Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 10. nóvember 1981 Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn i Alþýðubandalaginu Kópavogi miðvikudag 11. nóvemberiÞinghói oghefstklukkan 20:30. Ilagskrá: 1. Tekin afstaða til framkominnar tillögu um sameiginlegt prófkjor stjórnmálaflokkanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar i mai n.k. 2. Kjör uppstillinganefndar Aiþýöubandalagsins I Kópavogi fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar. 3. önnur mál. Listaverkið matað Hérsjáum við örn Inga listamann frá Akureyri hlúa að einu listáverka sinna á sýningu hans að Kjarvalsstöðum. 1 Iistaverkinu synda fiskar(. og þeir þurfa sinn mat eins og aðrir. Sýning Arnar er opin út þessa vik- una. ALÞÝOUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Reykjavik FÉLAGSFUNDUR Alþýðubandalagið i Reykjavik boðsrtil félagsfundar að Hótel Esju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Á fundinum verða kosnir fulltrúar félagsins i flokksráð Alþýðubanda- lagsins. Tillögur kjörnefndar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 11. nóvember. Þar geta og félagsmenn lagt fram tillögur um fulltrúa i flokksráðið. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst I Þjóðviljanum eftir helgi. Stjórn ABR. GREIÐIÐ FÉLAGSGJÖLDIN Félagar i Alþýðubandalaginu i Reykjavik, sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld eruhvattir til aðgreiða þau nú um mánaðamótin. Nauðsynlegt er að allir sem skulda félagsgjöld greiði þau fyrir flokks- ráðsfund, sem haldinn verður 20.—22. nóvember. Stjórn ABR. Blikkiðjjan Asgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetníngu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Útför eiginkonu minnar og móður okkar, Stefaniu Sigurbjargar Kristjánsdóttur frá Þórshöfn á Langanesi, Borgarholtsbraut 11, Kópavogi fer fram miðvikudaginn 11. nóvember kl. 15 frá Fossvogs- kapellu. Tryggvi Sigfússon og börn. Kraftaverk gerast enn Hliðar skýlisins eru úr gagnsæju plexlgleri þ'annig að vel sést til vagn- anna úr þvi. Ljósm. — eik. ~~ . Skýlið, sem nú er nær fullbúið veröur sett upp við Lönguhliðina hjá vistheimili aldraðra. Ljósm. — eik. Nýtt verð á hörpu diski og rækju Timi kraftaverkanna er sann- arlega ekki liðinn. i Helgarpóst- inum á föstudag er okkur lesend- um hans sagt frá þvi að ógerning- ur hafi reynst að smiða gang- brautarskýli það, sem l.verðlaun hlaut i samkeppni sem efnt vartil um gerð slikra skýla af hálfu SVR. Segir blaðið að verðlauna- skýlið hafi verið teiknað sam- kvæmt erlendum stöðlum, þar sem gert var ráð fyrir svo sverum járnbogum, að slika sé ekki hægt að beygja á islandi, og fram- leiðsla þeirra þvi óframkvæman- leg hér á landi. En sem fyrr segir, timi krafta- verkanna er ekki liðinn, þvi sama dag og blaðið skýrir frá þessu stóð einmitt fyrsta skýlið, smiðað eftir verðlaun^ateikningunni tilbú- ið i smiðju Stáltækni sf. aðeins 5 eða 6 húslengdum frá ritstjórnar- skrifstofu Helgarpóstsins að Siðu:' múla 27. Skýlið er hið glæsilegasta, með gleri i hliðum og ljósi i lofti og sterklegra en önnur sambærileg gangbrautarskýli sem hér hafa veriðsett upp.lÁður nefnd Strætó- skýli). Segja má að hér hafi verið um módelsmiði að ræða og kostn- aðarverð þvi ekki fyrir hendi, þar sem verðið myndi lækka mjög mikið ef smiðuð væru 10 tii 20 skýli. —Sdór Fyrirlestur hjá Líffræðifélaginu: Aðhæfíng byggs að íslenskum aðstæðum 1 kvöld flytur Þorsteinn Tómas- son fyrirlestur á vegum Liffræði- félags tslands og ber hann heitið: „Aðhæfing byggs að islenskum aðstæðum.” Erindið verður hald- ið I stofu 101 I Lögbergi og hefst kl. 20.30. 1 fréttatilkynningu um fundinn segir svo: „Eins og kunnugt er var korn ræktað til forna á Islandi. Þessi ræktun lagðist af á 17. öld, sennilega vegna versn- andi tiðarfars... Ljóst er að kyn- bætur byggs eru forsenda þess að hér megi stunda kornrækt með einhverju öryggi, þar sem tiltæk erlend afbrigði eru illa aðhæfð is- lenskum aðstæðum. 1 erindinu mun Þorsteinn segja frá þeim rannsóknum er miða að þvi að skapa vel aðlagað Islenskt bygg- afbrigði." öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Fyrirlestur um dalamálverk í kvöid þriðjudag kl. 20.30 heldur Erik Hofrén minjavörður og forstöðumaður Falun minja- safnsins i Dölunum i Sviþjóð, fyr- irlestur I Norræna húsinu um söfn I Dölunum og dalamyndir (Dalmálningar). Dalirnir eru þaö hérað i Svi- þjóð, þar sem fornar hefðir og siðir hafa varðveist lengst. Þar er að finna hinar viðfrægu „dal- málningar”, en svo er nefnd alþýðulist sú, sem blómstraði i Dölunum á seinni hiuta 18. aldar og fyrri hluta þeirrar 19. Voru heilu herbergin prýdd þessum myndum, sem voru ýmist málað- ar á dúk eða pappir. Myndirnar lýsa oft atburðum úr Bibliunni eða veraldlegum atvikum Finnski grafikiistamaðurinn Lisbet Lund er gestur Norræna hússins um þessar mundir og sýnir grafik i anddyri hússins 7.—20. nóvember. Aðgangur er ókeypis. A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins á föstudag var ákveðiö nýtt verð á hörpudiski og kostar nú hvert kg af hörpudiski 7 cm háum eða hærri 2.38 kr en 7 cm og lægri 1.95 kr. Og það merkilega gerðist við þessa verðlagningu að samkomu- lag varð i yfirnefnd um hana. Aftur á móti var verð á rækju ákveðið með atkvæðum odda- manns og seljenda gegn atkvæð- um kaupenda. Verð á rækju er nú 7.88 kr hvert kg ef 160 stk. eða færri eru i hverju kg og niður i 2.50 kr ef 341 stk. eða fleiri eru i hverju kg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.