Þjóðviljinn - 16.10.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1981
Frá Blindravinafélagi
Ingóifsstræti 16
Um næstu helgi laugardag 17.
og sunnudag 18. okt. seljum
við happdrættismerki
Blindravinafélags Islands.
Vinningar i happdrættinu eru
fimm, eitt reiðhjól i vinning.
Takið vel á móti sölufólki okk-
ar. Styðjið okkur i starfi á ári
fatlaðra.
Blindravinafélag islands.
Blaðberabió!
Tengdafeðurnir
Ein sprenghlægileg meö Bob Hope i aðalhlutverki. Sýnd i
Regnboganum á laugardag kl. 1 e.h. I litum og auðvitað
með isl. texta.
Góöa skemmtun!
DJOÐVIUINN
Blaðbera vantar strax
Kársnesbraut, efri hluti.
Háteigsvegur — Skipholt.
Melhagi — Neshagi.
UOÐVIUINN
Siðumúla 6
s. 81333.
r
Islands,
HJÁLPIÐ BLINDUH
BLINDRAVINAFÉLAG
ÍSLANDS
Herstöðvaandstæðingar i
Borgarnesi
Herstöðvaandstæðingari Borgarnesi haldafund að Kveld-
úlfsgötu 25, þriðjudaginn 20. október kl. 20.30. Guðmundur
Georgsson læknir kemur á fundinn og kynnir starf og
stefnu Samtaka herstöðvaandstæöinga.
llerstöðvaandstæðingar i Borgarnesi.
Áskrifendur, sem greiða áskriftargjald
sitt i giró á tveggja mánaða fresti, eru vin-
samlega beðnir að greiða fljótt og reglu-
moanuiNN
SfOUMÚLA 6, SfMI 81333
.......
Skagf jörðsskáli
✓
Ferðafélag Islands:
Myndakvöld og kvöldvökur
Myndakvöld og kvöldvökur
hafa undanfarin ár veriö stór
þáttur i vetrarstarfi Ferðafélags
Islands og verður svo enn. Siöast-
liðið miðvikudagskvöld var fyrsta
myndakvöld vetrarins að Hótel
Heklu, Rauöárárstig 18, en þar
verður þessi starfsemi til húsa i
vetur. Ferðafélag Akureyrar sér
um fyrsta myndakvöldið en siðan
verða slík kvöld haldin annan
miðvikudag hvers mánaðar til
mai i vor.
Þrjár kvöldvökur verða
haldnar i vetur. Verður sú fyrsta
25. nóvember en þá verður tekið
fyrir efni um byggð i Viðidal i
Skaftafellsf jöllum.
A myndakvöldunum sýna
félagsmenn myndir frá ferðum
um landið og er þeim valið frjálst.
En á kvöldvökunum er tekið fyrir
eitt ákveðið efni, sem tengist
sögu, náttúru eða jarðfræði Is-
lands.
Allir eru velkomnir á þessi
kvöld og er enginn aðgangseyrir,
en veitingar eru seldar i hléi á
vegum hússins.
Samkomur þessar munu verða
auglýstar i „félagslifi” dagblað-
anna með hæfilegum fyrirvara.
— mhg
Aðalfundur Stéttarsambandsins:
Úr ýmsum
Hér i blaðinu hefur nú verið
birtur allvænn slurkur af þeim
ályktunum, sem samþykktar
voru á síðasta aðalfundi Stéttar-
sambands bænda. Hefur sú
þjónusta mælst vel fyrir. Og til
þess að hún verði ekki endaslepp
þá koma hér þær ályktanir
fundarins, sem óbirtar voru.
Jarðakaupa lán
Fundurinn beinir þvi til
stjórnar Stofnlánadeildar land-
búnaðarins að stórhækkuö verði
lán til jarðakaupa þannig að lán
fari i 60% af matsverði við-
komandi jarðar. Ennfremur
verði unnið að þvi að Byggingar-
sjóður rikisins láni út á eldri
ibúðarhús á lögbýlum á sama
hátt og i þéttbýli og að nýlega sett
lög um verkamannabústaði verði
lagfærð þannig að þau nái án alls
efa til fólks i strjálbýli, sem hefur
tekjur innan þeirra marka, sem
lögin annars kveða á um.
Hlutverk landbúnaðarins
Fundurinn telur brýnt að kynna
almenningi ýtarlega hlutverk
landbúnaðarins, starfshætti hans
og gildi fyrir þjóðarheildina. Sér-
stök ástæða er til að auka slika
kynningu i skólum og meðal ungs
fólks. — Fundurinn felur stjórn
Stéttarsambandsins að vinna a6
þvi að gert verði öflugt átak á
þessu sviði i samvinnu við
Upplýsingaþjónustuna og aðrar
félagsstofnanir landbúnaðarins
og heimilar nauðsynleg fjárútlát i
þvi sambandi.
Tollar og skattar
Fundurinn itrekar áður gerðar
samþykktir um að skora á Al-
þingi að fella niður tolla, vöru-
gjald og söluskatt af vélum og
tækjum til landbúnaðarins. Er
þess vænst, aö landbúnaðurinn
njóti sama réttar og almennur
iðnaður og sjávarútvegur búa við
i þessu efni.
Áburður í stórsekkjum
Fundurinn felur stjórn Stéttar-
sambandsins að vinna að þvi að á
næsta vori fáist áburður frá
Aburðarverksmiðju riksins af-
greiddur i stórsekkjum.
Jarðræktarlög
Fundurinn samþykkir að beina
þvi til næsta Búnaðarþings, að
það beiti sér fyrir þeirri breyt-
ingu á jarðræktarlögunum, að
jarðabótaframlag fáist til upp-
setningar vökvunar- og frost-
varnarkerfis i kartöflugörðum.
Vaxtalækkun
Fundurinn beinir þvi til stjórn-
valda að lækkaðir verði vextir á
verðtryggðum skuldabréfum
rikissjóðs til samræmis við lána-
kjör i bönkum þar sem háir vextir
verðtryggðra rikisskuldabréfa
hafa afgerandi áhrif á lánakjör
fjárfestingarlánasjóðanna i land-
inu.
Jarðræktarstyrkur
Fundurinn skorar á Búnaðar-
félag Islands að beita sér fyrir þvi
aö jarðræktarstyrkur út á græn-
fóöur og endurræktun túna i ár
verði greiddur fyrir áramót.
Skattalög
Fundurinn felur stjórn sam-
bandsins að láta kanna hvernig
núgildandi skattalög koma við
bændur, sér i lagi við þá, sem
skuldugir eru vegna mikilla fjár-
festinga og beita sér fyrir breyt-
ingum á lögunum ef sú athugun
leiðir i ljós óeðlilega skattlagn-
ingu á bændur með erfiða fjár-
hagsafkomu.
Lífeyrismál
Fundurinn felur stjórn sam-
bandsins aö beita sér fyrir breyt-
ingu á lögum um Lifeyrissjóð
bænda, sem tryggi jafnan rétt
hjóna. Jafnframt verði athugaðir
áttum
möguleikar á að tekin veröi upp
skylduaðild þeirra launþega, sem
vinna að búum bænda. — Enn-
fremur verði athugaö hvort tima-
bært sé aö lækka aldursmark
vegna töku iifeyris, enda komi til
aöstoð rikisins á sama hátt og
gerðist við tilsvarandi breytingu
eftirlaunaaldurs hjá sjómönnum.
Feldgærur
Fundurinn hvetur til ræktunar
og framleiðslu á feldgærum með
uppboðsfyrirkomulag i huga sem
aöalsöluaðferð. Fundurinn telur
brýnt að hver gæra sé sérmerkt
framleiðanda i verkun og sölu,
svo unnt sé að greiöa hverjum
framleiðanda eftir gæðum.
Fundurinn felur stjórn Stéttar-
sambandsins aö vinna að fram-
gangi þessa máls i samvinnu við
ráðunauta Búnaðarfél. Islands.
Forgangsréttur
Fundurinn felur stjórn sam-
bandsins að athuga hvernig unnt
sé að tryggja betur en nú er
forgangsrétt bænda á lögbýlum
til framleiöslu á búvörum til sölu.
Niðurstöður verði lagðar fyrir
næsta aðalfund.
Vöruvöndun
Fundurinn leggur áherslu á að
við framleiðslu, vinnslu og aöra
meðferð búvara sé itrustu vand-
virkni gætt og vöruvöndun sitji
ávallt i fyrirrúmi. — Fundurinn
leggur áherslu á, að það er ein af
undirstöðum þess að land-
búnaðinum farnist vel, að allir,
jafnt framleiðendur sem aöilar
vinnslu- og sölukerfisins og opin-
berir eftirlitsaðilar gæti skyldu
sinnar og tryggt sé, að gölluö
vara fari ekki á almennan
markaö. — Fundurinn beinir þvi
til Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins aö það beiti sér fyrir nánu
samstarfi þeirra, sem hér eiga
hlut að máli svo að sem best verði
tryggðir hagsmunir bæöi fram-
leiðenda og neytenda.