind á báðum nösum. Út um strendur allar rær Jón i kvennabrösum. FerBenedikt um Sala mjúk- um höndum og varfærnum, og segir aö hann hafi verið harm- kvælamaður aö örlögum. „Nýtt undir nálinni” Útvarp. %/!# kl. 20.00 I hljóövarpi kl. 20.00 er þátt- urinn „Nýtt undir nálinni” i umsjá Gunnars Salvarssonar. I þessum þætti mun ætlunin að taka fyrir þær Islensku plötur, sem út hafa verið aö koma nú siöustu daga. Fjallað veröur um nýja plötu hljómsveitar- innar Grafik, en hún er frá Isafiröi. Einnig veröur leikiö af nýrri plötu Kamarorghest- anna, sem heitir Bisarli bana- stuöi. Þessi plata kom út fyrir örfáum dögum. Þá er von til þess, að kynnt verði plata Taugadeildarinnar. í þessum þáttum er reynt að kynna 10 plötur i hvert sinn, en timinn leyfir ekki að leikið sé nema eitt lag af hverri plötu. Mikil gróska hefur verið i is- lenskri plötuútgáfu undanfar- ið, sem er ánæguleg þróun. Ýmsir frumlegir listamenn hafa komiö fram á sviðið meö frumsamið efni og nú eru plöt- ur þeirra að koma út hver af annarri i tilefni jólakauptiöar- innar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.