Þjóðviljinn - 30.10.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1981, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1981 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Kramkvænidastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Kréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. •Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöainenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ölafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ísland veröi meö • Norska hreyfingin ,,Nei til atomvapen” hefur - verið talsvert til umræðu hérlendis m.a. vegna þeirrar skoðunar NATÓ-sinna innan þessarar norsku breiðfylkingar að ísland, Færeyjar og Grænland eigi ekki heima i kjárnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Kröfur „Nei til atomvapen” eru að öðru leyti eðlilegar og sjálfsagðar að mati is- lenskra friðarsinna. Norska hreyfingin krefst fækk- unar kjamorkuvopna i austri og vestri, engra kjarnorkuvopna i Noregi, hvorki i friði né striði og kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum, Hún krefst þess einnig að NATÓ endurskoði ákvörðunina um kjarnorkueldflaugar frá 1979, að Sovétrikin stöðvi dreifingu SS-20 eldflauganna, og að Banda- rikin stöðvi framleiðslu nifteindasprengjunnar. Þá fullyrðir hreyfingin i krafti skoðanakannanna að norska þjóðin vilji engin ný kjarnorkuvopn i Evrópu og að norska rikisstjórnin dragi til baka stuðning sinn við Brussel-samþykktina frá 1979. 9 Það hefur komið skýrt fram i umræðum annarsstaðar á Norðurlöndum um kjarnorkuvopna- laust svæði að NATÓ-sinnar innan friðarhreyf- ingarinnar og ráðherrar rikisstjórna vilja útiloka Island frá sliku svæði ef af yrði. Á utanrikisráð- herrafundi Norðurlanda fékk Ólafur Jóhannesson þau svör ein, að hver og ein rikisstjórn á Norður- löndunum yrði að svara þvi sjálf hvort hún teldi eðlilegt að island yrði talið með i kjarnorkuvopna- lausu svæði. • Likt og flestir aðrir norrænir ráðherrar hefur Ólafur Jóhannesson lýst sig meðmæltan kjarnorku- vopnalausu svæði með þeim skilyrðum að hugað verði að „viðara evrópsku” samhengi, NATÓ-hags- munum og gagnkvæmni milli austurs og vesturs. En utanrikisráðherra lokar engum dyrum með þessu eins og skynsamlegt er. Á fundi með stúd- entum i Osló sagði hann orðrétt: „Ef rétt stjórnvöld á Norðurlöndum tækju upp viðræður samninga við stórveldin væri eðlilegt að ísland væri með.” Ástæða er til þess að fagna þessum ummælum þvi * vel getur svo farið að tilvisanir á „evrópskt sam- hengi” og annað i þeim dúr nægi ekki til þess að drepa málinu á dreif, heldur muni almenningsálitið knýja stjórnir Norðurlandanna til athafna. 9 Þessvegna er það afar nauðsynlegt að unnið verði áfram að þvi að breyta þeirri afstöðu norr- ænna ráðamanna að útiloka verði ísland frá kjarn- orkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Forystu- menn Alþýðubandalagsins hafa reynt að hafa áhrif á þessa afstöðu, islenskir herstöðvaandstæðingar hafa reynt að breyta henni, islenskir námsmenn i Osló hafa með skeleggum hætti látið i sér heyra, og Ólafur Jóhannesson reyndi að breyta henni á fundi utanrikisráðherra Norðurlanda i Kaupmannahöfn. Fleiri þurfa að leggjast hér á eitt, og islenskir námsmenn i Osló benda réttilega á, að verkefni eru ærin fyrir islenska hreyfingu gegn kjarnorku- vopnum sem sameinað gæti þorra íslendinga. —ekh klipp« Blessun og bölvun Okkar öld hefur lengst af ver- iB ti'mi mikillar trúar á tækni- legar framfarir. bær stuBla aB meiri framleiBni, frelsa menn undan likmalegu erfiBi, skapa velsæld. Þessi trú hefur veriB útbreidd bæBi til vinstri og hægri í stjórnmálum — til hafa og veriB þeir tæknitrúarmenn sem gerBu ráB fyrir þvi aB allar deilur um sósialisma eBa kapitalisma myndu leysast meB sigursælli framrás tækninnar. Þessi bláeyga tækniframfara- tni hefur orBiB fyrir mörgum skakkaföllum á undanfömum árum.eins og menn vita. ÞaB er reyndar iangt sfðan a.m.k. hluti verkalýBsstéttarinnar fór að gera si'nar athugasemdir viB hina slitandi einhæfni færi- bandavinnunnar, sem var vissulega framleiðsluaukandi — en með hvaBa verBi? SiBan hafa bæst við áhyggjur af mikilli mengun á helstu iðnaðarsvæB- um. Og nú á siBustu árum ótti margra starfsgreina viB ör- tölvubytlinguna, sem geri ótal störf „óþörf” — og skapi næsta fá ný i staðinn. Ringulreið Satt að segja er hvorki til hægri né vinstri að finna sam- ræmda stefnu gagnvart tækni- tiBindum og möguleikum sam- timans. Kapitalistar munu að likindum nokkuð einhuga um aB berjast fyrir þvi, aB þeir fái að ráBa um það hvemig tæknin er upp tekin, með hvaða hraða osfrv. — en hitt gæti vafist fyrir þeimaðsvara, hvernig þeir vilji bregðast viB þeim félagslegum vanda sem upp kemur, þegar hægt er aB vinna þau störf sem nú eru unnin meB aðeins hluta vinnuaf lsins. Vinstrimenn ýmiskonar hafa einnig átt erfitt meB aB móta sér sameiginlega stefnu: þeir hafa sveiflast á milli beins tæknifjandskapar (og átt i þaB til i leiðinni aB fegra fyrir sér fyrri handverks- mannatima) og tæknihrifning- ar, hrifningar yfir þvi aB senn rynni ti'mihinna löngu og þrosk- andi fristunda alþýðu til handa. Marxistaþing Fyrir skömmu var haidið marxistaþing i Júgóslaviu um efnið „sósi'alismi, visindi, tækni og þróunarstefna”. barna voru mættir austrænir rikismarxist- ar, vestrænir vinstrisósialistar, þriðjaheimsmarxistar og marg- ir fleiri, þetta var breitt þing sem lfklega enginn gæti kallað^ saman nema Júgóslavar. Gert Petersen, formaður SF, Sósi'al- iska alþýðuflokksins danska, tók þátt i þingi þessu og hefur sagt frá þvi i Socisalistisk Dag- blad. Ólík viöhorf Hann minnir i frásögn sinni á það, að afstaða marxista til þeirra mála sem hér eru nefnd eru afar mismunandi eftir þvi hvaðan þá ber aB úr heiminum. Austurevrópumenn áttu bágt meB að skilja gagnrýni norr- ænna og norðuramriskra marx- ista á vinnuhagræðingarkerfi hámarksafkasta (Lenin hafBi á sinum tima verið hrifinn af Taylorkerfinu bandariska). Til voru þeir sem töldu a& aukin notkun sjálfvirkra véla í fram- leiðslunni hlyti aB sjálfu sér að gera vinnu fólks ómanneskju- legri. En aBrir héldu þvi fram, að ef sjálfvirknin gæti stytt vinnutímann að miklum mun, þá gæti það einmitt þaB gert vinnuna manneskjulegri. Marxistar úr þriðja heimin- um áttu erfitt aB skilja rök- semdir vestrænna marxista gegn vissum tegundum tækni og orku. Marxistarfrá flestum há- þróuðum löndum (nemaFrakk- landi) vildu halda fram nauð- syn þess aB velja á milli ýmissa tæknivæBingarmöguleika og þeirhöfnuðu kjarnorku. Austur- evrópumenn sögBu sem fæstum kjarnorku. En sosialistar frá þriBja heiminum áttu til að halda þvi fram, að lönd þeirra væru svo fátæk, aB þeir hly tu aB bjóða alla aBgengilega eBa ódýra orku velkomna, eins þótt henni fylgji nokkur hætta — eins og til aB mynda kjarnorkunni. Ekki seinna vœnna Júgóslavar voru að þvi spurðir, hvortsú tækni og henni nátengt skipulag vinnunnar sem rikjandi væru nú um stundir stæði fyrir þrifum þeirra eigin hugmyndum um sjálfstjórn verkamanna. Prófessor Korac frá Belgrad fór um þetta atriði eftirtektarverBum orðum: „Sósialisk riki byggja á tækni sem þeir hafa erft eBa yfirtekið af kapitalistum. Þessi tækni hefur gifurlegar afleiðingar fyr- ir samskipti manna i milli, þvi það er i „eðli” hennar að flestir sem við hana starfa eru i undir- sátastööu: hún er kúgandi. Nú verður sósialisminn brátt að taka til við aö skapa nýja tækni, sem er jákvæð gagnvart manneskjunni. Við veröum að fara að glima við þau mál. (Ekki seinna vænna mætti nú skjóta inn). En, sagði prófessor Korac ennfremur, við höfum li'tt getað hreyft okkur til þessa vegna þess að við vorum van- þróaðir efnahagslega, og al- menningur hefur krafist þess að sú vanþróun væri yfirstigin. Þvi höfum við ekki komist af stað enn ”. Samnefnari En semsagt: þrátt fyrir margvi'slegan ágreining var hægt að finna samnefnara i við- horfum, á ráöstefnunni i Cavtat i Júgóslaviu, og hann litur út á þessa leið: — tæknin á að vera tækni sem þjónar þróunarstefnu, en ekki takmark þróunarinnar — sú tækni sem valin er á hverjum stað, þarf að endur- spegla samfélagslegar og náttúrulegar aðstæður i um- hverfinu — það þarf að þétta sam- bandiö milli fræðilegra og praktiskra lausna. Samnefnarinn er kannski ekki ýkja stór, og eins og þegar margir koma saman er hann mjög almennt oröaöur. En ráð- stefna af þessu tagi þýðir þó, að hin gamla og fyrirvaralitla trú á undrum tækninnar hefur látið mjög á sjá — einnig hjá þeim mislita hópimanna sem kenna sig við marxisma. An þess þó að menn vilji taka upp tæknif jand- skap, siði vélbrjóta. GertPeter- sen segir einmitt, að fundar- menn hafi aö sjálfsögðu ekki ef- ast um mikilvægi tæknilegra framfara i glimu við fátækt og skort. En menn gerðu sér hins- vegar grein fyrir þvi, hve mikil- vægt það er að móta „rétta” stefnu lenda ekki á þeim blind- götum, þegar nýjungar i tækni skapa fleiri vandamál en þær leysa. — áb og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.